FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Það er ekki ein báran stök

by Magnús Hallur Norðdahl

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Það er ekki ein báran stök

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjörtur Már Gestsson Hjörtur Már Gestsson 16 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.08.2008 at 18:54 #202783
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant

    Það ætlar ekki af mér að ganga. Fyrst stútar maður vél á jafnsléttu á 30 km hraða og bíllinn tekur að sér að vera lasarus og gengur með fæðingarhríðir í 11 mánuði, Þá er maður sáttur og bíllinn kominn í lag en Adam var ekki lengi í Paradís. Maður rúllar sér niður Miklubraut á löglegum hraða þegar hann neitar að skipta um gír og þá er ekki annað en að reka hann úr gír og í annan til þess að rekast ekki aftan á næstu bíla og að sjálfsögðu heyrist brothljóð og mun það vera gírkassinn. Maður læðist heim á leið og leggur bílnum, svo býst maður við að rúlla upp Úlfarsfellið og láta reyna á það hvort bíllinn sé eins bilaður og hann lítur út fyrir að vera. Á leiðinni upp heyrir maður ókennileg hljóð sem gefa til kynna að það sé ráðlegt að snúa við og koma sér heim. Síðan hefur hann staðið þar heima og maður duddað sér í honum, breyta air conditioner dælu með minni alkunnu snilli tókst mér að tengja loftið vitlaust og hún saug í stað þess að blása og því var breytt hið snarasta og þá fór maður að reka augun í hina og þessa bletti á bílnum sem ég taldi mig þurfa að líta á. Ég fór að pota í þessa bletti og viti menn þetta voru ryðblettir. Áður en varði var bílllinn kominn með hlaupabóluna og ein bólan var á það slæmum stað að þegar ég stakk í hana þá stakk ég svo fast að dekkið sprakk. Jæja þá er best að fara að nota þetta flotta tappasett sem maður fékk sér og nýta sér kunnáttuna. Það gekk brösuglega en var samt nokkuð sáttur við útkomuna þangað til ég blés í dekkið, þá spýttust tapparnir í burtu, það sýndi sig að ég átti ekki að kaupa þessa ódýru tappa með uppþornuðu lími. Vanda skal valið þegar keyptir eru tappar. Svo fór ég að sprauta bólurnar fyrrverandi og þegar ég taldi mig vera búinn að sprauta þá fór himnaguðinn að pissa á mig svo að bíllinn var rigningarsvartur sem sýndi það að þegar rigningin féll á lakkið þá mynduðust dropar í lakkið og því kalla ég þetta rigningarsvart. Það borgar sig að semja við hann þarna uppi svo maður fái vinnufrið. Svo fór ég að kíkja á hurðarlæsinguna, viti menn hún virkar bara alls ekki þegar ég fór að fikta í henni. Ég held að ég fari að leita mér aðstoðar hjá mönnum sem telja sig vita meira um bílaviðgerðir heldur en ég. Annars er ég sérfræðingur í að eyðileggja og ég get tekið að mér að hafa námskeið í eyðileggingum gegn vægu gjaldi sem að sjálfsögðu færi í viðgerðarkostnað á mínum annars fallega bíl.
    kv. MHN ….

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 14.08.2008 at 19:07 #627452
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Þetta er það sem maður kallar / Jebb enn eitt pikkelsið :)





    14.08.2008 at 23:04 #627454
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Móður er Móri
    magur og gamall
    liggur hann lúinn
    lélegur orðinn
    fífil sinn fegri
    feyskinn má muna
    tekinn á taugum
    tregur til hreyfings.
    .
    Minnugur margs
    Magnúsi þakkar
    samveru stundir
    sínar þeir áttu
    sýnist mér svo
    stundin sé komin
    kistuna klambra
    klerkinn til kalla.
    .
    Maggi minn, vona að ástandið sé allavega ekki svona slæmt, kveðjur, Logi.





    15.08.2008 at 03:24 #627456
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    …sjálfan mig…
    Ég finn til með þér Maggi og vona að þetta fari að reddast. 😛
    .
    kkv, Úlfr (stýrislausi hoppiskopp)
    E-1851
    P.S. Er ekki ágætt að hafa Vacuum dælu líka? Svona til að bæla dekkin ENNÞÁ meira. :)





    15.08.2008 at 14:54 #627458
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Maggi mér sýnist við hafa svipaða sögu að segja. Ég var að ná í bílinn af verkstæði og ók út götuna,tók vinstri beygju og þá var eins og sparkað hefði verið í bílinn. Ég fór út og horfði á bílinn, sá að dekkin voru nú enn þá undir (var það ekki nokkrum dögum áður þegar ég heyrði óhljóð og gáði) og speglarnir héngu á þannig að ég fór í bráða afneitun hækkaði í útvarpinu og fannst algjört möst að keyra upp á Úlfarsfell. Svo fóru smellir að yfirgnæfa útvarpið og ég hélt afneituninni áfram og kenndi undirlaginu um sem var þessi leiðinda oddhvassa grjót í slóðanum. Síðan tók ég eftir því að þessir smellir komu sérstaklega í vinstri beygju og var ég þá á mjúku undirlagi. þá ákvað ég að láta mér segjast. Læddist í hægri beygju aftur á verkstæðið og sagðist vera búin að brjóta bílinn. þar með fór hann í þriðja skiptið á rúmlega þrem vikum á verkstæði aldrei það sama og ég fór og keypti mér enn einu sinni strætó miða. Ég er búin að sjá það að það er mikið hagstæðara fyrir mig að kaupa bara árskort í strætó og hætta að halda að halda að ég eigi farartæki.

    kv. Stef….





    15.08.2008 at 16:32 #627460
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    já, svona er að eiga alvöru jeepa 😉





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.