Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Það skal virkjað
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.09.2003 at 22:30 #192893
Þótt virkjað verði við Norðlingaöldu og Þjórsá veitt neðanjarða langleiðina í Kárahnjúka eða eitthvert þangað, gæti þetta verið mikið verra. Þótt lónið fari í 568 mys verður Sóleyjarhöfðavað ekki í hættu og ein af bestu leiðum í Setrið verður ekki eyðilögð.
Ef Skaftá verður veitt í Langasjó er maður að velta fyrir sér hvort það verði byggð brú á Skafta milli jökuls og vatns. Ef það yrði gert myndi opnast ný og skemmtileg leið í Lakagíga, en stundum hefur Skafta verið farin við jökul seint á haustin. Annars eru ekki mjög mörg ár síðan Skaftá rann í Langasjó, en vissulega yrði vatnað mun ljótara með jökullit.
Hlynur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.09.2003 at 10:10 #476694
Norðlingaaldaveita og Kárahnjúkar eiga ekkert sameiginlegt, þetta eru tveir óskyldir hlutir og tengjast ekkert!
Norðlingaalda veitir vatni frá þjórsá við Þjórsárver og yfir í Þórisvatn og gegnum allar virkjanirnar þar fyrir neðan. Það er víst útbreyddur misskilningur að verið sé að byggja vatnsaflsvirkjun í miðjum þjórsárverum og veita svo vatninu alla leið yfir í Kárahnjúka og nýta það líka þar!Ef Norðlingaalda verður að veruleika þá verður væntanlega byggð stýfla yfir Þjórsána töluvert fyrir neðan Sóleyjarhöfðann og yrði væntanlega hægt að keyra yfir hana og stytta leiðina inn í Setur töluvert.
Eins og Hlynur segir þá gætu þessar framkvæmdir opnað skemmtilegar leiðir fyir okkur, þannig að þetta er ekki alslæmt…
Kv, ÓAG
R-2170.
22.09.2003 at 10:50 #476696Ég efast nú stórlega um að það sé útbreyddur misskilningur að Norðlingaalda hafi eitthvað með Kárahnjúkja að gera. Þeir sama hafa eitthvað smá vit í kollinum sjá að meiraðsegja landsvirkjun myndi ekki nenna svoleiðis bulli.
Erum við eitthvað bættari með því að fá nýja brú á Þjórsa og stytta leiðina í Setrið ??? Held það varla þar sem Sóleyjarhöfðaleið er mjög góð og maður er laus við opnar ár.
Hlynur
22.09.2003 at 11:22 #476698
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef við viljum að árnar séu brúaðar fyrir okkur og við þurfum sem sjaldnast að aka yfir vöð eða læðast yfir þær á ís, þá er gott mál að fá stífluna þarna. Ef við hins vegar viljum hafa smá ævintýraljóma á sportinu og að fjallaferðir eigi ekki að vera eins og hver annar borgarakstur er það svolítið atriði að Sóleyjarhöfðaleiðin sé ekki eyðilögð, jafnvel þó um leið opnist möguleiki á að fara þarna yfir á brú eða stíflu. Stundum opna LV mannvirkin að vísu möguleika á skemmtilegum "alvöru" fjallaleiðum, eins og brúin inn á Búðarháls enda ekur enginn yfir Tungnaá þar, en í öðrum tilfellum er því öfugt farið.
Kv – Skúli
22.09.2003 at 11:41 #476700Rett fyrir ofan ármót Tungnár og Köldukvíslar er Trippavað á Köldukvísl sem er vanalega fært flestum breyttum jeppum bæði sumar og vetur. Þessi nýja brú er þannig laga séð ekki að opna neina nýja leið, heldur bara gera hana aðgengilegri.
