Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Þjóðlendur
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.02.2004 at 22:24 #193834
AnonymousÉg var að reyna að hlusta á fréttirnar og blaðra í símann á sama tíma, en hvað. Ég heyrði ávinning að Þjóðlendu vángaveltum, og það ætti að gera Esjuna, Bláfjöll og Hengilsvæðið að Þjóðlendum. Nú læðist að mér illur grunur, er meininginn að bola á brott vélknúnum farartækjum af þessum svæðum. Gamann væri að fá frekari fréttir af þessu ef menn þekkja eitthvað til þessara mála.
Slóðríkur. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.02.2004 at 14:04 #48978424.02.2004 at 14:04 #49636624.02.2004 at 14:25 #489786
æi elskulegi sveitungi úr Hegranesinu, ég bara kveikti ekki á því að þetta værir þú!
Þú verður að kíkja einhvern daginn í vor eða sumar frameftir til mín og við tölum kannski smávegis um flugvélar og jeppa og önnur sameiginleg áhugamál okkar. Þið hin – látið ykkur engu skipta hvað milli okkar Þorvaldar fer, þið ættuð að heyra þegar við förum að tala við óðalsbændur þarna á milli okkar í Hegranesinu, nefnum engin nöfn hér á þessum vettvangi.
24.02.2004 at 14:25 #496368æi elskulegi sveitungi úr Hegranesinu, ég bara kveikti ekki á því að þetta værir þú!
Þú verður að kíkja einhvern daginn í vor eða sumar frameftir til mín og við tölum kannski smávegis um flugvélar og jeppa og önnur sameiginleg áhugamál okkar. Þið hin – látið ykkur engu skipta hvað milli okkar Þorvaldar fer, þið ættuð að heyra þegar við förum að tala við óðalsbændur þarna á milli okkar í Hegranesinu, nefnum engin nöfn hér á þessum vettvangi.
26.02.2004 at 02:29 #489788Sælir félagar.
Mér er stórlega létt!
Fóstbræðurnir SkuliH og eik eru loks að átta sig á því að það þarf að huga að því hagsmunamáli okkar að fá að fara "frjálsir ferða" eins og það heitir í slagorði klúbbsins. Ég hef áður bent á stórkostlegar hættur í þessu efni og tel að bók Jóns Snælands sem kom út sl. sumar sé eitt mesta framfaraskref í þessum málum á sl. árum. Þar eru listaðar upp slóðir og leiðir sem voru/eru mörgum týndar og hafa fallið út af kortum hægt og bítandi á liðnum árum.
Hvað segja umhverfisnefndarmenn annars um fæðingu skilgreiningarinnar á hugtakinu "slóði" (eða slóð svo menn þurfi nú ekki að taka upp karpið um það aftur). Ég hef spurt að þessu áður og það er fátt um svör. Þetta er samt grundvallarspursmál þegar kemur að því vandamáli sem velt er upp hér í byrjun þráðarins. Kannski er það ekki rétt hjá mér, en mér finnst umhverfisnefndin sem fékk þetta verkefni árið 2000 eða 2001 ef ég man rétt, hafa sofið algerum þyrnirósarsvefni í málinu.
Ferðakvekðja (á slóðum),
BÞV
26.02.2004 at 02:29 #496370Sælir félagar.
Mér er stórlega létt!
Fóstbræðurnir SkuliH og eik eru loks að átta sig á því að það þarf að huga að því hagsmunamáli okkar að fá að fara "frjálsir ferða" eins og það heitir í slagorði klúbbsins. Ég hef áður bent á stórkostlegar hættur í þessu efni og tel að bók Jóns Snælands sem kom út sl. sumar sé eitt mesta framfaraskref í þessum málum á sl. árum. Þar eru listaðar upp slóðir og leiðir sem voru/eru mörgum týndar og hafa fallið út af kortum hægt og bítandi á liðnum árum.
