Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tetra/gsm
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Jón Grímsson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.01.2006 at 22:30 #197100
AnonymousTetra.
Nú verður opið hús á morgun í Skógarhlíð, hjá Neyðarlínuni. Þess vegna væri ekki úr vegi að þeir sem þekkja til fyrrverandi Tetrakerfis rifjuðu upp reynslu sína af því t,d af hverju það rann út í sandinn. Þ.a.s hvað var þess valdandi að þetta kerfi varð aldrei lands þekjandi. Og t.d hvers vegna er aldrei fjallað um Tetra sem vænlegan kost sem arftaka NMT í fjölmiðlum en einungis minnst á langdrægt gsm ?.
Margar spurningar vakan þegar maður veltir þessu fyrir sér, sérstaklega þar sem þetta á að verða okkar helsta öryggistæki.
1 Hver er langdrægni Tetra endurvarpa
2 Hversu marga þarf til þess að hægt sé að kalla landið þekjandi
3 Verða tæknimenn Neyðarlínunnar ófaglærðir Landsbjargarmenn
4 Hefur Neyðarlínan fjármagn til þess að gera þetta einsog til er ætlast
5 Ef Tetra kerfinu verður komið upp kemur ekki upp sú staða að tvö kerfi verða í gangi og þá bæði hálf hölt þar til annað kerfið verður undir.
6 Ef Tetrakerfið var svona sniðugt af hverju voru endurvarparnir teknir niður og getur verið að þeir séu í ruslahrúgu á lóð Jörva.Ég verð að segja að ég er mjög skeptiskur á þetta og væri ekki vera að jeppamenn ræddu kosti þess og galla áður en við verðum mataðir á einhliða áróðri, þar sem við komum engum vörnum við vegna vanþekkingar. Því endilega látið í ljós skoðanir ykkar á þessu máli.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.01.2006 at 23:44 #539518
Er það ekki NOKIA (1st gerneration) kerfið???
sem Tetra Ísland, náði ekki að selja úr landi. Eftir að þeir keyptu Tetralinu.net (motorola kerfi) sem neyðarlínan notar.
Og fóru nærri því á hausinn þangað til Motorola frjáfesti í 30% hlut í fyrirtækinu.
Og svo síðast var Landsíminn kominn með einhvern hlut.Nokia og Motorola kerfin af fyrstu kynnslóð gátu ekki unnið saman, þrátt fyrir að staðlar gerðu kröfur til þess.
Drægni Tetra senda er helmini meiri en GSM sendis.
Sem dæmi nær maður sambandi í gegnum sendi í Vestmanneyjum á suður Reykjanesi.(í beinni línu)
19.01.2006 at 00:23 #539520[url=http://www.europe.nokia.com/cda1/0,4879,2235,00.html:20ko0ntz]Tetra[/url:20ko0ntz] er talstöðva kerfi sem ætlað er fyrir lögreglu og viðlíka, það er einfaldlega ekki hannað fyrir almenning. Þess vegna er það ekki valkostur sem arftaki NMT kerfisins.
Sennilega er Ísland eina landið í heiminum þar sem einhverjum hefur dottið í hug að pranga þessum fjanda uppá almenning.-Einar
19.01.2006 at 00:39 #539522Tek undir að hér sé þörf á að vera á varðbergi og bendi á að uppsetning og rekstur slíks kerfis kemur til með að kosta….. Sá kostnaður mun á endanum verða greiddur af notendum og/eða skattgreiðendum og þá væntanlega hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Reyndar var síðasta brotlending ekki ókeypis.
Þá hefur verið spaugilegt að fylgjast með fréttum af endalokum NMT kerfisins, engu líkara en Fjarskiptastofnun hafi reglulega auglýst endalokin eftir pöntun frá einhverjum sem af ótilgreindum ástæðum dauðliggur á að loka því kerfi. Ekki laust við að maður velti því stundum fyrir sér hvort það sé af fjárhagslegum hvötum, þ.e. að komast á þennan markað með eitthvað annað/eigið kerfi.
