This topic contains 150 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 12 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Laugardaginn 28. janúar 2012 verður haldið Þorrablót F4x4 í setrinu. Fastur og félagar munu sjá um að troða öllum þorramatnum í minnsta bílinn og draga hann upp eftir.
Verður hver að koma sjálfum sér uppeftir á eigin vegum. Gott er að menn rotti sig saman í hópa til að vera samferða uppeftir.
Ekki nein skipulögð dagskrá önnur er áta, ólæti og töfrabrögð í boði Magga GO4IT á laugardagskvöldið.
Í fyrra var mikið kapp í mönnum. Kepptu menn í greinum eins og:
Hvað er hægt að keyra Overland langt án þess að hann bili aftur
Flest eyðilögð dekk í sömu brekkunni.
Flestir tappar í dekki.
Beyglaðasta felgan.
Flest lánuð dekk.
Mest brotna drifið.
Besta lýgin í talstöð.
Beyglaðasta spirnan.
Að vera hann.Var keppnin geysi spennandi.
Verðið er ekki komið á hreint (ca.5-6þús) en borga verður fyrir mánudag 23. janúar til að halda plássinu. Aðeins 45 gistirými eru í boði.
Skráning berist á netfangið fastur@googlegroups.com.
Kveðja, Þorrablótsnefnd Fasts og félaga.
You must be logged in to reply to this topic.