Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Þið sem akið á steinolíu ?
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Ari Gunnar Gíslason 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.08.2008 at 16:08 #202747
Hvað segja menn ?? Einhvað að klikka eða er þetta bulletproof ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.08.2008 at 17:34 #626898
Sælir.
Er búinn að keyra pattann svotil eingöngu á steinolíu síðan í febrúar og ekkert klikkað ennþá. Er alveg skítmáttlaus á þessu en það vandamál var reyndar fyrir hendi, svo eyðir hann aðeins meira.
Kveðja Gunnar
06.08.2008 at 18:57 #626900Eru menn þá að aka þessu óblandað eða eru þeir með tvígengisolíu með??
En hvernig er að aka á þessu 50/50 á móti venjulegri olíu???
06.08.2008 at 19:07 #626902
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vissi af einumsem að er á patrol á næstnyjasta boddýinu hann setti 1l af tvígegngisolíu á fullann tank , hann minntist á að bíllinn væri aðeins kraftlausari en annars fínn
06.08.2008 at 19:07 #626904Sá eitt stykki vörubíl um daginn sem hafði verið að keyra á ca 60-70% steinolíu með skemmda vél og áætlaður viðgerðakostnaður var 2. milljónir króna……
06.08.2008 at 19:27 #626906Er eitthvað sem bendir til þess að skemmdirnar megi rekja beint til steinolíunnar??? Vélar geta líka skemmst þó þær fái venjulega dísilolíu.
06.08.2008 at 19:27 #626908Ég keyrði hlilux 2,4 á 80-90% steinolíu og blandaði 1l af tvígengisolíu út í 200l af steinolíuni. Hann varð aflminni en alltilagi til að keyra á veginum. Svo er annar eins hilux sem ég veit um og hann hefur verið keyrður í hálft ár á 50/50 steinolíu og disil og virkar bara fínt.
07.08.2008 at 10:07 #626910Bara koma þessu að flest tæki bílar ofl á flestum flugvöllum heimsins eru keirð eingöngu á steinolíu
07.08.2008 at 13:27 #626912ástæðan fyrir því að patrol og landcruiser voru 24 volt og dísel er einmitt sú að hafa öll tæki hersins sem líkust….(þótt þetta hafi kanski ekki verið hertæki, hvað veit ég) flugvélarnar eru 24volt og nota Jet A-1 sem er ekkert annað en steinolía…..
ég veit að þetta var allavega hönnunar-pælingin.
svo díselbílar og þá sérstaklega eldri bílar þola steinolíuna eins og ekkert sé. betra að henda með smá smur, c.a. hálfan líter til líter í 100 lítra til að hjálpa til við smurningu á dælu og dísum… þarft ekkert að pæla í öðru.
annað gæti gilt um þessa kommonrail og tölvubíla, ég veit voða lítið um það drasl
07.08.2008 at 13:39 #626914Að hertæki hafa verið keyrð á steinolíu en þau hafa ekki öll þolað það og einnig er það ekki hrein steinolía heldur efnabætt til að hægt sé að aka bílvélum á henni, herinn kallar þetta multifuel og þrátt fyrir efnabætingu þá þoldu olíuverkin í hummernum ekki þessa olíu óbreytt þau hrundu í tugavís og varð að setja endurbætt olíuverk í þá sem voru sérbúin til að aka á þessu.
Þannig að þetta er hægt eins og hefur sýnt sig en það er spurning um hve gott þetta er fyrir olíuverkin og spíssana og svo er þetta auðvitað ólöglegt:)
Gísli
07.08.2008 at 14:55 #626916ég er búinn að keyra á steinolíu síðustu mánuði..
ég fékk þá uppskrift að setja 1 líter a 2gengis í 100 lítra en ég sulla alltaf vel af dísel með líka….
ég fynn aðeins mun áa krafti en samt ekkert rosalegt… svo set eg alltaf reglulega bara díselolíu en ég fynn rosalegan mun á buddunni…..
07.08.2008 at 16:32 #626918Hef heyrt þetta með tvígengisolíuna og einnig að fólk setur bara venjulega 10w40 olíu með sirka 3 bil í fullan tank.