Á hinn bóginn getur hér verið um eðlilega og raunhæfa þróun í fjarskiptum landans að ræða og þá færa menn bara rök fyrir því.
Eitt enn, ég verð að leyfa mér að efast stórlega um að hægt og/eða raunhæft sé að nota Tetra stöð í Vestmanneyjum af Reykjanesi.
19.01.2006 at 00:51 #539524Hvar sast þu auglyst að það væri opið hús hja 112, a morgun?
Kv
Daði
19.01.2006 at 09:52 #539526Kíktu á forsíðuna. Opið hús flyst að Skógarhlíð….
kv.
Ella
19.01.2006 at 10:26 #539528Það er ekkert mál að tala á Tetra frá Reykjanesi til Vestmannaeyja. Þú nærð sambandi við sellu á Þorbirni. Hún er línutengd inn í miðlægt kerfi í Skógarhlíð. Tetra sella á Klifinu í Vestmannaeyjum er síðan línutengd við Skógarhlíðina.
Tæknilega séð er langdrægni Tetra bílstöðvar 58 km, en í praxis er langdrægnin ca. 10 – 40 km og fer það eftir staðsetningu Tetra sellunnar og landslagi. Það er því ekki fræðilegur möguleiki á að hægt sé að tala beint frá Reykjanesi til Vestmannaeyja því það er ca. 120 km.
Langdrægni á normal GSM stöð er theoritisk 35 km en Extented Range stöðvar sem eru td. á Gagnheiði og Klifinu í Vestmannaeyjum draga theoritisk 121 km (með sjónlínu og bestu skilyrði)
19.01.2006 at 10:36 #539530Fyrir mér er þetta spurning um öryggismál, önnur atriði eins og möguleikinn á að liggja á vefnum inni í Setri og senda myndir er bara hugsanleg aukaafurð. Aðalatriðin varðandi það kerfi sem tekur við hlutverki NMT hjá okkur finnst mér vera tvennt.
Annars vegar að það sé nægjanlega landsdekkandi eða allavega dekki hálendi og óbyggðir þar sem GSM nýtur ekki við. Þetta skiptir auðvitað miklu því kerfi sem er verulega götótt og virkar ekki á stórum svæðum er falskt öryggi og jafnvel verra en ekkert. Þetta byggir á langdrægninni og svo hvað það eru settir upp margir sendar, hversu þétt netið er. Til þess að þetta sé í lagi þarf semsagt að setja mikið af peningum í uppbygginguna og kerfi sem er sett upp af vanefnum er verra en ekkert.
Hins vegar skiptir máli að þetta sé á viðráðanlegu verði fyrir notendur og þá sérstaklega áskriftargjöldin. Ef mánaðargjöldin eru fleiri þúsund krónur bætist of stór kostnaðarliður við rekstur fjallajeppans og margir myndu hreinlega sleppa þessum kostnaðarlið. Öryggiskerfi sem menn hafa ekki efni á að nýta sér er ekki að virka.Þetta eru aðal áhyggjuefni mín í þessu og það sem verra er þá stangast þessi atriði í sjálfu sér á. Sá sem byggir upp kerfið þarf fullt af peningum inn í það til að það verði almennilegt en svo þarf þjónustan að vera ódýr og markaðurinn er í raun ekki svo stór. En bæði þessi atriði skipta miklu upp á að kerfið virki sem raunverulegt öryggiskerfi. Ég veit hins vegar ekkert um það hvort það skipti miklu máli varðandi þessi atriði hvað tæknin sem slík heitir. Aðalmálið er að rekstraraðili kerfisins finni leið til að fullnægja þessum kröfum hér að ofan.
Kv – Skúli
19.01.2006 at 11:25 #539532Verð og þægindi skipta miklu máli fyrir öryggiskerfi. GSM síminn er handhægur og nettur, þess hef ég hann í vasanum þegar ég geng á Esjuna, þó ég hafi aldrei nennt að burðast með NMT símann þangað, (nema í þetta eina skipti sem ég fór á bílnum). Það er alveg gefið að að verðlagning á TETRA, bæði áskrift og verð sjálfra tækjanna, verður með þeim hætti að gervitungla sími, sem virkar allstaðar, verður ódýrari kostur. Það er líklegt að sama gildi um CDMA 450 kerfið, þó það sé hannað fyrir almenning, þá er það fyrst og fremst ætlað fyrir gagnaflugning, það er ekki samæhft við GSM.