Hlynur
22.09.2003 at 13:22 #476702
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já það er rétt Hlynur, auðvitað gat maður alltaf farið Búðarhálsinn fyrir tilkomu brúarinnar. Einhverra hluta vegna fór ég hins vegar aldrei þarna fyrr en núna þegar brúin er komin, leiðin liggur betur við í ferðum núna. Sé hins vegar núna að það var náttúrulega tóm þvæla í öll þessi ár að vera flækjast þarna á LV veginum meðfram Þórisvatni, með þennan fína "náttúrulega" fjallveg rétt vestar.
Spurning hvort sama gerist ef Norðlingaölduveita verður að veruleika, þ.e. að menn fari þar yfir í stað þess að fara þetta fína vað norðan við lónið.
Kv – Skúli
22.09.2003 at 13:32 #476704Ég held að Trippavað fari undir vatn þegar Búðarhálsvirkjun verður komin í gagnið, svo menn ættu endilega að skoða þetta vað. Er Búðarhálsin ekki svo snjóléttur að menn nenna ekki að skælast hann þegar hægt er að bruna á 90km upp með Þórisvatninu. Allavega er hægt að losna við krapapyttina í Rjúpnadal með því að fara hálsin.
Hlynur
22.09.2003 at 13:56 #476706
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú það er líklega rétt að Trippavað fari undir inntakslónið, stíflan á að koma þarna við ármótin og vaðið er varla nema 3-4 km þar fyrir ofan. Lónið á að verða einhverjir 7 ferkílómetrar.
22.09.2003 at 15:52 #476708Strákar er ekki annað vað ofar í Köldukvísl, eða smá spöl neðan við fossin Nefja. Það vað gæti líklega sloppið eða hvað.
Slóðríkur.
22.09.2003 at 18:17 #476710
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar,
Ég veit að klúbburinn okkar er ekki til í að taka afstöðu með eða á móti virkjunum.
En erum við að láta kaupa okkur með brúm og vegum?
Er allt í lagi að sé virkjað ef við "högnumst" á því?
Ég held að klúbburinn verði að fara taka einhverja ábyrga aftsöðu í sambandi við virkjanamál. Það þarf ekki endilega að vera fast á móti eða með, en mér finnst takmörk fyrir því hvað Landsvirkjun getur valtað yfir náttúru okkar á kostnað einhverra hagsmuna sem eru frekar hæpnir.kveðja
Halldór
22.09.2003 at 19:36 #476712
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Ég ætla aðeins að vekja athygli á því ef að lónhæð verður 568m verður lónið 6 sinnum stærra en við 566m.Ef lónið verður 568m þarf að gera stýflu þó nokkru ofar í Þjórsánni sem þeir kalla síu fyrir leyrburð en ef að mér skylst rétt yrði dælt þaðan þvi þaðan er meiri fallhæð.Varðandi Skaftá í Langasjó held ég að menn ættu að athuga hvaða hætta er af þeirri framkvæmd varðandi Landmannalaugasvæðið því að teikniborðið sýnir Svartakrók líka sem lónstæði.Ef að menn eru svona hræddir við LV um að tjá sig held ég að menn ættu að skoða frmtíðina í ferðamennsku á hálendinu og hvort menn ætli að selja jeppana sína og stunda kajakferðir á hálendinu í staðin fyrir jeppaferðir……….
Kveðja Matti R1625
22.09.2003 at 20:37 #476714Þegar menn voru að nota Hófsvað til að komast inn á Sprengisand var vað á Köldukvísl við Illugaver. Núna rennur Kaldakvísl ekki lengur þarna eftir að LV veitti henni í Þórisvatn. Landsvirkjun er vaðlega séð að verða búin að eyðileggja Köldukvísl. Trúlega ætti maður bara að fá sér kajak eða sæþotu til ferðalaga á hálendinu eins og Matti bendir á.
Hlynur
22.09.2003 at 22:03 #476716Mér finnst gaman á kayjak.
