Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Þolmarkið sprungið
This topic contains 64 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Kristján Kristjáns 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2008 at 11:27 #201532
Hvernig er það er ekki þolmark okkar í sambandi við eldsneytisverð að springa ?
Eigum við ekki að fara að gera eitthvað róttækt ?
frétt á mbl
Kveðja Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2008 at 12:07 #609072
Þolmarkið er rúmlega sprungið hvað verð á eldsneyti varðar. þó er jafn vont að heyra ráðamenn tala um að draga úr loftmengun og losun eiturefna frá útblæstri bíla og halda dísilolíu dyrari en bensíni en bensínbílar menga meira að því fullyrt er. Auðvitað ætti dísilolían að vera eitthvað ódýrari en bensin og hvetja fólk til að auka notkun dísilbíla. Styð heilshugar að stjórn f 4×4 hafi forgöngu um aðgerðir til að vekja athygli á þessu skelfilega verði á bensíni og dísilolíu. Kannski er einna helst að ganga á fund Geirs Hardee og ræða við hann um málið, hann hefur alla vegana eitthvað að segja í málinu. kv jónas
05.01.2008 at 12:11 #609074Íslendingar kunna ekki að beita hópþrýsting.
nema í nokkra klukkutíma.
íslendingar kunna ekki að mótmæla.
Ég mæli með að við ráðum vörubílstjóra frá Frakklandi
til að mótmæla fyrir okkur.
Það virðist virka.
05.01.2008 at 12:44 #609076Ég tek undir það sem að á undan er komið. Ég held að árið 2008 sé ár róttæklinganna. Nú þurfum við að sameinast í því sem að þessi klúbbur stendur fyrir, hagsmunaklúbbur, og mótmæla harðlega þessum eldsneytishækkunum. Beita ríkið þrýsting til að lækka álögur. Ef að þetta kemur ekki frá okkur þá kemur þetta ekki neins staðar frá. Að mínu mati er þetta eitthvað sem að á að vera inn á borði hjá stjórn klúbbsins. Ég skora á allar deildir f4x4 að taka þetta mál upp á sínum félagsfundum og ræða aðgerðir. Og sameinast svo í einni allsherjar aðgerð þar sem að ekkert verður gefið eftir. Fyrr en álögur hafa lækkað.
kv. Stefanía R-3280 til í slaginn.
05.01.2008 at 12:46 #609078Lella nú hefur þú ásamt Halldóri (Glanna) staðið áður í svona mótmælum. Hvað lækkaði eldsneytisverðið mikið eftir þær aðgerðir?
kv. stef…
05.01.2008 at 12:55 #609080F4x4 á mjög erfitt með að standa einn í svona, enda gætu einhverjir "afskrifað" okkar mótmæli sem einhverja sérhagsmuni og að menn vilji bara fá ódýrara eldsneyti til að leika sér á. Hins vegar eru hópar sem við getum fengið með okkur sem eru t.d. (franskir) vöruflutningaaðilar, leigubílstjórar og hugsanlega FÍB. Við þurfum bara að muna að berjast fyrir lægra ELDSNEYTISVERÐI. Við verðum að sýna að þetta er hagsmunamál almennings í landinu og draga fram öll þau áhrif sem hækkanir hafa. Ef það er hægt að halda því fram að Norðurvegi komi til góða með því að stytta leið milli N-lands og S-lands sem á að spara eldsneyti fyrir flutningsfyrirtæki hlýtur að vera hægt að halda því fram að hækkun á eldsneyti sé kjaraskerðing að sama skapi.
Ég skrifaði hjá mér á síðasta félagsfundi tölur frá Skeljungi og eins og staðan var þá 3. des var Ríkið að taka til sín 52% af verði hvers bensínlítra og 51% af dísellítranum. Í báðum tilfellum [b:1gz6dh4j]helmingur[/b:1gz6dh4j]! Er það eðlilegt? Þessar álögur Ríkisins eru samsettar úr liðum sem eru ýmist fastar krónutölur eða prósenta af söluverði (t.d. VSK). Þannig að með aukinni neyðslu Indverja og Kínverja á eldsneyti sem er að auka þrýsting á heimsmarkaðsverði á eldsneyti er íslenski ríkiskassinn að græða. Er þetta í lagi?
