This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Jón Grímsson 18 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Tetra.
Nú verður opið hús á morgun í Skógarhlíð, hjá Neyðarlínuni. Þess vegna væri ekki úr vegi að þeir sem þekkja til fyrrverandi Tetrakerfis rifjuðu upp reynslu sína af því t,d af hverju það rann út í sandinn. Þ.a.s hvað var þess valdandi að þetta kerfi varð aldrei lands þekjandi. Og t.d hvers vegna er aldrei fjallað um Tetra sem vænlegan kost sem arftaka NMT í fjölmiðlum en einungis minnst á langdrægt gsm ?.
Margar spurningar vakan þegar maður veltir þessu fyrir sér, sérstaklega þar sem þetta á að verða okkar helsta öryggistæki.
1 Hver er langdrægni Tetra endurvarpa
2 Hversu marga þarf til þess að hægt sé að kalla landið þekjandi
3 Verða tæknimenn Neyðarlínunnar ófaglærðir Landsbjargarmenn
4 Hefur Neyðarlínan fjármagn til þess að gera þetta einsog til er ætlast
5 Ef Tetra kerfinu verður komið upp kemur ekki upp sú staða að tvö kerfi verða í gangi og þá bæði hálf hölt þar til annað kerfið verður undir.
6 Ef Tetrakerfið var svona sniðugt af hverju voru endurvarparnir teknir niður og getur verið að þeir séu í ruslahrúgu á lóð Jörva.Ég verð að segja að ég er mjög skeptiskur á þetta og væri ekki vera að jeppamenn ræddu kosti þess og galla áður en við verðum mataðir á einhliða áróðri, þar sem við komum engum vörnum við vegna vanþekkingar. Því endilega látið í ljós skoðanir ykkar á þessu máli.
You must be logged in to reply to this topic.