Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þarf að skoða hlut jeppa í slysum?
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 22 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2002 at 08:38 #191284
Af Vísi.is:
Þarf að skoða hlut jeppa í slysum
Til umræðu er hjá Umferðarráði að athuga sérstaklega hlut jeppa í umferðarslysum. Að sögn Arnar Þ. Þorvarðarsonar, deildarsérfræðings hjá Umferðaráði, hefur, fram að þessu, ekki verið skoðað sérstaklega hvort breyttir eða upphækkaðir bílar lendi fremur í umferðarslysum en aðrir bílar.
,,Við höfum heyrt um þau atvik þar sem jeppar lenda í slysum og fylgst með þeirri umræðu,“ segir Örn. Ljóst sé, að ef bíll er óstöðugur vegna dekkjastærðar þurfi ökumaður að hafa alla einbeitingu við aksturinn til þess að stjórna bílnum. ,,Það er ómögulegt að segja hvort breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni en aðrir bílar. Það þarf þó að skoða með því að gera úttekt á slysum þar sem jeppar eiga í hlut.“ Ekki hafi verið ákveðið hvenær úttektin fari fram. Örn sagðist þó eiga von á að það yrði á þessu ári.Hvað segja menn – eru jeppar að valda meiri skaða en aðrir bílar?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.01.2002 at 10:12 #458502
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Maður heyrir oft fullyrðingar þess efnis að breyttir jeppar séu hættulegri en aðrir bílar í umferðinni og valdi fleiri slysum. Ég held að það sé fínt að það verði gerð úttekt á þessu og ég er ekkert viss um að útkoman verði sú að breyttir jeppar valdi fleiri slysum, þó það megi vera rétt að það þurfi að halda betri einbeitingu við að keyra þá. Mín tilfinning er sú að þeir sem aka á breyttum jeppum aka einfaldlega í samræmi við eiginleika þeirra, þetta eru engar spíttkerrur og þú keyrir þetta ekki eins og einhvern sportbíl og flestir eru sér vel meðvitaðir um það. Ég er því ekkert viss um að slysatíðnin sé hærri en hjá öðrum bílum.
Það væri líka áhugavert að skoða þetta út frá fleiri bílaflokkum, t.d. þessum litlu GT tíkum sem maður sér stundum þjóta framhjá.Kv – Skúli
23.01.2002 at 10:35 #458504
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svona úttekt gæti reynst hættuleg fyrir jeppamenn þar sem álit umferðarráðs hlítur að vega þungt við laga- og reglugerðarsetningar um umferðarmál (ekki þarf nema eina reglugerð til að stór hluti jeppaflotanns verði kyrrsettur, um tíma að minnsta kosti).
En hvað er það sem umferðarráð ætlar að rannsaka? Er það búnaður breyttra jeppa sem veldur umferðarslysum (brotnir stýrisarmar, felgur eða annar búnaður sem átt hefur verið við)? Eru það breyttir aksturseiginleikar sem valda slysum og þá hvernig (það er ekki nóg að segja ?Ljóst sé, að ef bíll er óstöðugur vegna dekkjastærðar…?)? Eru það kannski bílstjórar breyttra jeppa sem eru hættulegir en ekki bílarnir sjálfir?
Ég held að ef umferðarráð myndi rannsaka samhengið milli umferðarslysa og hækkandi hö/kg kæmu jepparnir mun betur út en litlu kraftmiklu sport/fólksbílarnir, en það er líklegast ekki á döfinni hjá þeim. Fylgjumst vel með þessu því hrein tölfræði gæti komið illa út fyrir jeppamenn.
Með kveðju
Daníel Gíslason
23.01.2002 at 23:49 #458506Það má gjarnan lesa á milli línanna þegar breyttur jeppi lendir í umferðaróhappi að það sé eins líklegt að þar sé ástæðuna að finna fyrir óhappinu.
En jeppi er sannarlega orðinn breyttur eftir að einhverjum tommum er bætt við dekkjastærð. Löngu áður en hann er kominn á 38". Varla er afhentur jeppi úr umboði án þess að eitthvað sé búið að fitla við hann sem flokka mætti undir breytingar.
