Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Þolmarkið sprungið
This topic contains 64 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Kristján Kristjáns 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2008 at 11:27 #201532
Hvernig er það er ekki þolmark okkar í sambandi við eldsneytisverð að springa ?
Eigum við ekki að fara að gera eitthvað róttækt ?
frétt á mbl
Kveðja Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2008 at 20:23 #609112
Ég tek undir það sem komið er við eigum að mótmæla þessari hækkun og gera undirskrifarlista og svo hópakstur með þeim aðilum sem nota mikið eldsneyti
05.01.2008 at 21:10 #609114Þó öll heimili og fyrirtæki á Íslandi þurfi að borga bensín/dísel þá virðist erfitt að ná eyrum þingmanna. Breyting á óbeinum sköttum er alltaf erfið því hún hefur víðtæk áhrif og menn hræddir um fordæmið. Sem dæmi, að lækka VASKinn á matvælum gaf fordæmi sem menn vísa í, í þessum þræði. Ég er 100% sammála því að verð á eldsneyti er allt of hátt, en þetta á líka við um margt annað. Ef farið er í mótmæli, þá þarf að finna rök fyrir því af hverju þingið á að taka á þessu máli frekar en öðrum afar viðkvæmum og mikilvægum málum. Púff, nú skaut ég mig í fótinn.
Það sem ég er að reyna að koma fram er að við verðum að sameinast um eina lausn og hafa skotheld rök fyrir henni, annars dreifast kraftarnir og árangurinn verður enginn. Ég er sammála því að besta leiðin sé að vinna þetta í samvinnu við aðra hagsmunaaðila, ef við getum náð samkomulagi við einn af þessum aðilum um aðgerðir þá munu aðrir fylgja á eftir.
05.01.2008 at 21:16 #609116Spurt er um róttækar aðgerðir. Ein gæti verið að halda eyðslunni niðri og aka ekki á stærri vélum en …eigum við að segja …. 2,4 lítra …. eða ok. gefum séns uppí 4 lítra…..
Þurfa menn 7 lítra til að komast á fjöll?
05.01.2008 at 21:39 #609118Þegar við mótmæltum þarna á sínum tíma tókum við saman nokkur félagasamtök þ.e leigubílstjórar,sendibílst.,vörubílasamtök, einhver rútubílasamtök og meðlimir 4×4 ofl.
FIB hinsvegar vildi ekki taka þátt í þessu með okkur og reyndar gerðu þeir allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir þetta. komu fram í útvarpi,sjónvarpi og blöðum og unnu markvist gegn þessu.
Mótmælin gengu hins vegar ágætlega mv. að maður átti alveg eins von á því að það mætti enginn. Bílaröðin náði frá holtagörðum til alþingishússins,umferð um hliðargötum var lokað af lögreglu á meðan strollan fór framhjá, síðan var flautað af öllu afli fyrir utan alþingi og hlé gert á þingfundi á meðan Geir Harde tók við mótmælum frá okkur yrir utan múrsteinshúsið á austurvelli.
Reyndar spáðu svartsýnustu menn þá á þeim tíma að dísellinn myndi samt aldrei fara í 100-110 kr.
05.01.2008 at 21:47 #609120Ég er nú fræg fyrir það að hafa ekki nokkurn skilning á karlmönnum og þið hérna á þessum þræði eruð akkúrat ekkert að hjálpa mér til þess.
Hér er stofnaður þráður þar sem er verið að hvetja til eða skora á fólk í landinu að fara að gera eitthvað og mótmæla þessu gríðarlega háu eldsneytisverði. Og þið farið að tala um einhverja allt aðra hluti [b:38nurvkt]VIÐ ERUM EKKI AÐ TALA UM AÐ MÓTMÆLA EINHVERJU ÖÐRU [/b:38nurvkt] HÉR [b:38nurvkt]VIÐ VILJUM MÓTMÆLA HÁU ELDSNEYTISVERÐ [/b:38nurvkt] HÉR á þessum þræði. það má þá stofna annan þráð fyrir önnur mál sem að liggja mönnum á hjarta.
Það hvort að einhver kjósi að vera á bíl sem að eyðir 2,4, 7 lítrum eða 30 lítrum á hundraðið hefur bara ekkert með þetta að segja. Það sem skiptir máli er krónu talan sem verið er að borga fyrir hvern líter.
Talandi um fordæmi þá hef ég nú ekki séð menn svitna af hræðslu við fordæmi þeir sem að fá reglulegar launahækkanir frá kjaradómi og ekki séð þá hafna þessum hækkunum á þeim forsendum. Launahækkanir sem að eru langt umfram það sem að venjulegur verkamaður er að fá.