Hvað segja umhverfisnefndarmenn annars um fæðingu skilgreiningarinnar á hugtakinu "slóði" (eða slóð svo menn þurfi nú ekki að taka upp karpið um það aftur). Ég hef spurt að þessu áður og það er fátt um svör. Þetta er samt grundvallarspursmál þegar kemur að því vandamáli sem velt er upp hér í byrjun þráðarins. Kannski er það ekki rétt hjá mér, en mér finnst umhverfisnefndin sem fékk þetta verkefni árið 2000 eða 2001 ef ég man rétt, hafa sofið algerum þyrnirósarsvefni í málinu.
Ferðakvekðja (á slóðum),
BÞV
26.02.2004 at 07:37 #489790Það togast eiginlega tvennt á hjá manni í viðhorfi til þessa máls. Annarsvegar er það viðhorf, að það þurfi að skilgreina sem mest af hálendissvæðum landsins sem almenningseign, svo ljóst sé að einkaaðilar geti ekki takmarkað umferð um þau né gert þau sér að féþúfu. Hinsvegar er sú viðleitni umhverfisfasista að banna alla umferð um landssvæði í almenningseign annarra en þeirra fáu sem þeir velja sem sína útvöldu, sem þurfa þá væntanlega helst að vera vinstri grænir náttúrufræðingar úr norðausturkjördæmi. Þarna hefur flækt málið afréttanýting bænda og hafa margir alltof mikið horft á það sem eitthvað óumbreytanlegt. Nú er auðvitað öllum ljóst, allavega þeim sem eru það heilir á geði að þeir eru ekki í framsóknarflokknum, að beitarþörf landbúnaðarins hefur stórminnkað og afréttanotkun í þágu landbúnaðar mun hverfa á tiltölulega skömmum tíma. Þar koma bæði til ný viðhorf og sjónarmið gagnvart landi og landnýtingu sem og það, að grunnur undir þörfinni er neysla á kindakjöti. Hún hefur eins og allir vita stórminnkað og mun áreiðanlega minnka verulega enn. Framleiðsla á kindakjöti verður líklega seint arðbær, enda framleiðni sauðskepnunnar afskaplega lítil miðað við t.d. svín. Ein ær skilar í besta falli 20 – 26 kg kjöts á ári en ein gylta 1.400 – 1.800 kg á ári. Ekki orð um það meir. Hitt óttast ég meira, að komist sum stjórnmálaöfl til valda, þá geti það leitt til þess að umhverfisfasistarnir fái lögleiddar strangar takmarkanir á umferð um þjóðlendur. En mér finnst þó eftir talsverðar vangaveltur að mikilsverðara sé, þrátt fyrir þessa áhættu, að sem mest af hálendinu verði skilgreint sem þjóðlendur, fremur en að ítrustu kröfur sveitarfélaganna um einkaeignarrétt þess nái fram að ganga. Ég kynntist viðhorfum sveitarstjórna víða um land talsvert vel í áralangri setu minni í Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins. Eftir þá reynslu hef ég styrkst í þessari skoðun minni. Þar hef ég meðfram í huga, að sífellt meir færist í vöxt að land sé keypt af innlendum og erlendum aðilum í öðru tilgangi en til hefðbundins búreksturs, og þeir hafa engan áhuga á óheftu ferðafrelsi almennings, síður en svo, nem sem tekjulind. Fasteignasalar þurfa hinsvegar tekjur eins og aðrir og þeim þykir sjálfsagt best að einkaeignarréttur sé sem víðtækastur af þeim sökum.
