Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þingdarlömál
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Olgeir Engilbertsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.10.2006 at 00:29 #198788
Ég er í miklum hugleiðingum. meðan menn breyta 4ra tonna tröllum á 49 með tilheirandi kostnaðin og jafnvel rörun og látum.
Ef menn skoða þingdarlögmálið, afhverju ekki að sníða sér stakk eftir vexti og finna sér bíl sem er rúmlega helmingi léttari og þarf þá helmingi minni dekk til að ná sama floti. t.d. hefur enginn látið sér detta það í hug að breyta 1400 kílóa bíl á 38 tommu dekk og gefa síðan öllum þungu eiðslusömu hlunkonum langt nef þegar þeir spæna framúr þeim á jökli á ofsahraða.
ef menn myndu t.d. henda rörum (hugsanlega undan hilux)undir bíl eins og Suzuki Grand vitara 2.5 v6 1400 kíló sem hefur ágætis tog og afl miðað við þingd. setja síðan 38 undir og sjá hvað gerist. er enginn sem finst þetta sniðugt? ég hef ferðast á mjög léttum bíl hingaðtil sem menn hafa kallað barnavagninn með saumavélina og hef ekki fundið furir því að drífa mina en díru ofur trukkarnir sem allir eru að tala um. látið nú skoðanir ykkar í ljós og segið mér hversvegna þetta þarf alltaf að vera svona stórt til að virka.
Saumavélahveðjur kristmann Pony -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.10.2006 at 00:39 #564872
Hvað ert þú búinn að skoða mörg myndaalbúm? Ég veit ekki betur en þetta hafi verð gert marg oft! Svo er auðvitað ekkert pláss fyrir bjórinn og græjurnar í svona smábíl.
Kveðja:
Erlingur Harðar
22.10.2006 at 00:40 #564874V6 Grand Vitara er tæp 1700 kg, litli Cherokee með 4.0 vél á 38" er 1700-1800 kg. Vitaran yrði því sennilega þyngri en Cherokee á 38"?
Ég er bara því miður ekki sammála þér í því að það sé enginn á léttum bíl… hvað eru margir Cherokee á 36-38" dekkjum? Þeir skipta ábyggilega tugum og eru einkar sprækir og duglegir. Svo eru það Willys & Wrangler, það er heill hellingur af léttum bílum á stórum dekkjum. Hiluxinn er heldur ekki mikið þyngri en það þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir í húddinu á þeim annars ágætu fisksalabílum til að þeir fari að spræna fram úr 49" Ford. Minn 38" Wrangler er t.d. 1600 kg. Svo komum við að öðru að við sumar aðstæður þá eru stærri bílar einfaldlega að virka betur en ég segi nú ekki við allar aðstæður. Það getur líka verið ofurlítið hentugt að koma fleiru fyrir en hitabrúsa og brauðsneið með hnetusmjöri í bílnum hjá sér (segi ég sem kem því rétt svo fyrir hehe en er það ekki bara þessvegna sem ég segi að það geti verið hentugt… hehehe)Stórusmájeppakveðjur, Kristinn
22.10.2006 at 00:57 #564876þetta er einmitt það sem menn tala um þegar þeir eru að breyta, vantar að haf apláss fyrir þetta og hitt. ég hef farið á fjöll með mönnum á stórum bílum og hefur bíllinn nánast undantekningarlaust verið hálf tómur hjá þeim. ég hef ekki fundið sérstaklega fyrir því að hafa ekki komð mínu fyrir enda raðari að guðsnáð. yfirleitt eru menn tveir í bí á fjöllum og ekkert mál að koma fyrir því sem þarf. en ég tek undir það sem þið segið með cherokeeinn og fleiri bíla en mér finst allt of lítið álit á þesum bílum. menn tala um þessa stóru bíla eins og ekkert annað drífi, en þegar á botninn er hvolft er þetta eingöngu spurning um kóló vs. dekkjastærð vs. afl. sem er oftast af skornum skamti í mörgum af þessu stótu bílum (t.d. patrol á 44") og því stærri sem hlutirnir eru því dírari og bilanagjarnari. ekki satt. gaman væri nú að heyra mótrök frá þeim þyngri og meðrök frá þeim léttai.
