Forsíða › Forums › Spjallið › Deildir › Austurlandsdeild › Þorrablót Austurlandsdeildar 28.01-1.03 2014
This topic contains 42 replies, has 17 voices, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 10 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2014 at 12:42 #444035
Sælir Félagar nú styttist óðfluga í þorrablót og er ég með þessum þræði að vona að umræðurnar verði eins skemmtilegar og gagnlega og fyrri þráður var en hann varð ansi langur kv.Heiðar U-119
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.01.2014 at 22:33 #444045
Sæll Heiðar.
helvíti ætlar þú að vera lengi í þessum túr….frá 28,01 til 01,03…..rúman mánuð. Ég kem ekki með þér í það vinur minn en það gæti verið að ég kæmi með þér frá 28. febrúar
12.01.2014 at 01:16 #444052Sæll Óskar greinilega einhver innsláttarvilla ég kemst ekki heldur í svona langan túr kv Heiðar U-119
12.01.2014 at 22:27 #444085Ég allavegna stefni á að koma að norðan og ég ætla að reyna að komast alla leið á eigin bíl í þetta skiptið. Var ekki hrifinn af þessu veseni í fyrra.
12.01.2014 at 23:37 #444088Ég stefni líka á að mæta að sunnan. Á eigin bíl og alla leið
13.01.2014 at 02:40 #444090Stefni klárlega á að mæta.
Dagsetningin er ss frá 28/2 til 1/3Kv Theodór U245
13.01.2014 at 15:51 #444101Ætli maður verði ekki að reyna að filgja Dúdda, það er nefnilega ekkert garantí fyrir því að hann komist á eiginn bíl
kv Raggi
15.01.2014 at 23:37 #444219Það gæti hugsast að ég komi líka. Ef ég drullast einhverntíma til að klára hinar felgurnar mínar.
16.01.2014 at 21:23 #444257Gísli þú kemst ekki langt á felgunum en ég kem og kannski Ingvar
19.01.2014 at 14:16 #444381Nú er það ekki? Ég hef þá eitthvað misskilið þetta. Ég kem þá felgulaus
24.01.2014 at 23:04 #444907Sælir fór í heimsókn til Þóris Gísla í gærkveldi og var hann í óða önn að smíða dana 60 hásingu sem á að fara undir Hrollinn en hann gat ekki lofað því að hann fari keyrandi á blót en ég vill auðvitað að svo verði,skillst að Andri Páls sé búinn að taka snúning á Patrol en snúningurinn fellst í því að hann keyrði útúr skúrnum og snéri við og fór keyrandi inn aftur því það á að skipta um afturhásingu ásamt einhverju fleiru,Jói Arnaldar er að búa Diskóinn undir sprautun og skillst mér að liturinn muni ekki koma land rover mönnum á óvart.Hermann Tandri Junior er farinn að koma ansi oft uppí Hérað og fer beinustu leið í Fellabæ til Bjarnþórs,til að sjá hvernig stóra breytingin gangi en Bjarnþór vill meina að það sé nógur tími þannig að það koma sennilega 2 ný sprautaðir jeppar á blót.Hef ekki hitt Rúnar Sig neitt nýlega en það kæmi mér ekkert á óvart þó hann ákveði viku fyrir blót að skipta um vél í lænar og mæta svo því annað eins hefur hann nú gert Raggi Brúsi er kominn aftur í skóla því hann lærði ekki nóg síðast svo ég veit ekki hvort hann kemst lengra en á bílaplanið hjá Runari,Hitti Ingjald Ragnarsson í dag en hann átti nú ekki von á að koma keyrandi á sínum fjallajeppa en það væri samt ekki svo mikið eftir en fór að tala um einhverja utanlandsferð en Ingjaldur hún er eftir blót???? nóg í bili kv Heiðar U-119
25.01.2014 at 19:32 #445083Hvernig er þetta með gömlu kúbeinin þarna fyrir austan, allir með allt á hælunum, Ingjaldur er auðvita á Fix Or Repair Daily þannig vonin er ekki mikil á þeim bænum en Þórir hlýtur að standa sig.
25.01.2014 at 20:40 #445085Ég og nágranninn erum búnir að gera upp aftur bremsudælurnar í pattanum og ég skipti um olíu og síu á vélinni áðan. Þannig að nú er það bara að fara græja hinar felgurnar og þá er maður klár.
