FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Það er vont en það versnar

by Valur Sveinbjörnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Það er vont en það versnar

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 20 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.11.2004 at 14:46 #194832
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant

    Þessi setning flygur alltaf upp í huga minn er ég opna heimasíðu 4X4, vegna þess að nýja útlitið er aðeins nýtt ?Face? á gömlu síðuna og í þessu tilfelli hefði betur verið heima setið en af stað farið. Ekki ætla ég að fara að setja út á vinnuframleg Emils eða annara sem hafa lagt hönd á plógin, því við hinir meigum vera þakklátir fyrir að einhver nenni þessu, en ég held að við hinir þurfum að fá lýsingu/skýringu á hvers vegna ekki er búið að klára dæmið, þ.e. hýsing og hönnun sé kominn í það horf sem útboð gerðu ráð fyrir.

    Það hefur heyrst að hönnunaraðilar sé skólastrákar eða í vinnu annars staðar, vinni þetta í hjáverkum og geti ekki hýst herlegheitinn, að borgað hafi verði einhverjir hundraþúsunkallar fyrir grímu á gamallt andlit. Ég veit ekki hvort rétt sé farið með, en sjaldan lýgur Gróa.

    Þetta var neikvæði hlutinn hjá mér.

    Emil eða einhver annar vinsamlegast sýnist okkur framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið ef hún er til, ef ekki þá þarf að búa hana til, því mér finnst þetta pínlegt eins og staðan er í augnablikinu.

    Með bjartsýnis kveðja, vals.

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 13.11.2004 at 17:40 #508588
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    Einnig er vont að hafa ekki lengur auglýsingarnar og spjallþráðinn á forsíðunni. Mér finnst þetta útlit ekki betra en það gamla góða.





    13.11.2004 at 18:47 #508590
    Profile photo of sigurfari
    sigurfari
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 257

    Ég er mikið sammála ykkur. Þessi breyting er alls ekki góð :(
    Guðni





    13.11.2004 at 18:59 #508592
    Profile photo of Birgir Ingólfsson
    Birgir Ingólfsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 84

    Uppsetningin virkar á mig frekar þung og leiðinlegri en
    sú gamla, þó er gott að fá nýjungarnar ræddar.
    Birgir





    13.11.2004 at 19:18 #508594
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Við skulum nú ekki tapa okkur alveg yfir þessari vefsíðu og leifa þeim sem eru að vinna í henni að klára sína vinnu. Mig langar mest til að sjá aðgangsstýringar að síðuni verða virkar, eftir að hafa skoða 16 myndir af ónýtum Mini sem einhver spekingur er að reyna að selja. Ég þoli ekki þessar drasl myndir sem er verið að setja inn á síðuna, sérstaklega þegar menn þurfa að setja 15-20 myndir af einhverju ónýtu drasli sem þeir eru að reyna að pranga út.

    Hlynur





    13.11.2004 at 19:33 #508596
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég gæti ekki verið meira sammála hlyn. 16 myndir af einhverju haugryðguðu mini hræi er akkúrat það sem á ekki heima í myndaalbúminu. Menn verða að skilja það að þetta er ekki DV eða Fréttablaðið og senda myndirnar frekar í tölvupósti til þeirra sem vilja. EIN mynd hefði dugað til að koma mönnum í skilning um hvernig bíllinn lítur út.

    Svo virðist aðalsíðan vera mun lengur að hlaðast inn en sú gamla, kanski er ekki alveg eins mikil bandbreidd hjá nýja hýsingaraðilanum.

    En við verðum að gefa þeim séns þeim sem eru að breyta þessu því þetta getur verið andskotanum tímafrekara.





    13.11.2004 at 19:59 #508598
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Maður heyrir allt of oft um það að mönnum hafi borgað einhverjir hundrað þúsund kallar til að gera einhverja voða flotta vefsíðu eða jafnvel bara að rigga upp netkerfi og svo hafi þetta átt að vera svo flott og geðveikt en svo þegar að það hafi átt að keyra þetta þá hafi þetta bara verið "útlit en ekkert innihald" (svo ég vitni nú í Bubba Morthens í idolinu) en ég er ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilfelli en það gerist.. en ´vefsíðan á sjálfsagt eftir að batna .. batnandi mönnnum eða vefsíðum í þessu tilfelli er best að lifa..





    14.11.2004 at 01:31 #508600
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það virðist ver eitthver miskilningur í gangi með vefsíðugerðina.
    Fyrir það fyrsta eru verklok þrír mánuðir.
    Í öðru lagi þá fær Castor miðlun ekki greitt fyrr enn síðan er tilbúin og virkar eðlilega,það sem er komið var að beiðni stjórnar til að sýna klúbbfélögum að þetta væri komið í framkvæmd.
    Einnig væri það klúbbnum til sóma að leyfa Castormiðlun að ljúka verki sínu áður enn menn byrja að skíta þá út og leyfa stjórninni að vinna í friði án þess að þurfa vera sífelt að svara á vefspjallinu hún var jú kosin á aðalfundi og mun svara á aðalfundi fyrir verk sín.





