This topic contains 63 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Gunnsteinsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.01.2003 at 22:03 #192089
AnonymousNýjustu fréttir af þorrablótsförum eru þær að Skemmtinefndin í 5 bíla hóp er nýkominn yfir Rauðá sem er rétt fyrir innan Svíná. Einhvað bras var á Lúter í Svíná en símasamband rofnaði áður en ég fékk nánari fréttir af því. En Lúrer ætti að vera í góðum málum því Magni Magnaði suðumaður er með í för. Eru þeir því skammt frá afleggjaranum inn á Klakksleið og eiga bara eftir að fara yfir Innri Rauðá áður en komið er inn að gatnamótum. Síðast staðsetning var 6428796-1940356. Með þessum ferðahraða er metið í nýliðaferðinni 2001 í fallhættu. Reynt verður að fylgjas með fram vindun mála hjá þeim ferðafélögum einsog kostur verður. Þeir ættu allavega að hafa nóg að éta enda með fulla bíla af úldnum mat.
Jón Snæland.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.01.2003 at 23:48 #467392
Endilega lofaðu okkur hinum að fylgast með. Hvernig er veður og færð hjá þeim.
Hefurðu nokkuð heyrt af þeim bjartsýnu mönnum sem skrifuðu hér í gær og ætluðu yfir Langjökul í kvöld, og gista á Hveravöllum "í nótt".
kv.
Eiríkur
01.02.2003 at 11:23 #467394Ég hafði samband við þorrablótsfarana og voru þeir enn á leið í Setrið og voru búnir að vera 19 Kl á leiðinni.
Voru þeir ekki alveg vissir hvar þeir væru en þeir voru allavega búnir að fara yfir Draugakvísl á styttingnum, Þannig að væntanlega eru þeir eihverstaðar undir Rauðkoll.
Lúter var búinn að affelga tvisvar og Barbíinn hans Kristjáns einnig ásamt því að beygja felgu og rífa dekk síðasta staðsetning N 6432874-W 01913494. Kjartan formaður lagði af stað úr bænum kl 9 í morgun ásamt fyldarliði á 4 bílum og ætlaði Sóleyjarhöfðan en þegar hann frétti af ófærinni á Klakknum ákvað hann að fara Klakkin til þess að komast í fjörið. Annars sögðu þeir skefninefndarmenn að það væri púðursnjór og ekkert þjappaðist og lítið skyggni og allir væru í 1,5-2 pundum. Þeyr ætla að hafa samband aftur þegar þeir verða komnir að brekkunum ofan við Kisubotna sem ætti að verða á þessu áriiiiiii en þeir eru þó með nóg af úldnum kosti svo ekki ætti að væsa um þá.PS þegar ég var að tala við þá þá var Lúrer búinn að affelga og hinir 4 voru allir fastir.
Jón Snæland.
01.02.2003 at 13:40 #467396Kl 13,30 Lúter,Magni,Reynir, og félagar eru komnir heldur styttra en þeir voru komnir fyrir 2 tímum þar sem þeir þurftu að aka til baka eftir einhverri efturlegukindinni.
En Kjartan,Þröstur,Danni og félagar eru komnir yfir Svíná og eru á hraðferð. Komust þeir yfir Svíná á heldum ís.
Magni heldur að færið sé heldur að skána, það er líka eins gott þar sem meðalhraðinn var orðin -1 til 2 kílómetrar á tímann. Ef þeir fara að drífa sig ættu þeir að ná í þorrablótið 2004. Nú er leiðangurinn búin að taka 22 klukkustundir.Jón Snæland.
01.02.2003 at 14:48 #467398Kjartan og félagar eru komnir yfrir Örafakvísl og eiga ekki nema 7 km í síðast uppgefna punkt Þeirra Sigga Tæknó og félaga, en ekkert hefur heyrst frá þeim. En þeir sögðust ætla að hringja áður ern þeir færu niður í Kisubotna. Í símsvaranum hjá Sigga sagði bara að hann kæmist ekki í síman " Skildi hann vera úti að moka"
PS Haldið þið að Kjartans hópur nái Lúter vog félögum
Ég legg 1000 kall undir á að Kjartan verði fyrstur í Setrið.Jón Snæland.
01.02.2003 at 16:41 #467400Hópur Kjartans hefur náð Sigga Tæknó og félögum undir Rauðkolli. Nú hefur förin tekið 24 tíma og 40 mínútur og nú fara að falla met.
Jón Snæland.
01.02.2003 at 16:56 #467402Já, það er ekki spurning þegar menn eru svo skynsamir að setja Trooper vél í húddið á toyletti, þá fer eitthvað að hreyfast þarna undir. Menn hafa m.a. orðið varir við jarðskjálfta þegar Trooper mætir á svæðið….
Þetta er með ólíkindum, hvað voru rollurnar að gera með að fara Klakkinn? Og með kerru? Vonandi þurfa þorrablótsmenn ekki að bíða lengi eftir matnum en mér segir svo hugur að þegar blótið loks hefst muni verða mikið fjör. Ég var að vonast til þess að það þyrfti dekk eða eitthvað úr bænum, minn bíður bara tilbúinn inni í bílskúr, nýbónaður og alles.