léttukallakveðjur :Þ Kristmann pony truck
22.10.2006 at 07:04 #564878Þú ert ekki skoða þetta allt í samhengi! Þú ert bara að tala um að léttari bílar eru betri en þyngri í snjó! Þyngri og stærri bílar eru betri á öllum hinum sviðunum! þ.e. ár, krapi og þægindi svo eitthvað sé nefnt. 44-49" er miklu meira "safe" í ám heldur en t.d. 35" Jimny sem stundum þarf að draga yfir ár eða krapapytti ekki í gangi svo þeir drekki ekki tugi lítra af vatni og kosti eigandann hundruðu þúsunda! Ef allir væru á 35" Jimny væri ekki hægt að ferðast um landið eins og gert er í dag!
kv, Geirinn
22.10.2006 at 08:18 #564880Þetta er sport… og bílar eru trúabrögð, rétt eins og dekk. það er ekki alltaf rökhugsun sem þarf að fylgja máli, þá væri þetta ekkert gaman.
22.10.2006 at 09:12 #564882Þetta snýst að verulegu leiti um smekk (ekki trúarbrögð). Jimny á 35 dekkjum flýtur betur á snjó heldur nær allir 44+ bílarnir sem rúnta um á malbikinu um þessar mundir. En flesta eða alla Súzuki bíla vantar niðurgírun, þeir eru einfaldlega of hátt gíraðir í lægsta gír, jafnvel þót búið sé að setja í þá lægri hlutföll. Mjög léttir bílar sem eru ekki straumlinulagaðir, eins og Suzuki Fox, taka á sig það mikinn vind, að það háir þeim verulega í íslenskum vetrarveðrum. Ef það er mjög stutt á milli hjóla, þá hættir bílum til þess að steypa stömpum, þegar ekið er yfir snjóbreiður, sem eru ekki alveg sléttar.
Þeir bílar sem best hafa reynst til vetrarferða á Íslandi eru bílar sambærilegur við Jeep og Hilux, bílar sem eru með eginþyngd undir 1800 kg, díslevélum og niðurgírun í lægsta gír upp á a.m.k 1/40. Það er til bóta að lengd milli hjóla sé a.m.k 2.5 m (meira er betra) fjöðrun sé mjúk og slaglöng, og a.m.k helmingur af þyngd bílsins hvíli á framhjólunum.
Því miður er orðið lítið framboð af nýjum jeppum uppfylla þessi skilyrði, flestir nýjir bílar eru orðnir mun þyngri, sem stafar af því kröfur um lúxus hafa aukist.
Það er alls ekki algilt að þungir bílar á stórum hjólum séu betri í krapa og ám. Ég hef oftar en einusinni þurft að bíða klukkutímum saman eftir því ferðafélagar mínir kæmust yfir krapa lænur, þar sem ég gat læðst viðstöðulust yfir.-Einar
22.10.2006 at 17:02 #564884Mér finnst hrikalega fyndið að lesa einhverjar svona tölur (x mörg kíló, svona vél, þessi dekk o.s.frv.) Stærri vél kallar á stærri hásingar sem kallar á stærri dekk sem…………… Þá vel ég frekar léttari bíl á minni dekkjum, en stundum komast litlu kvikindin svo bara ekki rassgat. Ég er t.d. mjög hrifin af xj cherokee og hef átt nokkra svoleiðis bíla og oft hafa þeir staðið sig vel, hef líka verið rasskelltur af dísil hilux þó hann sé þyngri og um 100 hrossum fátækari…….. Hver bíll virkar bara vel í sumu og illa í öðru.
Freyr
22.10.2006 at 19:24 #564886
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er fyrst og fremst ökumaðurinn…… ég þekki mann sem er buin að eiga bila allt frá cheroke á 38 og uppí ford á 44" og alltaf virðis hann vera i vandræðum sama hversu velútbunir bilarnir eru…..
með keyrslukveðjum.
í fyrstu var orðið FORD……….
22.10.2006 at 21:24 #564888Fatta reyndar ekki alveg hvað Kristmann er að fara, var einhver annar punktur þarna?
Flestir sem heimsækja þessa síðu hafa sennilega reynslu af misþungum bílum og enn fleiri hafa skoðanir á því hvaða bíll hentar þeim. Ég held að þetta fari hreinlega eftir því hverju fólk sækist eftir, því þó við höfum öll áhuga á jeppamennsku eru forsendurnar svolítið misjafnar á milli manna (og kvenna).