Veit um nokkra sem keyra á þessu og allir voða happy. Einn dísel montero, passat, pajero, Renault master o.fl. o.fl. ekkert klikkað svo ég held að maður sé nokkuð góður að taka steinolíuna. Kannski smella smá militec með í tankinn.
07.08.2008 at 19:03 #626920Olíuverkin í 6.5 diesel voru nú bara gölluð. og hrundu þó ekið væri á diesel eingöngu allflest.
Steinolían er algóð með smá 2T olíu.
07.08.2008 at 23:42 #626922Ég veit til þess að ford 7,3 með olíuverki þolir ekki steinolíu og veit einnig um patrol 2,8 sem gekk ekki hægagang á henni, en ég veit líka um fullt af bílum sem keyra príðilega á þessu gutli með smá af 2stroke eða mótorolíu með. En allir eiga þeir það sameiginlegt að eyða um 10% meira og svo kostar líterinn af aukaolíunum eitthvað líka. Og einhverjir eru að blanda 50/50 svo hver er sparnaðurinn þegar upp er staðið.? Það er vitað að flestar gerðir diselvéla eru gerðar fyrir díselolíu og hennar smureiginleika en ekki steinolíu með annari olíu í bland. Hvað er þá verið að stytta líftíman á þessu drasli mikið…?
Kv hamingjusamur diselolíustórneytandi.
Ps það er ekkert ólöglegt við að keyra á steinolíu nema kannski helvítis fýlan af henni
08.08.2008 at 17:04 #626924Í bensíni og dísel eru gjöld sem "eiga" að renna til viðhalds á vegakerfi og svo fljótlega enn eitt gjaldið til að borga mengunarkvótann þökk sé Árna Matt. Þessi gjöld eru ekki í steinolíu og þar með eru menn að svíkjast undan skatti nema að þeir borgi samviskusamlega á einhvern annan hátt fyrir þetta sem að mér vitandi er ekki boðið uppá. Sama gildir um steikingarfeitina, það er ekkert veggjald í henni.
08.08.2008 at 20:16 #626926hvað með þá sem borga bara 10% fjármagnstekjuskatt, engan tekjuskatt og þar með ekkert útsvar til síns sveitarfélags en nota þjónustuna þar, s.s. sorphirðu, skóla etc…
Maður heyrir ekki um neinar handtökur á þessu fólki…
08.08.2008 at 20:45 #626928Enda er það alveg löglegt að ganga þannig frá hnútunum og jafn siðlaust og að nota skattlausa steinolíu, kanski 10% heiðarlegra ef eitthvað er.
08.08.2008 at 21:09 #626930Hitti vegaeftirlitið um daginn fyrir vestan. Vorum að spjalla og spurði m.a út í þetta. Þeir sögðu að svo fremi sem notuð væri eingöngu steinolía væri ekki ólöglegt að aka bílum á því en um leið og settur væri 1 dropi af dísel þá væri málið orðið ólöglegt – því þá væru menn farnir að drýgja díselolíuna! Ástæðan f. því að löglegt væri að aka á 100% steinolíu sagði hann þá að ekki hefði verið saumað fyrir það í lagasamningum.
09.08.2008 at 00:13 #626932Stebbi, eins og Bolli bendir á þá er þetta ekki ólöglegt, ekki frekar en að ríkustu menn landsins láti almúgann borga fyrir sig þjónustu í sínu bæjarfélagi.
Svo má ekki gleyma steypubílunum sem aka hér um þjóðveg 1 í nágrenni höfuðborgarinnar í tuga tali og flestallir á gulum númerum… hversu mikið slíta þeir vegunum? Ég sá einn sem hafði vilst og þurfti að snúa við á gatnamótum og það vældi svoleiðs í öllu draslinu og dekkin öskruðu undan þunganum.. enda var hann fullur af steypu.
En að steinolíunni, hefur einhver prufað hana á pajero 3.2?
09.08.2008 at 16:50 #626934Steinolían er ekki með eins góða smur eiginleika,olían smyr líka að ofanverðu og kælir,það virðist gleymast
Það er bara misjafn eftir vélum hvað þær þola t.d turbínuvélar ganga mun heitari og þurfa frekari kælingu en non turbo
Þetta sést vel ef þú tekur upp 2 eins vélar og notar stein á annari og disel á hinni,notar þær í smá tíma og opnar þá geturu séð muninn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.