Kv
Rúnar
23.09.2003 at 09:48 #476718
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Halldór þú kemur hér með viðkvæman punkt inn í umræðuna. Stundum hefur mér nánast fundist að menn telji það stórhættulegt klúbbnum að ræða þessi virkjanamál, en ég er alveg sammála þér. Það er nefnilega eitt að taka afstöðu með og á móti og annað að ræða mismunandi hliðar á þessum málum og benda á neikvæðu hliðarnar. Sem ferðamaður finnst mér það mjög miður ef skemmtileg vöð fara undir uppistöðulón og stór svæði lögð undir mannvirki, en það er ekki sjálfgefið að ég sé á móti Búðarhálsvirkjun fyrir það. Reyndar finndist mér mest gaman ef við þyrftum enn að fara yfir Tungnaá á gamla kláfnum eða Hófsvaði, en ekki þar með sagt að ég myndi frekar kjósa að aldrei hafi verið farið útí virkjanir við Hrauneyjar og Sigöldu. Við sem ferðumst um hálendið á jeppum erum í góðri aðstöðu til að sjá ýmsar hliðarafleiðingar á virkjanabröltinu, s.s. leiðir sem eru eyðilagðar eða náttúrufyrirbæri sem eru í hættu. A sama hátt er líka sjálfsagt að spá í hvaða hugsanlegar jákvæðar afleiðingar verða, eins og með brúnna yfir Tungnaá eða hugsanlega leið austur fyrir Skaftá ef Skaftárveita verði að veruleika.
Eg held að það verði að vísu tæpast hægt að fara yfir þarna norðan við eins og Hlynur er að velta fyrir sér, því það kemur lítið lón norðan við Langasjó (sem þeir kalla Norðursjó) sem nær nánast frá Fögrufjöllum og upp að jökulrönd. Þetta lón safnar í sig kvíslunum á jökulaurunum, en sunnan við þrengja fjöllin að. Spurning hins vegar hvort verði hægt að komast þarna yfir einhvers staðar sunnan Langasjávar þegar áin er farin?
En nú verður tækifæri til að ræða þessa hluti og fleira af svipuðum toga um helgina á ráðstefnunni í Setrinu. Þar fáum við væntanlega frummælendur frá vinnuhóp um rammaáætlun í virkjanamálum, frá Vegagerðinni um hálendisvegi og Náttúruvernd um friðunaraðgerðir og jafnvel einhverja fleiri (sem ekki hafa getað lofað þátttöku). Þar getum við því fengið allskonar sjónarmið fram og spáð í þetta af víðsýni og með staðreyndirnar á hreinu. Nú er bara að skrá sig.
Kv – Skúli
25.09.2003 at 00:54 #476720Í þessu samhengi er athyglisvert það sem fram kemur í tilkynningum frá Hrauneyjarbændum, þar segir m.a. :
"Þá er það helst í fréttum að það stendur til að setja hólka í ræsin inn með Þórisvatni nú í haust og er líklega nú þegar byrjað á framkvæmdum við það. Þar með eru allir krapapyttirnir úr sögunni þar með talinn 20 tíma pytturinn fyrir neðan bröttu brekkuna ofan í Rjúpnadalinn. Þetta gerir öllum mun auðveldara að komast í snjó sem er alltaf einhver þarna innfrá þó lítið sé af honum neðar í landinu."
http://www.hrauneyjar.is/press/default. … PublId=386Þá minnkar nú þörfin á Búðarhálsinum, þó vissulega sé hann skemtilegt ‘alternative’.
30.09.2003 at 11:07 #476722Ég efast um að það verði til bóta að setja ræsi í veginn meðfram Þórisvatni. Ræsin munu ekki duga til að koma í veg fyrir að vatn renni yfir veginn seinnihluta vetrar, og grafi skörð í hann. Slík skörð geta verið mun varasamari en þessi gömlu góðu sem við þekkjum svo vel.
Skarð sem er metri að dýpt og metri á breidd er getur verið mun hættulegra að lægð sem er 2 metra djúp en 20 metra breið.
Það er oft góður kostur að aka eftir sjálfri Ósöldunni, milli vegarins og vatnsins, þar er maður alveg laus við allt vatnssullið. Í lélegu skyggni myndi ég þó miklu frekar fara Búðarhálsinn.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.