Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tetra kerfið
This topic contains 132 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.10.2006 at 15:58 #198780
Sælir félagar við verðum að tryggja f4x4 aðgang að þessu kerfi.
Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu komið á næsta vor
Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gengu í dag frá samkomulagi við 112 hf. um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis, Öryggisfjarskipti ehf., sem mun byggja upp og reka fullkomið Tetra fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu kerfisins ljúki næsta vor.Gengið var frá samkomulaginu við setningu ráðstefnunnar Björgun 2006 og við sama tækifæri gerði nýja fjarskiptafyrirtækið samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg um notkun kerfisins. Allir helstu viðbragðsaðilar í landinu hafa lýst yfir vilja til að nota það.
Samkomulagið er gert í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins en þar var uppbygging Tetra kerfisins kynnt. Neyðarlínan, 112, eignaðist Tetra kerfið á árinu 2005 en það hefur hingað til aðeins þjónað viðbragðsaðilum á suðvesturlandi, Akureyri og Ísafirði.
Með þeirri endurnýjun og uppbyggingu sem framundan er munu Íslendingar eignast fullkomnasta fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu sem völ er á. Kerfið mun þjóna öllu landinu og gegna lykilhlutverki við leit og björgun.
Nýja fjarskiptafyrirtækið er að mestu í eigu ríkissjóðs en 112 hf. á einnig hlut í fyrirtækinu og annast rekstur þess. Tetra kerfið byggist á stafrænni útfærslu og fjarskiptastöðlum sem sérstaklega eru gerðir fyrir fjarskipti neyðar- og öryggisþjónustu, svo sem hjá lögreglu, slökkviliðum og björgunarsveitum.
Kerfið mun einnig henta orkufyrirtækjum, Vegagerðinni og sambærilegum aðilum vel. Unnt er að veita fleirum aðgang að kerfinu en þó þannig að neyðar- og öryggisaðilar hafi jafnan forgang. Við neyðaraðstæður er unnt að útiloka aðra en þá sem nauðsynlega þurfa að nota kerfið. Frá þess segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
af mbl.is -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.10.2006 at 22:26 #564724
Sæll nafni
Tetrasíminn getur komið í staðinn fyrir gsm, nmt, vhf, cb, gps.
Reiknaðu nú.
Hægt er að fara í direkt mode á Tetrastöð og geta þá bílar td. Rottugengið talað saman þó þeir séu fyrir utan Tetrasvæðis á td. Vatnajökli.
ykkar gundur
30.10.2006 at 22:46 #564726Hér sýnist mér Gundur hafa fengið ofbirtu í augun. Mestur hluti þess stóra svæðis sem verður utan drægis "landsdekkandi" Tetra, er á þjónustusvæði NMT núna. Það bendir flest til að GSM muni þjóna mun stærri hluta hálendisins en Tetra, þegar NMT kerfinu verður lokað. Raunar er töuvert svæði núna með GMS þjónustu, t.d. frá Vatnsfelli, sem verður utan þjónustu Tetra, samkvæmt "landsdekkandi" kortinu.
Þriggja watta Tetra talstöðvar verða aldrei nærri því eins langdrægar og 25 watta VHF stöðvar.
Það þarf líka einstaklega mikla sérvisku til að halda að Tetra sími komi í stað GSM
-Einar
30.10.2006 at 23:11 #564728er það ekki líka draumur flestra að gsm kerfið verði svo útbreitt að það verði hægt að hringja á hjálp úr því, enda allir með gsm síma.
tetra kerfið er sérstaklega hugsað fyrir björgunaraðila og lögreglu til að geta stundað samskipti á örlagastundu, sem er ekki hægt með gsm með góðu móti að halda samskipti milli margra aðila í einu. ef björgunaraðgerðir fara fram utan dreifikerfis tetra þarf bara stjórnstöð í nágrennið með tetra endurvarpa og allt er tengt við stjórnstöðvar og sjúkrahús í reykjavík án þess að hnýsnir viti um allt sem fram fer á svæðinu.