Nýlega voru birtar sölutölur bíla ársinsis 2001 og miðað við þann fjölda jeppa sem þar var, í hlutfalli við fólksbíla væri óeðlilegt ef þeir ættu ekki öðruhverju aðild að óhöppum.
Því finns mér að við ættum að taka þannig athugun fagnandi, svo framarlega sem hún væri fagmannlega unnin, til að leiðrétta þennan misskilning að breyttir jeppar séu hættulegri en önnur farartæki.Keyrið varlega.
Ebbi.
24.01.2002 at 00:31 #458508Sælir.
Ætli þessi könnun stafi ekki af því að í sumum af þessum slysum þá lenda fólksbílarnir yfirleitt illa út úr því að lenda á breyttum jeppum. Fólk í fólksbílunum slasast verr EN ef það lendir á fólksbíl. Þeir taka kannski frekar eftir þessu ef um stóran bíl er að ræða sem lent hefur á litlum eða öfugt. Og þess vegna hafi þeim dottið í hug þessi könnun.
ice
24.01.2002 at 05:04 #458510Það er vandamal að i umferðinni er blandað saman olikum
ökutækjum. Ef misþung ökutæki rekast saman fara farþegar i
lettara tækinu yfirleitt verr ut ur arekstrinum.Sviðað gildir þegar mishair bilar rekast saman eins
og þegar smabill ekur aftan a vörubil.Breytingar a jeppum hafa ahrif a aksturseiginleika,
yfirleitt til hins verra.
Hversu mikil, fer mikið eftir þvi hvernig staðið er að
malum.Það yrði ekki einfalt að greina a milli þessara þatta i
svona könnun. Það er skoðun að ef vel er að breytingum
staðið þa vegi siðast atriðið ekki þunkt i samanburði við
aðra þætti eins og t.d. færni og reynslu ökumanns.Annar hef eg grun um að sjalfvirkar driflæsingar eins hafa
verið staðalbunaður i mörgum jeppum, komi við sögu i
mörgum slysum, serstaklega utafkeyrslum og veltum.
Slikir bilar eru varsamir ef þeir eru keyrðir i aftturdrifi
i halku.
24.01.2002 at 12:39 #458512
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Megin atriði í svona könnun er að það sé rétt staðið að henni og ætti tækninefnd 4×4 að beita sér í málinu,það er örugt að lítill fólksbíll sem lendir á jeppa sem er 1m upp í stuðara eða sils,fer mjög illa,en það þarf hinsvegar að koma fram hver veldur slysinu o.s.fr.í sambandi við stöðugleika og aksturseiginleika breytra bíla eru engar tölur til eða upplýsingar til samnburðar við óbreytabíla.
Aðal málið í svona könnun held ég að forsendurnar séu réttar í upphafi.það er staðreind að verstu slysin eru þegar bíll sveigir á öfugan vegarhelming og beint framan á hinn og vissulega fer hann ver ef það er upphækkaður jeppi sem hann lendir framaná, en hvað á að gera banna upphækkaða jepp,vörubíla,fluttningabíla,rútur,bíla sem eru yfir 2t.
en ef forsendur í byrjun eru ekki réttar verður niðurstaða vittlaus. Kv Ingvar
24.01.2002 at 19:07 #458514Það að fullyrða að breyting á jeppa leiði í öllum tilfellum af sér verri aksturseiginleika er ekkert annað en fordómar sem byggjast á vanþekkingu. Ef breyting á jeppa er vel útfærð, getur hún þvert á móti gert bílnum gott frá því sem var í upphafi.
