This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
27.08.2007 at 11:07 #200698
Fékk þá flugu í hausinn um daginn að fá mér jeppatjald til að festa á toppinn (í plastskel). Þetta eru sniðugar græjur, ýtt á takka, skelin opnast, taka út stigann og klifra inn. Er með dýnum og öllum græjum.
Eini stóri gallinn sem ég sé er verðið $1500-$3000
Hefur einhver reynslu af svona tjöldum?
Er einhver að flytja þetta inn?P.S: Mætti í gær íslenskum Pajero með svona á toppnum.
Kv.
Björn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.08.2007 at 11:37 #595482
Sæll.
Mér fannst þetta líka sniðugt en við frekari umhugsun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki hentugt. Ég held nefnilega að íslenska rokið gæti leikið þetta ansi grátt og sérstaklega ef maður skyldi asnast til að opna svona að vetri til. Sú reynsla sem ég hef að fjallamennsku er sú að maður vill hafa tjaldið eins lágt og hægt er, til að minnka vindmótstöðu.
Kveðja
Þórir I
27.08.2007 at 11:56 #595484Þetta er bæði helv dýrt og óhagstætt myndi ég telja með rok í huga.
Samt drullunett sko
27.08.2007 at 12:35 #595486Daginn
Ég held að þessi tjöld séu aðveg hreint stórsniðug. Maður sér ógrynni af jeppum koma úr norrænu með þetta á toppnum. Þetta er tjal þannig að það heftar ekki för þína um hálendið eins og tjaldvagn eða fellihýsi, þú ert þó laus við að hafa tjaldið inni í bíl og sparar plássið, þú sefur ekki á jörðinni og þarft ekki að stússast í að dæla í vindsængur og tilheyrandi heldur ertu bara með dýnurnar klárar í skelinni.
En þetta er náttúrulega ekki nema fyrir tvo að gista í og þarna er ekki mataraðstaða.
Þetta hentar ekki á ættarmóti þar sem menn tjalda til þriggja nátta og drekka rauðvín og spila á gítar fram á nótt heldur hentar þetta þar sem maður er á ferðalagi og tjaldar bara til að sofa og búið, eins og þeir gera sem heimsækja Ísland á jeppum.
Kv Izan
27.08.2007 at 12:57 #595488hvað með svona
sá þetta á tjaldsvæðinnu í lagardalnum[img:3lckrvkz]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4507/44382.jpg[/img:3lckrvkz]
[img:3lckrvkz]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4507/44381.jpg[/img:3lckrvkz]
27.08.2007 at 13:04 #595490Vinnufélagi minn er með svona tjald á jeppanum sínum og er alveg rosalega ánægður með þetta. Hann er búinn að ferðast með þetta um mest allt hálendi íslands og ekkert vesen með veður og vind.
–
Kv Ísak Fannar
27.08.2007 at 13:07 #595492Sá skemmtilegar myndir af Wrangler með tjaldi á toppnum hjá honum Jonna sleða/hjólagaur.
Þetta virðist alveg vera gera sig í vetrarferðum [url=http://www.jonni.is/images/jeppatur22-24.09.06/pages/Picture%20046.htm:mxbqnoxd][b:mxbqnoxd]myndir[/b:mxbqnoxd][/url:mxbqnoxd]
27.08.2007 at 13:37 #595494Tautjöldin eru ódýrari og það virðist aðeins meira mál að umgangast þau.
Ég er persónulega hrifnastur af einhverju svona:
[img:1oj24tqr]http://www.dachzelt.ch/upload/bildergallery/dachzelte/0000000756.jpg[/img:1oj24tqr]Vonandi verða þjóðverjarnir með útsölu í vetur:)
27.08.2007 at 14:50 #595496Strákar,
þetta er til hjá [url=http://utilegumadurinn.is/index.html:3uy5w98g][b:3uy5w98g]Útilegumanninum[/b:3uy5w98g][/url:3uy5w98g] Ég held þeir séu með 2 gerðir.kv.
Emil
27.08.2007 at 18:24 #595498Hér er meira um svona þagtjölt
[img:21onjo7v]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4490/32089.jpg[/img:21onjo7v]
þetta kostar um 1500 $
[img:21onjo7v]http://www.sleeoffroad.com/products/images/tents/technitop_1_%20250.jpg[/img:21onjo7v]kv,,, MHN
27.08.2007 at 19:36 #595500Daginn
Ég hef séð dálítið af svona tjöldum eins og eru á myndinni af Patrolnum að ofan nema það tjaldast aftur fyrir bílinn. Þá er skottið undirbúið með hillum og fíneríi og síðan er borð sett beint fyrir aftan það.
Bráðsnjallt.