Ég vil bara sjá okkur setja það fordæmi að við íslenska þjóðin látum ekki gegndarlausar hækkanir yfir okkur ganga… við bítum í skjaldarendur og MÓTMÆLUM og gerum þingmönnum/ráðherrum grein fyrir því að það erum við sem að kjósum þá… og við getum líka fellt þá.
Það er komið fordæmi fyrir því að mótmæli lækka verð… og síðast var lækkunin 5 kr. á líterinn… það munar um minna.
kv. Stefanía
06.01.2008 at 00:19 #609122Ég er einn þeirra sem tel eldsneytisverð vera orðið allt of hátt og að ríkisstjórnin eigi að geta tekið á þessum málum.
Hér kemur því ein tillaga sem yrði táknræn fyrir samstöðu félgsmanna og gæti haft einhver áhrif.
Þetta á um þá sem mögulega geta t.d. þar sem að jeppinn er annar bíll á heimili.Tillagan er þessi:
Félagsmenn leggi númerin af jeppanum inn til skoðunarstöðva 15. janúar kl 10:00 (allsstaðar á landinu) og hafið þau inni í a.m.k. einn mánuð.
Fórnarkostnaðurinn yrði að standa í biðröð til að skila númerunum.Fréttamenn yrðu á stöðunum og segðu frá.
Það er snjólítið á fjöllum þessa dagana og menn gætu notað tímann og dittað að einhverju í jeppanum sem betur mætti fara.Kveðja.
Elli A830
06.01.2008 at 01:25 #609124Nei Elli þarna fór þolmarkið endanlega. Þó svo að mín jeppanúmer liggi inni nú þegar.
Enginn jeppamaður held ég að sé tilbúin að fórna 15 jan til 15 feb held að það sé alveg útilokað hversu hátt sem eldsneytisverðið er.
Hjálp Lella
06.01.2008 at 10:24 #609126Þetta eru þá bara orðin tóm.
Var ekki einhver sem nefndi "eitthvað róttækt".Kveðja.
Elli.
06.01.2008 at 11:15 #609128Ég get nú ekki séð að skila inn númerum…á öðrum bílnum… sé eitthvað róttætkt og komi til með að snerta mikið við hjarta stjórnmála manna. Eru þeir ekki hvort sem er alltaf að tala um að reyna að fækka bílum á götunni.
kv. stef….
06.01.2008 at 12:18 #609130Innlögn númera er vissulega róttækt en maður þarf að hugsa um afleiðingarnar. Mótmæli eiga að koma niður á þeim sem verið er að reyna að hafa áhrif á eða búa til þrýsting á þá. Tökum sem dæmi verkföll kennara, sem eru arfavitlaus hugmynd frá upphafi til enda. Eina sem þau gera er að bitna á samlausum nemendum og foreldrum þeirra en Ríkissjóður bara sparar! Bitlítið verkfæri nema með óbeinum hætti.
Það eru margir sem vilja sjá okkar reykspúandi ökutæki tekin af númerum og það að gera það sjálfviljug er e.t.v. ekki besta leiðin þó vissulega sé þetta róttækt og öflug hugmynd. Það virðist vera samróma álit allra sem hafa tjáð sig (sem þó eru fáir) að það eigi að beina spjótum sínum að Ríkisstjórninni, ef maður skoðar söguna hvaða aðferðir hafa dugað til að hafa áhrif á þá aðila?Eins og sagði hefur verið áður á þessum vef: Fleiri geðveikislegar hugmyndir óskast…
Svona sem sunnudagshugvekja þá fann ég [url=http://www.leoemm.com/umhverfi.htm:u6c62wth]þetta[/url:u6c62wth]:
[i:u6c62wth] Dýrt eldsneyti er mengunarvörn
Á miðju ári 2006 var um 60% af útsöluverði bensíns og dísilolíu skattar til ríkissjóðs3). Sé gert ráð fyrir álagningu olíufélaga má ætla að innkaupsverð bensíns og dísilolíu sé innan við 50 kr. á lítra. Kosti bensínlítrinn 125 kr. fær ríkissjóður, samkvæmt því, 75 krónur í sinn hlut. Samkvæmt upplýsingum FÍB um eldsneytisverð í 13 Evrópulöndum, í mars 2006, er bensín einungis dýrara í Hollandi (127.08 kr/l) en hérlendis (115 kr/l). Dísilolía er hins vegar ódýrari í Hollandi en hér (93,66/113,00). Einungis í Bretlandi er dísilolía dýrari en á Íslandi (114,7/113,00).Athygli vekur í þessum samanburði FÍB að þar sem dísilolía er ódýrari en bensín (11 lönd af 13) er munurinn minnstur á Íslandi. Hátt eldsneytisverð hvetur til kaupa á sparneytnari bílum þótt skiptar skoðanir séu um hve virk sú stýring sé hérlendis. Einnig eru skiptar skoðanir um hve hátt eldsneytisverð megi vera – einhvers staðar liggja mörkin – ekki síst þegar það er haft í huga að eldsneyti er rúm 5% af vísitölu neysluverðs; hækkar þannig skuldir heimila á sjálfvirkan hátt og hefur bein áhrif á kjör fólks.