Í þessu efni langar mig að nefna "33 og "38 breytingu á LC 90. Það vill svo til að það hafa verið gerð veltupróf á þessari gerð jeppa og "33 breyttur bíll hefur 2 gráðum hærri veltustuðul en original bíll (þ.e. er stöðugri eftir breytinguna) og "38 breyttur bíll hefur sama veltustuðul og original bíll. Breiddaraukning bílanna vegur semsagt að fullu (og gott betur á "33 bílnum) upp þá hækkun sem verður á þyngdarpunkti bílanna við breytinguna. Þá eru held ég allir sammála um að færsla á afturhásingu á þessari gerð bíla (eins og framkvæmd er við "38 breytingu) leiðir af sér mun skemmtilegri fjöðrun, þ.e. bíllin "jafnfjaðrar" í stað þess að steypa stömpum í miklum ójöfnum.
Annars er ég alveg sammála því að það skortir miklu meiri rannsóknir á aksturshæfni og getu þessara bíla til að menn geti byggt umræðuna á málefnanlegum rökum.
Driflás á LC-90 er ekki hægt að setja á nema að bíllinn sé í fjórhjóladrifinu, en mér er ekki kunnugt um aðra bíla.
Vona annars að þessi umræða verði á málefnanlegum nótum og án upphrópana eða fordóma.
Með ferðakveðju,
Björn Þorri.
25.01.2002 at 08:54 #458516
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir,
Fjallasport gerði samskonar "hallapróf" á þeim bílum sem þeir breyta, ég man nú ekki tölurnar eða allar gerðir af bílum sem þeir prófuðu. En sammerkt var með þeim öllum að þeir þoldu amk jafn mikin hliðarhalla breyttir og óbreyttir.
Ég man að Nissan DoubleCab þoldi amk 2° meiri hliðarhalla 33" og 35" en orginal bíll jafnvel þó þeir væru með húsið á pallinum en orginal bíllinn ekki. (Ég man eftir þessu þar sem ég lagði til 35" bílinn)
Einu sinni átti ég LC90 Cruser sem ég keyrði bæði óbreyttann og 33"/35" breyttan og ég er sammála BÞV um aksturseiginleikana, mér fannst hann betri og skemmtilegri í vega akstri breyttur en óbreyttur!
Svo breyting upp í 35" ef hún er faglega og vel útfærð er jafnvel til bóta.
En þegar dekkin verða stærri 36" – 44" eru það gæði þeirra sjálfra sem draga aftur úr aksturseiginleikum jeppanna ekki endilega breytingin á bílnum sjálfum. Þeir þurfa þó ekki að verða verri en orginal! Eftir minni reynslu eru aksturseiginleikar ALVÖRU jeppa, ekki jepplinga eða fólksbílajeppa, bestir á 33/35".
Svo það verður gaman að sjá hvernig bílarnir haga sér á nýju ArticTruck dekkjunum ef þau halda það sem Toyota lofar.Meiri snjó takk!
Siggi_FP.S. Varðandi driflásin á LC90, ef ekkert hefur verið átt við hann er ekki hægt að setja hann á nema í lága drifinu
SF
25.01.2002 at 09:18 #458518
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að menn ættu að fara varlega í það að heimfæra hallapróf gert með lyftara (bíllinn festur við lyftar, honum lyft varlega þangað til hann veltur og hallinn mældur) á aksturseiginleika.
Það er ekki langt síðan umræða var hér á síðunni um einmitt þessi mál og þar skrifaði Freyr Jónsson frá Arctic Trucks þetta: "Við höfum ekki haft leiðir til að mæla aksturseiginleika."
Með kveðju
Daníel Gíslason
25.01.2002 at 10:07 #458520Sæll Danman.
Ég fæ ekki séð að það skipti nokkru máli hvort svona hallapróf er gert með lyftara, krana, talíu eða einhverju öðru. Það sem uppúr stendur er að í svona prófi þoldu bílarnir jafnmikinn eða meiri halla en óbreyttir bílar. Það hlýtur að mínu viti að skipta máli hvort bíll er valtari/stöðugri eftir breytingu, en vissulega er það ekki bara það sem ræður aksturseiginleikum bílsins.