26.02.2004 at 07:37 #496372Það togast eiginlega tvennt á hjá manni í viðhorfi til þessa máls. Annarsvegar er það viðhorf, að það þurfi að skilgreina sem mest af hálendissvæðum landsins sem almenningseign, svo ljóst sé að einkaaðilar geti ekki takmarkað umferð um þau né gert þau sér að féþúfu. Hinsvegar er sú viðleitni umhverfisfasista að banna alla umferð um landssvæði í almenningseign annarra en þeirra fáu sem þeir velja sem sína útvöldu, sem þurfa þá væntanlega helst að vera vinstri grænir náttúrufræðingar úr norðausturkjördæmi. Þarna hefur flækt málið afréttanýting bænda og hafa margir alltof mikið horft á það sem eitthvað óumbreytanlegt. Nú er auðvitað öllum ljóst, allavega þeim sem eru það heilir á geði að þeir eru ekki í framsóknarflokknum, að beitarþörf landbúnaðarins hefur stórminnkað og afréttanotkun í þágu landbúnaðar mun hverfa á tiltölulega skömmum tíma. Þar koma bæði til ný viðhorf og sjónarmið gagnvart landi og landnýtingu sem og það, að grunnur undir þörfinni er neysla á kindakjöti. Hún hefur eins og allir vita stórminnkað og mun áreiðanlega minnka verulega enn. Framleiðsla á kindakjöti verður líklega seint arðbær, enda framleiðni sauðskepnunnar afskaplega lítil miðað við t.d. svín. Ein ær skilar í besta falli 20 – 26 kg kjöts á ári en ein gylta 1.400 – 1.800 kg á ári. Ekki orð um það meir. Hitt óttast ég meira, að komist sum stjórnmálaöfl til valda, þá geti það leitt til þess að umhverfisfasistarnir fái lögleiddar strangar takmarkanir á umferð um þjóðlendur. En mér finnst þó eftir talsverðar vangaveltur að mikilsverðara sé, þrátt fyrir þessa áhættu, að sem mest af hálendinu verði skilgreint sem þjóðlendur, fremur en að ítrustu kröfur sveitarfélaganna um einkaeignarrétt þess nái fram að ganga. Ég kynntist viðhorfum sveitarstjórna víða um land talsvert vel í áralangri setu minni í Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins. Eftir þá reynslu hef ég styrkst í þessari skoðun minni. Þar hef ég meðfram í huga, að sífellt meir færist í vöxt að land sé keypt af innlendum og erlendum aðilum í öðru tilgangi en til hefðbundins búreksturs, og þeir hafa engan áhuga á óheftu ferðafrelsi almennings, síður en svo, nem sem tekjulind. Fasteignasalar þurfa hinsvegar tekjur eins og aðrir og þeim þykir sjálfsagt best að einkaeignarréttur sé sem víðtækastur af þeim sökum.
26.02.2004 at 12:51 #489792
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er einn af ókostunum við blessað lýðræðið að það felur í sér þá hættu að til valda komist einstaklingar með vitlausar skoðanir og óeðlilegt viðhorf í ýmsum málum. Það sem oft bjargar málum og er kjölfestan í þjóðfélaginu er hins vegar embættismannakerfið. Hljómar illa en svona er þetta bara. Það getur verið miklu mikilvægara að hafa gott embættismannakerfi en góð stjórnvöld. Þeir sem eru nógu gamlir til að muna eftir þáttunum ?Já ráðherra? sáu þar skopmynd af því hvernig þetta virkar og í reynd var sú mynd ekkert svo fjarri lagi. Stjórnmálamenn koma og fara, en embættismenn sitja, stjórnmálamenn oft lítið inni í málum meðan embættismennirnir vita allt. Í litlum stjórnsýslueiningum eins og hjá sveitastjórnum er þetta hins vegar ekki eins öflugt, þar geta menn sem óvart eru kosnir inn kollvarpað öllu, en hjá ríkinu er það allavega aðeins fyrirstaða. Það sem ég er eiginlega að segja er að ef þessir hlutir eru hjá ríkinu er eitthvað hægt að vinna í málunum og tryggja hagsmuni okkar, en ef þetta er á valdi einkaaðila og hreppanna er ómögulegt að vita hvað verður upp á borðunum á morgun. Enda hafa í raun þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum oftar en ekki einmitt verið til þess að tryggja rétt okkar til að ferðast og njóta náttúrunnar á okkar hátt.
