Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › þjófahyski
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingólfur Marteinn Jones 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
24.01.2004 at 11:48 #193565
þetta er alveg með ólýkindum hvað menn geta lagst lágt, ég meina þá þessar týpur sem vilja fá allt gefins og ef ekki þá er bara að stela viðkomandi hlut. Ég tek bara sem dæmi þá var einn af okkar félögum fyrir því að brettaköntum var stolið frá honum fyrir 44″ econline rauðbrún sanseraðir (bleikir) það er varla svo mikið af þeim bílum að það sé ekki hægt að koma auga á þá. Það er að segja ef þeir sem tóku þá hafa eitthvað notagildi fyrir þá þar að segja.
svona gaura þarf að fara bara með eitthvað útfyrir bæinn skvetta á þá vatni og skilja þá eftir. sjálfur varð ég fyrir því um daginn að krómlistanum ofan við framrúðu var stolið af hjá mér og það nánast fyrir framan nefið á mér.
þetta er komið gott en hvað er hægt að gera (góð spurning) -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.01.2004 at 13:31 #485708
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
svona er reykjavíkin bara að verða…borg óttans…
áfram akureyri
24.01.2004 at 13:43 #485710
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég lenti í því að vélsleðakerrunni minni var stolið þrátt fyrir að hún væri rammlæst og með sprungið dekk og það sem var verst var að vélsleðinn var í henni!!!!!!! en ég er þó búinn að endurheimta sleðann en hef ekki enn fundið kerruna.
24.01.2004 at 13:55 #485712
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta er með ólíkindum, svo þarf maður víst að læsa bílnum þegar maður tekur bensín eins og myndatökumaðurinn hjá stöð 2 fékk að reyna um daginn.
djöf… væri gaman að hitta þessi kvikindi
24.01.2004 at 13:55 #485714Ég er að spá í að setja myndavél með upptöku á bílastæðið fyrir framan húsið hjá mér.
Einfaldast er að setja tölvutengda Webcam, ef aðstæður eru þannig að hægt sé að koma vélinni fyrir inna við glugga. Þá er hægt að lát tölvuna taka upp alalr hreyfinar á bílastæðinu, gæðinv erða reynda ekki mjög mikil.
Svo er ekki eins dýrt og menn halda að setja alvöru öryggismyndavél með alvöru myndgæðum, kostnaður er meiri við upptökur og tölvutengingar en verðin eru á hraðri leið niður.
Sing
24.01.2004 at 14:01 #485716já ég fer nú bara að verða sammála þér, þetta þjófa hyski er allstaðar á sveimi stelandi öllu hvort sem viðkomandi hlutur er notaður eða bara fleygt.
argg
24.01.2004 at 14:02 #485718Munum enn og aftur að þeir sem kaupa þýfi eru að púkka undir þjófana og eru þannig engu betri.
Kaupum ekkert notað nema slejandinn geti sannað að ekki sé um þyfi að ræða og tölum menn til sem kaupa þýfi.
Svo var þetta með að merkja alla hluti, t.d. með bílnúmeri, er enginn sem getu boðið félgasmönnum upp á að grafa í kastara og talsvöðvar, hvar eru allar skilaterðirnar?
Sing
24.01.2004 at 15:12 #485720Drullutjakkinum var stolið ofan af bílnum hjá okkur hann stóð út við götu og það þó nokkuð mikla umferðargötu.
24.01.2004 at 16:14 #485722Sæl öll.
Ég gaf konunni minni apparat til að grafa í gler, málm og allan skrambann í afmælisgjöf og fékk hann svo lánaðan hjá henni til að merkja allt lauslegt á Bronconum, kastarana og fleira. Þennan penna fékk ég í einhverrri föndurverslun í borginni og virkar ágætlega til hins arna. Skoðiði þetta endilega, ekkert vit í öðru en að merkja sér hlutina rækilega.
Annað var það, fyrir tilstilli þessarar fínu síðu fann ég Bronco fyrir bróður minn sem er búinn að leita lengi að góðu eintaki en ekkert fannst fyrr en ég komst í samband við þetta fína fólk sem hér er að finna! 4×4 á gott eitt skilið fyrir að halda þessu úti. Góð síða, góð ráð, gott fólk.Bestu kveðjur, Hjölli.
24.01.2004 at 16:35 #485724já svona er þetta, margir eru bara ekki að kveikja almenilega á perunni þegar er verið að versla svona hluti, tala ekki um rafmagnsdót það bilar og hvað þá, jú hluturinn er gagnslaus,og kerrur eru gott dæmi það er nú enginn smá fjöldi af kerrum sem eru að hverfa og það furðulegasta við það er að þær finnast jafnvel ekki aftur þá hlýtur maður að spyrja hvað verður um þær jú það er hægt að breyta öllu en fja….. hafi það
24.01.2004 at 21:02 #485726Kerrunni minni var stolið fyrir utan heima í fyrra þetta var gömul kerra sem ég var nýbúinn að gera upp nema hvað lokið aftan á henni var úr svoldið sérstöku plastefni sem ég kann nú ekki að nefna og þegar ég var að sníða það á merkti ég það með merki sem ég aðeins þekkti.