Því meiri loftmengun – því meiri ríkistekjur
Á árinu 2005 innheimti ríkið 47 milljarða3) í sköttum af bílum og umferð. Stór hluti þess er skattur af eldsneyti. Af þeirri upphæð er varið um fjórðungi, 12 milljörðum3), til vegaframkvæmda – þótt þessir skattstofnar muni upphaflega hafa verið samþykktir á Alþingi til öflunar fjár til vegagerðar.Sala eldsneytis er því mikilvægur tekjustofn ríkisins og líklega hærra hlutfall af heildarskatttekjum en hjá miklu stærri þjóðum í Evrópu. Sé sú tilgáta mín rétt hlýtur það að móta afstöðu valdhafa til aðgerða sem miða að umhverfisvernd. Þá á ég við minnkun loftmengunar með eldsneytissparnaði, með nýju eldsneyti eða öðrum orkumiðlum. Slíkar aðgerðir myndu þýða að skattar yrðu fluttir yfir á aðra stofna því fremur ólíklegt verður að teljast að tekjumöguleikar ríkisins verði skertir án mótvægis. Vegna fámennis þjóðarinnar (300 þúsund manns) getur maður gefið sér þá forsendu að tregða íslenskrar ríkisstjórnar, hvernig sem hún er samsett, gagnvart orkusparnaði með mengunarvarnir að markmiði, sé meiri hérlendis en á meðal nágrannaþjóða sem telja milljónir, jafnvel tugmilljónir íbúa og eiga því fleiri skattstofna völ en við. [/i:u6c62wth]
06.01.2008 at 12:25 #609132Það besta sem við getum gert er að fara í bíltúr og tefja umferð. Með þvi að fá aðra aðila með okkur sem sem nota mikið eldsnyti þá er kominn meiri þrístingur á stjórnvöld. Ég veit að þegar var farið í mótmælaakstur fyrir nokkrum árum þá hafði það áhrif þar sem einn ráðherra misti af flugi þar sem hann sat fastur í umferð út af mótmælum. Þetta kom ekki í fréttum en þar sem ég var að vinna í tenglsum við nokkur ráðuneyti þá komst ég að þessu. Þetta var sjáfur samgönguráðherra sem lenti í þessu sem var bara gott.
06.01.2008 at 12:30 #609134Er ekki nóg bara að leigubílsstjórar, flutningabílar, nokkrir jeppar sem taka svona 1,5 akrein hver (minn er með sjálfvirkum akreinaskiptibúnaði…) taki bara einn eftirmiðdag í það að keyra á löglegum hraða, taka rólega af stað á ljósum og stunda annan "sparakstur". Ég held að það myndi skapa nógu mikinn glundroða í Reykjavík.
Mætti jafnvel kalla þetta [url=http://www.ecodrive.org/What-is-ecodriving.228.0.html:1jt0gmvc]Eco Driving[/url:1jt0gmvc] og frá umhverfissinna með 😉
06.01.2008 at 12:47 #609136Að leggja inn númerin mundi aðeins staðfesta að hátt olíuverð dregur úr olíunotkun, og yrðu margir umhverfissinar ánægðir með það, (bitlaust).
Að vera með hópakstur í hægagangi var reynt af vörubílstjórum um verslunarmannahelgi, en lögreglan kom í veg fyrir að þeir trufluðu umferð.
Að vera með sparakstur er löglegt og ef margir verða með sparakstur, hver frá sínu heimili á leið í vinnu gæti haft veruleg áhrif og íllmögulegt er fyrir lögregluna að taka á því.
kveðja Dagur
06.01.2008 at 13:28 #609138ég vil benda á að til að fá eitthvað gert er að safna nógu mörgum saman við þingið til að mótmæla og tefja umferð þar er besta leiðinn til að ná árangri og ef klubburinn og fleiri taka þátt er meiri líkur á að það verði hlustað á okkar kröfur og dettur ykkur í hug að vaka og krókur hafi nógu marga bíla til að taka fjöldan í burtu þá efast ég um að þeir geri það þar sem þetta er þeirra mál líka. og ekki gleyma að þó svo að jeppar eru að eyða öllu því eldsneyti sem sett er á þá eru vörubílar að fara með meira en þeir eða um 50-60 lítra á 100 og þið hljótið að sjá hvert sá kostnaður fer líka í vöruverð á öðru svo þetta er ekki bara um bensín og olíu.
ps eru þingmenn og ráðherrar með kort frá alþingi og bílstjóra sem taka eldsneyti á bílana þeirra svo þeir eru alveg úr sambandi við raunveruleikan eða hvað.