Já og þetta með slóðirnar Björn, við tókum nú helv… góðan snúning á þeirri umræðu á síðasta ári og ég gat eiginlega ekki skilið það öðruvísi en svo að við værum meira sammála en ósammála í þeirri umræðu. Menn köstuðu upp ýmiskonar uppköstum að skilgreiningu, m.a. kom þessi ágætu drög frá sjálfum Slóðríki: ?stytting milli staða, eða að náttúruperlum, línuvegir, smalaleiðir, veiðileiðir eða gamlar þjóðleiðir?. Ég væri hins vegar smeykur við að hægt væri með orðhengilshætti að nota svona skilgreiningu beinlínis til þess að banna akstur um tilteknar slóðir í stað hins gagnstæða, þ.e. ef færa má rök fyrir að slóðin geti ekki fallið undir þetta (er ekki slíkar æfingar kenndar í lögfræðinni). Í lögunum í dag er talað um akstur á merktum slóðum, þess vegna er mikilvægasta verkefnið að merkja slóðir og skjalfesta þær með því að; koma þeim á kort, koma þeim í ferlasafnið hans Bessa, koma þeim í bók eins og Jón Snæland gerði snilldarlega og hyggst jafnvel gera meira af og síðast en ekki síst stika þær. Við mættum reyndar gjarnan gera meira af þessu síðast talda ef út í það er farið.
Ef skilgreiningunni í reglugerðinni um akstur í óbyggðum yrði breytt og sett inn skilgreining á slóð, væri það aðeins til þess að þrengja rétt okkar, þetta er mjög vítt eins og það er í dag. Ef hins vegar kæmi til endurskoðun á núverandi reglugerðar og til stæði að setja inn nánari skilgreiningu á slóð, þá yrðum við að koma okkar skilningi vel á framfæri og hafa frumkvæði í gerð slíkrar skilgreiningar.
Kv – Skúli H.
26.02.2004 at 12:51 #496374
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er einn af ókostunum við blessað lýðræðið að það felur í sér þá hættu að til valda komist einstaklingar með vitlausar skoðanir og óeðlilegt viðhorf í ýmsum málum. Það sem oft bjargar málum og er kjölfestan í þjóðfélaginu er hins vegar embættismannakerfið. Hljómar illa en svona er þetta bara. Það getur verið miklu mikilvægara að hafa gott embættismannakerfi en góð stjórnvöld. Þeir sem eru nógu gamlir til að muna eftir þáttunum ?Já ráðherra? sáu þar skopmynd af því hvernig þetta virkar og í reynd var sú mynd ekkert svo fjarri lagi. Stjórnmálamenn koma og fara, en embættismenn sitja, stjórnmálamenn oft lítið inni í málum meðan embættismennirnir vita allt. Í litlum stjórnsýslueiningum eins og hjá sveitastjórnum er þetta hins vegar ekki eins öflugt, þar geta menn sem óvart eru kosnir inn kollvarpað öllu, en hjá ríkinu er það allavega aðeins fyrirstaða. Það sem ég er eiginlega að segja er að ef þessir hlutir eru hjá ríkinu er eitthvað hægt að vinna í málunum og tryggja hagsmuni okkar, en ef þetta er á valdi einkaaðila og hreppanna er ómögulegt að vita hvað verður upp á borðunum á morgun. Enda hafa í raun þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum oftar en ekki einmitt verið til þess að tryggja rétt okkar til að ferðast og njóta náttúrunnar á okkar hátt.
Já og þetta með slóðirnar Björn, við tókum nú helv… góðan snúning á þeirri umræðu á síðasta ári og ég gat eiginlega ekki skilið það öðruvísi en svo að við værum meira sammála en ósammála í þeirri umræðu. Menn köstuðu upp ýmiskonar uppköstum að skilgreiningu, m.a. kom þessi ágætu drög frá sjálfum Slóðríki: ?stytting milli staða, eða að náttúruperlum, línuvegir, smalaleiðir, veiðileiðir eða gamlar þjóðleiðir?. Ég væri hins vegar smeykur við að hægt væri með orðhengilshætti að nota svona skilgreiningu beinlínis til þess að banna akstur um tilteknar slóðir í stað hins gagnstæða, þ.e. ef færa má rök fyrir að slóðin geti ekki fallið undir þetta (er ekki slíkar æfingar kenndar í lögfræðinni). Í lögunum í dag er talað um akstur á merktum slóðum, þess vegna er mikilvægasta verkefnið að merkja slóðir og skjalfesta þær með því að; koma þeim á kort, koma þeim í ferlasafnið hans Bessa, koma þeim í bók eins og Jón Snæland gerði snilldarlega og hyggst jafnvel gera meira af og síðast en ekki síst stika þær. Við mættum reyndar gjarnan gera meira af þessu síðast talda ef út í það er farið.
