FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Þorrablót austurlandsdeildar

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Þorrablót austurlandsdeildar

This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.02.2003 at 12:13 #192248
    Profile photo of
    Anonymous

    Jæja, nú er komið að austfirðingum að halda sitt þorrablót.
    Að vísu er komið framyfir þorra, en maturinn verður bara
    orðinn almennilega súr fyrir bragðið.
    Það þótti vissara að halda blótið í stærsta fjallaskála sem
    fyrirfinnst austanlands, eða í Sigurðarskála í Kverkfjöllum,
    enda eru tæplega 60 manns búnir að skrá sig þegar síðast
    var talið og áætlaður bílafjöldi er kringum 23.

    Hér fer á eftir ferðaáætlun samkvæmt misóáreiðanlegum
    heimildum.
    Fyrsti hópur ætlar að leggja af stað á föstudagsmorgun,
    og eru fjórir bílar í þeim hóp, Rúnar (Dúddi) á Moby Dick,
    Þór Hólm, Maggi og Þórhallur Þorsteins.
    Á föstudagskvöld fara þrír eða fjórir, Þórir á Hrolli,
    Óli á pattanum, Ingi og e.t.v. Kári Borgar.
    Á laugardag fer svo stærsti hópurinn, ellefu bílar þegar
    síðast var talið, Grétar og Jónas á Subaru, Rúnar I. Árdal
    og Binni á Landrover, Jakob, Jóndi, Einar, Hörður, Jónas,
    Hugi, Jón Ben, og Tveir frá Norðfirði.
    Að auki kemur formaður deildarinnar að sunnan yfir jökul
    í fjögurra bíla hóp, þar á meðal verður einn frá Akureyri.

    Vegna ótryggra snjóalaga þykir vissara að fara sem leið
    liggur inn í Snæfell og þaðaðn upp á jökul og aka niður
    af honum við Hveragil og fara síðan um Kverkhnjúkaskarð
    inn í Sigurðarskála.

    Undirritaður verður í ótryggu símasambandi við hópana
    og mun halda þræðinum uppi yfir helgina.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 20 total)
  • Author
    Replies
  • 27.02.2003 at 18:04 #469518
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sælir austan menn…

    Mér þykir þið vera góðir með ykkur… Æða svona á fjöll yfir hásumarið, þegar við hér fyrir sunnan erum að setja niður híasínturnar og túlípanana. En hvað um það…þið skuluð ekki reyna að slá met Suðurlandsdeildar á dögunum í hægakstri..leyfum því að standa í nokkra daga enn. Bara að biðja ykkur að láta ekki Rúnar vin minn Gunnarsson uppgjafatrukkakall vera fyrstan. Hann myndi bara villast og enda hér fyrir sunnan á Mímisbar, því þar þekkir hann allt og alla.

    Kv
    Palli





    27.02.2003 at 22:54 #469520
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Blessaður Jong.

    Helvíti verður nú gaman að fylgjast með ykkur snillingum í þessum túr. Varaðu nú samt félaga þína við því að vera á nógu breiðum felgum, enda ku fátt annað að varast þarna þar sem sólin kemur upp…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    27.02.2003 at 23:26 #469522
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    Sælir.
    Rétt að setjast niður og hvílast aðeins, það er erfitt að taka til það helsta í svona ferð.

    Ef ´ann rignir, VÖÐLUR sterkan og langan spotta ásamt mörgu fleiru sem tilheyrir slíku veðurlagi.
    Ef ´ann snjóar, góða skjólfatnað.
    En það verður ÖRUGGLEGA SÓL svo ég tek bara sólgleraugu, stuttbuxur og sandala.

    Heyrðu já var að skrúfa 44"una undir á 18" breiðum felgum svínvirkar í krapið!!!

    þorrablótskveðja á góu.

    Óli og Pattinn.





    28.02.2003 at 10:27 #469524
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    föstudagur kl 10:15
    Fyrsti hópurinn er kominn innfyrir Grábergshnjúka í
    þokusudda, en færið er fínt, harðfenni og enginn hefur
    fundið krapa ennþá þó að einhver blámi hafi sést frá
    veginum áður en þeir beygðu af honum inn í Snæfell.
    Hörður bættist við í hópinn í morgunn þannig að nú eru
    bílarnir fimm. Farið var vestanvið hnjúkana enda hefur
    krapinn stundum verið mikill á hinni leiðinni.
    Engar bilanir hafa komið upp nema hvað kjölturakkinn
    hjá Þór og Gumma Hólm hætti að virka.
    Búist er við að komast í Snæfell fyrir hádegi.





