This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagsmenn!
Nú fer að líða að því að félagsmenn 4×4 klúbbsins geti farið að blóta þorrann.
Að þessu sinni verður sá háttur hafður á að Þorrablótin verða 2, annað verður að venju í Setrinu í umsjá skemmtinefndar helgina 4-6 Febrúar n.k.Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt svo langt frá byggð þessa helgi, eru á minna breyttum bílum eða vilja bara breyta til frá Setrinu, verður þá sömu helgi hægt að komast í skemmda matinn í Árbúðum. Þar höfum við fengið þá félaga í litlu deildinni til að aðstoða okkur og verður borðhaldið þar í þeirra umsjá.
Verð á blótið í Setrinu er 3.300.- pr. mann
Verð á blótinu í Árbúðum 3.000.- pr. MannÍ báðum tilfellum er gisting í 2 nætur og matur innifalin.
Skráning hefst á bæði blótin á n.k. Mánudagskvöld á Loftleiðafundinum, enn þeir sem ekki eiga kost á að skrá sig þar er bent á að hafa samband við okkur skemmtinefndarmenn (undir skemmtinefnd hér á síðunni) V/ SETURSINS.
Enn þeir sem hafa hug á að vera í Árbúðum er bent á Sveinlaug (Lauga) í litlunefndinni.
F.h skemmtinefndar
Lúther
You must be logged in to reply to this topic.