Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Theodór
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Guðmundsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.03.2008 at 08:51 #202090
Hvað er orðið um myndirnar af jeppaferlinu af Land Cruiser hjá Tedda? Maður er eiginlega kominn með fráhvarfseinkenni það er svo langt síðan að það kom update. Svo er eins og albúmið sé orðið tómt, engar myndir þar inni lengur.
Kv Hjalti
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2008 at 09:29 #617356
að fá nú af þessu bulli hérna og er farinn að spila gólf á fullu
skari (sem er reyndar líka búinn að fá sig ………..)
12.03.2008 at 11:03 #617358Sæll vertu Hjalti. Ég tók aðeins til í myndaalbúminu og henti nokkrum myndum. Líklega hef ég hent aðeins of mörgum. Ég er búinn að stimpla dagsetninguna "10 – 12 október 2008" á ennið á mér. Ætla að verða klár með bílinn fyrir þessa sýningu þó svo að ég verði að ráða hóp að mönnum í vinnu. Langar ef leyfi fæst hjá 4×4 að fá að sýna drusluna þar.
Gólf er eitthvað sem Óskar ætlar að leggja fyrir sig en ég held mig í skúrabröltinu.
Kveðja, Theodór.
12.03.2008 at 11:42 #617360Ég tel mínúturnar fram að næstu myndaseríu, meiriháttar flott verkefni þarna á ferð.
Kv. Hjalti
12.03.2008 at 15:55 #617362Sæll Teodór, getur þú sagt mér hvar þú fékkst loftristarnar sem eru á húddinu hjá þér. Ég ætla að reyna að fara að gera eitthvað í mínum bíl og langar í svona ristar á hann
Kv Beggi
12.03.2008 at 15:59 #617364Bílabúð Benna seldi þetta. Þetta kom held ég af Pontiac. Svo er ég líka með tvær af Patrol sem ég keypti hjá Ingvari Helgasyni.
Kveðja, Theodor.
12.03.2008 at 16:09 #617366Það er svo óþolandi þegar fólk eins og þú er að troða svona óskapnaði uppá okkur saklausa JEPPA eigendur.
Mér finnst að þú eigir bara að hafa þetta fyrir sjálfann þig.
og hananú
Gísli þór
ps þú ættir kannski að taka upp Gólf !!
12.03.2008 at 16:12 #617368Sorry.
Ég hélt í einfeldni minni að menn hér hefðu gaman af því að skoða svona framkvæmdir.
Passa mig að setja ekki inn myndir.
Kveðja, Theodór.
12.03.2008 at 16:18 #617370Vona að næstsíðast færsla hafi verið djók.
Finnst þetta vera gott framtak hjá Theodóri að sýna okkur sínar breytingar…..
12.03.2008 at 19:59 #617372ég tékka á þessu hjá Benna
Kv Beggi
13.03.2008 at 13:45 #617374Hugsa nu ad tessi Gisli hafi verid ad reyna vera kaldhædinn, en tvi midur virkar tad ekki alltaf a spjalltradum.
Hef fylgst med tessu breytingaferli herna og gledst alltaf ogurlega tegar eg se ad fleirri myndir hafa verid settar inn. Endilega halda tvi afram.
13.03.2008 at 13:57 #617376Haltu þessu endilega áfram gaman að fylgjast með.
13.03.2008 at 16:11 #617378þetta með þá Tedda og Gísla: Gísli hann er nú ekki þektur fyrir að vera neitt að grínast og er öllu venjulega eins og uppmáluð dramadrottning í bleikt pils með palletum, Teddi hefur aldrei haft húmor fyrir gríni almennt og ég bara skil ekki hvernig þeir geta litið í augun á hvor öðrum án þess að það neist á milli.
13.03.2008 at 16:42 #617380Hvaða svarta efni er þetta sem þú settir á gólfin?
13.03.2008 at 21:33 #617382Hrikalega flottur bíll, ég ber mikla virðingu fyrir mönnum sem þora og TÍMA að kaupa sér bbc í bílinn sinn. Flott project, eina sem ég myndi vilja sjá öðruvísi er að þegar hjólabilið er aukið
á þessum bílum, sem ekki er vanþörf á, verða afturhurðirnar mjög svo asnalegar og myndi ég því vilja sjá völund eins og Theodór breyta afturhurðum eins og þær myndu líta út á bíl með þessu hjólabili eins og það væri upprunalegt.
13.03.2008 at 21:45 #617384hef haft mjög gaman að fylgjast með þessu verkefni og vona að við fáum myndir og tækni upplýsingar áfram þó að ég
hafi sagt að mig langi til að sjá annan frá gang á aftur hurðum
þegar hjólhaf er aukið jafn mikið og raun ber vitni
13.03.2008 at 23:32 #617386"og myndi ég því vilja sjá völund eins og Theodór breyta afturhurðum"
Þetta hefðir þú ekki átt að segja, þetta verður til þess að núna sagar teddi dolluna í tvent og breytir öllu aftur sem þýðir önnur 10 ár inn í bílskúr.
14.03.2008 at 08:23 #617388er þessi maður til?
hefur einhver séð þennan bíl?
og ef hann er til hversvegna hefur maður ekki séð myndir af honum á fjöllum á þessum svokallaða jeppa. er þetta ekki bara einhver bitur toyotu kall að reyna að upp hefja þessar toyotur?
hann hefur örugglega lent í ferð með patrolman og það þarf ekki að spyrja hvað gerðist þar teddi hefur farið heim með allt niðrum sig og ákveðið að loka sig inni í skúr fram á næstu öld.skari (sem bara keyrir og keyrir vandræða laust)
14.03.2008 at 08:38 #617390mikið skelfilega er gaman að smá myndir af þessari breytingu.
þetta stefnir í að verða einn sá alflottasti.
frábært framtak.
14.03.2008 at 10:50 #617392talið er að bíllin og maðurinn séu þjóðsaga.Þó var ég eitt sinn í vinnuferð í setrinu fyrir nokkrum árum þar var mér boðið að sitja í svona gömlum cruser,síðar var mér sagt af eldri og reyndari jeppamönnum að þetta hefði verið þetta umtalaða tvíeyki þó svo eð enginn hafi séð það með eiginn augum ef þetta er satt að ég hafi hitt þarna á þjóðsagnapersónu og fákinn hans þá vona ég heitt og innilega að þessi forynja frá fornöldum verði aldrei slept lausri og f4x4 sjái hættuna sem af henni stafar og ráði til sín særingamann og æðstagoða til að kveða þessa skaðræðisskepnu í kútinn……
kv Frosti sem sá ljósið og fékk sér PATROL
14.03.2008 at 14:01 #617394Þetta er ekkert smá flottur bíll hjá þér.ber mikla virðingu fyrir þér og bílnum þínum ég væri ekkert á móti því að sjá hann á fjöllum og sýningum;)
Ég er mikið að taka eftir þessu Jeppaferli hjá þér 😉
Flottur,glæsilegur og mjög öflugur Jeppi hjá þér enda er þetta Land Cruiser 😉 ;P
Haldu honum flottum 😉 þetta á eftir að verða minnanlegur jeppi í framtíðinni 😉
Líka flottur Litur sem þú valdir 😉 Ég vissi ekki að þú vissir hvaða lit er uppáhaldsliturinn minn 😉 á mjög mikið við hann ;).Innréttinginn er ekkert svo sú versta hjá þér líka ;).
Komdu endilega með fleiri myndir af jeppanum 😉Kv Smári K
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.