Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Þjórsárver
This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.03.2010 at 11:05 #211254
Hvað eru margar ferðir á ökutækjum í Þjórsárver á ári?
http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=16859927
Vonast eftir að félagsmenn setji inn upplýsingar um ferðir í Þjórsárverin hér.kveðja Dagur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.03.2010 at 13:07 #686126
Það þarf varla að taka fram að akstur vélknúna ökutækja innan friðlandsins í Þjórsárverum er bannaður: [url:3uc4obwx]http://www.ust.is/LogOgReglur/Fridlysingar/Fridlond/nr/251[/url:3uc4obwx]
En við vitum að reglulega er farið inn í friðlandið á ökutækjum, eins og ég bendi á að ofan.
Einhver nefndi ferð fuglafræðinga á ökutækjum inni í friðlandinu síðasta sumar, en ef för sjást eftir ökutæki, þá vitum við hverjum er kennt um.
í reglugerðinni seigir:"Umhverfisstofnun getur veitt heimild til þessa að vikið verði frá reglum þessum í einstökum tilfellum og kveðið nánar á um vernd svæðisins. Með friðlýsingu þessari er engin afstaða tekin til þess hverjir séu eigendur þess lands sem hún tekur til eða eigi þar takmörkuð eignarréttindi."
Þegar Kolbrún Halldórsdóttir var með æsing í blöðunum vegna hjólfara sem hún sá í Þjórsárverum, þá þögðu allir þessir opinberu aðilar, sem veittu og fengu heimild til aksturs í Þjórsárverum og þótti líklega bara gott að ferðafólki væri kennt um.
Undanfarið hefur áróður um að utanvegaasktur væri stóraukin á hálendi Íslands, en þegar er spurt hvar? þá er fátt um svör.
Nú hafa um 13000 manns undanþágu frá náttúruverndarlögum um akstur utanvega, en ekkert er hveðið á um upplýsingarskyldu þessara aðlila.
Meira seigja í nýlegri reglugerð um Vatnjökulsþjóðgarð, hafa þessir sömu aðilar opna heimild til utanvegaakstur, en þurfa samt ekki að tilkynna neitt til þjóðgarðsvarða.
Síðasliðið sumar voru jarðvísindamenn við rannsóknir við Kverkfjöll og víða þar sem bílar þeirra óku utan þekktra vega og leiða, þá eltu þá hópur útlendinga, sem héldu að akstur væri heimill þar sem þeir sáu aðra bíla aka.
Ekki hefur UST komið til varnar ferðafólki, þegar ásakanir um meintan óleyfilegan akstur er vegna akstur sem UST hefur heimilað og akstur þeirra sem hafa undanþágu frá náttúrverndarlögum.
Í umræðunni um Vatnajökulsþjóðgarð er bæði talað um að auðvelda aðgengi ferðamanna og lokun svæða vegna væntanlegs aukins átroðnings ferðamanna.
Nú eru mörg svæði Vatnajökulsþjóðgarð með takamarkað aðgengi, því vegslóðar eru ekki auðveldir yfirferðar, en ef sömu slóðar verða gerðir að fljótförnum vegum, þá mun ferðafólki fjölga umtalsvert. Hér er verið að vinna að aðgerðum sem vinna hvor gegn annari og er þá ekki betra aðhafast minna?
Í umræðunni hafa ýmsir varað við fjölgun ferðamanna og fjölgun torfærutækja sem gera ferðafólki kleift að ferðast um hálendið og á sama tíma er veitt stórfé í að laða ferðafólk til landsins.
Þarna vantar heildarsýn á málefnum hálendisins og stefnumörkun í ferðamálum.kveðja Dagur
06.03.2010 at 16:17 #686128Góður pistill Dagur. Það væri þarft verk að fá fram í dagsljósið umfang þessa undanþágu-utanvegaaksturs og hvar hann er. Má vel vera að hann sé allur nauðsynlegur og allavega veit ég að sumt af honum er það og menn reyna þá að haga honum þannig að það sjáist sem allra minnst, en dæmin sýna nokkuð skýrt hverjum er kennt um þegar för sjást utan vega.