Þorrann blóta þreyttir menn
þjakaðir í sköflum
Súper Trooper kemur senn
dulbúinn á köflum.:o)
Beggi…p.s. hvert var metið í nýliðaferðinni?
01.02.2003 at 17:40 #467404Siggi Tæknó var að hringja og voru hann og Reinir staddir í brekkunum fyrir ofan Kisubotna. Í nánast engu skyggni og púðursnjó. Þar ætla þeir að bíða eftir að hinir nái þeim.
Kjartan og Trooooober rellan eru orðin þreytt og er hann með öftustu mönnum. Kjartan varð ekki svona þreyttur þegar hann var með 3,0 Toyota í nýliðaferðinni. En þetta með tíman þá hef ég klikkað smávegis, þeir fóru fyrr af stað úr Reykjarvík en ég hélt og Siggi sagði hróðugur að kl 17 væru þeir búnir að vera 25,5 tíma. Svo nýliðaferðarmetið er fallið með 30 mínútum og er greinilegt að þeir eiga eftir að bæta það verulega. Því Kisa gæti nú tafið þá aðeins þess utan gengur verulega hægt þessa stundina.
Í örvæntingu sinni prófuðu þeir að hleypa úr niður í 0,5 pund en þá fór bara að ganga enn verr þannig að pumpað var í á ný upp í 1,5-2 pund.
PS Lúter er ekki búinn að affelga síðan síðast.
PS Beggi ég er líka tilbúinn í BJÖRGUNN.
Jón Snæland.
01.02.2003 at 18:12 #467406Það er ekki skrítið að menn verði þreyttir þegar þeir sitja á Toiletti allan daginn. Ég held að vinnufélagarnir hans Lúdda ættu að splæsa í almennilega bíl handa honum, það gengur náttlega ekki að komast ekki með matinn í skálann á réttum tíma. Ekki það að hann úldnar nú svo sem ekkert meira…þ.e.a.s. maturinn, ekki Lúther…
En ætli einhverjir aðrir séu komnir upp í Setur? Veit einhver um einhvern sem ætlaði aðra leið enn Klakkinn (!!!)??
Ég hringdi upp í Setur núna klukkan sex og það er slökkt á símanum.
Jæja Jón, við bara bíðum eftir næsta þætti í þinni frábæru beinu lýsingu af þorrablótinu – nema ef þú vildir kannski vera kominn tímanlega upp í Setur fyrir næstu helgi – þá myndi ég nú fara að drífa mig af stað….
Jæja, ég þarf að byrja að elda handa konunni, áður en hún fer að urra á mig.
01.02.2003 at 19:33 #467408Núna kl 19,19 eru menn á ferð niður brekkurnar í Kisubotna
en mig minnir að ég hafi sagt ykkur frá því fyrir 2 tímum að þeir væru komnir að brekkunum fyrir ofan Kisubotna.
Ferðahraðinn mælist því í sentimetrum þessa stundina.
Maður er eiginlega hættur að trúa þessu það er spurning hvort þeir séu ekki bara í bænum ? Við ættum að hafa augun hjá okkur, og látið vita hér á síðuni ef þið sjáið þá.
En fyrir þá sem ekki þekkja aðstæður þá erum við yfirleitt 2-3 mínútur að aka niður þessar brekkur. En að aka Klakkinn tekur 3-4 tíma að sumri allavega fyrir skálanefndina en öll tímamet eru löngufallin og þeir eru að komast í 28 klukkutíma.
Jón Snæland og skálanefndinn.
01.02.2003 at 21:14 #467410Nýjustu fréttir eru þær að Kjartan er kominn einn niður á sléttuna í Kisubotnum. Siggi Tæknó, Magni, og fleiri eru komnir í ógöngur í hlíðunum ofan Kisubotna og Kjartan kemst ekki til baka til þess að aðstoða þá og ætlar hann að halda áfram að riðja leið inn í Setur. Þröstur er enn upp á brekkunum ofan Kisubotna. Frétti ég af 5 bíla hóp undir Loðmundi á leið í Setrið gekk jafn erfiðlega hjá þeim og hinum og eiga þeir langa leið fyrir höndum. Danni er komin í vandræði með slittna felgubolta. OKKUR VANTAR UPPLÝSINGAR UM ÞANN HÓP SEM FÓR SÓLEYJARHÖFÐAN STRAX HRINGIÐ Í SÍMA 6997477 eða 5871702. annars er þeim enginn vorkunn þeir hafa jú nóg að éta. ATH þeir sem koma fyrstir inn í Setrið þá er skálavarðaíbúðinn frátekinn fyrir SIGGA TÆKNÓ.Nú eru þeir að nálgast 30 klukkutímana.
PS hringið strax varðandi Sóleyjarhöfðahópinn.
Jón Snæland sími 6997477.
01.02.2003 at 22:18 #467412Eru allir steindauðir engvar atugasemdir eða koment.
