This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.01.2004 at 08:26 #193509
Góðan daginn félagar.
Eins og sést hér til hliðar í tilkynningu, þá er ekki mikil þátttaka í fyrra blótinu í Hólaskógi. Held að það sé í raun aðeins einn bíll + nefndin. Það segir sig sjálft að slík þátttaka er ekki næg og ef ekki rætist úr á næstu dögum þarf að endurskoða þessa hugmynd, sem fyrir ári síðan var á allra vörum, eftir „hrakfarir“ sumra uppí Setur. Hugmyndin var s.s. sú að ekki þyrfti að fara langt til þess að komast á blót og jafnvel hægt að fara þangað á óbreyttum jeppum og þannig ná inn fólki sem hefur ekki átt sjens á að koma fyrr.
Setursblótið er að verða fullt, en tæplega 50 manns hafa bókað sig nú.
Setrið er laust (held ég) bæði 31. jan og einnig 14. feb, þannig að kannski þarf að stúdera færslu á fyrra blótinu inn í Setur og þá spurning um dagsetningu.
Kv
Palli. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2004 at 16:42 #485090
Sælir
Hvernig er það með Hólaskóg, er hægt að fá gistingu þar á aðfararnótt föstudags líka ?
Ef það er hægt þá er hægt að leika sér eitthvað þarna í kring á laugardeginum. Mér sýndist á korti að það sé allavega slatti af slóðum sem liggja þarna í kring. Meðal annars er leið frá Hólaskógi upp undir Svartárgljúfur og þaðan aftur niður á Þjórsárdalsveg skammt frá Árnesi. Og svo eru sjálfsagt fleiri skemmtilegar leiðir þarna sem að hugsanlega er hægt að finna einhvern skafl á til að spóla í.
Ég veit reyndar ekkert hvernig þessar leiðir þarna eru og kannski er einhver mér fróðari sem getur sagt til um það.
Væri kannski komið tækifæri þarna fyrir okkur sem erum á 33 – 35" bílum til að fara smá hring saman ?
kveðja
Benedikt
20.01.2004 at 16:46 #485092Smá mistök,
Þetta átti að vera aðfararnótt laugardags en ekki föstudags.
BM
20.01.2004 at 23:01 #485094Sælir félagar.
Sú ákvörðun að halda fyrra þorrablótið í Hólaskógi var á sínum tíma eingöngu tekinn með tilliti til jeppamanna og kvenna sem eiga lítið breytta bíla. Hólaskógur var valinn sem góður kostur því allt í kringum Hólaskóg er að finna jeppaleiðir sem henta þeim okkar sem eru á lítið breyttum bílum.
Einnig var á sínum tíma mikil umræða hér á vefnum þar sem sumir klúbbsmeðlimum okkar fannst lítið gert fyrir lítið breyttu jeppana, Ok allir hafa kannski eitthvað til síns máls í því og tókum við því þeirri áskorun um að halda annað blótið utan hálendis.
Enn hvað nú?? Svo til enginn aðsókn er á þetta umrædda blót og er því sú hugmynd kominn upp að hafa bæði blótin í Setrinu.
ja…. hvað annað get ég gert enn að setja Stórt ? hér ?????
Kv Lúther
20.01.2004 at 23:11 #485096
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
já þetta skil ég ekki, menn að væla að ekki sé gert neitt fyrir þá. Svo kemur að stundinni og ekkert gerist. Svo þegar atburðinum hefur verið breytt eða líður hjá þá koma þessir sömu menn og byrja að tuða að ekkert sé gert fyrir þá. Hugsið ykkar gang áður en þið segið eitthvað um að gera eitthvað fyrir einhvern.Jónas
20.01.2004 at 23:13 #485098Þetta er svipað dæmi og nýliðaferðin sem var sett upp fyrir minna breytta bíla núna í nóv og þrír 35" jeppar mættu. Ég er samt ánægður með Benna Pæjumann sem virðist vera sá eini sem hefur áhuga á öllu fyrir minna breytta jeppa, en ekki yrði ég hissa þótt hann verði kominn á stærri dekk fljótlega. Er ekki annars að verða fullt í Setrinu ???
Hlynur
20.01.2004 at 23:26 #485100Sælir félagar
Ég vil bara taka það fram svo að ekki fari neinn miskilningur fram að ég hef engan áhuga fyrir þorrablótum hvort sem það er haldið í Ármúla,setrinu eða hólaskóg,
Og ættla ekki að fara byrja á núnakv Jóhannes
21.01.2004 at 00:00 #485102Veit ekki einhver hvort hægt er að gista tvær nætur þarna ?
