This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafþór Atli Hallmundsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Um hádegisbil í dag lagði ég af stað í smá bíltúr. Leiðinni var heitið upp á Langjökul og var ætlunin að kíkja við í Árbúðum og heilsa upp á litludeildarmenn sem voru þar að blóta þorra.
Ferðin yfir jökul var tíðindalaus en þegar komið var niður á kjalveg fór fljótlega að draga til tíðinda.
Eg var rétt kominn upp á Kjalveginn við Skálpanes þegar við mér blasti yfirgefinn Patrol – ég svo sem velti honum ekki mikið fyrir mér, enda alvanaleg sjón, en þóttist þó þekkja þarna farartæki formanns litludeildar. Nú fór að færast spenna í mig – það hafði sem sagt verið fjör hjá þeim.Þegar ég svo kom í Árbúðir fékk ég að heyra alla söguna. Þetta hafði víst verið þannig að þeir félagar
Laugi og Stefán voru saman í þessum Patrol – Stefan var víst eitthvað að skammast í Lauga þannig að hann snarsnéri bílnum ofan í djúpa hvilft og ætlaði með því að ná að kasta kallinum út um opin gluggan farþegameginn.
Eithvað brást þó Lauga bogalistin og ekki vildi betur til en að Stebbi kastaðist í ranga átt og lenti í fanginu á Lauga, sem við það misti bílinn ofan í djúp hjólför og þá brotnaði einhver brothættur armur í stýrinu á Patta. Þannig að núna gegnir hann hlutverki neyðarskýlis við Kjalveg.En Litludeidarmenn voru ekki af baki dottnir við þetta og ákváðu að halda inn á Hveravelli þrátt fyrir bílleysi foringjans. Jón nokkur Ofsi átti þarna leið um og var hann munstraður í að fara fyrir hópnum inneftir og Var Klakinn settur í bíl með honum – svona til að Ofsinn gæti kennt honum að keyra án þess að brjóta arma – en Ofsinn ku víst vera nýbúinn að kenna fyrverandi formanni 4×4 þessa list og var því vel til verksins fallinn. Ekki þótti þó ráðlegt að setja Stebba með í sama bíl – Enda hefði verið ójafnt að hafa tvo Trúða á eina Rottu og því var Kallinn settur í bíl hjá Kjartani. Eitthvað var hann þó kvektur eftir flugið hjá Lauga og sagði Kjartan hann hafa haldið svo fast í mælaborðið að á tímum hefði það verið komið að því að rifna frá hvalbaknum. En Stebba greyinu er þó vorkun þar sem hann er vanur að ferðast í mýkri bílum með þróaða fjöðrun.
Segir nú lítið af ferðum þeirra þar til á heimleið þar sem flestir hólar leiðarinnar voru víst eknir og skildist mér að Ofsinn hafi keyrt langar leiðir til að finna hóla sem voru Toyotunni samboðnir og var litludeildarmönnum á orði að þeir hefðu fram til dagsins í dag aldrei skilið af hverju hann var kallaður Jón Ofsi – en eftur daginn var enginn í vafa um nafngiftina.
Kemur þá að Kalla sögu Kafteins. Hann var, eins og hverjum öðrum sönnum Patrolmanni sæmir, boðinn og búinn að koma með varahluti í Patrol til fjalla. Hann fór snemma af stað, Fór í Breyti og fékk nauðsynlega varahluti og verkfæri og ók af stað. Honum sóttist ferðin víst nokkuð vel og var fyrr en varði kominn í Reykholt þar sem skyldi tanka.
En eitthvað hafði honum víst orðið meint af Rottuferð sem hann fór í um daginn því þar lærði hann af Ofsanum hvernig á ekki að taka Díselolíu. Þar var dælt um 70 lítrum af bensíni á Díselfákinn áður en glæpurinn uppgötvaðist.
En þetta tafði þó leiðangurinn bara lítilega og skilst mér að varahlutirnir séu komnir í hús en Kafteininn hefur þó skipt um nafn og kallast nú Kalli bensíntittur.En eftir að ég hafði ásamt mínum ferðafélögum snætt kvöldverð með þeim á þorrablótinu, þar sem reyndar var bara harðfiskur sem minnti á þorran, kvaddi ég hópinn sem óðum var að gleðjast eftir hrakfarir dagsins.
Benni
You must be logged in to reply to this topic.