Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Þjóðlendur
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.02.2004 at 22:24 #193834
AnonymousÉg var að reyna að hlusta á fréttirnar og blaðra í símann á sama tíma, en hvað. Ég heyrði ávinning að Þjóðlendu vángaveltum, og það ætti að gera Esjuna, Bláfjöll og Hengilsvæðið að Þjóðlendum. Nú læðist að mér illur grunur, er meininginn að bola á brott vélknúnum farartækjum af þessum svæðum. Gamann væri að fá frekari fréttir af þessu ef menn þekkja eitthvað til þessara mála.
Slóðríkur. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.02.2004 at 22:32 #489764
Ég veit ekki til þess að þæð séu nein tengsl milli þjóðlendna og þess hvort notkun vélknúinna ökutækja sé leyfð eða bönnuð. Ef eitthvað er þá er réttarstaða almennings á þjóðlendum betri, þar eru menn þá ekki háðir duttlungum einstakra landeigenda.
-Einar
23.02.2004 at 22:32 #496346Ég veit ekki til þess að þæð séu nein tengsl milli þjóðlendna og þess hvort notkun vélknúinna ökutækja sé leyfð eða bönnuð. Ef eitthvað er þá er réttarstaða almennings á þjóðlendum betri, þar eru menn þá ekki háðir duttlungum einstakra landeigenda.
-Einar
23.02.2004 at 23:05 #496348
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er örugglega rétt, það er náttúrulega verið að gera allt hálendið að þjóðlendum, meðal annars til þess að tryggja almenningi aðgang að því. Við þurfum t.d. í dag að fá leyfi landeigenda til þess að framkvæma ákveðið mission sem ég veit að við þrír höfum allir verið að gæla við … og ekki orð um það meir.
Annars talandi um þetta, þá er athyglisvert að fylgjast með baráttu félaga okkar í Bretlandi fyrir réttinum til að keyra um gamlar og góðar slóðir, það sem þeir kalla "greenlaning". Það er linkur núna á Káravefnum (http://www.mountainfriends.com) sem vísar á hluta af þessari umræðu. Þar er slóðum skipt í flokka og þessi flokkun ræður nokkru um hvort vélknúin ökutæki megi fara þar um. Núna eru stjórnvöld hins vegar að endurskilgreina slóðir og tillagan sem liggur fyrir þýðir að 6.000 km af slóðum lokast fyrir umferð. Þetta þýðir nánast endalok jeppamennskunnar í sjálfu heimalandi Landróversins!!! Þeir ætla hins vegar að flykkjast á jeppunum til Lundúnar núna 19. mars til að mótmæla. Menn eru að gera ráð fyrir að 5.000 jeppar komi fylktu liði til að mótmæla.
Hins vegar eru landeigendur fylgjandi þessum breytingum. Ég ætla ekki að halda því fram að landeigendur hér á landi séu almennt óhliðhollir jeppamönnum og reyni að setja stein í götu okkar, en stundum verður maður samt var við það og það að einn og einn láti þannig gerir það að verkum að það er ekki gott að eiga rétt sinn til að ferðast undir þeim.
Ég segi ekki að það sé nein trygging fyrir okkur að það verði stjórnvöld sem ákveði hvað megi og hvað ekki, það sýnir auðvitað dæmið frá Bretlandi. Það gefur okkur samt möguleika á að vinna í því að hafa áhrif á ákvarðanir, annað hvort með góðum rökum eins og gert hefur verið hingað til og dugað okkur nokkuð vel, eða ef í hart fer að fylla miðbæinn, Austurvöll og Lækjargötu af jeppum eins og Bretarnir.
Kv – Skúli
23.02.2004 at 23:05 #489766
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er örugglega rétt, það er náttúrulega verið að gera allt hálendið að þjóðlendum, meðal annars til þess að tryggja almenningi aðgang að því. Við þurfum t.d. í dag að fá leyfi landeigenda til þess að framkvæma ákveðið mission sem ég veit að við þrír höfum allir verið að gæla við … og ekki orð um það meir.
Annars talandi um þetta, þá er athyglisvert að fylgjast með baráttu félaga okkar í Bretlandi fyrir réttinum til að keyra um gamlar og góðar slóðir, það sem þeir kalla "greenlaning". Það er linkur núna á Káravefnum (http://www.mountainfriends.com) sem vísar á hluta af þessari umræðu. Þar er slóðum skipt í flokka og þessi flokkun ræður nokkru um hvort vélknúin ökutæki megi fara þar um. Núna eru stjórnvöld hins vegar að endurskilgreina slóðir og tillagan sem liggur fyrir þýðir að 6.000 km af slóðum lokast fyrir umferð. Þetta þýðir nánast endalok jeppamennskunnar í sjálfu heimalandi Landróversins!!! Þeir ætla hins vegar að flykkjast á jeppunum til Lundúnar núna 19. mars til að mótmæla. Menn eru að gera ráð fyrir að 5.000 jeppar komi fylktu liði til að mótmæla.