Mér finndist fengur í því ef þú eða aðrir sem vit hafa á, gætu upplýst menn um leiðir til að mæla á vísindalegan hátt getu bílanna (aksturseiginleika) fyrir og eftir breytingu. Mér finnst að við eigum ekki að gera lítið úr þeirri viðleitni manna að rannsaka tiltekna þætti (eins og stöðugleika), því við höfum öll hagsmuni af því að fá sem flest próf og athuganir á þessum málum til þess að raða saman í heildarniðurstöðu (ef hún fæst nokkurntíman).
Margir Breytingaaðilar hafa velt fyrir sér leiðum til að kanna þetta heildstætt. Hins vegar eru ýmsar leiðir mjög dýrar (t.d. ef fórna þarf bílum í þágu rannsóknanna), þannig að allar vel ígrundaðar ábendingar um leiðir eru vel þegnar og ég veit að ekki skortir viljann hjá þessum aðilum.
Með ferðakveðju,
BÞV
25.01.2002 at 11:55 #458522
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég verð nú að viðurkenna að ég veit ekki kvernig framleiðendur standa að svona prófum eða hvaða staðlar eru í gangi,en svona veltupróf með lyftara hlítur að gefa ákveðnar upplýsingar og svo líka ELGS prófið sænsak en þar þarf að fórna bíl ef hann stenst ekki prófið.Kv Ingvar
25.01.2002 at 12:33 #458524
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll BÞV,
Það er rétt að það getur ekki skipt máli hvort prófið er gert með lyftara, talíu eða bara tjakk. Það sem skiptir máli er, að prófið er kyrrstöðu-próf og segir ekki til um hvernig bíllinn hagar sér á ferð. Svona próf er auðvitað hluti af þeirri viðleitni að skilja og útskýra fyrir öðrum (eins og þeim sem eru á móti breytingum og þar eru víst fleiri en færri um) breytingarnar.
Með kveðju
Daníel Gíslasonps. Ég er byrjaður að kynna mér hegðun bifreiða, sem og áhrif breytinga og kem ekki til með að liggja á þeim upplýsingum þegar þar að kemur.
25.01.2002 at 12:40 #458526
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að menn eigi ekki að óttast rannsóknir á þessum hlutum, aukin þekking hlýtur alltaf að vera til hins betra. Það þarf hins vegar auðvitað að tryggja að rannsóknirnar séu vandaðar og allar forsendur réttar. Eins skilgreina hvað er breyttur bíll og hvað ekki, hlýtur að vera hæpið að taka það sem breytingu þó bílinn sé kominn á einhverja örlitla yfirstærð á dekkjum án þess að hreyft sé við öðru. Allavega ljóst að tækninefndin ætti að vera með puttana í þessu, enda hún oft unnið frábært starf.
Að mínu viti þarf bæði að skoða eða mæla akstureiginleika, sé það hægt með einhverjum hætti, og líka hlutfallslegan fjölda slysa sem breyttir bílar lenda í miðað við aðra bíla. Það er ekkert sjálfgefið að þó t.d. rásfesta minnki við stærri dekk og upphækkun, að það leiði til aukinnar tíðni slysa, þó svo margir telji svo vera. Því er t.d. haldið fram (með réttu eða röngu) að bílar á nelgdum dekkjum lendi ekki í fleiri árekstrum en bílar án nagla þar sem menn keyri öðruvísu í hálku án nagla. Persónulega keyri ég minn fjallabíl talsvert öðruvísi en fólksbíla, er t.d. meðvitaðri um stöðvunarvegalengd þar sem ég veit að hún er lengri en á sama hraða á fólksbíl. Þegar stuðarinn er í gluggahæð á Daihatsunum fyrir framan skiptir þetta enn meira máli en annars. Ég leyfi mér því að efast um að ég sé hættulegri í umferðinni á jeppanum en öðrum bílum!
Þegar upp er staðið er það sem skiptir bæði okkur og aðra máli, hvort marktækur munur sé á fjölda og alvarleika slysa sem breyttir bílar lenda í vs. óbreyttir. Ef það svo ER marktækur munur, þá er hægt að fara að spá í hvernig megi draga úr hættunni og þá með einhverjum skynsamlegri leiðum en að banna breytingar (hugsanlega með microskurði dekkja, frekar en að banna það!).