31.10.2006 at 00:12 #564730ég held að eik sé svo blindaður af hatri gagnvart tetra kerfinu að hann sjái hreinlega ekki minnsta möguleika á því að við gætum nokkurntímann notað það… þrátt fyrir að hann sé til staðar…
31.10.2006 at 00:28 #564732Verð að taka up hanskann fyrir Eik, þó að ég sé ekki alltaf alveg sammála honum. Eik er bara að benda á ýmsa tæknilega vankanta og hann hefur þekkinguna til að sjá ýmislegt sem öðrum sést yfir í hrifningu sinni.
Tetra er vaflalaust frábært kerfi með marga góða eiginleika, við megum bara ekki gleyma nokkurm annmörkum sem kippa okkur niður á jörðina þegar við förum að skoða þetta betur.
Tveir gallar sem hafa komið fram er sorglega lítil útbreiðsla eftir fyrirhugaða uppbyggingu og lítill sendistyrkur þegar talað er beint á milli bíla.
Þetta hefur verið góður þráður og fróðlegur, reyndum að draga fram tæknilegar staðreyndir og pælingar, ekki ráðast á persónum þó að séum ekki sátt við niðurstöður þeirra eða skoðanir.
Okkur skortir enn upplýsingar og þekkingu til sjá alla þætti til enda, þrátt yfir að margt nýtt hafi komið fram, og meta endanlega hvað Tetra gæti gert fyrir okkur í raun.
Sífellt bætist meira við og mér fannst til dæmis ekki hátt að greiða þetta mánaðgjald sem nefnt vera ef þetta verður kerfið sem tekur best við af NMT. Öllu verra finnst mér að greiða 2.400 á mánuði fyrir Iridium eftir að hafa fjárfest í slíkum með tilboð í höndunum um kr, 1930 á mánuði og dollaraviðmið. Síðan hefur dollar hækkað um 6% og gjaldið um 24% !! Síminn neitar að leiðrétta þetta þrátt fyrir langt strögl, segi þá sögu kannski ítarlega seinna.
Snorri.
31.10.2006 at 10:34 #564734Einar er bara vel að sér í fjarskiptamálum og kemst að niðurstöðu byggðri á þekkingu. Það er alveg sama hvernig á málið er litið þetta tetra dót verður aldrei jafn hagkvæmur kostur fyrir f4x4 og hefðbundið vhf endurvarpakerfi eins og við erum nú þegar með. það sem vantar í fjarskipti er meiri dekkun inn til fjalla og ú á sjó, tetra er verra en hefðbundin vhf kerfi til þess og þar við situr. það hlýtur að vera stærra atriði að vera í sambandi heldur en hvernig sambandið er. Allur sá peningur sem fer í þetta tetrabull minkar bara það fjármagn sem sett er í fjarskiptakerfi sem virka og eru nú þegar með útbreiðslu. (gsm og vhf) GSM sími og góð vhf talstöð gerir alltaf meira en ein tetra stöð. Og haldið að það verði hægt að taka GSM síman og VHF stöðina af græjulistann ó nei það verður sko ekki hægt, tetra stöðin bætist bara við listann. Ekki gleyma því að til að vera vera alltaf í sambandi verður áfram að notast við gervihnattasíma. eða ham radío.
Guðmundur
31.10.2006 at 11:55 #564736Tetrakerfið er stafrænt fjarskiptakerfi, hliðstætt GSM, en þó á annan hátt. Langdrægni sendanna er 58 km. í stað 30 km. í GSM. Hvert tæki eða stöð hefur ákveðið númer eins og símar. Eigi að síður er hægt að nota Tetrastöð á sama hátt og venjulega talstöð. Rásir eru opnar svipað og með VHF stöðvar. Vegna þess að dreifikerfi Tetra er uppbyggt á svipaðan hátt og farsímakerfi geta menn talað saman á sömu rásinni hvar sem þeir eru staddir á landinu innan þjónustusvæði þess.
Ekki þarf að velja númer þess sem kallað er í, ef stillt er á almenna rás. Menn nota stöðina á sama hátt og venjulega talstöð. Það getur ótakmarkaður fjöldi notenda verið á sömu rásinni, en aðeins einn talað í einu. Allir aðrir á rásinni heyra þá samtalið. Þetta er skiptital og ýta þarf á senditakka á sama hátt og venjulegri talstöð.