Sumir vilja bara geta sprautað út um allt, vera fyrstir á náttstað og geta farið hærra upp í brekkur en aðrir. Þeir eiga þá líklega létta bíla á sæmilega stórum dekkjum og með ágætis graðhestastóð í húddinu.
Sjálfur er ég meira fyrir ferðamennskuna sem slíka og vill fylla bílinn af fólki og leikföngum þegar ég fer út úr bænum. Þessvegna vildi ég stóran bíl sem er þá óhjákvæmilega þungur. Svo prófa ég mig bara áfram með dekkjastærðina þangað til ég er sáttur.
Ég reyndar lít ekkert endilega á það sem kost að komast upp með að vera á minni dekkjum, en það er kannski bara ég?
Það er varla til sá jeppaáhugamaður eða -kona sem hefur ekki pælt í þessu og komist að einhverskonar niðurstöðu þar sem tekið er tillit til allra þátta.
Rétt eins og við ökum sem betur fer ekki öll á Aygo eða Golf Tdi dagsdaglega, þó að það hljóti að hljóma skynsamlega.
EE.
22.10.2006 at 22:57 #564890Þetta sport er náttúrulega sambland af ferðamennsku og bílaDELLU!!. Sem þýðir að áherslur manna eru mismunandi varðandi drifgetu kraft og fl.. Ég meina þegar þú stillir upp hlið við hlið annarsvegar 49" ford og svo 35" súkku þá sér það hver heilvita maður að hver torfæra er helmingi minni fyrir fordinn þó svo báðir bílstjórar skemmti sér jafn mikið. Svo er vitað mál að sumir bílstjórar komast allann ansk. bara á lagni og þolinmæði.
Niðurstaða mín er sú að maður sníðir sér stakk eftir vexti. EN HVER FER EFTIR ÞVÍ, ÞETTA ER BARA SVO FJANDI GAMANN
23.10.2006 at 10:19 #564892barbý crúserinn þungur þegar hann er kominn á 38???
23.10.2006 at 11:42 #564894Gaman að heyra skoðanir manna og mismunandi áherslur manna á ferðamennsku.
Ég get verið sammála mörgu sem men segja, en hvað krapa og ár varðar þá verð ég að vera sammála eik varðandi krapann og frosnar ár. Oftar en ekki hafa litlu bílarnir getað læðst hlutina án þess að sökva eða að brotni undan þeim á meðan stóru bílarnir þurfa að riðja öllu á undan sér.
En aftur á móti hafa stóru bílarnirn vinninginn þegar kemur að oppnum ám og háum bökkum(vogun vinnur vogun tapar).það að það sé ekki hægt að fá lækkuð hlutföll í súkkur er ein sú mesta della sem ég hef heyrt. Ef menn skoða síður eins og http://www.dgtuning.com
og http://www.calmini.com þá sjá þeir að það er til nánast allt sem hgurinn girnist í þessa bíla og eru þeir jafnframt ódyrir léttir sprækir og drífa mikið. ´
t.d. er súkkan mín með 5.38 hlutföll og undirgíraður á 35" og Gunnar félagi minn á samskonar bíl með lækkuð hlutföll í millikassa sem gefa hrikalega lækkun á lágadrifi.
þó get ég alveg tekið undir það að stóru bílana að þeir fara betur með mann í akstri.Tilgangurinn með þessum pósti er ekki að rakka neinn niður aða setja út á hlutina heldur eingöngu að koma af stað skemmtilegri umræðu um fjallamennsku sem allt of lítið er af.
Ég held að menn geri sér oft ekki grein fyriri hvað hlutirnir kosta tökum sem dæmi maður kaupir sér 5milj. bíl úr umboðinu og láta svo breyta fyriri 2milj.
með öllu tilheyrandi, þessir sömu fara kanski 4-7sinnum á ári í alvöru fjallaferð og eiga bílinn í 2-3ár á þeim tíma fellur bíllinn kanski í verði um 2milj.
og ef menn deila því svo með 12 fjallaferðum þá er niðurstaðan tæplega 170þúsund á túr. þá er eftir dekkjaslit, viðgerðir og viðhald, eldsneitiskostn og margt fleira. Við verðum að athuga að við notum bíana okkar 90-98% á malbiki.ef opnuð yrði bílaleiga sem leigði út fullbreytta fjallabíla í helgarfreðir og helgin kostaði 250-300 þúsund í leigu, þá held ég að menn mundu missa andlitið. en mönnum finnst þetta ekkert tiltökumál ef þeir eiga bílana sjálfir.
