This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 10 months ago.
-
Topic
-
VARÚÐ, VARÚÐ. Seinustu daga hafa óprútnir náungar verið á sveimi og stolið öllu steini léttara af jeppum hér í Reykjavík. Aðfaranótt fimmtudagsins var pari af gulum IPF ljóskösturum stolið framan af Patról sem stóð við heimahús og aðfaranótt miðvikudagsins tóku þeir kastara framan af öðrum eins bíl. Í síðustu viku hurfu svo kastarar og spil framan af Patról. Spilið var krækt í grindina en þeir gerðu sér lítið fyrir og kliptu á vírinn og skildi bara krókinn eftir. Ég vill því benda mönnum á að fylgjast með bifreiðum sínum sem og óviðkomandi umferð nálægt þeim. Þetta er plága sem við verðum að stöðva og varast. Athugið að þessir óprútni menn virðast geta selt þessa hluti á svörtum markaði og því ber okkur að láta lögreglu vita ef við verðum varir við að slíkir hlutir séu boðnir til sölu.
Kveðja
Sveinn
R-2816
You must be logged in to reply to this topic.