Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Teyjuspotti!!!!!
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.02.2003 at 21:59 #192196
AnonymousHefur einhver reynslu af teyjuspottum? þ.e. virka þeir eitthvað?, hvernig endast þeir?, eru þeir nógu sterkir? og eiga þeir til, ef þeir slitna að skjótast inn um afturrúðuna?. Einnig ef einhver veit úr hvaða efni þeir eru? og hvar þeir fást? þá væru þær upplýsingar vel þegnar! Og að lokum hvað hafið þið spottana langa?
Kveðja Bjartur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.02.2003 at 22:10 #468792
Sæll
Við hérna á Skaganum notum mest spotta sem við fengum hér á Nótastöðinni (Hjá Magga Sól) á fínu verði.Þetta er 100% nælon ef ég man rétt með svakalega fínni teygju. Þetta er 25mm sver spotti held ég, og við höfum aldrei slitið svona spotta.
kv.
Eiríkur
18.02.2003 at 22:13 #468794Við erum með margar lengdir. Vesturlandsdeildin á 50m, 25 metra og svo eru nokkrir með 10-15 metra spotta í bílunum hjá sér. 50 metra spotta notar maður ekki nema við sérstakar aðstæður, en það er þrælfyndið að draga með honum. Maður dregur og dregur og finnur ekkert átak, en svo spýtist bíllinn sem er verið að draga upp úr festunni.
kv.
eiríkur
18.02.2003 at 23:49 #468796Sælir strákar,
eg hef nú margoft notað svona spotta og aldrei slitið en lent í því rífa úr stuðara og hitt skiptið brotnaði hörpulásinn með þeim afleiðingum að spottinn með stykkjunum fór í bæði skiptin í hlerann hjá þeim sem var að draga. En eins og Eiríkur segir þá keyrir maður í spottann finnur ekki fyrir neinu stopar kíkir út þá sígur hinn bílinn oft uppúr festunni, þá er spottinn í fullri vinnslu þó maður sé stopp, ef maður hefur vit á því að vera á bremsunni.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
19.02.2003 at 00:00 #468798Sælir.
Það er rétt að gefa gaum að þessu hjá Hirti. Það eru ótrúlegir kraftar í gangi þó það séu ekki miklir slynkir eða rykkir þegar keyrt er í langa teygjuspotta. Ég lenti einu sinni í því að venjulegt (nýtt) prófíltengi með 50 m/m kúlu brotnaði hjá mér. Sem betur fer hlaust ekki slys af, en þetta eru eins og byssukúrlur þegar þetta skýst út í loftið.
Gott ráð er að hnýta galla, úlpu eða e-ð þ.h. á miðjan spottann til að dempa ferðina á spottanum ef e-ð gefur sig. Svo á gangandi fólk alls ekki að standa nálægt.
Það hefur margoft legið við stórslysi við svona aðstæður og full ástæða til að fara varlega.
Ferðakveðja,
BÞV
19.02.2003 at 00:02 #468800…ég gleymdi að ég ætlaði að benda mönnum á Jónskrókinn (Jón hjá Alla Bridde hannaði hann) þ.e. þessir gulu sem menn stinga í prófíltengin.
Þetta er það besta/öruggasta sem ég hef séð til að nota í prófíltengin.
BÞV
19.02.2003 at 07:31 #468802Ég setti fyrir nokkrum árum pistil [url=http://um44.klaki.net/bunadur.html:10n9skin]búnað í vetrarferðum[/url:10n9skin] á netið. Flest af þvi er varðar spottana er þegar komið fram á þessum þræði.