    28.02.2003 at 12:47 #469526
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Föstudagur kl. 12:40
    Fyrsti hópurinn er að aka ofanaf jöklinum og nálgast Hveragil,
    Hundslappadrífa og lítið skyggni en greinilegt er að
    það er rennifæri. Nákvæm staðsetning 64.43.700N 16.23.550V





    28.02.2003 at 12:55 #469528
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Djöf….. öfundar maður þessa austurlanda— æ afsakið, austurlandsbúa, af þessu ferðalagi. Hér kemst maður ekkert fyrir drullu!!!!! Hvað um það, bestu óskir um góða skemmtun úr Skagafirðinum.





    28.02.2003 at 16:02 #469530
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Föstudagur kl.15:40
    Fyrsti hópurinn er kominn uppúr Hveragili, allir nýþvegnir
    og þar á meðal Moby Dick sem fékk kalt krapabað upp á sílsa.
    Eigandinn sagði reyndar að það hefði verið klaufaskapur en tommuþykk mjöll ofaná gerði að verkum að pollurinn sást illa. Þórhallur hafði reyndar náð krapanum upp á miðjar felgur við Snæfell en það þótti ekkert alvarlegt.
    Tveir spilvírar dugðu til að losa hvalinn og það er gott hljóðið í mönnum, enda er blíðuveður og sólin glottir við þeim af og til. Ennþá er færið harðfenni en
    smá mjöll ofaná.

    Villi formaður fór frá höfuðstaðnum um hálf tvö og kominn í
    Hrauneyjar og sér mikinn krapa í kringum sig, en hefur engar áhyggjur, enda á breiðum felgum. Þeir ætla að fara beint yfir jökulinn.





    28.02.2003 at 17:03 #469532
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Fyrsti hópurinn er kominn í Kverkfjöll eftir rífandi gengi. Þrátt fyrir 2ja tíma stopp í baði var ferðatíminn eins og best gengur að sumri enda allir á breiðum felgum.
    Villi formaður var á Kvíslaveituvegi og hélt sig ofaná krapanum, enda einnig á breiðum felgum





    28.02.2003 at 20:50 #469534
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Föstudagur kl.20:30
    Villi formaður á eftir 3 km. í Nýjadal og áætlar að komast í Gæsavatnaskála fyrir kvöldið.
    Morgundagurinn fer svo í að aka yfir jökulinn yfir í Kverkfjöll.
    Veður í Nýjadal er eindæma blíða með hita um frostmark og sólin hefur sést af og til í dag.
    Færið er gott með nokkrum krapa en menn fljóta á breiðu felgunum. Nóg er af snjó á þessum slóðum
    og ekkert grjót uppúr til að hrekkja.

    Næsti fréttapistill
    er áætlaður í fyrramálið





    28.02.2003 at 20:58 #469536
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég tek ofan fyrir þér ,,Jong" fyrir frábærar lýsingar. Svona frásagnir er það sem gefur þræðinum gildi – ekkert kjaftæði og innantómt orðagjálfur. Svo ertu svo vel máli farinn drengur (!) – reyndar fátítt hér á þræðinum!
    Hlakka til að heyra næstu fréttir. Vona að allt gangi vel.
    BV





    01.03.2003 at 12:08 #469538
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Laugardagur kl. 11:45
    Stærsti hópurinn lagði af stað í morgun frá Egilsstöðum með 44" Subaru í broddi fylkingar.
    kl. 12:00 voru þeir innanvið Snæfell í fínu færi, 10 bílar saman.
    Óli Hall og félagar óku inn í Snæfell i gærkvöld í ágætis færi, en krapahríðin yfir nóttina gaf smá
    sull í hjólförin í morgun. Nú rétt fyrir hádegið voru þeir á Brúarajökli og áttu eftir 2km að jökulröndinni
    ferðin sækist vel, enda með punkta hópsins frá í gær til að aka eftir. Veðrið á þessum slóðum er norðan
    gola og snjómugga.
    Ég var beðin um nafnaleiðréttingu, Rúnar Ingi Árdal er ekki á Landrover heldur Land Cruiser, (Moby Dick)
    en það er Rúnar Ingi Hjartarson sem er á Landrovernum í hóp með Óla Hall.
    Villi og félagar gistu í Gæsavötnum í nótt og voru núna rétt fyrir hádegið austanvið Kistufell. Hópurinn ákvað
    að hætta við að fara upp á jökul vegna lélegs skyggnis. Nú aka þeir um á harðvenni í norðan skafrenningi og nægum snjó.
    Stuttur kafli á hálsunum var þó með einstaka hraunnibbum uppúr, en það komust þeir þó vandræðalaust yfir.





