This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Haukur Þór Smárason 20 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég var í langann tíma í dag að leita mér að kertaþræði fyrir A20A2 vél (bara ósköp venjulegann þráð). Ég fann hvergi þráðinn þrátt fyrir að hafa þrætt allar bensínstöðvar á Akureyri, en Bílanaust og Höldur var lokað.
Afgreiðslumaður í einni sjoppunni sagði mér að þeir seldu hvorki kertaþræði né kerti, að þetta væri nær því að vera matvörubúð heldur en bílaþjónusta.
Mér finnst helvíti skítt að geta ekki fengið kertaþráð þótt það sé sunnudagur.
Eftir kvöldmat fóru mamma og pabba í bíltúr og koma með heim nema hvað, kertaþráð. Ég fór beint út og skellti honum á vélina og hún gekk fínt. Keyrði niður í bæ og viti menn, hún brenndi bara á þremur strokkum. Þá virðist þráðurinn ekki passa.
Hvaða andskotans rugl er það að geta ekki boðið upp á kertaþræði?
Ég veit ekki hvort það var mikið vit í þessum skrifum en ég bara varð að nöldra.
Haukur A-848 illa pirraður!
You must be logged in to reply to this topic.