[list:10n9skin]Samkvæmt minni reynslu eru helstu atriðin varðandi teyjuspotta:
[*:10n9skin]Hvítt nylon tegist meira en önnur efni, allt að 30-50%[/*:m:10n9skin]
[*:10n9skin]Sverleiki kaðalsins ætti að vera minnst 20mm[/*:m:10n9skin]
[*:10n9skin]Hafa lengdina a.m.k. 10 m. Ef eitthvað gefur sig þá er það mín reynsla að endinn á löngum kaðli fer undir bílinn frekar en í hlera eða rúðu, ef kaðallinn er langur.[/*:m:10n9skin]
[*:10n9skin]Nota splæstar lykkjur á báðum endum. Hnútar veikja kaðalinn mjög mikið og ef mikið er tekið á þá getur verið erfitt að losa pelastikk.[/*:m:10n9skin]
[*:10n9skin]Ef þörf er á meira átaki má nota kaðalinn tvöfaldan.[/*:m:10n9skin]
[*:10n9skin]Nýlon þolir raka á þess að skemmast en það þolir ekki sólarljós til lengdar og sandur og óhreinindi valda sliti.[/*:m:10n9skin]
[*:10n9skin]Það ráðlagt að setja úlpu eða teppi á kaðalinn, til að hægja á honum ef eitthvað gefur sig.[/*:m:10n9skin][/list:u:10n9skin]
19.02.2003 at 09:55 #468804Hjá versluninni Ellingsen á Grandagarði er hægt að fá teygjuspotta :
20 mm sem þola 8.3 tonn
24 mm sem þola 12 tonn
28 mm sem þola 15.8 tonn
Þeir eru úr Perlon (nylon) og eru með 30 % teygju.
Ég mæli sérstaklega með 28 mm þykkt, það veitir ekkert af því fyrir meðalstóra og stærri jeppa.
19.02.2003 at 11:17 #468806Sælir félagar ég er búinn að vera með teijuspotta leingi og nota hann mikið. Það er eitt sem verður að gjæta að geimið teijuspottan inn í bíl í hita því frosinn teijuspotti virrar ekki sem skildi. Frosinn spotti þolir ekki eins mikið átak og slitnar frekar.
19.02.2003 at 12:27 #468808
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
http://www.mountainfriends.com/html/spottaspeki.html
Þarna er pistill um dráttartóg sem er byggður á upplýsingum frá fagmanni í þessum fræðum (netagerðarmanni).
Kv – Skúli
19.02.2003 at 23:55 #468810
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fann þessa grein á kára.is
Spottaspeki
Stundum má heyra það viðhorf hjá jeppamönnum, að það sé ein mesta niðurlæging sem menn geti lent í ef þeir þurfa að "þyggja spottann". Önnur kenning og kannski öllu raunhæfari er að þeir sem aldrei þurfa drátt fari annað hvort aldrei af malbikinu eða láti félagana alltaf um að ryðja eða reyna við erfiðar hindranir. Hvað sem öllu öðru líður er gott dráttartóg eitthvað sem tvímælalaust flokkast sem nauðsynlegur öryggisbúnaður í hverjum jeppa.Band er ekki bara band. Dráttartógið þarf að vera nægjanlega sterkt og hentugt í notkun. Svokallaðir teygjuspottar njóta mikilla vinsælda, enda fara þeir betur með bæði bílinn sem er fastur og þann sem dregur, þar sem teygjan kemur í veg fyrir rykki sem geta skemmt og brotið, en gefur þess í stað jafnt og þétt átak. Þessir spottar kosta hins vegar sitt og því full ástæða til að huga að réttri meðhöndlun og umhirðu, þannig að þeir endist sem best. Auk þess getur dráttartóg sem slitnar valdið miklum skaða bæði á bílum og fólki. Þetta er því nokkuð sem ætti að flokkast með öryggisatriðum. Káravefurinn leitaði til Hilmis B. Auðunssonar um þetta en hann er lærður netagerðamaður og hefur því fagþekkingu á þessum hlutum. Upp úr þeim ráðleggingum settum við saman eftirfarandi punkta.
Sp.: Góð ráð til að auka endingu spottans?