Kv – Skúli
06.03.2010 at 17:05 #686130Ég verð nú að viðurkenna fávisku mína á því hvar mörk Þjórsáarvera liggja nákvæmlega. En ég geri ráð fyrir að ég aki ekki um þau þegar ég ek hefðbundna vetrarleið frá Sóleyjarhöfða í Setrið. En ef svo er þá hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef ekið þar, en í öll skiptin hefur það þó verið þegar jörð er frosin og snjór yfir.
Þess utan þá hef ég á síðustu átta árum ekið tvisvar inn að Nautöldu og einu sinni um Arnarfellsmúla og yfir að Stíflunni við Hreysiskvísl. Þessar ferðir voru allar farnar um vetur. Reyndar var enginn snjór þegar ég fór um Arnarfellsmúla en hins vegar mikið frost og búið að vera lengi. Þá var ekið eftir slóðanum allan tíman. Þess ber að geta að við fórum þá leið eingöngu vegna þeirrar umræðu sem Kolbrún Halldórsdóttir kom af stað um slóðann, án þeirrar umræðu hefði áhugi okkar á leiðinni varla kviknað. Ég veit að slíkt hið sama gildir um fjöldan allan af ferðamönnum sem hafa nú þegar farið þessa leið eða hyggjast fara hana á næstunni.
Þannig að Kolbrún Halldórsdóttir á sökina á aukinni umferðu um Þjórsárver algerlega skuldlausa.
Benni
06.03.2010 at 19:43 #686132Ég hef sjálfur ekið um þjórsárver, enda breytti ég bílnum í snjóbíl með því að hleypa hressilega úr dekkjum.
Þessi mynd var tekin við það tækifæri í janúar 2003.[img:2gklb7dt]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=275887&g2_serialNumber=1[/img:2gklb7dt]
kveðja Dagur
06.03.2010 at 20:25 #686134Kvöldið,
Ég hefði áhuga á því að fá að sjá einhverjar alvöru staðreyndir á meintum auknum skemmdum vegna utanvegaaksturs á HÁLENDINU, alla vega þá hef ég ekkert sérstaklega orðið var mikla aukningu. Ég hef sagt það áður hér á vefnum að það er verið að heimfæra vandamál láglendisins (sem ég tel klárlega vera til staðar í mörgum tilvikum) yfir á hálendið án nokkurra athugasemda hjá almenningi og/eða hinu opinvera enda hann í mörgum tilvikum óupplýstur um þessi málefni.
Getur td Andrés Arnalds bent á fleiri en 10 dæmi á hálendinu þar sem á undanförnum, segjum 5 árum, ný för þar sem ekki hefur verið ekið áður hafi leitt til áframhaldandi aksturs um þá leið og myndað þannig nýjan slóða ? Ef hann getur það ekki þá telst nýslóðun varla vera vandamál á hálendinu, amk ekki óviðráðanlegt. Mig grunar að hann hafi einungis á reiðum höndum dæmi af láglendinu og reyndar finnst mér málflutningur hans ágætur þegar verið er að skoða vandamál láglendisins.
Annars er ég sammála Snorra Ingimars þegar hann segir annars staðar hér á vefnum að við þurfum að hugsa þetta vandamál í miklu víðara samhengi og hætta að nota utanvegaakstur sem blótsyrði yfir eitthvað sem er slæmt, það stunda þúsundir Íslendinga utanvegaakstur árlega og það fullkomlega löglega. Flestir gera þetta af ábyrgð og útópían er auðvitað sú að þetta verði bara áfram frjálst eins og í "gamla daga" en það bendir allt til þess að svo verði ekki nema við verjumst með kjafti og klóm. Það þarf að fara að upplýsa almenning um hvernig hlutirnir raunverulega eru en það er braut sem þarf að feta varlega og af yfirvegun.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.