þegar búið er að breyta lúxus jeppa á öflug dekk er sá bíll búinn að glata megninu af þeim aksturseiginleikum sem bíllinn hefur í upphafi
og slitnar mun hraðar.
Afhverju ekki að ferðast á léttum ódýrum jeppum með góða drifgetu og eiga svo skemmtilegan lúxusjeppa heima sem konan er sátt við.eins og ég sagði áðan þá er ég ekki að gagnrýna stóru jeppana (þeir eru margir ótrúlega flottir)heldur bara að segja mína skoðun á málum og heyra annara.
Með vonir um mikinn snjó og góðann ferðavetur
Kveðja: kristmann litlujeppakall.
23.10.2006 at 12:01 #564896Kristmann, hvað er heildar niðurgírun hjá þér í lægta gír? Ég vissi að það væri hægt að fá ýmislegt í Súkkur t.d. á calmini.com, það sem ég var að vísa til er að munur á háa og lága drifi í flestum eða öllum súkkum er lítill. Þetta kallar á auka millikassa, eða breytingu á millikassa, sem er mögulegt í sumum súkkum, til þess að fá viðunandi niðurgírun í lægsta gír. En það getur verið erfitt að koma auka millikassa fyrir í stuttum bíl.
Eftir mínum smekk þá hafa bílar sem vega innan við 2.5 tonn, yfirburði yfir þyngri bíla, sem alhliða tæki til að ferðast um íslensk fjöll, þrátt fyrir að hægt sé að finna aðstæður þar sem þyngri bílar komast jafmikið eða meira en léttari bílar.
Dekk sem gefa betra flot heldur en 38", eru diagonal í stað radíal, sem þýðir miklu minni endingu og leiðinlegri akstureiginleika.-Einar
23.10.2006 at 12:08 #564898Það eru svo mörg atriði sem spila inní við val á farartæki og dekkjastærð….
Helstu málin eru held ég hvað menn vilja, langar og geta.
Það eru fjölmargir eins og Kristman sem vilja ferðast á þessum minni og léttari – en persónulega þá er ég búinn með þann pakka, þ.e. að ferðast um á Fox… Það var gaman meðan á því stóð en ég myndi ekki fara til baka þó ég fengi andvirði eins Ford borgað með….
Ferðamennskan hjá mér er fjölskyldusport – Og því erum við oft fimm eða sex í bílnum. Og þá þarf bara stóra bíla – ég er búinn að prófa að ferðast í Pajeró með þennan hóp og þegar lagt er upp í 3 – 5 daga ferð með fimm manna fjölskyldu þá fylgir ýmislegt dót… Og þá ferðst maður ekki á súkku eða Willys…. Og reyndar var Pajero helst til lítill fyrir mig og mína….
Þannig að það er ansi margt annað en drifgeta sem spilar inní. Ég vil geta ferðast með alla fjölskylduna og allan búnað sem þarf til viku jöklaferða og þá duga bara ekki smábílar . . . . Og svo vil ég líka drífa þangað sem mig langar og þá þarf stór hjól….
Þannig að í mínu tilviki þá eru þessi farartæki ekki valkostur nema sem leiktæki – reyndar hef ég oft ætlað að kaupa mér willys með Stórri bensínvél til að leika…. En ég hætti svo við það og fékk mér bara vélsleða með stórri vél (150 hp) til að leika mér þegar ég er einn á ferð.
Svo nota ég minn jeppa ekki innanbæjar – til þess nota ég einmitt VW Golf Tdi.
Benni
23.10.2006 at 12:09 #564900sæll Kristmann
Lentirðu í einhverjum kappræðum við pabba þinn í sunnudagsmatnum í gær um lofthreinsara og gasdempara 😉 Það hefði reyndar verið mjög forvitnilegt að sjá Súkkuna þína í action í Vatnajökulstúrnum í vor og bera hana saman við 100 Crúserinn.