Ef GSM 450 kerfið kemst á koppinn, þá er það ekki spurning að það er lang besti kosturinn fyrir okkur, þar sem símarnir verða ódýrir og handhægir og ekki þarf sérstaka áskrift.
Um eða yfir 70% allra farsíma í heiminum fylgja GSM stöðlum, afgangurinn dreifist á mörg kerfi, flest Amerísk, sem eru meira og minna ósamhæfð hvert við annað.
19.01.2006 at 11:35 #539534
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vissulega er saga Tetra á Íslandi mikil sorgarsaga. En það breytir því ekki að tæknin er áhugaverð, og fyllilega þess verð að menn skoði þennan möguleika með opnum huga.
Einar skrifar að vegna þess að Tetra kerfið sé hannað til að mæta kröfum viðbragsaðila, þá henti það ekki almenningi, og geti þ.a.l. ekki komið í stað NMT kerfisins. Það finnst mér undarleg röksemdafærsla. Vissulega kemur Tetra aldrei í staðinn fyrir hreinræktuð almenningskerfi, eins og GSM, vegna þess að notendabúnaður Tetra er dýrari og fyrirferðarmeiri en GSM símar, en sem öryggiskerfi á hálendi Íslands þá hefur Tetra fjölmarga kosti umfram NMT, GSM eða VHF kerfi. Einmitt vegna þess að Tetra er hannað fyrir viðbragsaðila, nýtast kostir þess sérstaklega vel t.d. fyrir 4X4 félaga, þ.e.a.s ef landsdekkandi kerfi verður að veruleika. Tel hér upp nokkra:
1. Tetra kerfið er þannig uppbyggt, að detti stjórnstöð kerfisins af einhverjum orsökum út, þá vinna einstakir endurvarpar sjálfstætt, þannig að menn geta áfram haft samband sín á milli innan þess svæðis sem hver endurvarpi dekkar (eins og VHF kerfi 4X4 vinnur í dag).
2. DMO eða Direct Mode, gerir það kleift að hægt er að hafa beint samband milli Tetra stöðva ef þær eru utan við endurvarpakerfið. Möguleikar eins og DMO Gateway, og DMO Repeater gera það síðan mögulegt, að ef t.d. slys verður á skuggasvæði við endurvarpakerfið, þá er hægt að stilla bíl upp á hæð þar sem samband er við endurvarpana, og nota hann sem tengil (endurvarpa, gateway) við sjálft Tetra kerfið.
3. Hópar. T.d. gæti verið einn opinn samskipta hópur fyrir alla í 4X4, einstakir ferðahópar haft sinn eigin lokaða hóp, einn vaktaður hópur fyrir alla notendur á landinu (Gamla gufunes) o.s.frv.
4. Flest ný Tetra tæki, bæði handtæki og bíltæki, eru með innbyggt GPS tæki, sem t.d. getur sent út staðsetningu í neyðartilfelli. Þennan möguleika er líka hægt að nota til að fylgjast með á korti hvar ferðafélagarnir, í rauntíma, þ.e.a.s. ef þeir leyfa.
5. Allir endurvarpar tengdir saman, þannig að 4X4 félagi sem er staddur á vestfjörðum, getur fylgst með félögunum sem eru t.d. á leið inn í Setur.
6. Gagnaflutningur, t.d. hægt að sækja GPS punkta á internetið.
7. Hægt er að tengja mismunandi hópa saman í stjórnstöð Tetra kerfisins, án þess að forrita sjálfan notendabúnaðinn. Þannig er t.d. við neyðaraðstæður hægt að tengja saman í einn hóp aðila frá 4×4, Hjálparsveitum, Lögreglu, Landhelgisgæslu, Vegagerð, osfrv.