Sv.: Mjög gott er að verja augað á spottanum þ.e splæsta endanum með strigalímbandi eða jafnvel gúmmislöngu. Þessi hluti vill merjast og hitna þegar verið er að djöflast í þeim.Sp.: Er slæmt fyrir teygju í teygjuspottum ef bíll er dreginn langtímum saman með þeim, t.d. ef draga þarf bilaðan bíl til byggða?
Sv.: Þetta ætti að vera í lagi öðru hvoru, enn á endanum klárast teygjan í spottanum og þá er hann ónýtur. Það er hins vegar ekki fyrr en eftir mikla notkun.Sp.: Hafa óhreinindi og skítur slæm áhrif á spottann?
Sv.: Flestir teyjuspottar eru úr nyloni sem er gerviefni og óhreinindi hafa ekki áhrif á það. Hins vegar getur verið gott að skola spottann öðru hvoru þannig að það setjist ekki í hann slæm lykt og hann sé skemmtilegri í umgengni.Sp.: Er óæskilegt að spottinn sé geymdur rakur eða blautur (t.d. í plastpoka aftur í bíl)?
Sv.: Þegar nylon blotnar og þornar aftur harðnar það aðeins þar sem það dregst örlítið saman við að blotnar. Því er spottinn þjálli rakur en að öðru leiti hefur þetta ekki áhrif.Sp.: Hvernig er hægt að varast sláttinn af teygjuspotta sem slitnar eða losnar af í átaki?
Sv.: Teygjuspotti sem slitnar í miklu átaki getur farið í gegnum veggi og gler og því hætta á að menn slasist alvarlega við að fá þetta í sig. Með því að setja galla eða aðra sæmilega þunga flík á spottann má koma í veg fyrir þetta.Sp.: Hvað þarf slitþol dráttartógsins að vera?
Sv.: Ekkert einfalt svar er við þessu en sem viðmið má nota þá þumalputtareglu að slitþolið sé að lágmarki þreföld þyngd bílsins. Hins vegar getur margt spilað inn í þetta, s.s. hvernig festan er og með hversu öflugum bíl er dregið.Nokkuð misjafnt er hversu góða þekkingu sölumenn í verslunum sem selja dráttartóg hafa á vörunni, þó ekki sé ætlunin hér að alhæfa í þeim efnum. Líklega líta engu að síður sumir svo á að band sé bara band. Þessu er skellt fram hér í þeim eina tilgangi að benda á að ekki er víst að upplýsingarnar sem sölumenn gefa séu réttar. Þannig var það fullyrt í einni verslun núna fyrir skömmu að 28mm snúið nylon tóg þoli 15 eða16 tonn og hafi teyju allt að 60%. Jafnframt að slitþolið sé jafn mikið á spottanum splæstum eða hnýttum. Rétt er hins vegar að:
Rýrnun á styrk í nylontógi er um 60% í hnút og 10%-35% við splæsingu. Til að útskýra þetta betur má taka dæmi af kaðli sem að á þola 10 tonn. Ef þú bindur á hann pelastikk fellur slitþolið um heil 60% og þolir hann þá einungis 4 tonn. Ef þriggja þátta snúið tóg er splæst veikist það hins vegar um u.þ.b. 30% og er slitþolið þá komið í 7 tonn. Ef þetta er hins vegar fléttað tóg og splæsið fléttað veikist það aðeins um 10%. Hins vegar er seinlegast að splæsa tógið þannig.
Og að lokum, látið engan segja ykkur draugasögur um hámarkstognun á nyloni, tognunin fer ekki yfir 50% og algengast er um 40-45%.
Of veikur kaðall sem hnýttur er með pelastikk (þó ágætur sé) getur bæði skemmt bíla og slasað fólk. Það er því ástæða til að huga að þessu og hafa réttar upplýsingar.
Ef spurningar vakna við þennan lestur eða menn hafa verið að velta fyrir sér einhverju sem er ósvarað hér er hægt að senda Káravefnum spurningar og við munum leita svara.
Kveðja Bjartur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.