ég er til í að mæta við þingið ef fleiri eru með þá er bara að fá dagsetningu sem fyrst og byrja
kveðja Birgir
06.01.2008 at 17:58 #609140Ég vil benda Degi og öðrum þeim sem eru á því að vera með einhvern sparakstur að það er brot á umferðalögum að tefja umferð.
Viljum við brjóta umferðareglurnar ????
Og svona til að rökstyðja betur númerainnlögn þá vil ég benda á það að ekki skiptir máli hvað líterinn kostar ef enginn kaupir hann.
Ég veit ekki hve miklu við eyðum í olíu/bensín á mánuði en allavega er olíufélögunum kappsmál að eiga viðskipti við okkur og mun það koma við pyngjuna hjá þeim ef þeir missa einn mánuð í viðskiptum.
Best væri að fá ennþá stærri hóp en F4x4 í lið með þannig löglegum aðgerðum.
Kveðja.
Elli.
06.01.2008 at 18:12 #609142Sparakstur er ekki góð leið til að mótmæla
Elías þú seigir að með sparakstri erum við að tefja umferð. Það er rangt
Ég fór á námskeið hjá ökuskólanum í mjódd í sparakstri þar sem fyrirtækið sem ég var að vinna á sendi alla sýna bílstjóra á slíkt námskeið.
Það kom í ljós með þvi að keyra sparakstur þá gengur umferðinn hraðar þú ert fljótari í ferðum og bíllinn eyiðir minna. Þannig að ef við ætlum að mótmæla með sparakstri þá gerum við öllum greiða því umferðinn mun ganga betur fyrir sig. Ég hef sanprófað þetta með þvi að keyra sömuleiðinna sem var mín leið í áætlun og kom í ljós þegar ég keyrði með allt í botni þá var ég lengur á ferð helur þegar ég fór sparakstursleiðinna. Í dag keyri ég alltaf sparakstur og er það að skila sér velVið þurfum að tefja umferð til a mótmæla.
06.01.2008 at 20:20 #609144Rétt. Sparakstur (Vistakstur eða Eco driving) eykur meðalhraða, minnkar árekstrartíðni og stess í umferð.
Kveðja
Pétur á Kommanum
(Sparaksturskennari við Ökuskólann í Mjódd)
06.01.2008 at 20:23 #609146en þessi innlagnarpæling er ekki góð að mínu mati – við getum allt eins öll látið bílana okkar standa á bílasölu,,
Það að hóta aðgerðum eða framkvæma gjörninginn í raun og veru eru tveir algjörlega ólíkir hlutir, sbr hóta og skipuleggja verkfall er eitt en að fara í verkfall er örþrifaráð sem allir vonast að ekki komi til.
Það að hagsmunaaðilar sameinist um að senda frá sér yfirlýsingu (þar sem bent sé á vægi þeirra sem standa að baki yfirlýsingunni) til stjórnvalda þar sem aðgerðum er hótað á ákveðinni dagsetningu ef ekkert verði að gert í málinu.
Það væri ekki óvitlaust að vera í samráði við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvernig aðgerðum er háttað svo allt fari vel fram.Góðar Stundir –
Ps. hef ekki enn fengið Setriði í Fjörðinn.
06.01.2008 at 20:28 #609148Virðist vera dálítið misjafnt akkúrat hverju á að mótmæla? Þegar það er átt við hátt eldsneytisverð er þá best að beina spjótum sínum að:
* Heimsmarkaðsverði á olíu (í sögulegri hæð…)
* Hlut Ríkisins (50-55%)
* Hlut olíufélaganna (20-25%)Og þegar það er búið að ákveða hvað af þessu sé líklegast að hafa áhrif á … Ég er búinn að sjá voðalega marga ráðherra taka við alls konar mótmælableðlum á tröppunum við Alþingishúsið, brosa, veifa og lofa að vinna í málinu en svo gerist ekki neitt. En það er kannski hægt að byrja einhversstaðar….
06.01.2008 at 20:31 #609150Það á að mótmæla hluta ríkisins. við getum ekkert gert með heimsmarkaðsverð. Ríkið er að taka of mikið áf olíuverði til sýn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.