En ég tek undir það með Lúther og öðrum hér að það er ansi dapurt ef menn eru tilbúnir til að skammast yfir því að lítið sé gert en vilja svo ekki taka þátt í því fáa sem er í boði.
Auðvitað henta tímasetningar ekki öllum og það er skiljanlegt en samt verðum við sem erum enþá á litlu dekkjunum að reyna að taka þátt í því sem er skipulagt fyrir okkur – annars er eðlilegt að það nenni enginn að standa í því lengur.
Jóhannes – það er aldrei of seint að byrja
Já og Hlynur það er rétt hjá þér að það eru komnir verulegir vaxtarverkir í pajero og aldrei að vita nema að einhverntíman verði hann stór
Kveðja
Benni
21.01.2004 at 00:21 #485104Það er ekkert máll að fá gistingu þarna ef menn hafa áhuga.
við í suðurlansdeld höldum þorablótið okkar þarna þá getta allir spólað einkvað og svo er hægt að skoða háafoss,gjána,dínk og martt fleira
21.01.2004 at 00:30 #485106Sæll Benedikt
Það gæti verið að ég renni þarna upp eftir og láti reyna á drusluna ef það verður þá eitthvað af snjó,kannski að maður fái að slást í för með þér að spóla einhverstaðar.
Hins vegar er það satt hjá þér að það er aldrei of seint að byrja á þessu.
kv Jóhannes
21.01.2004 at 00:54 #485108Sælir félagar.
Við vorum þarna á ferðinni um helgina. Það er allt fullt af snjó þarna. Meira að segja þungt færi á uppbyggðum veginum sem liggur þarna fram hjá. Það eru nokkur ár síðan ég man eftir því síðast.
Ferðakveðja,
BÞV
21.01.2004 at 08:22 #485110Sælir félagar.
Ella hringdi í mig í gærkvöldi og flautaði af blótið í Hólaskógi. Einungis einn hafði formlega samband. Síðan eru einhverjir búnir að spá, bæði í síma og hér á spjallinu. Til þess að svona þorrablót geti orðið að veruleika þarf einfaldlega miklu meiri þátttöku, þannig að í ljósi þeirra staðreynda sem uppi voru (fáir sýna áhuga, þurfum að fá um 40 manns, svo ekki verði tap á blótinu) var ákveðið að flauta það af í tíma, einnig svo eigandi hússins gæti átt sjens á að koma því í útleigu til annara. Fátt er leiðinlegra en að flauta svona uppákomu af með eins – tveggja daga fyrir vara. Seinna blótið lofar góðu og það er alveg um 60 manns búnir að hafa samband. Nú þarf bara að gera upp við Ellu og rígfesta sér plássið.
Kv
Palli
21.01.2004 at 09:21 #485112Hva helvíti voru menn fljótir að flauta þetta af – það leið ekki nema 1,5 sólarhringur frá því að tilkynnt var um að þátttöku vantaði og þar til menn gefast upp… Maður nær varla að smala saman í hóp á svona stuttum tíma
Ég var reyndar ekki kominn nema með 4 – 6 þannig að það hefði svo sem hrokkið stutt upp í þá 40 sem þarf þannig að það hefði sennilega breytt litlu….
Þetta er fúlt því ekki fer maður með í Setrið í svona færi… En við þessu er´sjálfsagt lítið að gera.
BM
21.01.2004 at 10:15 #485114
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Afhverju skellið þið ykkur ekki samt í Hólaskjól þó það sé ekki á vegum klúbbsins? Skálinn væntanlega laus og þá er ekki annað að gera en panta pláss fyrir þessa 4-6 og þá sem hugsanlega myndu bætast við, henda sviðakjamma og hrútspungum í skottið og renna af stað. Fara síðan í hæfilegan leikaraskap á laugardag.
Skúli
21.01.2004 at 10:25 #485116Sæll Skúli,
Ég er nú ekki kominn langt í skipulagningu síðan í morgun en ég er nokkuð viss um að það verður eitthvað farið eða gert þessa helgi – hvort sem það er Hólaskógur eða annað.
