This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðni Þór Scheving 11 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Nú þegar hundaræktendur, bændur og laxeldisfyrirtæki eru skylduð til að örmerkja allan bústofnin þá datt mér svolítið í hug.
Af hverju ekki að nota svona örmerki til að auðkenna dekkin sín?
Gangur af 44″ dekkjum kostar álíka og fjórir góðir hundar og kannski eitt tonn af laxi þannig að kostnaðurinn hlýtur að vera lítill. Hugsanlega mætti koma merkinu þannig fyrir að það væri ekki auðvelt að fjarlægja það án þess að skemma dekkið
Þetta væri kannski ágætis aukabúgrein fyrir dýralækna sem myndu þá kannski þrykkja merki í dekkið sem sýnir að það er örmerkt og þá myndi það líka virka fælandi. Dekkjaverkstæði myndi þá e.t.v. spyrja þann sem kæmi með slík dekk um eitthvað vottorð fyrir því að hann eigi dekkin, og þar með gera þjófum illmögulegt að nýta sér fenginn. Svo er hugsanlegt hvort hægt sé líka að merkja kastara og önnur dýr tæki með þessum hætti?Ég hvet alla með tækniþekkingu að tjá sig um þetta.
P.S.
Ein afar ódýr aðferð við að góma hugsanlega dekkjaþjófa er að merkja dekk og felgur að innanverðu með málningu eða krít, nafn eiganda og bílnúmer, þannig að dekkjaverkstæði myndi kannski fyllast grunsemdum…
You must be logged in to reply to this topic.