Tetrakerfið er fyrst og fremst Talstöðvakerfi. Sérstaða þess er sú að þetta er miðlægt stafrænt kerfi. Öll samtöl fara í gegnum miðstöð, nokkurskonar símstöð. Þar af leiðandi er hægt að nota sama tækið sem farssíma, því miðstöðin er tengd almenna símakerfinu. Velja þarf aðeins 0 á undan
símanúmerinu. Eftir það gerast hlutirnir á sama hátt og ég lýsti í greininni um símana. Þetta virðist flókið, en er það alls ekki.
þegar samband er komið á virkar stöðin eins og sími. Ekki þarf að ýta á senditakkann frekar en í farsíma.
Í raun breytist Tetrastöðin sjálfkrafa í símtæki.
Eitt hefur Tetrakerfið fram yfir farsímakerfin. Tetra hefur forgangsrás. Ef ýtt er á rauða hnappinn sem er neyðarhnappur, sama hversu álagið væri mikið fær sendingin algjöran forgang. Þó allar rásir væru uppteknar. Það fer enginn tími í að velja númer því tenging er beint til neyðarþjónustu.
Kerfisstjóri getur einnig hindrað ónauðsynlega umferð í kerfinu til að koma viðbragðsaðilum að í neyðartilfellum. Velþekkt er að símakerfi geta yfirlestast ef eitthvað sérstakt er í gangi, eins og Evrovision eða söfnunarþættir í sjónvarpinu. Það gerist ekki í Tetra. Möguleiki er á allsherjar hópuppkalli þó stöðvar séu stilltar á mismunandi rásir í kerfinu. Gæti komið sér vel ef t.d. Neyðarlínan þyrfti að senda skilaboð í allar Tetrastöðvar hvar sem væri á landinu, með einu uppkalli.
Þar sem öll sambönd fara í gegnum miðstöð er hægt að einangra samtöl tveggja aðila, þó þeir séu á opinni rás án þess að aðrir heyri. Við veljum númer hinnar stöðvarinnar á sama hátt og gert er með síma. Þá er samtalið einangrað frá hópnum en hinir geta talað saman, allir í alla.
Hægt er að senda textaskilaboð sem eru skammstöfuð SDS og í raun sama og SMS í GSM símum. Stöðin getur sent GPS punta án þess að það truþi okkar venjulegu talstöðvasendingar.
Það er aðgerð sem stöðin gerir sjálfvirkt ef þess er óskað.
Lögreglan og nokkrir aðrir nota þennan möguleika nú þegar til að fylgjast með sínum faratækjum. Einnig getum við séð á netinu nokkra bíla sem hafa verið í tilraunum með þetta. Það eru bílar á vegum Tetra Ísland. Vefslóðin hefur verið á heimasíðu Tetra Ísland. Bíll undirritaðs hefur verið einn af þeim. Merktur RSH 2.
Tetrastöðvar eru með mynni eins og farsímar. Hægt er að setja inn fyrirfram ákveðinn skilaboð. T.d. Er kominn á áfangastað. Er í mat. Kominn heim og fr. fiessi skilaboð koma þá sjálfkrafa á skjá hinna stöðvanna í hópnum.
Nú spyr einhver ! Er hér komin lausnin ? Allt í einu tæki.
Farsími, talstöð, gagnasendir og fl.? Jú, það gæti hugsanlega komið að því, en örugglega ekki í sumar. Til að Tetrakerfið standist samkeppni við þau kerfi sem fyrir eru vantar upp undir 100 senda í viðbót við þá 60 sem eru í dag.
Öll fjarskiptatæki hafa kosti og galla.
Við sem ferðumst víða um landið höfum ekki gagn af Tetrakerfinu fyrr en það hefur náð landsdekkun á svipaðan hátt og NMT kerfið. Ef af því verður tekur Tetra væntanlega við af NMT. Ekki er vitað hvað Tetratækin koma til með að lækka mikið frá því sem nú er.