Það eru vissulega kostir og gallar við öll kerfi, þannig er VHF langdrægast, GSM notendabúnaður ódýrastur og NMT dekkar landið best í dag.
Kostirnir við Tetra er að það sameinar best eiginleika allra þessara kerfa í eitt, þó ekki án málamiðlana.Mikilvægast finnst mér þó að valið verði eitt kerfi, sem fær einkarétt á þessari þjónustu og þannig tækifæri til að byggja upp gæðakerfi. Þetta hljómar kannski gamaldags í nútíma markaðshugsunarhætti, en reynslan hefur einfaldlega sýnt að þessi markaður er of lítill fyrir samkeppnisumhverfi.
19.01.2006 at 11:39 #539536sælir
Lokun NMT450 kerfisins á Íslandi er í fullkomnu samræmi við þá þróun sem hefur verið í gangi í öðrum löndum Evrópu sem hafa verið að notast við þetta kerfi (og samningurinn við Símann er að renna út). Ástæðan er einfaldlega sú að notkun á kerfinu hefur minnkað mikið í seinni tíð og hefur t.a.m. verið á hraðri niðurleið hér á íslandi frá árinu 2000. Þetta þýðir þó ekki að enginn sé að nota kerfið, árið 2004 voru um 22.000 notendur og því væntanlega töluverð eftirspurn eftir nýju kerfi !
Þróunin í öðrum löndum hefur verið sú að tíðnibandið hefur verið notað í GSM 450 eða CDMA/EDGE 450 og eru norðurlöndin sum hver að færa sig inn í þetta kerfi.
Við höfum nú þegar ´dýran´ valmöguleika sem virkar mjög vel og það eru gervihnattasímarnir, mánaðargjöldin eru lág en mínúturnar dýrar. Símstöðvarnar eru þó að vísu ennþá í dýrari kantinum en það breytist væntanlega með tíð og tíma. Þessi valkostur hentar ekki jeppamönnum almennt eins og er nema sem öryggistæki að mínu mati.
Tetra er þó nýr vinkill á þetta og algjörlega óháð umræðunni um 450 kerfin en er þó auðvitað samkeppnisaðili.
Það er því pláss á markaðnum (ennþá) fyrir eitthvað landkerfi (með góða dekkun) sem er ódýrt í rekstri (fyrir notandann) en hvort það er Tetra komumst við væntanlega betur að í kvöld.
Hvet alla til að mæta !
kv
Agnar
19.01.2006 at 11:48 #539538Gunnar kemur þarna inn á kjarna málsins, ætlunin er að koma á einokun þannig að við verðum neyddir til þess að nota kerfi sem er margfalt dýrara, og nær aldrei að dekka nema hluta hálendisins.
Þetta stangast á við stefnumörkun Alþingis í fjarskiptamálum, og eru raunar fyrirfram dæmt til að mistakast vegna samkeppni frá gervitunglasímunum.Framleiðendur Tetra makrkaðsetja það eingöngu til lögreglu og þessháttar, þetta skiptir skopum fyrir verðlagningu og framboð á búnaði. Raunar er Noka ný búnir að [url=http://press.nokia.com/PR/200509/1010284_5.html:37sy6d7o]losa sig við Tetra deildina,[/url:37sy6d7o] seldu hana [url=http://www.eads.net/frame/lang/en/1024/xml/content/OF00000000400004/4/56/40899564.html:37sy6d7o]EADS[/url:37sy6d7o], sem er fyrst og fremst hermangsfyrirtæki.
-Einar
19.01.2006 at 11:53 #53954019.01.2006 at 12:12 #539542
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já, það er mín skoðun að þegar við erum að tala um öryggiskerfi fyrir hálendi Íslands, þá geti það ekki þrifist í samkeppnisumhverfi.
GSM kerfið hefur vissulega sýna kosti, þ.e.a.s. notendabúnaður er ódýr, og menn geta valið um hvort þeir borgi 10 kall á mínútuna hjá Símanum eða OG Vodafone:) En það getur aldrei, eitt og sér, verið öryggiskerfið (með ákveðnum greini) á hálendi Íslands sem nýtist bæði viðbragsaðilum og almenningi.
