This topic contains 85 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Við Ferðahópurinn „Fastur og félagar“ ætlum að sjá um Þorrablót F4x4 í Setrinu þetta árið. Ætlunin er að halda það laugardaginn 30.Janúar, eða annan laugardag í Þorra. Blótið verður með svipuðu sniði og oft áður. Matinn tökum við hjá Múlakaffi, enda hefur hann reynst vel útilátinn og bragðgóður.
Við sem stöndum að þessu gerum ráð fyrir að leggja af stað á laugardagsmorgninum. Annars er hafa menn komið þegar þeim hentar og farið þegar þeim hentar, enda ekkert skipulagt nema Þorraveisla um kl. 20.00 á laugardagskvöldið.
Um kvöldið mun svo Magnús Sigurðsson „GO4IT“ sýna nokkur vel valin töfrabrögð í bland við lognar og ólognar jeppa-sögur sem menn segja af sjálfum sér og öðrum.
Þorrablótið er ekki bindindis hátíð og ber hver og einn ábyrgð á sjálfum sér og sínum gjörðum. Eins og gildir um önnur þorrablót, þá er tæplega við hæfi að vera með mikið af börnum á svona hátíðum.
Miðaverði er haldið í lágmarki og er miðaverð á blótið er því 5.000 kr. og er inn í því þorramatur á laugardag og gisting aðfaranótt sunnudags.
Hámarksfjöldi 40 manns.
Skráning sendist á fastur@himnariki.is .
Með bestu kveðjum,
Fastur og félagar.
You must be logged in to reply to this topic.