Innkaupsverð var fyrir bensín 28% af söluverði og fyrir dísel 32% af söluverði til samanburðar.
05.01.2008 at 14:59 #609082í mótmælunum hérna um árið fengum við 5 kr lækkun á díselnum. Þá fengum við í lið með okkur leigubíla, rútur og eitthvað meira. Ef ég man rétt var þetta gert með samþykki þáverandi stjórnar klúbbsins en þetta var ekki gert í nafni klúbbsins.
Ég veit ekki Tryggvi afhverju stjórn klúbbsins ætti ekki að stjórna einhverjum aðgerðum nú nema að það ríki algjört stjórnleysi 😉 Er það eitthvað eðlilegt að helgarferð til London kosti minna en eldsneytið sem færi í helgarferð á Vatnajökul til dæmis.
Glanni er ekki komin tími til að dusta rykið af mótmælasellunum ………..
Hjálp Lella
05.01.2008 at 15:33 #609084Því fleiri sem standa saman því líklegra er að ná árangri, hlýtur fleirum að svíða undan þessu en okkur. Stjórnleysi hefur s.s. virkað ágætlega hjá Frökkunum.
En hvert er markmiðið? Er ekki alveg reynandi að fá VSK lækkaðan? Það var gert með matvæli af hverju ekki eldsneyti, myndi örugglega hafa áhrif á neysluvísitölu ef vel er að gáð 😉
05.01.2008 at 15:49 #609086[img:2djweywx]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/47351.jpg[/img:2djweywx]
Von að það muni um þetta.. 25% hækkun á síðustu 7 árum.
05.01.2008 at 16:07 #609088ég held að við hljótum að krefjast þess að ríkið lækki álögur sínar á eldsneyti amk tímabundið meðan heimsmarkaðsverð er svona hátt. Ég fann ekki fyrir lækkun á matvælum eftir vsk lækkuina. Held að það hafi verið búið að hækka allt áður þannig að milliliðirnir græddu mest á þessu.
Hjálp Lella
05.01.2008 at 16:10 #609090Ég held að þolmörkinn séu ekki sprunginn og bara nokkuð langt í land. En einsog sést eru 425 búnir að lesa þráðinn og 5 búnir að gefa komment á þetta. Bara svona til viðmiðuna eru um 190 innlegg komin um ódýrar ljósaperur. Eða þegar vegið var að fararstjórum hér um árið þá komu inn ca 100 innlegg á þann þráð á um 8 tímum. Svo félagsmenn yppa bara öxlum og segja jamm jamm. Þannig að ef eitthvað á að gera, þá þarf samstöðu fleiri aðila einsog Tryggvi benti réttilega á t,d björgunarsveita, FÍB, Frama, Þrótt, Samtök ferðaþjónustuaðila ofl.
05.01.2008 at 16:12 #609092Já ég tók eftir þessu með matinn líka, matarreikningur þessa heimilis hækkaði í jan og feb en lækkaði svo í mars en var þá á sama róli og í október þannig að það tók þá einhverja mánuði að undirbúa "lækkunina".
Þannig að Lella þetta er bara allt tilgangslaust? Millarnir hirða bara það sem við smáfuglarnir eigum að fá ha ;)?
05.01.2008 at 16:15 #609094Já það er löngu kominn tími til að mótmæla harkalega bensín og olíu verði. En hvað eru menn að tala um að fara í einhverjar harkalegar aðgerðir eins og Frakkarnir er það ekki það eina sem virkar. Við gætum farið á einhverja fjölfarna götu stoppað bílana í svona nokkra sólahringa, kannski laugaveginn.Það þyrfti nú að vera um 100 bílar eða svo til þess að það virki hugsa ég. Við gætum líka hlekkjað okkur við bílana.KV Gummi Gemlingur
05.01.2008 at 16:22 #609096Ég held að klúbburinn ætt að sníða sér stakk eftir vexti og berjast fyrir lækunn á tjaldstæðum í byggð og verði á grillvökva.