Kv – Skúli
25.01.2002 at 13:54 #458528Ég hef grun um að talsverðan fjölda slysa, sérstaklega
útafkeyrslna, megi rekja til þess að ekið er í hálku í
afturdrifi eingöngu, á bíl með sjálfvirka driflæsingu. Ég held að
þetta gildi bæði um diskalæsingar (stundum kallaðar tregðu-
læsingar) og 100% læsingar eins og No-spin og LockRight.Margir, kannske, flestir nýjir jeppar sem eru fluttir hér
inn, eru annaðhvort með handvirkri 100% læsingu eða
diskalæsingum. Flestar Toyotur og Pajero ’91 og yngri
eru með handvirkum læsingum.Það mætti prófa þessa tilgátu með því að bera saman
tíðni hálkuslysa hjá bílum með og án sjálfvirkra læsinga, t.d.
Pajeoro ??-90 (sjálfvirk) og Pajero 91- (handvrik)
eða Trooper 98- (sjálfvirk) og LC90 (handvirk).Ef þessi tilgáta reynist rétt, þá getur verið að það sé
ranglega verið kenna breytingum, um slys sem þar sem
röng notkun sjálfvirkra læsinga er meðal orsakaþátta.
25.01.2002 at 17:04 #458530Einu sinni las ég að SAAB verksmiðjurnar gerðu úttekt á slysum í SAAB bílum. Þeir komust að því, sér til mikillar undrunar að farþegi í 3 dyra SAAB var í tölfræðilega meiri hættu en farþegi í 5 dyra SAAB..!
Túlki hver sem betur getur. Þeir túlkuðu niðurstöðuna þannig að líklega væru 3dyra bílunum ekið öðruvísi, þ.e.a.s. hraðar og á hættulegri hátt, enda enginn munur á bílunum nema hvað hurðirnar varðar.
Það er eitt að sína fram á tölfræðina, það er annað og erfiðara að túlka niðurstöðuna þannig að mark sé á takandi.
Breyting á ökumanni er líklega hættulegasta "breyting" sem hægt er að gera á einum bíl…:)
Kveðja
R2018.
ps. ég er ekki að segja að SAAB sé hættulegri en aðrir bílar, langt því frá….!
25.01.2002 at 19:30 #458532
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er greinilegt að hér er á ferðinni heitt umræðuefni og menn strax farnir að óttast nýjar lagasetningar í kjölfar svona könnunar.
Svona könnun yrði náttúrulega einungis af hinu góða og nauðsynleg í þróun og til að auka umferðaröryggi. Menn verða líka að passa sig að flækja málin ekki of í byrjun.Málið er að svona könnun þarf ekki að vera svo flókin í upphafi. Væntanlega yrði fyrst kannað hvort tíðni breyttra bíla í slysum er meiri en annarra og yrði væntanlega stuðst hvort bílar séu skráðir breyttir eður ei…alveg ljóst að ekki verður skoðað í upphafi hversu mikil breytingin er. Þetta þyrfti svo að bera saman við svipað úrtak á óbreyttum jeppum og svipað úrtak á fólksbílum. Niðurstaða úr þessari könnun sem þessari gefur strax vísbendingu um málin. Ef þarna kemur í ljós að breyttir bílar eru oftar í slysum en t.d. óbreyttir þyrfti væntanlega eitthvað að kafa dýpra og sjá hvort að þessir breyttu bílar eru oftar valdur að slysi eða ei sem er frekar líklegt ef þeir lenda oftar í slysum.Þyrfti að skoða aðstæður o.fl.
Þetta yrði væntanlega fyrsti hlutinn í grófum dráttum…og í þessum fyrsta hluta skiptir engu máli hversu mikið bílunum er breytt hvað þeir þola mikinn halla, og hvernig menn keyra o.s.frv. Spurningin yrði semsagt eru breyttir bíla oftar í (eða valdur að) slysum en óbreyttir. Ef svarið er já þá er ljóst að það er eitthvað sem tengist breyttum bíl sem er þess valdandi að hann er oftar í slysum…hvort sem það er ökumaðurinn sem breytist í ljón þegar kemur á breyttan bíl eða hvort eitthvað mekanískt gefur sig í bílnum.
