Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › það borgar sig að vera félagi í 4×4
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgeir Halldórsson 20 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.05.2005 at 12:02 #195974
flott tilboð eða afláttarkort sem Regatta útivistarbúðin er að senda út, allavegana það sem ég fékk inn um lúguna hjá mér i gær, er ekki kominn tími á að „opinbera“ þá sem virkilega vinna með félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, ég legg til að „Fontur“ á heimasíðu 4×4 bjóði „höfðingjum“ sem þessum að auglýsa sitt merki hér beint !!!
hafið góðan dag
Jon -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.05.2005 at 12:09 #523464
Ég var nú ekki hrifin af þessum auglýsingapósti sem kom inn um lúguna merkt 4×4, Útivist & Sport hefur ekki viljað auglýsa í Setrinu ég ætla rétt að vona að þeir hafi borgað eitthvað fyrir að fá að senda þetta á félagsmenn.
Kveðja Lella sem þolir ekki ruslpóst
25.05.2005 at 12:12 #523466stið ruslpóst svo framarlega að ég get grætt á honum
Gróða kveðja Snorri Freyr
25.05.2005 at 12:13 #523468Það þarf þá ekki að gera annað en ganga að ruslaskápnum, opna hann og henda þessu og síðan getur þú sent hann Þorgeir út með ruslið
25.05.2005 at 12:55 #523470Útivist og sport keypti auglýsingu í næsta Setur, bara svona til að fylgja því eftir að þau eru að bjóða okkur 50% afslátt af vörum. Auk þess sparaði þetta okkur sendingakostnað á utanvegaaksturskortunum, sem ég vona að allir félagsmenn hafi fengið. Reikna með að menn hafi svosem vitað þetta en gæti verið óvitlaust að hafa þetta í jeppanum í sumarferðum og sýna það útlendingum og öðrum sem ekki gera sér grein fyrir þessu.
Kv – Skúli
25.05.2005 at 14:08 #523472Fyrst þeir keyptu auglýsingu í Setrinu get ég tekið þessu. Þetta er fín búð ég hef verslað mikið þarna, þeir eru oft með 50% afslátt af öllu í búðinni.
Aldrei að vita nema maður láti freistast til að versla eitthvern óþarfa bara af því það er 50% aflsáttur.
Og Ofsi mikið ofsalega ert þú vel upp alinn ef það dugar konunni að opna ruslaskápinn og segja þér að fara út með ruslið
Kveðja Lella
25.05.2005 at 14:20 #523474Verður ekki örugglega einn svona miði prentaður á risastórt skilti og það rekið niður í jörðina á leiðinni frá Seyðisfirði til Egilsstaða?
kv
Rúnar.
25.05.2005 at 14:33 #523476hugmynd hefur þegar komið fram, að sett verði upp stórt skylti vil lendingarstað Norrænu. Veit þó ekki neitt meir um þau mál en Skúli þekkir þetta kannski betur. Gunnlaugur Einarsson félagi okkar í Rottugenginu sagði mér að síðast liðna helgi hefði hann sé erlendan jeppahóp um 15 jepp á Borgarnesi. Voru allir hlaðnir flugbrautarjárnu. Hvert skildu þeir hafa verið að fara spyr ég. Fáum við væntanlega landsspjöll þeirra í hausinn næstu daga.
Það er spurning hvort eigi yfirleitt að leifa þeim að koma til landsins með þessi drullu og sand járn.
25.05.2005 at 14:46 #523478Jú mikið rétt, það að setja svona skilti niður á bryggjuna á Seyðisfirði er í farvegi. Sennilega er þetta skilti hreinlega í framleiðslu nú þegar. Ég held að það geti virkað ágætlega að menn sjái þetta um leið og þeir koma í land og svo þegar þeir koma að skálum á hálendinu sé samsvarandi korti otað að þeim. Væri líka eins og ég segi óvitlaust að menn séu með nokkur eintök með sér í sumarferðirnar og rétti þeim útlendingum sem þeir hitta.
Kv – Skúli
25.05.2005 at 16:51 #523480Ég er sáttur við þetta spjald um utanvegaraksturinn. Mætti bjóða félögum upp á að vera með smá bunka af þessu í bílunum til að rétta útlendingum sem maður rekst á.
25.05.2005 at 20:41 #523482Hvernig væri að dreifa límmiðum til að setja í gluggann á bílnum með þessum skilaboðum? Já, og svo hérna, hvernig getur maður nálgast svona glæsilegan límmiða með klúbbsmerkinu til að hafa í glugganum?
25.05.2005 at 21:25 #523484Getur þú fengið í Mörkinni, en opið hús er þar alla fimmtudaga milli 20.30-??
25.05.2005 at 21:42 #523486Og límmiðar með utanvegaáróðrinum hafa verið límdir í alla bílaleigubíla. Hugmyndin var að fá tollarana fyrir austan til að setja þá í torfærutröll sem koma til landsins en tollgæslan taldi sig ekki hafa heimild til slíks. S.s. þó þeir megi róta í öllum farangri mega þeir ekki setja uppbyggjandi límmiða inn í bílana.
Kv – Skúli
25.05.2005 at 23:05 #523488…..rétta fólki miðana.
26.05.2005 at 02:30 #523490Flott kort og kemur skilaboðum vel til skila á flottri mynd sem hægt er að skilja alveg sama hvaða tungumál viðkomandi skilur.
En þetta með drullujárnin þá er þetta held ég væntanlega vegna þess að þessir menn horfa á Land Rover keppnina í Afríku þar sem þetta kemur að góðum notum þegar lækur hefur skorið djúpan skurð í miðjan veginn eða þegar farið er yfir leðjupolla. En ég hef séð þetta á bílum sem hafa verið uppá hálendi og leitt þannig út að það hafi aldrei verið notað….ætli þeim finnist þetta ekki bara "töff" að hafa þetta….svona svipað og unga fólkið setur alltaf stærri og stærri spoilera á Honduna sína þótt spoilerar geri ekkert gagn nema þegar bíllinn er kominn á yfir 150km hraða á klst…þeim finnst þetta bara "töff" þessir vitleysingar! Mér finnst bara bílarnir þeirra alltaf vera að líta meir og meir út eins og innkaupakerrur 😀
kv, Ungi fermingardrengurinn sem hatar spoilera og spoilerkitt á Hondum og fleirri grjónadollum!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