30.01.2014 at 20:14 #445464Dúddi, þetta er alveg voðalegt ástand annað hvort eru menn búnir að selja undan sér eða með allt niður um sig. Svakalegt ástand á þeim gömlu.
31.01.2014 at 09:58 #445488Ja þetta er sorgleg þróunn, svo virðist vera að mönnum liki vel að vera með ekkert undir ser. En Þórir berst um á hæl og hnakka að halda í reisninna.
03.02.2014 at 23:54 #445662Sælir félagar hélt í fávisku minni að ég væri tilbúinn með jeppan á þorrablót en það er nú alldeilis ekki,ætlaði “bara“ að setja flækjur í jeppan og gera eitthvað eitt atriði í viðbót en listinn er með aðeins fleiri atriðum núna,allavega reif pústið undan og greinina af flækjan sett í leit voðavel út að ofan en ekki eins vel að neðan liggur nefnilega í kúplingshúsinu smíðað var millilegg en þá vantar lengri pinnbolta þannig að þetta er í biðstöðu tók þá eftir því að aðal bensín tankurinn var eitthvað að smita og brá sköfu á hann en þá fór að dropa svo tankurinn var rifin úr og á ég von á öðrum í vikunni skoðaði því næst loftlæsingardæluna en hana tók ég upp síðasta vetur og var hún í aftursætinu í allt sumar en líkaði vistin eitthvað ílla og virkaði ekki þegar átti að fara nota hana þannig að ég fékk lánaða dælu en ég þurfti að skila henni í dag,reif ég hana í sundur og datt þá í sundur O-hringurinn sem var búið að líma saman því þetta er gömul dæla og ekki fannst O-hringur í umboðinu né á öllum Egilsstöðum en er kominn á þá skoðun að best sé að nota rautt pakningarlím á þetta og sleppa helvítis O-hringnum en gæti lent í vandræðum við að ná þessu í sundur en það er nú seinnitíma vandamál svo á eftir að sjóða smá í boddý festingu en ég held að hún fari samt ekkert og skipta um útvarp og hátalara en það er nauðsynlegt ef maður lendir í því að fá leiðinlegan kóara svo finnst mér ég svo rosalega tæknivæddur þegar ég verð kominn með usb tengi einnig er á listanum að smíða profíltengi og alvöru stuðara að aftan en er reyndar búið að vera á listanum í nokkur ár eða eins og einn félagi okkar segir oft „þetta er ekkert mál“ sem er örugglega rétt en eitthvað virðist smíðin standa á sér
04.02.2014 at 12:36 #445679Tja… Úr því að Ingi Ragnarsson er búinn að selja Mosóinn þá varð ég að fara á stúfana og gera eitthvað í málinu.. Er því að smíða úr litlum efnum eitt stykki Fjórhlaupara nefndan „Ryðfirðing“ og troða undir hann 38″ sem þykir nú eiginlega vera hálfgerð hjólbörudekk meðal jeppamanna í dag en það verður að duga mér… í bili að minnsta kosti.. Markmiðið er að smíða nothæft tæki fyrir ekki meira en 200 kall og er ég nokkuð nærri því að lenda þeim málum .. ef dekk og felgur eru ekki inni í þeirri tölu.. en við sjáum hvað setur.. þetta ætti nú að hafast er að verða hálfnaður með gjörningin….
06.02.2014 at 09:25 #451418Við feðgar höfum hug á því að renna með í þessa ferð. Erum á 44″ lc60 og 44″ patrol
09.02.2014 at 15:29 #451545Er ég einn um það að þegar ég skráði mig í ferðina á fína systeminu hérna á síðunni þá hætti ég að sjá hverjir eru skráðir aðrir í ferðina?
09.02.2014 at 17:58 #451547sæll Dúddi ef þú ferð aftur eins og þú sérst að skrá þig í ferðina með fína sýsteminu og skrollar bara niður þá sérð hverjir eru skráðir kv Heiðar
14.02.2014 at 00:01 #452029jæja hvernig gengur baráttan skillst á Þóri Gísla að þetta sé allt á áætlun,mér gengur alveg þokkalega og vonast til að ég komist út með jeppan á sunnudag en listinn lengist alltaf en maður verður að hafa eitthvað að gera í vor
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.