Nú ég leitaði mikið af þessari kerru án árangus þangað til að ég rakst á svona lok á kerru sem var ekkert lík minni en ég skoðaði það nú samt og þetta var lokið af minni kerru þá kom eigandinn út og spurði hvað ég væri að snuðra og ég spurði að sama skapi hvað hann væri að gera með lokið af minni kerru á sinni, þá sagði hann að hann væri nýbúinn að kaupa þessa kerru í gegnum smáauglýsingar þar sem hans kerru hafði verið stolið stuttu áður.
við könnuðum símanr. en það var frelsi og ekkert skráð og ekkert hægt að rekja hver ætti þetta númer.
Lögreglan sagðist ekkert geta gert í þessu.
Fúlt, en svona er þetta bara orðið því miður.Kveðja,
Glanni.
24.01.2004 at 22:13 #485728Já segðu þetta nánast segir að viðkomandi komist upp með þjófnað og ekki nóg með það auglýsir hann í þokkabót og hvað það er ekkert hægt að gera af því að hann var með frelsi…. og hvað er þetta frelsi þá að ýta undir ætti þá ekki að vera skilt að skrá það þegar það er keypt. Það fyndist mér
24.01.2004 at 22:42 #485730Ef þjófnaður er kærður til lögreglu er þá ekki hægt að fá uppgefið frelsisnúmer hjá símanum eða vodaphone,þetta er alveg með eindæmun að það sé verið að gefa þessum anskotum byr undir báða vængi og segja í leiðinni að ekkert sé hægt að gera.
Það er nú ekki langt síðan að kerru var stolið frá tengdapabba og hefur hvorki tangur né tetur sést af henni síðan,þetta fer að vera stórútgerð hjá þessu fólki sem er í þessu og endar sennilega að þeir fá úthlutað sóknarmark bráðlega frá ríkinu þar sem það gerir ekkert
24.01.2004 at 23:11 #485732Það er nú þannig með þessa aumingja menn sem eru í þessu braski með hitt og þetta að þó svo að til þeirra næðist þá er ekkert hægt að gera.
Í þessu tilfelli spaða þeir kerrur í sundur og sameina þær þannig að ein kerra er kannski úr tveimur eða þremur kerrum.
og svo eru þeir krafðir um skil eða skaðabætur þá eiga þeir ekki neitt og því ekkert til þeirra að sækja.
þetta fer bara á afbrotalistann þeirra og þeim er alveg sama halda bara áfram um leið og það er búið að yfirheyra þá.Kv.
Glanni
25.01.2004 at 01:20 #485734
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Datt í hug að benda ykkur jeppamönnum á eina leið í baráttunni við þjófahyskið. Þið getið skráð eigur ykkar inn á vefsíðuna http://www.crime-on-line.com. Þar er skráð raðnúmer, lýsing og fleira varðandi hvern mun fyrir sig og jafnvel hægt að setja inn myndir af mununum. Þannig mætti jafnvel taka myndir af sérkennum sem viðkomandi munur hefur en svoleiðis myndir mundu auðvelda ykkur að sanna að þið væruð réttir eigendur þeirra muna sem seinna koma í leitirnar. Ef þið hafið síðan undir höndum nægar sannanir til að sýna fram á að viðkomandi mun hafi verið stolið frá ykkur ættuð þið að geta endurheimt hann. Það er nefnilega þannig að sá sem kaupir stolinn mun situr að jafnaði uppi með tjónið ef réttur eigandi vill fá hann aftur og getur auk þess borið refsiábyrgð í vissum tilvikum fyrir að kaupa stolinn mun.
Þið getið rétt ímyndað ykkur að ef þið kaupið ykkur t.d. nýjan Sony geislaspilara í jeppann og honum er síðan stolið þá eru hverfandi líkur á að þið sjáið hann aftur – jafnvel þó hann komist í hendur lögreglunnar – þar sem brotist er inn í nokkra bíla á hverri einustu nóttu og í þeim innbrotum hverfa fjölmargir samskonar Sony geislaspilarar. Ef þið hafið hinsvegar raðnúmerið undir höndum eru mun meiri líkur á því að þið fáið spilarann til baka því aðeins einn geislaspilari í veröldinni hefur þetta tiltekna raðnúmer.
Margir hlutir hafa ekki raðnúmer og þá kemur sérmerking og myndataka að einhverju leyti í staðinn en miðað við útbreiðslu stafrænna myndavéla í dag ætti að vera hægur vandi fyrir hvern og einn að mynda hvern mun í bak og fyrir.
Hvern einasta dag finnur lögreglan og tekur muni í sína vörslu sem greinilega eru stolnir. Hvern einasta dag þarf lögreglan að skila aftur stolnum munum til þjófanna sjálfra þar sem ekki er hægt að sanna að um þýfi sé að ræða.
Lögreglan hefur m.a. gert samning við aðstandendur http://www.crime-on-line.com kerfisins sem felur m.a. í sér að lögreglan flettir upp raðnúmeri muna í kerfinu sem grunur er um að sé þýfi. Ef munurinn er skráður þar ratar hann auðveldlega aftur til rétts eiganda.
Miði er möguleiki!
25.01.2004 at 18:38 #485736Veistu um gjaldskrá fyrir sona skráningar?
25.01.2004 at 19:16 #485738það er hægt að skrá sig í þetta hjá sjóvá það gerði eg nu reyndar fyrir nokkuð löngu síðan en þeir eru einn aðilli af mörgum sem eru með þetta hérna, þá færðu allskonar lím miða og tilh, prufaðu að tala við þá
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.