This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Það er að verða laglegt ástandið í þessu blessaða sjávarþorpi hérna. Ferlega leiðinlegt ef maður þarf orðið að fara að taka geyminn með sér inn í hús og endurstilla útvarpsstöðvarnar á hverjum einasta degi og helst að taka stýrið með sér og sofa með það undir koddanum. Efast samt um að það myndi hindra þetta pakk í að hirða bílana. Þorði ekki annað en að taka stóru kastarana af bílnum svona fyrir sumarið enda verða þeir sjálfsagt lítið notaðir þegar það er bjart allan sólarhringinn.
Við hljótum samt að spá í það hverjir skapa markað fyrir allan þennan jeppastuld. Á meðan það eru einhverjir sem kaupa þýfi sem er stolið úr jeppum, væntanlega talstöðvar (cb/vhf), dekk, kastarar og fl. þá mun þetta engan endi taka. Ef þjófapakkið myndi nú sitja uppi með fullan lager af óverðlausu jeppadóti þá myndi ég halda að þeir myndu bæði draga sig í hlé og að lögreglan ætti jafnvel auðveldara með að hafa upp á fullum bílskúr af þýfi heldur en þýfi sem er komið í umferðina aftur. Þessir menn sem stunda þetta eru alveg örugglega ekki einhverjir krakkabjánar og þó að það verði gerð skipulög leit að hverjum einasta bíl sem er stolið þá efst ég um að bíllinn sé geymdur einhvers staðar úti á bílaplani á meðan þeir dunda sér við að hirða það sem er eigulegt úr honum. Bílarnir fynnast sjaldnast fyrr en það er búið að hirða allt úr honum.
You must be logged in to reply to this topic.