Ég hvet alla sem langar með í einhvern leik þessa helgi að hafa bara samband við mig og við reynum að gera eitthvað skemmtilegt – e-mail bm@sk3.is eða 821 4696. Ég er á 35" dekkjum og reikna með að það verði einn á 31" með þannig að við förum bara eitthvað sem allir jeppar ættu að komast.
Við hvern talar maður til að bóka gistingu í Hólaskógi ?
Benni
21.01.2004 at 10:42 #485118Hó..
Ég held að ástæðan sé líka að hluta vegna þess að eigandi skálans hafi verið að pressa á um hvort ekki væri allt klárt, því aðrir voru búnir að hafa samband við hann og vildu þessa helgi…
Þess vegna var betra í ljósi alls þessa að hætta við núna og engir eftirmálar. Ömurlegt að hætta við í næstu viku og fá það svo í hausinn að borga tugi þúsunda fyrir ónotað hús.
Við eigum svo inni helgina á eftir seinna blótinu, ef okkur langar eitthvað…
kv
Palli.
21.01.2004 at 12:36 #485120
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Benni
Yfir skálavörður í Hólaskóg er Sigurður Gröndal og síminn hjá honum er 820 8784.
Kv. Alfreð Gísla
P.s. Skúli, HÓLASKÓGUR og HÓLASKJÓL er ekki nærri því það sama… um hvorn staðin ert þú að tala um ?
21.01.2004 at 13:23 #485122
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rétt Alfreð, Hólaskógur átti þetta auðvitað að vera, þó lítið sé um skóginn þar. Hólaskjól er hins vegar annar ágætur kostur fyrir minna breytta bíla, út því sá ágæti skáli er kominn í umræðuna fyrir slysni. Ég veit svosem ekki hvernig færið er þarna en getur verið hæfilegur skammtur af barningi að fara þangað upp Skaftártungurnar og ágætis skáli þar.
Kv – Skúli
21.01.2004 at 14:38 #485124Sælir,
Vont er nú málið að ekki fáist næg þátttaka á þorrablótið í Hólaskógi, við hér fyrir norðan höfum gengið í gegnum þann raunveruleika að blótsferðir á fjöll urðu meirihattar hakfarir fyrir suma, var þetta orðið þannig að þarna voru bara þeir alhörðustu, hinir sátu heima. Ég tala nú ekki um
kvennmannsleysið, það voru bara þessar alhörðustu konur sem mættu.
Okkar blót hefur þróast í þá átt að við erum í Mývatnssveit og allir geta mætt, meira að segja geta menn komið á frúarbílnum á blótið. Blótið okkar er sem sagt ekki jappaferð, þetta er helgi þar sem 4×4 félagar hittast og skammta sér saman í fallegu umhverfi, konurnar eru teknar með og eru mun viljugri að fylgja sínum körlum, við höfum reynt að hafa eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi í dagskrá helgarinnar, svo eru einhverjar ferðir farnar í ágrenninu og þá með einhvern tilgang, konuferð, lærdómsferð ofl.
Í ár verður þema helgarinnar þjóðsögur. Þetta fyrirkomulag var ekki mjög vinsælt fyrst og þykir sumum þetta hin mesta firra að ekki skulið farið á FJÖLL, þátttaka í þessum blótum hefur samt aukist, þetta er alltaf spurning um framsetningu og skipulag, það þarf að selja svona hugmyndir.Kannski er þátttökuleysið í Hólaskógi því að kenna að menn líti á að þetta sé bara fyrir "aumingja" eða þannig, mönnum finnst betra að sleppa þessu frekar en að fara í eitthvert annars flokks blót, þangað fara ekki aðal karlarnir, þeir fara í Setrið.
En þetta er nú bara hugleiðing og á kannski ekkert skylt við dræma þátttöku í blótinu að Hólaskógi, altént þarf klúbburinn að hugsa um þarfir allra félagsmanna, líka þeirra sem vilja vera með en eru ekki á stórum hjólum eða vilja bara ekki lenda í hrakningum.Gangi ykkur allt í haginn og eigið góð blót í Setri sem annars staðar.
mbk. Mundi
21.01.2004 at 17:11 #485126Sælir
Það er rétt hjá BÞV að það er nóg af snjó á svæðinu. Ég var á ferðinni þarna á sunnudaginn og það var svo til ófært fólksbílum, upphækkaður vegurinn á kafi í snjó sums staðar fyrir innan Búrfellsvirkjun. Frábærlega skemmtilegt færi var á Dómadal
kveðja
Agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.