Hins vegar eru landeigendur fylgjandi þessum breytingum. Ég ætla ekki að halda því fram að landeigendur hér á landi séu almennt óhliðhollir jeppamönnum og reyni að setja stein í götu okkar, en stundum verður maður samt var við það og það að einn og einn láti þannig gerir það að verkum að það er ekki gott að eiga rétt sinn til að ferðast undir þeim.
Ég segi ekki að það sé nein trygging fyrir okkur að það verði stjórnvöld sem ákveði hvað megi og hvað ekki, það sýnir auðvitað dæmið frá Bretlandi. Það gefur okkur samt möguleika á að vinna í því að hafa áhrif á ákvarðanir, annað hvort með góðum rökum eins og gert hefur verið hingað til og dugað okkur nokkuð vel, eða ef í hart fer að fylla miðbæinn, Austurvöll og Lækjargötu af jeppum eins og Bretarnir.
Kv – Skúli
23.02.2004 at 23:06 #496350Hefur það nokkuð reynt á það ennþá hvort banna eigi umferð um þessar þjóðlendur eða hvernig þeim málum verði háttað??
Er búið að ganga frá þeim málum nokkurstaðar er þetta ekki allt í málaferlum.Klakinn
23.02.2004 at 23:06 #489768Hefur það nokkuð reynt á það ennþá hvort banna eigi umferð um þessar þjóðlendur eða hvernig þeim málum verði háttað??
Er búið að ganga frá þeim málum nokkurstaðar er þetta ekki allt í málaferlum.Klakinn
24.02.2004 at 07:33 #489770Ég veit ekki hvort það er eitthversstaðar endanlega búið að ganga frá þjóðlendumörkum. En ég þekki enga ástæðu til þess að ætla að það verði aðrar reglur þar heldur en gilda núna t.d. á Spregisandi.
Annars er það þannig að eingarréttur lands hefur miklu minni áhrif á umferðarrétt almennings á Íslandi en t.d. í USA, þar það þykur næstu sjálfsagt mál að lendeigendur skjóti þá sem gerast sekir um "trspassing". Ég þekki ekki hvernig þessu er farið hja bretum and almennt séð þá er margt líkt með lagaumhverfi þjá þessum þjóðum.
-Einar
24.02.2004 at 07:33 #496352Ég veit ekki hvort það er eitthversstaðar endanlega búið að ganga frá þjóðlendumörkum. En ég þekki enga ástæðu til þess að ætla að það verði aðrar reglur þar heldur en gilda núna t.d. á Spregisandi.
Annars er það þannig að eingarréttur lands hefur miklu minni áhrif á umferðarrétt almennings á Íslandi en t.d. í USA, þar það þykur næstu sjálfsagt mál að lendeigendur skjóti þá sem gerast sekir um "trspassing". Ég þekki ekki hvernig þessu er farið hja bretum and almennt séð þá er margt líkt með lagaumhverfi þjá þessum þjóðum.
-Einar
24.02.2004 at 07:40 #489772Til þessa hef ég haft þann skilning, að þjóðlenduconceptið sé okkur frekar í vil en hitt. Þessi eignarhalds idea á hálendinu, þar sem einstöku jarðir er eiga land að afréttum eru að slá eign sinni á fáránlega stór svæði, er held ég stór hættuleg. Einkum ef aukning verður á því að erlendir aðilar eignist jarðir hér, sem er farið að bera nokkuð á. Þeir munu margir farnir að sjá potentialið í því að eignast orkulindir með þessum hætti. Því held ég að af ýmsum ástæðum ættum við ekki að leggja stein í götu þjóðlenduhugmyndarinnar sem slíkrar. Hitt er annað mál, að við þurfum að halda vöku okkar, eins og Skúli bendir á, og gæta þess að tilefnið verði ekki notað af einhverjum populistum til að leggja stein í okkar götu. En ég tek undir með Einari Kjartans að einkaeignarconceptið er okkur miklu hættulegra en þjóðlenduidean.
24.02.2004 at 07:40 #496354Til þessa hef ég haft þann skilning, að þjóðlenduconceptið sé okkur frekar í vil en hitt. Þessi eignarhalds idea á hálendinu, þar sem einstöku jarðir er eiga land að afréttum eru að slá eign sinni á fáránlega stór svæði, er held ég stór hættuleg. Einkum ef aukning verður á því að erlendir aðilar eignist jarðir hér, sem er farið að bera nokkuð á. Þeir munu margir farnir að sjá potentialið í því að eignast orkulindir með þessum hætti. Því held ég að af ýmsum ástæðum ættum við ekki að leggja stein í götu þjóðlenduhugmyndarinnar sem slíkrar. Hitt er annað mál, að við þurfum að halda vöku okkar, eins og Skúli bendir á, og gæta þess að tilefnið verði ekki notað af einhverjum populistum til að leggja stein í okkar götu. En ég tek undir með Einari Kjartans að einkaeignarconceptið er okkur miklu hættulegra en þjóðlenduidean.
