This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Jæja, nú er komið að austfirðingum að halda sitt þorrablót.
Að vísu er komið framyfir þorra, en maturinn verður bara
orðinn almennilega súr fyrir bragðið.
Það þótti vissara að halda blótið í stærsta fjallaskála sem
fyrirfinnst austanlands, eða í Sigurðarskála í Kverkfjöllum,
enda eru tæplega 60 manns búnir að skrá sig þegar síðast
var talið og áætlaður bílafjöldi er kringum 23.Hér fer á eftir ferðaáætlun samkvæmt misóáreiðanlegum
heimildum.
Fyrsti hópur ætlar að leggja af stað á föstudagsmorgun,
og eru fjórir bílar í þeim hóp, Rúnar (Dúddi) á Moby Dick,
Þór Hólm, Maggi og Þórhallur Þorsteins.
Á föstudagskvöld fara þrír eða fjórir, Þórir á Hrolli,
Óli á pattanum, Ingi og e.t.v. Kári Borgar.
Á laugardag fer svo stærsti hópurinn, ellefu bílar þegar
síðast var talið, Grétar og Jónas á Subaru, Rúnar I. Árdal
og Binni á Landrover, Jakob, Jóndi, Einar, Hörður, Jónas,
Hugi, Jón Ben, og Tveir frá Norðfirði.
Að auki kemur formaður deildarinnar að sunnan yfir jökul
í fjögurra bíla hóp, þar á meðal verður einn frá Akureyri.Vegna ótryggra snjóalaga þykir vissara að fara sem leið
liggur inn í Snæfell og þaðaðn upp á jökul og aka niður
af honum við Hveragil og fara síðan um Kverkhnjúkaskarð
inn í Sigurðarskála.Undirritaður verður í ótryggu símasambandi við hópana
og mun halda þræðinum uppi yfir helgina.
You must be logged in to reply to this topic.