Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þetta V.S. hitt
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Haukur Þór Smárason 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.09.2003 at 12:18 #192904
Ég hef tekið eftir því að alltaf hafa komið upp v.s. deilur á milli félaga, t.d. hásingar v.s. klafar, bensín v.s. dísel og Toyota v.s. Nissan. Þessar umræður eru oftast langlífar og lengri en flestar aðrar.
Ég spyr nú bara hvort er betra bensín bíll með klafa (kana beygla) eða dísel bíll með hásingum (japanskur kamikase kaggi) og Toyota eða Nissan.
Nú skulum við bara byrja stríð (ja, ekki höfum við myndaalbúm til að metast með).
Haukur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.09.2003 at 12:22 #476874
Hvert er félagsnúmer þitt Haukur?
25.09.2003 at 12:36 #476876Ég hef ekki gengið í klúbbinn ennþá, ég ætla að láta það bíða þangað til ég fæ mér jeppa. Það er alveg á hreinu að ég ætla að ganga til liðs við ykkur um leið og ég hef fjárfest í jeppa.
P.s. ef einhver varð móðgaður áðan þá biðst ég afsökunar, ég er bara að reyna að koma af stað umræðu um þetta klassíska.
Haukur
25.09.2003 at 12:38 #476878Hvaða máli skiptir hvaða félagsnúmer hann hefur eða hefur ekki ?? Mega ekki allir skrifa hér ??
Kv, Valdi
R-2613
25.09.2003 at 12:44 #476880Þakka þér fyrir Valdimar. Ég hef tekið þátt í vinnuferðum (t.d. rafmagnsgirðingin uppi við Réttartorfu). Mér finnst að allir ættu að geta tekið þátt í spjalli.
Haukur
25.09.2003 at 12:48 #476882Það sem ég ætlaði að segja með vinnuferðinni var að ég hef tekið þátt í starfi klúbbsins og lagt mitt af mörkum, finnst þar af leiðandi að ég ætti að fá að skrifa.
Haukur
25.09.2003 at 14:09 #476884
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alvöru bíll er amerísk vél í boddýi af valfrjálsri gerð, þó helst úr vesturheimi það líka. svo er bara að toppa það með hásingum að framan og aftan og þá er maður kominn með alvöru bíl.
Og hana nú!Kveðja, Andri
25.09.2003 at 14:37 #476886Heyr!
25.09.2003 at 14:55 #476888Sæll Haukur.
Það er ekki skilyrði að eiga jeppa til að vera meðlimur í F4X4! Ef þú hefur áhuga á jeppamennsku þá er það næg ástæða til að gerast meðlimur í jafn skemmtilegum félagsskap og F4X4 er! Það eru allir velkomnir í klúbbinn. Skráðu þig á netinu eða mættu á fimmtudagsfund og þá ertu kominn í sama hóp og við hinir vitleysingarnir…Í sambandi við spurninguna þá er vert að taka tillit til að mismunandi bílar henta mismunandi mönnum! Sumir hafa mikla þolinmæði og öðrum finnst gaman að skipta um vélar…
Kveðja,
Ólafur,
R-2170.
25.09.2003 at 23:55 #476890
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
‘Eg er nú búinn að eiga 2 ameríska 8 cyl og 6 cyl bensín og er á því að þetta eru ekkert slæmir bílar eða jeppar (fyrir aðra) þetta er allavega ekki fyrir minn smekk, jeppi með klafa er eins og jarðýta allavega finnst mér það! ‘Eg er búinn að eiga 3 toyotur og þær hafa reynst mér best og bilað minnst og ég er búinn að eiga nokkur farartæki af ýmsum gerðum og stærðum, svo ég vel dísel toyotu d cap á hásingum hitt er ekki fyrir mig eða minn smekk.
26.09.2003 at 08:41 #476892Ég vissi nú reyndar að ég þyrfti ekki jeppa til að ganga í f4x4, ég fer bara með bróður mínum í ferðir. En þarf ég ekki að vera félagi til að koma á mínum eigin jeppa í ferðir f4x4?
P.s Hversu mörg fyrirtæki veita afslátt til f4x4 meðlima?
Haukur
26.09.2003 at 08:57 #476894VO767 getur þú sagt mér hver munurinn á Sidekick og Vitara er eiginlega. Ég hef verið að skoða þessa bíla og þeir eru allir með eins bílstjóra og farþega hurðir, í sama stærðar flokki og á klöfum. Er einhver grindar eða véla munur? Ég spyr nú bara vegna þess að mig vantar léttan byrjendajeppa og hef verið að velta þessu fyrir mér.