Til að eitthvað vit væri í rannsókn sem þessari yrði þá líka að fara lengra ef þetta svar er já og reyna að finna ástæðuna, þá verða málin eilítið flóknari. Mætti t.d. bera jafnvel saman dekkjastærð á slysabílum…athuga hvort að það sé einhver fylgni innan bíltegundar, eða hversu bílar eru mikið hækkaðir, hraði á slysabílum í tjóni o.s.frv. Nú ef kemur svo í ljós að eitthvert þessara atriða er meira áberandi en annað í slysum þyrfti væntanlega að skoða hvort eitthvað af þessum mekanískum atriðum hafi gefið sig og orðið valdur af slysinu…ef svo er þá þyrfti náttúrulega að bæta það og væntanlega allir ánægðir með það. En ef ekkert slíkt kemur í ljós þá er væntanlega bílnum ekki ekið miða við aðstæður. Segjum t.d. að ef bíll á 38" dekkjum er oftar í slysi en bíll á 35" dekkjum (að sjálfsögðu miðað við sambærilegar aðstæður)og við athugun kemur í ljós að ekkert mekanískt hefur gefið sig þá má væntanlega draga þá ályktun að bílnum er ekki ekið miðað við ytri eða innri aðstæður sem er væntanlega ástæða langflestra slysa.Nú ef niðurstaðan er sú að menn aka ekki breyttum bílum miðað við aðstæður í þéttbýli yrði sjálfsagt reynt að setja gagnlaus lög um að lækka hámarkshraða á breyttum bílum og allir eru glaðir ekki satt
Allavega var þetta smáritgerð um hvernig ég held að þetta þurfi að vera og menn mega ekki byrja á vitlausum enda og reyna að finna eitthvað sem er öðruvísi á breyttum bíl og fara til baka og segja að það sé ástæðan, t.d. er ekki hægt að segja að ef breyttur bíll er valtari en ella (sem ég veit ekkert um) þá sé það ástæðan fyrir fleiri slysum…gæti verið eitthvað allt annað sem menn hafa kannski ekki pælt í.
Málið er að fylgjast vel með könnun sem þessari og að níðurstöðurnar séu ekki rangtúlkaðar og að virkileg niðurstaða fáist en ekki sé hætt eftir fyrsta skrefið.
Kv,
MaskinP.s. Held að menn þurfi ekki að henda bílum eftir Elgs-prófið. Venjulega eru settar grindur með hjólum (hjálparadekk) á bílana til að varna því að þeir fari á toppin.
30.01.2002 at 00:51 #458534Sælir runar og maskin.
Ég get tekið undir pælingar ykkar í þessu þarfa umræðuefni.
Enn hefur þó enginn nefnt þá staðreynd að mörgum breyttum jeppum er ekið mun meira en meðal bifreið á ári hverju. Það er jú ein af meginástæðum þess að mörgum jeppamanninum finnst t.d. borga sig að gera út diesel bíl, að viðkomandi er að aka 20-60 þús. km. á ári.
Þetta verður enn ljósara þegar hafður er í huga allur sá fjöldi breyttra jeppa sem notaður er í túristakeyrslu allt árið um kring. Mér er kunnugt um að í þeim hópi þykja það eingin sérstök tíðindi þótt einstökum bílum sé ekið 40-60 þús. km. á ári.
Vissulega er líka nokkur fjöldi breyttra bíla sem er ekið mjög lítið á hverju ári (bensínbílarnir með stóru vélunum sem bara eru notaðir í ferðamennsku), þannig að þetta kann að jafnast út að einhverju leiti.
Mér fannst annars nauðsynlegt að ýta þessum þræði í gang aftur, þannig að sem flest sjónarmið um þetta mál fái að njóta sín.
Með ferðakveðju,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.