Ef skilgreiningunni í reglugerðinni um akstur í óbyggðum yrði breytt og sett inn skilgreining á slóð, væri það aðeins til þess að þrengja rétt okkar, þetta er mjög vítt eins og það er í dag. Ef hins vegar kæmi til endurskoðun á núverandi reglugerðar og til stæði að setja inn nánari skilgreiningu á slóð, þá yrðum við að koma okkar skilningi vel á framfæri og hafa frumkvæði í gerð slíkrar skilgreiningar.
Kv – Skúli H.
26.02.2004 at 14:30 #489794Sælir félagar! Já þjóðlendufrumvarpið hefur hingað til haft jákvætt orð á sér. Ég var í stjórn Skotvís þegar þessi umræða kom upp fyrst og vorum við fengnir til að vera umsagnaraðilar um málið. Niðurstaðan var sú að við fögnuðum frumvarpinu þar sem það rírði eignarrétt bænda og opnaði fleiri landsvæði sem okkur var frjáls að stunda veiðar á. Þarna var því kominn í fyrsta sinn eitthvert tæki almennings og ríkisins á móti landeigendum. Í frumvarpinu er hvergi, ef mig minnir rétt, einhver takmörkun á umferð eða umgengni. Meira að segja látið að því liggja að nýjasta tækið í verkfærakössum mætti vera öflugar stálklippur.
Bkv. Magnús G
Umhverfisnefnd
26.02.2004 at 14:30 #496376Sælir félagar! Já þjóðlendufrumvarpið hefur hingað til haft jákvætt orð á sér. Ég var í stjórn Skotvís þegar þessi umræða kom upp fyrst og vorum við fengnir til að vera umsagnaraðilar um málið. Niðurstaðan var sú að við fögnuðum frumvarpinu þar sem það rírði eignarrétt bænda og opnaði fleiri landsvæði sem okkur var frjáls að stunda veiðar á. Þarna var því kominn í fyrsta sinn eitthvert tæki almennings og ríkisins á móti landeigendum. Í frumvarpinu er hvergi, ef mig minnir rétt, einhver takmörkun á umferð eða umgengni. Meira að segja látið að því liggja að nýjasta tækið í verkfærakössum mætti vera öflugar stálklippur.
Bkv. Magnús G
Umhverfisnefnd
26.02.2004 at 16:17 #489796Skúli, mér datt svona í hug að líklega myndi ákveðinn einstaklingur svara þessu einhverntíma meðan við sofum, því mér sýnist að viðkomandi sé helst að vafra um á vefnum á þeim tíma sem venjulegt fólk sefur. – En, ég sé að við höfum svipað viðhorf í þessu (eins og venjulega).
26.02.2004 at 16:17 #496378Skúli, mér datt svona í hug að líklega myndi ákveðinn einstaklingur svara þessu einhverntíma meðan við sofum, því mér sýnist að viðkomandi sé helst að vafra um á vefnum á þeim tíma sem venjulegt fólk sefur. – En, ég sé að við höfum svipað viðhorf í þessu (eins og venjulega).