Haukur
26.09.2003 at 10:55 #476896Sæll HÞS,
Munurinn liggur í því hvar bíllinn er markaðssettur. Í USA og Canada (þaðan sem minn er) heitir hann Sidekick. Í Evrópu heitir hann Vitara.
Sá bíll sem heitir í Evrópu Grand Vitara virðist heita Vitara í USA. Í raun er þetta sami bíllinn. Þetta er alveg eins og munurinn á Montero og Pajero.Kv, Valdi
26.09.2003 at 11:03 #476898Jæja, þetta eru nú upp til hópa svo mikil prúðmenni í 4×4. Ekki er ég sérfræðingur í Suzuki annð en vita að þetta eru góðir bílar, bila lítið og eyða litlu. Ég hélt í fávisku minni að Sidekick væri Ameríkutýpan (sem líka þekkist sem GEO Tracker og þá kenndur við General Motors) en Vitara í öðrum heimshlutum. Líkt og Pajero heitir Montero í spænskumælandi löndum, en af ástæðum, sem ég ætla ekki að tíunda hér! Menn leiðrétta mig ef þetta er rangt. En ég var búinn að eiga lengi Toyota Double Cab (ekki cap, það er allt annar hlutur, Cab er stytting á Cabin (klefi, skýli)) og mikið rétt, þetta eru ágætis bílar, en að þeir bili eitthvað minna en aðrir hrísgrjónabrennarar, það fellst ég ekki á. Ég er búinn að aka nokkur hundruð þús. km á þremur Mitsubishi Pajero og þeir hafa ekki bilað neitt, greyin. En ég hef svo sem ekki breytt þeim neitt. Alltaf sé ég nú samt gamla, góða Broncoinn í rósrauðum bjarma!
kv.
ólsarinn.
26.09.2003 at 11:16 #476900Þakka þér fyrir VO767. ég var farinn að halda að munurinn á Sidekick og Vitara væri svipaður og munurinn á Hilux og Hilux SR5. Veistu hvort maður getur fengið Sidekick/Vitara með díselvél eða hvort þetta eru bara bensín jepplingar?
P.s. Það er náttúrulega ekki hægt að vera á litlum sparnaðarbíl og að vera svo með bensínvél.
Haukur
26.09.2003 at 11:24 #476902Það er hægt að fá þessa bíla með dieselvél en ég veit ekki hvenær það var fyrst hægt.
Munurinn sem þú talar um á Hilux og Hilux SR5 er svipaður munur og á Vitara/Sidekick JX og JLX. JLX er betur búinn með rafmagni í rúðum og aðeins flottari innréttingu.
Kv, Valdi
26.09.2003 at 13:51 #476904
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sidkick kemur á lægri hlutföllum en vitaran.
það er hægt að fá vitara 2.0 diesel en þeir eru frekar sjaldséðir. veit um einn á bílasölu á smiðjuvegi. mig minnir að diesel bílinn hafi komið 96 eða 97.
26.09.2003 at 17:02 #476906Það er líklega rétt þetta með hlutföllin. Minn (Sidekick)kom á 5:38 en ég hef séð á partasölum að 5:13 er algengt og er það væntanlega úr Vitörunum. Ég er hinsvegar á 5:83 núna og er það lægstu hlutföll sem fást í Súkkuna. Hinsvegar held ég að sjálfskipti bíllinn komi á 4:88.
Kv, Valdi
26.09.2003 at 17:04 #476908Munurinn á Vitara og Sidekick er sá að Sidekickinn var fluttur inn frá USA, þ.e. framhjá umboðinu. Sidekickinn er með aðeins öðruvísi búnaði, m.a. aircondition ofl. Það voru nokkrir Sidekick fluttir inn á stuttu tímabili en það var skrúfað fyrir þetta þegar innflytjendurnir fengu á sig dóma fyrir falsaðar innflutningsskýrslur og fl.
Það er til eldri þráður hér á spjallinu þar sem þetta var rætt frekar.
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=559
Kv, ÓAG.
R-2170.
27.09.2003 at 00:17 #476910Sælir félagar.Aðal munurinn sem fældi mig frá Sidekick er að hann er bara skráður fyrir fjóra með bílstjóra en Vitaran fyrir fimm.Kveðja.Geiri.
27.09.2003 at 13:00 #476912
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er ekkert algilt að sidekick komi með air condition. allaveganna er minn ekki með svoleiðis. ég veit að sumir sem hafa verið á vitötum hafa tekið hlutföll úr sidekick.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.