This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Már Gestsson 16 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Það ætlar ekki af mér að ganga. Fyrst stútar maður vél á jafnsléttu á 30 km hraða og bíllinn tekur að sér að vera lasarus og gengur með fæðingarhríðir í 11 mánuði, Þá er maður sáttur og bíllinn kominn í lag en Adam var ekki lengi í Paradís. Maður rúllar sér niður Miklubraut á löglegum hraða þegar hann neitar að skipta um gír og þá er ekki annað en að reka hann úr gír og í annan til þess að rekast ekki aftan á næstu bíla og að sjálfsögðu heyrist brothljóð og mun það vera gírkassinn. Maður læðist heim á leið og leggur bílnum, svo býst maður við að rúlla upp Úlfarsfellið og láta reyna á það hvort bíllinn sé eins bilaður og hann lítur út fyrir að vera. Á leiðinni upp heyrir maður ókennileg hljóð sem gefa til kynna að það sé ráðlegt að snúa við og koma sér heim. Síðan hefur hann staðið þar heima og maður duddað sér í honum, breyta air conditioner dælu með minni alkunnu snilli tókst mér að tengja loftið vitlaust og hún saug í stað þess að blása og því var breytt hið snarasta og þá fór maður að reka augun í hina og þessa bletti á bílnum sem ég taldi mig þurfa að líta á. Ég fór að pota í þessa bletti og viti menn þetta voru ryðblettir. Áður en varði var bílllinn kominn með hlaupabóluna og ein bólan var á það slæmum stað að þegar ég stakk í hana þá stakk ég svo fast að dekkið sprakk. Jæja þá er best að fara að nota þetta flotta tappasett sem maður fékk sér og nýta sér kunnáttuna. Það gekk brösuglega en var samt nokkuð sáttur við útkomuna þangað til ég blés í dekkið, þá spýttust tapparnir í burtu, það sýndi sig að ég átti ekki að kaupa þessa ódýru tappa með uppþornuðu lími. Vanda skal valið þegar keyptir eru tappar. Svo fór ég að sprauta bólurnar fyrrverandi og þegar ég taldi mig vera búinn að sprauta þá fór himnaguðinn að pissa á mig svo að bíllinn var rigningarsvartur sem sýndi það að þegar rigningin féll á lakkið þá mynduðust dropar í lakkið og því kalla ég þetta rigningarsvart. Það borgar sig að semja við hann þarna uppi svo maður fái vinnufrið. Svo fór ég að kíkja á hurðarlæsinguna, viti menn hún virkar bara alls ekki þegar ég fór að fikta í henni. Ég held að ég fari að leita mér aðstoðar hjá mönnum sem telja sig vita meira um bílaviðgerðir heldur en ég. Annars er ég sérfræðingur í að eyðileggja og ég get tekið að mér að hafa námskeið í eyðileggingum gegn vægu gjaldi sem að sjálfsögðu færi í viðgerðarkostnað á mínum annars fallega bíl.
kv. MHN ….
You must be logged in to reply to this topic.