Svo ég leggi nú eitthvað af viti í þessa umræðu þá held ég að þessi standpínukeppni (sem er bytheway bara nokkuð skemmtileg fyrir okkur hina dellukarlana sem fylgjumst með af hliðarlínunni) sé því miður bara ákkúrat það, menn eru líklega ekkert að komast lengra á þessum tröllum nema kannski í miklum krapabreiðum og við háar skarir í ám. Auðvitað getur munað um 44" framyfir 38" í 5% tilfella og sjálfsagt hefur 49" eitthvað fram yfir 44" í 4% tilfella (vantar kannski aðeins meiri reynslu á þessa bíla) en það bara skiptir ekki máli held ég. Þetta er einfaldlega standpínukeppni um kraft, þægindi og BÍLADELLU á háu stigi….. sem er bara allt í lagi Eitthvað verða menn að finna sér til dundurs í þessu snjóleysi !
kv
Agnar
p.s. 90 Cruiserinn vegur ca 2200 kg +/-100 kg á 38" án farþega og ekki fullur af drasli.
23.10.2006 at 12:43 #564902Gaman að menn svari kokhraustir og haldi lífi í spjallinu.
Fyrir menn sem náttúrulega eiga sand af seðlum og vita ekki hvurn fjanann þeir eiga að gera við þá er náttúrulega frábært að finna þeim farveg í ofur trillitækjum sem skreyta hálendi íslands með metersdjúpum aðveituskurðu í snæfiklætt landslagið. Og eins og Agnar segir áfram standpínukepnin.
Oftar en ekki er þó jafnvel mesta vesenið á stærstu bílonum því þegar þeir festa skriðdrekana sína eða detta í krapa þá dugir ekkert minna en duglegt snjómokstursapparat til að ná þesu upp, en það er nú bara gaman og til þess er leikurinn gerður.
Endilega haldið áfram að koma skoðunum ykkar á framfæri og látið allt flakka það er það eina sem heldur manni rólegum á meðan snjórinn er í lágmarki.
kveðja: Kristmann snjótitlingur.
23.10.2006 at 12:54 #564904Benni hefurðu ekki gaman af þessari umræðu hehe algjör snild en allavega erum við sammála þér Benni við eigum 3 börn og þurfum mikið pláss og erum búinn að eiga orginal cruiser,33",35" og 38" ágætir bílar en komast ekki nálægt Ford og þar fyrir utan vorum við búinn að panta en einn nýjan cruiser á 38" með öllu og hann hefði kostað okkur 8,5 millur en við hættum snarlega við það þegar okkur bauðst þessi Ford (sem betur fer) og spöruðum okkur nokkrar millur.Auðvita notum við ekki Fordinn innanbæjar heldur Lexus Gs 450 hybridinn okkar En hefurðu heyrt í Pajero manninum sem notar ekki lengur 44" á fjöllum heldur keyrir yfir Toyotur
Kveðja Sæmi og Hrönn
23.10.2006 at 12:59 #564906P.s við notum líka 170 hestafla skidoo okkar þegar við erum barnlaus að leika okkur bara gaman svo ekki sé nú talað um fjórhjólið okkar sem er líka mjög skemmtilegt
23.10.2006 at 13:04 #564908Varðandi niðurgírun þá er hlutf. í millikassa 3.0/1
en hægt er að fá hlutföll frá dgtuning.com sem eru
4.16/1, 6.1/1 og 8.1/1 sem er kanski dáldið to much.
en félagi minn er með 4.16 og kemur þrusuvel út.svo er hægt að fá í þá arb og lockright læsingar bæði frama og aftan og margt fleira.
frábær síða dgtuning.com og frábært að versla við þá þeir hjálpa manni með tækniupplýsingrar og hvað eina.
23.10.2006 at 14:47 #564910Ég setti minn á vigtina við Hvalfjarðargöngin.
Sat einn í bílnum með fulla tanka (tvo=ca. 170 lítrar) + spil og slatti af útilegudrasli í skottinu.
Svona vóg hann nákvæmlega 2400 kg.En það sem mér fannst skemmtilegast að sjá að þyngdardreifingin var algerlega jöfn, 1200 að framan og 1200 að aftan.
Mér fannst hins vegar samanburðurinn við gamla Hilux DC-inn minn ekki jafn skemmtilegur, hann var rúmlega 1900 einhverntíman þegar ég setti hann á viktina….það útskýrir ýmislegt 😉
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.