26.02.2004 at 19:11 #496380
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það má kannski bæta aðeins við þetta með það sem félagar okkar í Bretlandi eru að lenda í, enda snýr það að skilgreiningum á slóðum. Þar eru slóðir skilgreindar RUPP (roads used as public paths) og ?Restriced byways?, en umferð vélknúinna farartækja er bönnuð um hina síðarnefndu. Nú liggur semsagt fyrir tillaga um að breyta sem nemur 6000 mílum af RUPP í byway, sem þýðir að akstur verði bannaður. Ég þekki að vísu ekki rökin fyrir þessari tillögu, hef eingöngu séð sjónarmið jeppamanna, en svo virðist sem þetta sé gert til að koma í veg fyrir umhverfisskaða. Jeppaeigendur vilja hins vegar meina að þetta hafi engin áhrif á það sem raunverulega er að valda umhverfisskaða þarna, því það snúi gjarnan að hlutum sem eru hvort eð er ólöglegir, s.s. að menn henda á þessum slóðum bílhræjum af stolnum bílum, eða sé vegna náttúruröskunar vegna landbúnaðar. M.ö.o. það sé verið að hengja bakara fyrir smið.
Það er örugglega ekki hægt að ganga út frá því að sama gildi hér og í Bretlandi, eða sama þróun muni eiga sér stað hér. Til þess er kúltúrinn einfaldlega of ólíkur. Þarna úti ræður borgarsamfélagið mestu og jeppamenn fámennur hópur sem frekar er litinn hornauga. Líklega ekki þekktir fyrir umhverfisverndaráróður eins og þó þekkist hér og sumt sem maður hefur séð til þeirra í blöðum og vefsíðum er eitthvað sem ég vildi ekki sjá íslenska jeppamenn gera. Hins vegar fannst mér svolítið merkilegt að þó þeir séu með skýrt skilgreindar slóðir sem þeim er heimilt að aka og allt skilgreint út í ystu æsar, á núna að taka þennan rétt af þeim nánast með pennastriki.
Ég held að það sé alveg klárt að það lagaumhverfi sem við búum við sé eitt það heppilegasta sem þekkist.
Kv – Skúli
26.02.2004 at 19:11 #489798
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það má kannski bæta aðeins við þetta með það sem félagar okkar í Bretlandi eru að lenda í, enda snýr það að skilgreiningum á slóðum. Þar eru slóðir skilgreindar RUPP (roads used as public paths) og ?Restriced byways?, en umferð vélknúinna farartækja er bönnuð um hina síðarnefndu. Nú liggur semsagt fyrir tillaga um að breyta sem nemur 6000 mílum af RUPP í byway, sem þýðir að akstur verði bannaður. Ég þekki að vísu ekki rökin fyrir þessari tillögu, hef eingöngu séð sjónarmið jeppamanna, en svo virðist sem þetta sé gert til að koma í veg fyrir umhverfisskaða. Jeppaeigendur vilja hins vegar meina að þetta hafi engin áhrif á það sem raunverulega er að valda umhverfisskaða þarna, því það snúi gjarnan að hlutum sem eru hvort eð er ólöglegir, s.s. að menn henda á þessum slóðum bílhræjum af stolnum bílum, eða sé vegna náttúruröskunar vegna landbúnaðar. M.ö.o. það sé verið að hengja bakara fyrir smið.
Það er örugglega ekki hægt að ganga út frá því að sama gildi hér og í Bretlandi, eða sama þróun muni eiga sér stað hér. Til þess er kúltúrinn einfaldlega of ólíkur. Þarna úti ræður borgarsamfélagið mestu og jeppamenn fámennur hópur sem frekar er litinn hornauga. Líklega ekki þekktir fyrir umhverfisverndaráróður eins og þó þekkist hér og sumt sem maður hefur séð til þeirra í blöðum og vefsíðum er eitthvað sem ég vildi ekki sjá íslenska jeppamenn gera. Hins vegar fannst mér svolítið merkilegt að þó þeir séu með skýrt skilgreindar slóðir sem þeim er heimilt að aka og allt skilgreint út í ystu æsar, á núna að taka þennan rétt af þeim nánast með pennastriki.
Ég held að það sé alveg klárt að það lagaumhverfi sem við búum við sé eitt það heppilegasta sem þekkist.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.