This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 16 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Höfðingi á verndarsvæði Indjána í Norður Ameríku fann það á sér núna í haust að það yrði harður vetur og mikið fannfergi á komandi vetri. Því fyrirskipaði hann ættbálkum að safna miklu spreki fyrir eldivið. Þetta var tölverð vinna fyrir ættbálkinn og langt að fara. Svo þegar tölvert var liðið á söfnunina þá fékk höfðinginn bakþanka. Hvað ef það yrði svo ekki harður vetur eftir allt saman og allt erfiðið og fyrirhöfnin til lítils hjá fólkinu. Svo hann hringir í veðurstofuna til að spyrja hvernig veturinn verði. Jú, jú þeir á veðurstofunni fullyrtu að það yrði harður vetur. Höfðingjanum létti við að heyra að hann hef’ði haft á réttu að standa og því yrði ættbálkurinn ekki pirraður út í hann yfir óþarfa fyrirhöfn. Svo ætlaði hann að fara að kveðja þegar honum datt í hug að spyrja hvernig þeir vissu það yfirhöfuð. Það væri nú einfalt. Indjánarnir væru farnir að safna miklu spreki fyrir veturinn.
You must be logged in to reply to this topic.