Það er frjálst að tjá sig meira segja fyrir utanfélagsmenn, sjáið nú manngæskuna. En nýjustu fréttir eru þær að fyrrum skálanefndar maðurinn "Kjartan" er búinn að stinga hina dratthalana af er hann kominn yfir Kisu og telu hann sig eiga eftir 2 km í skálavarðaríbúðinna en mikil keppni er í gangi þessa stundina um að ná fyrstur í skálavarðaríbúðinna. Hvernig er þetta með veðmálið þorir enginn.En nú fer að versna í því, því nú á að fara blása og skafa og er komið 17 stiga frost í Setrinu.PS Landcruser 83 árgerð. vantar mál á felguboltum því boltarnir er brotnir hjá Danna.
Lifnið nú við ormarnir ykkar hvar eru þið er ég einn í heiminum BÞV,Hlynur, Ingvi, Palli, Viddi, Maggi Umhverfis postull og loftbelgarfari,Lúffi, Óskar DR Egill fasti Bí Bí
Sindri,Rallý Jói Og rest stjór er ykkur ekki umhugað um formanniSkildum við fá að fara í björgunar túr Beggi ætla fleiri með.
Skálanefndin
01.02.2003 at 22:31 #467414Auðvita er maður klár að skreppa eftir þessum köllum þegar allt verður komið í bál og brand og úldni maturinn búinn.
Svo er bara spurning hvort nokkuð gaggn væri í Begga á þessum Ízuzu……
Hlynur R2208
01.02.2003 at 22:35 #467416
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Væri ekki best fyrir alla að Datsunarnir yrðu bara í bænum svo að það gengi eitthvað að bjarga hinum………..
Kveðja Matti
01.02.2003 at 22:46 #467418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Auðvitað erum við að filgjast með og bíðum spenntir eftir næsta kafla af þessari "frægðarför". Er ekki málið að skreppa bara innúr og ná skálavarðarherberginu á undan Sigga.
01.02.2003 at 23:08 #467420sammála síðasta ræððumanni, þið pattarar hafið ekkert með að gera á fjöll, ég nenni ekki að sækja of marga á morgun.
Að heyra þetta með formanninn er alveg meiriháttar og skil ég hann vel að nenna ekki að fara og sækja svona trúleysingja sem seint ætla að læra að troooooooooper er, verður, og mun alla tíð vera mestur og bestur, verst er þó að okkar ástkæri formaður þurfti að setja þetta "TÓL" ofan í toylett en það er verið að útbúa miða á jeppan ( POWERED BY ISUZU. Á morgun verður fjör að sjá hver verður fyrstur í bæinn, þetta fer að verða eins og paris dakar rallið menn ósofnir og matar litlir því Lúddi geymir matinn örugglega á fiskipallinum í fiskibílnum og það er komið -17°c. Þeir geta kannski vafið nokkrum pungum í álpappir og þiðið þá á pústgreininni.
Baráttu kveðjur til okkar manna á fjöllum. Flugstjórinn.
01.02.2003 at 23:19 #467422Hópurinn sem var undir Loðmundi er snúin við. Hópurinn á Klakksleið er allur kominn yfir Kisu en nú er allt stopp og hjá Kjartani gengur hvorki né rekur og er hann 2,7 km frá Setrinu og all lok lok og læs og allt í fári HE HE HE Hí Hí nei sona segir maður ekki Kalli.Ég er búinn að sussa á Kalla. Veðrið í Setrinu er nú -13 og 9 metrar og búist við 13-18 metrum í nótt þannig að þeir mættu fara að drífa sig í skjól.
PS þeir ætla að hringja þegar þeir komast í Setrið
Jón Snæland.
01.02.2003 at 23:32 #467424Klukkan 11 var vindhraði í Setrinu kominn í tæpa 15m/s (18 í hviðum).
[img:32xb79ie]http://www3.vegag.is/faerd/linurit/vindur091.gif[/img:32xb79ie]
01.02.2003 at 23:33 #467426Heyrðu Ofsi, þetta er bara frábært hjá þér. Endilega smelltu inn línu þegar þeir hringja úr Setrinu. Þú varst að reyna að ná í einhverja sem ætluðu vaðið, hefurðu heyrt eitthvað frá þeim?
kv.
Eiríkur
01.02.2003 at 23:42 #467428Ég átti samtal við Sigga og þá áttu þeir eftir 2km í Setrið og gekk ekki neitt og voru stopp.
Kjartan var búinn að brjóta framdrif og veðrið að rjúka upp og hann taldi að það væru ekki neinir aðrir á leið innúr.
Trúlega fer maður bara að tanka og gera sig kláran í skemtilegheitinn svo maður missi ekki af öllu fjörinu.
Hlynur
02.02.2003 at 00:09 #467430Það verður sennilega munað lengi þorrablótið snjólausa-veturinn mikla 2002-2003. Og ég sem nennti ekki að mæta af því ég á ísskáp og er hættur að borða úldið…shit… en kannski fær maður björgunarleiðangur út úr þessu… hver veit…;) Er allaveg tankaður og klár með stuttum fyrirvara og síminn stilltur á hæstu hringingu…
Baráttukveðja úr Kjósinni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.