This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
það kemur að því að mönnum blöskarar of mikið…og núna var það ég. Ég var að skoða morgunblaðið, og þar sé ég toyota landcruiser vx, diesel turbo. bíllinn keyrður 260.000km, ásett verð var 2.790.000kr. Málið er að bíllinn er árgerð 1996. sem gerir hann 8 ára á þessu ári!!! hvaða helvítis rugl er þetta eiginlega? bíllinn var meira að segja alveg óbreyttur. enginn heilvita maður fer að kaupa svona bíl á þessu verði. jafnvel þótt hann myndi kosta 2.000.000 sléttar!!! Það er alveg örugglega orðið heilmikið slit í hinum ýmsu hlutum í þessum bíl.
Svona til samanburðar rakst á á annan bíl á sömu blaðsíðu. og það var 2003 toyota hilux double cab. diesel turbo. keyrður rétt um 20.000 km. á hann voru settar 2.800.000kr.
Hvernig stendur á því að menn geta leyft sér að halda að þeir fái þennan pening fyrir þessa helvítis slyddu og forstjórabíla??? og það þetta gamla. Einnig hef ég rekist á 88 árg af landcruiser, keyrðan 360.000km á 850 þúskr. Sá bíll var reyndar auglýstur hér á vefnum. Eigandinn sagði að þetta væri bíll í góðu lagi. Hvaða heilvita maður fer að trúa því??? Þessir bílar eru yfirleitt að ryðga í sundur, þegar búið er að keyra þetta 360.000km eru hurðirnar að detta af hjörunum, svampurinn í sætunum horfinn ég veit ekki hvert, innréttingin að detta í sundur, mótorinn hljómar eins og gamall volvo strætó. gangurinn er enginn, skröltir í öllu, og menn segja „já hann er nú bara rétt tilkeyrður greyið“.
Athugið að ég er ekki að reyna að æsa neinn upp(sem gæti þó gerst) heldur er ég einungis að láta mínar skoðanir í ljós.
Arnþór.
You must be logged in to reply to this topic.