Ódýrasta Tetrastöðin kostar kr. 82.459
Síðan er ákveðið mánaðagjald og fyrir notkun svipað og í farsímum. Tetra Ísland bíður reyndar nokkra möguleika með gjaldið sem er mjög gott. Gjaldskráin er á heimasíðu þeirra, http://www.tetra.is
Ennþá eru þessi tæki í þróun og t.d. hafa rafhlöðunnar í handstöðvunum verulega styttri líftíma miðað við VHF talstöð og GSM síma. Einn aðalkostur svona miðlægs kerfis er eins og fyrr segir að engin landamæri er með sambönd milli stöðva hvar sem er á landinu, innan dreifingarsvæðis þess. Hitt er svo annað mál.
Í fyrsta lagi er Tetra kerfið línutengt við eina miðstöð á sama hátt og farsímakerfin. Við erum háð öryggi með línur, veiturafmagn og stórum mannvirkjum á fjöllum. Tetra hefur reyndar það framyfir farsíma að hægt er að vera með beinar rásir eins og í talstöð. Vandinn er samt sá að um leið og stillt er á beinu rásirnar verða kerfisrásirnar óvirkar. Leitari getur ekki leitað á hvorutveggja í einu. Beinu rásirnar eru mjög skammdrægar og ekkert endurvarp er fyrir þær. Sem öryggistæki getum við því ekki bent á þennan möguleika. Engin tilraun hefur verið gerð með Fjallatoppaendurvarpa fyrir Tetra hér á landi.
Mikil umsvif voru í Tetramálum hér fyrir tveim til þrem árum. Nú hefur frekar hægt á uppbyggingu um sinn. Við erum því betur sett með VHF stöð heldur en Tetra, enn sem komið er. Þróun fjarskiptatækninnar heldur áfram í Tetra sem öðru. Fjarskipti okkar í Ferðaklúbbnum 4×4 verða því í óbreyttum farveg áfram næstu misseri. Við höldum áfram að fjölga endurvörpum og notum gömlu símana á meðan þeir endast.
Í augnablikinu eru því fjarskipti Ferðafélaga í 4×4 óbreytt og önnur kerfi utan þjónustusvæðis
31.10.2006 at 12:14 #564738samkeppni er alltaf af hinu góða. þetta tetra kerfi er rekið af tetra ehf sem er í eigu ríkis og 112. þeta tetra kerfi verður rekið í samkeppni við gsm kerfi símanns og vodafone. þó að eitt fyrirtæki noti svona margar miljónir í uppbyggingu á tetra kerfi minkar það ekki það fjármagn sem annað fyrirtæki notar í uppbyggingu á gsm kerfi sem er í samkeppni við tetra kerfið, heldur eykur það.
ég vona svo sannarlega að gsm kerfið verði það öflugt að hægt verði að hringja úr því á hjálp af öllu þjóðvegakerfi landsinns og öllum ferðamannastöðum, en það á mjög langt í land þó það virki í kerlingafjöllum.
vhf kerfi 4×4 er mjög gott kerfi og má byggja upp enn frekar. hugmyndin að engin í 4×4 myndi fá sér tetra stöð heldur borga mánaðargjaldið 800 kall fyrir notkun á vhf, þá myndi vera til nægur peningur til að byggja upp vhf kerfið enn frekar, sem kom fram hér ofar er alls ekki galin. það myndi bæta kerfið og væntanlega líka koma í veg fyrir notkun sjóræningjastöðva á kerfinu, sem ég er ekki mjög hrifinn af af bituri reynslu.
fyrir tækjasjúklingana þá er tetra stöðin ef hún verður almenningseign, ekki til að henda vhf stöðinni og gsm símanum úr bílnum, heldur er hún til að henda nmt símanum úr bílnum, sem verður hennt úr bílnum hvort sem er á næsta ári.
en að 4×4 og meðlimir þess eigi að eyða péning í að setja up gamla ssb kerfið aftur með sólahringsvöktun í samkeppni við eigið vhf kerfi og tetra er alveg fráleit hugmynd að mínu mati og myndi bitna mest á uppbyggingu vhf kerfisinns.
