This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Hörður Aðils Vilhelmsson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Jæja nú er búið að draga Móra á verstæði og hefur hann staðið þar úti í viku, ég held að það dragi sky fyrir sólu þegar menn sjá þennan svarta jeppa og menn fái magakveisu og niðurgang eða eitthvað þvílikt verra.Og það batnar ekki þegar eigandinn spyr hvernig gengur að gera við, þá leggjast menn í rúmið með mjög háan hita og óráð svo það þarf að kalla til læknis. Læknirinn tjáir manngreyinuað þessi hái hiti stafi af slæmum kvíðaköstum, sem er engin furða hann á eftir gera við svartan jeppa. Og þegar eigandinn hringir spyr, seigja að hann sé ekki byrjaður á bílnum, að hann þurfi að safna í sig kjark til að byrja á þessu verkefni. Skyndilega stekkur maðurin inn á klósett og leggur frá sér símann, og það næsta sem maður heyrir mangreyið er að æla eftir smá tíma kemur maðurinn í símann aftur og segir að hann sé ekki vinnu fær í dag. Maður fer að halda að það sé einver plága að ganga, eða slæm bílaveiki sem lysi sér svona, ekki gott mál fyrir mig. Það slitna ekki dekkin á meðan og eyðir engu bensíni við það að standa þarna við verkstæðið, og tala ekki um að brjóta eitthvað annað í bílnum. Maður verður að líta á björtu hliðina á þessu öllu, og sína þolinmæði að vísu er hún orðin að skornum skamti hvað þessa bilun varðar. sem er ekki stórvægileg að mínum dómi. Maður þarf kannski að leita að einhverri Grasaguddu til búa til mjöð handa manninum svo að hann geti byrjað á bílnum, áður en bílinn fer að venjast þessari leti í eiganda sínum og sinnuleysi og sínir bílnum lítinn áhuga sem hann á ekki skilið. þetta heyrist til viðhaldsleysis sem þarf að bæta, svo að bílinn lítur betur út á bílastæðum bæjarins. þetta er kannski ein leið hjá Móra að vera bilaður og þurfa ekki fara á landsfundinn sem er upp í Kerlingafjöllum svo að eigandinn verði ekki sér til skammar og athlægi frá öðrum og gert grín að honum hvernig hann keyrir, hann er bara bestur í farþegasætinu…….
KV,,, MHN
You must be logged in to reply to this topic.