This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Þessi setning flygur alltaf upp í huga minn er ég opna heimasíðu 4X4, vegna þess að nýja útlitið er aðeins nýtt ?Face? á gömlu síðuna og í þessu tilfelli hefði betur verið heima setið en af stað farið. Ekki ætla ég að fara að setja út á vinnuframleg Emils eða annara sem hafa lagt hönd á plógin, því við hinir meigum vera þakklátir fyrir að einhver nenni þessu, en ég held að við hinir þurfum að fá lýsingu/skýringu á hvers vegna ekki er búið að klára dæmið, þ.e. hýsing og hönnun sé kominn í það horf sem útboð gerðu ráð fyrir.
Það hefur heyrst að hönnunaraðilar sé skólastrákar eða í vinnu annars staðar, vinni þetta í hjáverkum og geti ekki hýst herlegheitinn, að borgað hafi verði einhverjir hundraþúsunkallar fyrir grímu á gamallt andlit. Ég veit ekki hvort rétt sé farið með, en sjaldan lýgur Gróa.
Þetta var neikvæði hlutinn hjá mér.
Emil eða einhver annar vinsamlegast sýnist okkur framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið ef hún er til, ef ekki þá þarf að búa hana til, því mér finnst þetta pínlegt eins og staðan er í augnablikinu.
Með bjartsýnis kveðja, vals.
You must be logged in to reply to this topic.