    01.03.2003 at 17:24 #469540
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Laugardagur kl. 17:20
    Allir hópar eru nú komnir í skála, Villi og félagar renndu í hlað kl. hálf þrjú og stóri hópurinn frá Egilsstöðum klukkutíma síðar.
    Verið er að leggja á borð og viðbúið að menn verði ekki viðræðuhæfir aftur fyrr en einhverntíman á morgun.
    Þangað til- yfir og út.





    02.03.2003 at 09:31 #469542
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sunnudagur kl.9:00
    55 manns sátu til borðs í 3ja tíma borðhaldi í Sigurðarskála í gærkvöld.
    Snjór er með minna móti í Kverkfjöllum og veðrið lék við menn, vægt frost, stjörnubjart og norðurljósin dansandi á himninum.
    Ferðin inn í Kverkfjöll gekk ótrúlega vel hjá öllum hópum, aðeins ein affelgun og örfáar festur,
    en engin þeirra var það slæm að dygði ekki að kippa í.





    02.03.2003 at 15:55 #469544
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sunnudagur kl.11:00
    Villi formaður tók stefnuna aftur suður og ætlar í Kistufell með 5 bíla í hóp. Síðast fréttist af honum við að skoða íshella í Dyngjujökli.
    Afgurinn, 21 bíll, stefna í Snæfell og ætla að éta leifarnar af matnum í hádeginu þar, en stoppuðu við Kverkárlón til að skoða sig um.
    Veðrið býður upp á sól og blíðu, og færið er enn grjóthart. Menn hafa þó verið fegnir að fá nógan krapa til að kæla bjórinn og nota í bland.

    kl.15:30
    Allir búnir að fá magafylli í Snæfelli og stefna niður á Hérað í skafrenningi og 1/2km skyggni. Færið er enn hart undir bílunum.
    Formaðurinn er því miður utan þjónustusvæðis.





    02.03.2003 at 17:32 #469546
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    kl.17:30
    Stóri hópurinn er kominn í Egilsstaði eftir viðburðalausa ferð í snjóhraglanda.
    Villi og félagar eiga eftir 10 km. í Versali og búast við að vera komnir til Reykjavíkur um sjöleytið…





    02.03.2003 at 22:37 #469548
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Jong og takk fyrir fréttaflutninginn.

    Vonandi verður þetta til þess að við hér á tjörunni á höfuðborgarsvæðinu hættum þessu væli og drífum okkur bara af stað. ÞAÐ ER GREINILEGA VANDRÆÐALÍTIÐ AÐ FERÐAST, AÐALVANDAMÁLIÐ ER AÐ KOMA SÉR AF STAÐ Í SNJÓLEYSINU (festist smá í Caps Lock)… :)

    Ferðakveðja,

    BÞV





    03.03.2003 at 09:37 #469550
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég vil taka undur það sem Björn Þorri segir. Gerði góðan túr á sunnudaginn fyrir austan Heklu. Fórum upp frá Keldum og
    fylgdum Hekluveginum sem umhversinefndin stikaði haustið 2001.

    Fyrir ofan 650m hæð var allt á kafi í snjó, þar sást ekki í eina einustu stiku. Fórum norður á Dómadalsleið austan Hestöldu, þar var þröngt á stöku stað. Urðum varir við krapa í c.a. 600 hæð sunnan Vatnafjalla og norðan við Mundafell.

    -Einar





    03.03.2003 at 12:54 #469552
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Vil nota tækifærið og þakka Jóni fyrir góða frásögn af ferðinni í Kverkfjöll. Það er ómetanlegt að fá svona skýrar lýsingar. Það er greinilega gott færi víða! Þó skilst mér að þessa dagana rói menn á kajökum í Jökulheima og Landmannalaugar. Snæfellsjökull er víst mjög góður.
    bv





    05.03.2003 at 08:22 #469554
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Nokkrar myndir úr þorrablótsferðinni er að finna hér

    http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … tionid=692

    og líka hér,

    http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … tionid=696





    05.03.2003 at 09:50 #469556
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég vildibara eins og fleiri, þakka fyrir skemmtilega lýsingu og frásögn af líka svona vel hepnaðri ferð ykkar Austfirðinga og Egilsstaðabúa.
    Takk kærlega
    R-2682

    Ps. Andskoti er hann fallegur þessi Subaru, vel hepnaður allavega á þessari mynd sem ég sá.
    kv. R-2682





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 20 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.