24.02.2004 at 09:00 #489774Einu sinni var maður sem skrifaði ?Meðan við erum að nota þetta tungumál á annað borð, þá skulum reyna að halda til haga allri fjölbreytni sem það hefur yfir að ráða.? Þetta þótti mér haganlega skrifað og hraustlega mælt. En svo las ég næsta pistil…
24.02.2004 at 09:00 #496356Einu sinni var maður sem skrifaði ?Meðan við erum að nota þetta tungumál á annað borð, þá skulum reyna að halda til haga allri fjölbreytni sem það hefur yfir að ráða.? Þetta þótti mér haganlega skrifað og hraustlega mælt. En svo las ég næsta pistil…
24.02.2004 at 09:11 #489776………….komst að þeirri niðurstöðu að það væri líklega affarasælla að hafa textann þannig að samtímamenn skildu hann, ekki stíla hann upp á höfund Njálu og hans/hennar samtíðarfólk!
24.02.2004 at 09:11 #496358………….komst að þeirri niðurstöðu að það væri líklega affarasælla að hafa textann þannig að samtímamenn skildu hann, ekki stíla hann upp á höfund Njálu og hans/hennar samtíðarfólk!
24.02.2004 at 09:51 #489778Elskulegi félagi í anda!
Af því að við erum nú báðir í Nesinu, amk. stundum, ættum við ekki að vera að skemmta skrattanum með því að vera að kíta opinberlega um málefni sem ég er svosem viss um að við erum sammála um, þótt ég sé líka viss um að í minni sveit eru menn sem skilja orðið ?lýðskrumari? f. ?popúlisti? eða ?hugmynd? f. ?consept?. En þú hefur auðvitað verið að skrifa fyrir þá þarna fyrir sunnan og það er með öllu skiljanlegt.
Með baráttukveðjum að Hrossatanga frá Hróarsdal,
Þ
24.02.2004 at 09:51 #496360Elskulegi félagi í anda!
Af því að við erum nú báðir í Nesinu, amk. stundum, ættum við ekki að vera að skemmta skrattanum með því að vera að kíta opinberlega um málefni sem ég er svosem viss um að við erum sammála um, þótt ég sé líka viss um að í minni sveit eru menn sem skilja orðið ?lýðskrumari? f. ?popúlisti? eða ?hugmynd? f. ?consept?. En þú hefur auðvitað verið að skrifa fyrir þá þarna fyrir sunnan og það er með öllu skiljanlegt.
Með baráttukveðjum að Hrossatanga frá Hróarsdal,
Þ
24.02.2004 at 11:57 #489780
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
…skrifar: ,,En þú hefur auðvitað verið að skrifa fyrir þá þarna fyrir sunnan og það er með öllu skiljanlegt".
Erum við sunnanmenn þá fífl og ómálga vesalingar að áliti yðar?
ÞETTA er einmitt rétta leiðin til þess að styrkja félagsandann og þjappa okkur jeppamönnnum saman. Óskaplega held ég að tekið verði vel á móti sunnanmönnum í herbúðum yðar,herra Þorvaldur Sigurðsson.
Verið hinsvegar alltaf velkominn á suðurlandið, hér er tekið vel á móti öllum og engum úthýst.
Kveðja,
Toyletti frá Snýtu.E.S. Ég er ekkert súr, aðeins að benda á að ef við ætlum í sandkassaleik er skemmtilegra að það snúist um bílana okkar.
24.02.2004 at 11:57 #496362
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
…skrifar: ,,En þú hefur auðvitað verið að skrifa fyrir þá þarna fyrir sunnan og það er með öllu skiljanlegt".
Erum við sunnanmenn þá fífl og ómálga vesalingar að áliti yðar?
ÞETTA er einmitt rétta leiðin til þess að styrkja félagsandann og þjappa okkur jeppamönnnum saman. Óskaplega held ég að tekið verði vel á móti sunnanmönnum í herbúðum yðar,herra Þorvaldur Sigurðsson.
Verið hinsvegar alltaf velkominn á suðurlandið, hér er tekið vel á móti öllum og engum úthýst.
Kveðja,
Toyletti frá Snýtu.E.S. Ég er ekkert súr, aðeins að benda á að ef við ætlum í sandkassaleik er skemmtilegra að það snúist um bílana okkar.
24.02.2004 at 12:15 #489782Sælir!
Auðvitað var ekki meiningin að níða niður einhverja landshluta! Hafi einhver tekið það sem ég sagði við Þorkel til sín biðst ég afsökunar á því, enda má ekki gleyma því að Njála, sem er best bóka, gerist á Suðurlandi. Bara svo það sé ljóst er ég þeirrar skoðunar að hver landshluti hefur til síns ágætis nokkuð og enginn öðrum fremri svo óumdeilanlegt sé. Hafið það svo ævinlega sem best allsstaðar.
Þ
24.02.2004 at 12:15 #496364Sælir!
Auðvitað var ekki meiningin að níða niður einhverja landshluta! Hafi einhver tekið það sem ég sagði við Þorkel til sín biðst ég afsökunar á því, enda má ekki gleyma því að Njála, sem er best bóka, gerist á Suðurlandi. Bara svo það sé ljóst er ég þeirrar skoðunar að hver landshluti hefur til síns ágætis nokkuð og enginn öðrum fremri svo óumdeilanlegt sé. Hafið það svo ævinlega sem best allsstaðar.
Þ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.