05.01.2008 at 16:29 #609098100 bílar??? hallo eru bílarnir í landinu ekki eitthvað á annað hundruð þúsund, lámark 2 á hverju heimili. Við eigum ekki að hugsa í 100 köllum heldur í þúsundum. Þetta er jú hagsmunur almennings í landinu.
Eins og fram hefur komið þá þarf að sameina krafta fleiri aðila þetta er ekkert sem að bara 4×4 klúbburinn gerir endilega einn. En hann getur verið leiðandi afl ásamt stjórn og félagsmönnum en það er einmitt hellingur af félagsmönnum sem að eru einmitt fyrirtækjaeigendur t.d. í ferða og verktakaþjónustu.Nú er bara að spýta í lófana.kv. stef…
–
smá viðbót
Það eru [b:1wpshnpy]292.828 [/b:1wpshnpy] bílar skráðir .. eða voru skráðir 9.12.2007
05.01.2008 at 16:35 #609100Vil bara benda á að barátta fyrir bættum tjaldstæðum er annar þráður… Það bara rignir inn baráttumálum, hver hefði trúað því.
05.01.2008 at 16:41 #609102Ég held að þetta sé allt saman að koma, og ég skal halda utanum mótmælandalistann, ef ég hef við innleggjunum
1 Lella vill mótmæla einhverju
2 Guðmundur Arnþórsson vill hlekkja sig við bílana
3 Stefanía vill spýta í lófana
4 Tryggvi vill fá fleiri með í málið FÍB vini okkar
5 Jón Þór vill að fundað sé, með Geir H
6 Bjarki Clausen vill ráða franska vörubílstjóra til þess að mótmæla
05.01.2008 at 16:47 #609104Þar sem að ég sé að Jón er mjög glöggur maður á að pikka út aðalatriðin og halda utan um þau og er annálaður ritsnillingur. Þá legg ég til að hann virkji krafta sína í að skrifa gott mótmælaplagg fyrir okkur 6 til að skrifa undir… það er ljóst að hann hefur ekki áhuga á að skrifa undir það… það er nú alltaf gott ef að menn eru sáttir með sitt…
kv. stef….
05.01.2008 at 17:21 #609106Ég skil ekki af hverju Lella vill fara að mótmæla – það er ekki eins og Pattinn hennar eyði miklu þessa dagana….
Annars er engin ástæða til að mótmæla – bara að fá sér svona sparibauka eins og Ford og þá finnur maður ekkert fyrir þessu olíuverði….
Benni
P.S.
En að öllu gamni slepptu þá er þetta orðið fáránlegt verð, en ég er hins vegar sammála því að ef að á að mótmæla þessu að einhverju viti þá þarf samstarf við aðila sem nota olíu í atvinnuskyni.
Verst að það er búið að leigja tankana í Hvalfirði – annars hefði verið ráð að slá saman í eitt skip eða svo…..
05.01.2008 at 17:47 #609108Nú þarf bara að setjast niður og semja bréf með stuðningsyfirlýsingu til fleiri samtaka og jafnvel gera undirskriftalista einhversstaðar. Síðan er hægt að fara á fund ráðherra með það og ef það virkar ekki þá verður að varpa hönskunum og láta verkin tala. Fáum fleiri og almenning líka og látum leiðrétta þetta okur.
Bkv. Magnús G.
05.01.2008 at 18:13 #609110Ég tek undir þessa umræðu. Við ættum öll að leggjast á sveif og fara í mótmæli. Fyrsta skref væri að formaður 4×4 og formaður FÍB rabbi saman, næst ræða þeir við leigubílsjóra, trukkabílstjóra og önnur bifreiðasamtök. Næsta skref er að smíða veflægan undirskriftalista, spurning hvort vefstóri f4x4 geti reddað því. Næst er að allir sendi fjöldapóst á sína tengiliði, fáum sem flestar undirskriftir. Svo að ákveða dag og tíma þar sem farið verður í fjölbíltúr þar sem menn geta dustað rykið af flautum sínum. Ég vil kvetja formann til að taka þennan bolta
Georg
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.