Einokun, já eins og þú bendir sjálfur á Einar, þá höfum við gerfihnattasímana sem valkost, ef rekstraraðili með einkarétt á öryggiskerfi viðhefur einokunartilburði.
19.01.2006 at 12:50 #539544Gunnar nefndi gagnaflutning í lið 6 hér að ofan. Þær Tetra sellur sem eru í notkun í dag eru lang flestar tengdar með einni línu við miðlæga kerfið í Skógarhlíð. Þessar línur geta flutt 64kb. Hver sella getur verið með 3 samtöl í gangi í einu og geta þessi 64kb því þurft að deilast á 3 samtöl.
Ég set því spurningamerki við gagnaflutning.
Kv – Kjartan
19.01.2006 at 13:07 #539546Ég sammála Gunnari um að það er ekki grundvöllur fyrir samkeppni í símaþjónustu á hálendinu. Því er grundvallaratriði að það kerfi verði valið sem á mesta möguleika á útbreiðslu. Vegna verðs, framboðs og markaðssetningar á notenda búnaði á TETRA enga möguleika á því ná verulegri útbreiðslu. Hér er því verið að fara fram á að við skiptum á NMT kerfinu, sem virkar, og kerfi sem verður hugsanlega notað af viðbragðsaðilum, stafsmönnum fáeinna stórfyrirtækja og e.t.v. nokkrum jeppaköllum með háan dótastuðul. Mér finnst þetta bera vott um mikla bíræfni.
-Einar
19.01.2006 at 13:36 #539548Nú er íslenski fiskiskipaflotinn einn stærsti notendahópur NMT – símakerfisins í dag. Mig grunar að það muni því hafa mikil áhrif á hvaða kerfi verður tekið upp í staðinn fyrir NMT, hvaða stefnu sá hópur tekur í málinu. Nú veit ég ekki á hvaða skriði umræðan innan þessa hóps er og hvaða stefnu hún er að taka, ef hún er þá einhver enn sem komið er. Þetta ýtir við mér allavega að heyra í þeim hjá Landssambandi smábátaeigenda og spyrjast fyrir. Maður þarf að vita hvað þarf að kaupa í bátinn í staðinn fyrir símann! Nú, en hvað varðar Tetra-kerfið, þá hélt ég satt að segja að það hefði beðið algjört skipbrot. Það er greinilega "alive and kicking" af þessari umræðu hér að dæma. En það sem ég ætlaði fyrst og fremst að skjóta inn í þessa umræðu var fyrirspurn til þeirra sem allt vita, hvort samkeppnisreglur Evrópusambandsins leyfi að eitt kerfi og/eða einn rekstraraðili verði með svona þjónustu?
19.01.2006 at 14:51 #539550
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já, kannski erum við að komast að kjarna málssins. Mér virðist þetta snúast um spurninguna hvort við þurfum nýtt öryggiskerfi fyrir hálendið (já og miðin, ekki má gleyma þeim), eða ekki.
Ef við gefum okkur að núverandi VHF kerfi sem viðbragðsaðilar nota, sé fullnægjandi lausn sem öryggiskerfi, og dugi okkur næstu 10-15 árin, þá er útvíkkun GSM kerfisins á 450 Mhz borðliggjandi besta lausnin.
VHF kerfi björgunarsveita og 4X4 hefur reynst frábærlega vel og er tiltölulega ódýrt í rekstri. Allavega hingað til. Það má nefnilega ekki gleymast, að það hefur staðið og fallið með ódrepandi áhuga, elju og dugnaði eins manns, Sigga Harðar, sem hefur hannað og smíðað flesta endurvarpana, og með aðstoð góðra manna séð um uppsetningu og viðhald á þeim. Án þess að ég viti það, þá er ég hræddur um að tímakaupið hafi nú oft ekki verið til að hrópa húrra fyrir í þeirri vinnu. Siggi er nú enn á besta aldri, og ég óska honum að sjálfssögðu langrar og gæfuríkrar ævi, en það er nú einu sinni þannig að enginn er eilífur. Hvað þá, eru enn til menn sem eru tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn, og er það yfirleitt forsvaranlegt að byggja öryggi landsmanna á því.