Kv Izan
27.08.2007 at 22:50 #595502Ég ákvað að fá mér svona fyrir sumarið því við nennum ekki að dröslast með fellihýsi eða tjaldvagn, þessu fylgir ákveðin útilegufílingur sem maður missir þegar maður ferðast með vagna. Ég er með þetta á 38 tommu LC 90 og þetta er snild, við erum búin að aka 2000 km á hálendinu með þetta á toppnum og ekki nein vandamál. Við erum reyndar með eldhús tjald með okkur sem við tjöldum ef á þarf að halda. Rok er ekki vandamál smá veltingur en venst strax. Þetta fæst í Útileigumanninum það var ekki mikið ódýrara að flytja þetta inn sjálfur, eitthvað þó. Ég þurfti að fá mér anna stiga þar sem sá sem fylgir með nær ekki þegar maður er á 38 tommu, ég fékk mér bara venjulegan málingastiga í BYKO og sagaði af honum hann passar fínt og er traustari en þessi orginal. Það eru til þrjár stærðir af þessum tjöldum við erum þrjú í medium, við hjónin og þriggja ára barn, ég er ekki sá minnsti en þetta er samt nógu stórt ég held að stærsta tjaldið færi ekki vel á venjulegum bílum. Þetta vegur ekki mikið ég man þó ekki töluna til að fara með hanna. Það eina sem ég hef út á tjaldið sem ég á að setja er það að það er of þétt og öndunin er ekki góð. Það þarf að hafa lofta út með því að hafa annan hvorn innganginn opin að einhverju leiti og það er ekki mögulegt alltaf hægt í slæmum veðrum þá er betra að geta verið með einhverja túðu. Ég skal reina að setja myndir í albúmið mitt og link sjáum hvernig til text. [url=http://http://farm2.static.flickr.com/1402/842126632_968a3655a8.jpg?v=0:3uubuo0s][b:3uubuo0s]Þaktjald[/b:3uubuo0s][/url:3uubuo0s]
28.08.2007 at 09:57 #595504bara að redda myndinni
[img:i6573kxe]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5611/44386.jpg[/img:i6573kxe]
28.08.2007 at 15:09 #595506Hér er meira um þessi þagtjöld af ýmsum stærðum
http://www.loftyshelters.com/IndexFrame.htm
[img:1xbhjyrb]http://www.getoutdoors.com/goblog/uploads/equiptrooftent.jpg[/img:1xbhjyrb]
Mál
[img:1xbhjyrb]http://www.baum.com.au/cars/autostan-2a.jpg[/img:1xbhjyrb]
http://northwestexpeditions.com/Rooftop_tents.htm
[img:1xbhjyrb]http://www.ok4wd.com/images/product/505/images/arb_simpson2_1.jpg[/img:1xbhjyrb]Bara flottur
kv,,, MHN
30.12.2009 at 20:01 #595508Rakst inn á þennan þráð fyrir tilviljun núna hehe ! Sá að mín er getið þarna í einum pósti ! Mitt tjald er þýskt og er framleitt af Beduin-Tents, það er hugsað sem tveggja manna en við höfum verið 3 í því leikandi. Það er með stiga sem er hægt að stilla fyrir mismundandi hæð og með góðum skörum á tjaldinu aftaná sem hentar vel í snjónum. Ég get alveg sagt að þessi tjöld eru alger snilld, ég smíðaði toppgrind sem er hugsuð fyrir tjaldið á Wranglerinn minn og það þarf tvo til að henda því upp á toppinn, 6 rær og allt klárt, hef notað þetta um sumar jafnt sem vetur, hvað rok varðar þá þolir þetta alveg heilann helling og rigningin plagar mann allsekki þegar maður er þarna uppi á þaki 😉
Mig hafði alltaf langað í svona tjald á bílinn minn frá því að við fjölskyldan fórum í heimsreisuna okkar en þessi tjöld eru mjög vinsæl í afríku á svona safari bíla ! Svo einn daginn sá ég Wrangler með svona tjald á tjaldstæðinu heima á Mývatni og fór beint til að skoða hjá kauða. Það var þjóðverji sem ætlaði að jeppast um landið í 2 vikur svo samdi ég við hann um að kaupa það af honum þegar hann færi aftur í norrænu. Ég borgaði fyrir það 1000 evrur en á þeim tíma var evran um 100 kall. Sé ekki eftir þeim kaupum !
[img:323n1lao]http://gogn.jonni.is/images/hveragil27-28.07.09/images/IMG_3590.jpg[/img:323n1lao]
Þessi var tekin inn við Hveragil í Kverkfjöllum í lok júlí í sumar !Mæli hiklaust með þessum græjum, en ekki láta alla vita hvað þetta er sniðugt, við verðum að hafa smá forskot í "lúkkinu" þegar við mætum í mörkina…
Kv. Jonni
http://www.jonni.is
30.12.2009 at 20:15 #595510Er með Maggiolina Airlander medium..þetta hreyfist ekki í vindi og er mjög hlýtt..Á að þola +70° og -30°…þykkur dúkur í þessu og 8cm dýna sem staðalbúnaður…
Er svo með fortjald við þetta…http://www.autohomeus.com/rooftop/maggi … lander.php
Mæli alveg með þessu
Kv Jóhannes
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.