ég ætla ekki að rengja það að einar viti meira en ég og margir aðrir um fjarskiptamál, enda maðurinn með diplóma uppúr vasanum og áratugareynslu. það er bara til máltæki sem segir að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja og mér fynnst það eiga ágætlega við í þessari þrá einars að ssb kerfið verði byggt upp aftur.
31.10.2006 at 12:47 #564740Mikil bylting átti sér stað þegar Markoni sendi fyrsta þráðlausa skeytið árið 1895. Talstöðvar í fjallabíla Íslendinga fóru að verða algengar eftir árið 1960.
Eitt af stóru skrefunum í okkar fjarskiptamálum seinni tíma er Farsíminn.
Hver er svo munurinn á farsíma og talstöð ?
Farsíminn samanstendur af viðtæki og sendi eins og talstöðin. Munurinn er að samtímis eru báðir hlutar virkir í einu sem gerir okkur kleift að hlusta á hinn aðilann og tala við hann án þess að ýta á neinn sendihnapp. Ekkert skiptital. Þetta kallast samtímatal dublex. Í símanum er búnaður umfram talstöðina sem gerir hann sjálfstæðan, ef svo mætti að orði komast. Síminn okkar hefur sitt númer og ansar ekki öðru. Hann tekur á móti og sendir ákveðna merkjakóða frá sér. Þegar ýtt er á takkaborðið og númer valið breytist hver tala í ákveðinn tón. Símstöðin skynjar síðan tónana og meðhöndlar þá sem
númer. Þegar hringt er í farsímann er númer hans sent út í loftið. Aukabúnaður símans lætur okkur vita með tón eða hringingu. Þetta er megin munurinn á farsíma og talstöð. Tveir farsímar geta ekki talað beint sín í milli eins og talstöðvar. Við erum alltaf háð því að sending frá símanum fari fyrst í gegnum símstöð. Þó við værum nálægt sama endurvarpssendi fara boðin alltaf fyrst inn í símstöðina.
Tökum dæmi:
Ef ég væri t.d. staddur á Egilsstöðum og þyrfti að ná í bílinn fyrir framan mig, vel ég númerið hans. Styð síðan á senditakkann sem merktur er fyrir úthringingu. Sendingin fer frá mínum síma inn í næsta endurvarpa farsímakerfisins. Þaðan fer merkið til Reykjavíkur eftir símalínum. Í farsímastöðinni í Reykjavík er búnaður sem skráir mitt númer og þess sem ég ætla að hringa í. Þar fer einnig í gang tímamæling. Númer hins símans er sent aftur til baka til Egilstaða. Endurvarpinn á Egilsstöðum sendir það síðan út í loftið og símatækið í hinum bílnum hringir. Samtalið fer fram á þennan hátt. Rödd mín fer fyrst suður og kemur aftur austu. Þannig er það á báða vegu í grófum dráttum. Farsímakerfin samanstanda af þéttu neti senda og viðtækja um landið. Í Reykjavík eru enn sem komið er miðstöðvar NMT og GSM farsímakerfanna. Samskipti símanna fara því þessa löngu leið, fram og til baka. Allt gerist þetta á ljóshraðanum, 300.000 Km á sek. Við verðum því lítið vör við tímalengdina. Á styrkmæli eða ljósi á símanum sjáum við hvort samband er við kerfið. Án okkar vitundar er síminn ávallt í sambandi við sterkasta lausa sendinn á svæðinu. Smellurinn sem við heyrum í NMT símanum kemur þegar kerfið er að tengja okkur við annan sendi. Við