This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
ég ætla að deila með ykkur söngtexta sem vel er við hæfi að hafa í nýustu söngheftunum. Hann er mjög þjáll í munni og kitlar bragðkirtlana…
Textinn var soðinn saman fyrir eitt af þorrablótum Samfarafélagsins.ÞORRABRAGUR SAMFÓ Lag: Oft á haustin haldin eru héraðsmót.
Oft á Þorra haldin eru Þorrablót
í hópum sækja þangað bæði sveinn og snót.
Og allir éta mat á einhvern veg,
Ó, – nema ég.Troða þau í andlit á sér úldnum mat
sem einhver hafði óvart misst í vaskafat.
Og tyggja svo með gervitönnunum
Ó, -nema ég.Mér alltaf ill’ er við,
innmat, eistu og svið
Bringukolla, lundabagga og magál.
Svínasulta súr,
Svei, gimbrarpjás´ á túr
Kæstur hákarl, hangikjöt ja svei.Þorrablótin hverjum reynist þrautin ein
Sem þekkir ekk´ að naga eins og hundur bein.
En allir éta mat á einhvern veg,
Ó, – nema ég.Texti hálfstolinn og stílfærður,
Matti og Ingi
You must be logged in to reply to this topic.