Kjartan bendir á litla bandbreidd á línum til endurvarpa. Þekki því miður ekki hvernig þessum málum er háttað. En þetta er náttúrulega fyrirtaksspurning til þeirra Neyðarlínumanna í kvöld.
Varðandi spurninguna sem Keli sló fram, varðandi samkeppnisreglur og Evrópusambandið, þá eru náttúrulega fleiri viðskiptamódel en einkaréttur möguleg. T.d. gæti ríkið komist að þeirri niðurstöðu að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp eitt landsdekkandi öryggiskerfi fyrir Ísland, og veita síðan þjónustuaðilum aðgang að því. Þannig gætu Síminn, Og Vodafone, Neyðarlínan og fleiri aðilar boðið sína þjónustu (mínútuverð, mánaðargjöld, niðurgreiðslu á notendabúnaði) í samkeppni, þrátt fyrir að kerfið sé eitt.
20.01.2006 at 09:03 #539552Tetra kynningin hjá Neyðarlínunni var fróðleg. Þeir höfnuðu því alfarið að það væru eitthver tengsl milli lokunar NMT kerfisins og áforma um uppbyggingu Tetra. Það er stefnt að því að c.a. þrefalda stöðvafjölda í tetrakerfinu þannig að það nái til allrar byggðar og þjóðvega í byggð, og hluta hálendisins. Uppbygging kerfisins og stjórnun miðast við þarfir lögreglu og annara útkallsaðila, en það er líka notað af orkufyrirtækjum. Þessi stækkun kerfisins kemur væntanlega til framkvæmda á næstu missirum. Þrátt fyrir áformaða stækkun tetra kerfisins, þá mun það ekki ná til stórra svæða á hálendinu, t.d. Vatnajökuls, þar sem NMT kerfið nær vel núna. Það er því nokkuð ljóst að arftaki NMT kerfisins verður annaðhvort CDMA 450 eða GSM 450.
Frekari upplýsingar um tetra eru á[url=http://en.wikipedia.org/wiki/Terrestrial_Trunked_Radio:3ceeq9zk]wikipedia[/url:3ceeq9zk] og hjá[url=http://www.tetramou.com/:3ceeq9zk]TETRA Memorandum of Understanding.[/url:3ceeq9zk]
[url=http://www.hataekni.is/vorur/talstodvar-og-tetra/tetra/pnr/232:3ceeq9zk]Hátækni[/url:3ceeq9zk] selur tetra tæki.-Einar
[img:3ceeq9zk]http://www.siminn.is/thjonustusvaedi_tetra.jpg[/img:3ceeq9zk]
24.01.2006 at 19:07 #539554sælir
Rak nefið inn í RSig fyrir helgi og sögðu þeir mér að nú væri hægt að fá síma fyrir 70-80 þús kr. og mínútu gjaldið væri komið niður í 32 EUR cent (um 25 kr) ef keyptur er mínútupakki, ekkert fastagjald. Ég hef verið á þeirri skoðun að gerfihnattasímarnir væru framtíðin fyrir jeppamenn á Íslandi en ekki uppbygging landkerfis og nú virðist mér að það sé orðinn raunhæfur möguleiki. Hljóðgæðin eiga að vera mjög góð og búnaðurinn og mínútugjaldið er nú kominn á viðráðanlegt verð !
Nú væri gaman væri að heyra í einhverjum sem hefur/er að nota síma í Globalstar kerfinu varðandi gæðin …..
Sjá meira [HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.globalstareurope.com/en/content.php?cid=300]hér.
kv
AB[/url]
24.01.2006 at 20:06 #539556Var þetta handsími sem var að kosta 70 – 80 kkr eða er bíleiningin á þessu verði ?
Ég er algerlega sammála þér að gervihnattasími er það sem koma skal – en ég vill fá þetta þannig að þetta sé fast í bílnum með útiloftneti svipað og núverandi nmt sími.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.