heyrum þetta ekki í GSM símanum. Farsímar eru á tíðnisviði sem háð er sjónlínu. Þar af leiðandi getum við lent utan sviðsins í lægðum eða þröngum dölum eins og flestir þekkja. Eina leiðin í þeim tilfellum er að fara upp á hæð eða opin svæði. Af framansögðu getur sími aldrei komið í stað talstöðvar með beint samband milli tækjanna. Það kostar mikið að reka og viðhalda endurvarpskerfi og flóknum búnaði símstöðva. Þar sem fjöll eru mörg er illmögulegt að ná fullkominni dekkun yfir allt landið. Endurvarpar símakerfa eru straumfrekir og því háðir veiturafmagni eða ljósavélum. Sólarsellur duga ekki til að reka senda og þann búnað sem með þarf. Við verðum því að nota önnur fjarskiptatæki þegar síminn er, utan þjónustusvæðis. Langdrægni NMT senda er mikil. Ef um sjónlínu er að ræða er það svipað og með VHF talstöð. Gott samband getur verið í ríflega hundrað kílómetra fjarlægð frá næsta sendi. GSM sendum er hinsvegar skömmtuð ákveðin vegalengd. Það eru rúmir 30 Km. Stafar það af tæknilegum ástæðum sem ég ætla ekki að fara náið í að sinni. Sendar GSM kerfisins verða því að vera miklu fleiri en NMT til að ná sömu dekkun, enda er það kerfi hannað fyrir þéttbýli. GSM mun því ekki koma í stað NMT á hálendinu. Reyndar er komið á tvo staði langdrægari GSM sendar. Á Gagnheiði og í Vestmannaeyjum. Þeir draga um 80 Km. Við langdrægnina minnkar flutningsgeta þeirra um helming. Þeir verða því aldrei margir á landinu. Erlendis fer NMT kerfunum fækkandi. Ein af ástæðunum eru fáar rásir á marga notendur. Á okkar landi getum við notað sömu rásirnar mjög þétt án þess að það trufli. Okkur liggur því ekkert á að hætta rekstri kerfisins hvað það varðar. Bæði sendar og farsímar hafa reynst ótrúlega vel. Kerfið sem slíkt er í góðu ástandi og vel við haldið. Eina vandamálið sem við sjáum fyrir er að 60 til 70 % farsímanna eru jafnvel frá fyrstu árunum kerfisins. Yfir 10 ára gamlir. Vegna minnkandi eftirspurnar hefur framleiðslu verið hætt að mestu leiti og erfitt að fá ný tæki. Notkun NMT hefur einnig eitthvað minnkað með tilkomu GSM símans hér á landi. Ég held að það sé hverjum manni ljóst að NMT kerfið verði ekki rekið mörg ár í viðbót nema einhver taki upp á því að framleiða ódýra síma handa okkur. Þá værum við í góðum málum.
Hvað tekur þá við ? Gervihnattarsími ?
Símaþjónusta um gervihnetti er ný tækni sem er að sjá dagsins ljós. Gjaldskráin er því of há fyrir okkur til að byrja með. Ég held við munum því ekki alveg á næstu árum spjalla um veðrið, líðan tengdamömmu eða síðustu Þórsmerkurferðina í gervihnattasíma. Bæði tækin sjálf og gjaldið er of dýrt. Síminn og fylgihlutir kosta um 200 þúsund. Áskrift er um 2000 á mánuði og hver mínúta yfir 100 kr. Við verðum því að halda okkur við jörðina nokkur ár enn. Væntanlega lækkar þessi kostnaður eins og annað þegar frá líður. Hvað er þá nærtækara í fjarskipta og símamálum fyrir okkur jeppamennina ?
Er það Tetra ?