    14.11.2004 at 02:08 #508602
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Sælir félagar
    Ég er ekki að sja samhengið á milli auglýsina á gamalli druslu til sölu og vefsíðugerð,en það hefur verið illmögulegt að skrifa sig inn og líka hefur síðan verið mikið ofline en ef það þar ekki að greiða neitt fyrr en síða er komin í lag held ég að við ættum að biða með að dæma þar til upp er staðið og sjá þá til og skamma stjórnina, sem hefur staðið sig mjög vel fram að þessu og unnið markvist að því að gera góða hluti betri
    Kv Klakinn





    14.11.2004 at 11:37 #508604
    Profile photo of Heimir Jóhannsson
    Heimir Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 171

    Já, verðum við ekki að leyfa þeim að klára síðuna áður en við drullum á bakið á þeim. Þessar heimasíður sem þeir hafa smíðað líta bara mjög vel út. Hægt að sjá það á http://www.castor.is

    Svo gefur þetta webadmin tool meiri mögulieka að halda síðunni lifandi, það verður auðveldara fyrir menn að setja efni inná vefinn. Menn þurfa ekki að vera html forritara til þess að halda þessu meira lifandi..

    Gefum þeim séns.

    kv,
    heijo





    14.11.2004 at 14:42 #508606
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er rétt að síðan er langt því frá tilbúin og þessi opnun á nýrri forsíðu var hugsuð til að gefa forsmekkinn og sýna að það sé verið að vinna í málinu. Megin markmiðið með endurnýjun vefsíðunnar er að fá í gang nýtt og þæginlegra vefumsjónarkerfi þannig að auðveldara verði að endurnýja og viðhalda efni síðunnar. Vonandi tekst það eins og til er ætlast.

    Svo er auðvitað fullt af atriðum í þessu sem eru bara ákvörðunaratriði. Það er eins og þetta sem hefur verið nefnt með að nýjustu auglýsingar og spjallþræðir sjáist á forsíðu eins og var áður. Í sjálfu sér get ég alveg tekið undir það en það vegur á móti öðru sem menn hafa nefnt hér að forsíðan eigi helst öll að sjást í einum glugga eða allavega vera ekki of uppfull af efni. Það er óframkvæmanlegt að samræma það að hafa öll þau atriði á forsíðunni sem við viljum og svo á sama tíma að þurfa ekki að skrolla á forsíðu. Menn hafa líka nefnt að letrið á forsíðunni sé of lítið, sjáist ekki nema með gleraugum (ef þú notar gleraugu við lestur er það reyndar líklega eðlilegt). En svona atriði eru bara eitthvað sem þarf að ákveða.

    Kv – Skúli





    14.11.2004 at 17:23 #508608
    Profile photo of Pétur Blöndal Gíslason
    Pétur Blöndal Gíslason
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 227

    Ég er með 19" skjá og nota upplausn 1024*768. Ég þarf samt að skrolla til að sjá allt á forsíðu. Reyndar finnst mér það bara allt í lagi. Sakna þess að sjá ekki nýjustu þræðina og geta farið beint í þá af forsíðu. Mætti jafnvel vera linkur á fleiri þræði og færri auglýsingar en var á gömlu síðunni. Líst annars bara vel á gripinn og er alveg til í að vera smá þolinmóður meðan mennirnir klára sína vinnu.
    Kveðja
    Pétur B Gíslason





    15.11.2004 at 09:20 #508610
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ef flett er í [url=http://www.simaskra.is/control/index?pid=10371&SIMI=8624055:3jbmxxl6]símaskránni[/url:3jbmxxl6] fæst vísbending um það hvernig símamálum Castor miðlunar er varið. Eftir því sem Emil segir er viðkomandi einstaklingur aðalforritari "fyrirtækisins" en samkvæmt [url=http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2578243&spID=2578306:3jbmxxl6]vef RÚV[/url:3jbmxxl6] er hann starfmaður þar á bæ. Hinn forritarinn mun vera nemandi við [url=http://www.unak.is/template1.asp?PageID=768:3jbmxxl6]Háskólann á Akureyri"[/url:3jbmxxl6]

    Þetta sannar ekki að viðkomandi séu ekki liðtækir við vefsíðugerð og tengd verkefni, en reynslan er ekki mikil og þeir hafa aldrei haft þetta að aðalstarfi, sem var helsta krafan sem gerð var til verktaka.

    Sé það sem sést hefur hingað til, eitthver vísbending, þá virðist þó ferkar ósennilegt þeir nái að [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=3968#27341:3jbmxxl6]ljúka verkefninu[/url:3jbmxxl6] á þeim vikum sem eftir eru af tímanum sem til þess var ætlaður. Ég tel undir með Vals að það væri forvitnilegt á sjá framkvæmda áætlunina, og að fá fréttir af gangi verksins.

    Skúli nefnir að það þurfi að taka ákvarðanir um hvað verði á forsíðunni. Hvernig á að taka slíkar ákvarðanir? Emil hefur oftar en einusinni látið í ljósi þá skoðun sína að notendur síðunnar eigi að hafa sem minnst um útlit og virkni síðunnar að segja.

    -Einar





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.