31.10.2006 at 14:41 #564742Í 19. tbl. Seturs voru greinar um fjarskipti fyrir ferðamenn. Þetta voru fróðlegar greinar og nauðsynlegt að fá slík skrif í þetta blað, stöku sinnum. Eftir lesturinn skaut í huga mé að nú muni einhver spyrja. Tvö kerfi í viðbót og til hvers? Ég er með CB og VHF talstöðvar í bílnum ásamt NMT síma. Í brjóstvasanum er svo GSM síminn minn og frúin með sinn síma. Til hvers Tetra og hvað hef ég að gera við gervihnattasíma ? Allt árið vinn ég við uppsetningu og viðhald fjarskiptatækja. Því fæ ég oft spurningar af þessu tagi. Þetta er aðeins hluti af þeim möguleikum sem við höfum í dag og köllum fjarskipti. Sem ferðamaður á Íslandi höfum við fyrrnefnda möguleika úr að velja. Nauðsynlegt er að kunna skil á kostum og göllum hvers fyrir sig. Stutt lýsing og samantekt frá sérfræðingum kemur sér því vel. Í spjalli við ritstjóra Setursins fæddist einmitt sú hugmynd að gagnlegt gæti verið að fá einfalda lýsingu á hvernig tækin eru uppbyggð, hvernig þau virka og helstu umgengnisreglur með notkun þeirra. Við vitum að margur maðurinn kann eingöngu það nauðsynlegasta til að geta notað sinn fjarskiptabúnað. Þar af leiðandi eru þeir sömu í vanda ef upp kemur eitthvað óvænt þar sem búnaðurinn gæti skipt máli ef kunnátta og þekking er fyrir hendi. Tökum sem dæmi. Hvað er talstöð og til hvers þurfum við endurvarpa? Hvað eru beinar rásir, öfugar rásir og endurvarpsrásir? Hvernig notum við öfuga rás eins og Rás 88 ? Hvers vegna er ekki hægt að vera með endurvarpa á CB? Hvers vegna er ekki hægt að hringja milli bíla þó græna ljósið vanti á NMT símann? Hvað er meint með að Tetra-kerfið sé talstöðva og símakerfi ? Svona mætti lengi halda áfram. Erfitt er að vera stuttorður um þetta efni þar sem við Íslendingar erum mjög vel tækjum búnir og gerum miklar kröfur til þeirra. Mér hefur reynst best þegar ég er að kenna á ný tæki að lýsa tækinu sjálfu og síðan möguleikum þess. Í nóvember hefti Seturs, 2002, var fjallað um VHF-kerfið. En til þess að grein mín nú og sú er kemur í næsta hefti verði heildstæðar þá verður ekki hjá því komist að endurtaka að hluta það sem þar var sagt, enda góð vísa aldrei of oft kveðin !
Hvað er talstöð? Talstöð samanstendur af viðtæki og sendi. Notandinn kveikir á stöðinni og viðtækið er strax tilbúið. Þegar talað er við annan mann í talstöð þá er ýtt á senditakkann á hljóðnemanum. Um leið verður viðtækið óvirkt. Síðan er senditakkanum sleppt og stöðin er þá aftur komin á hlustun. Aðeins einn getur talað í einu. Kallast þetta skiptital. Talstöðvar eru mismundandi og gjarnan kenndar við það tíðnisvið sem þær vinna á. Ekki er hægt að tala úr CB stöð í VHF stöð. Það er of langt á milli tíðnisviða þeirra. Leyfilegur sendistyrkur er einnig mismunandi. Til dæmis eru aðeins leyfð 4 wött á CB, 25 wött á VHF en 100 wött á gömlu Gufunes-stöðvunum. Langdrægni ræðst ekki alltaf af sendistyrk. Góð loftnet hafa mikið að segja. Nýting er einnig mismunandi eftir tíðni og utanaðkomandi aðstæðum. Með hækkandi tíðni (styttri bylgjulengd ) náum við lengra með minni orku, en erum að sama skapi háðari sjónlínu milli stöðva. Svokallaðar lofttruflanir eru oft mjög miklar á lægri tíðnum. Eftir að við erum komin upp fyrir 50 MHz verðum við ekki vör við þær. CB stöðvar eru á 27 MHz og því oft ónothæfar vegna truflana. VHF stöðvar eru hinsvegar á 160 MHz og þar af leiðandi lausar við þessar truflanir. Á því tíðnisviði erum við háðari sjónlínu. Með hjálp endurvarpa getum við margfaldað langdrægni þeirra.
Hvað er endurvarpi? Endurvarpi er tæki sem tekur á móti kalli frá talstöðinni og sendir áfram samtímis á annarri tíðni. Sérstakar rásir eru notaðar fyrir endurvarpa. Ekki er hægt að tala á þeim rásum beint milli stöðva nema með öfugri rás í annarri stöðinni (því verður lýst betur síðar). Flestir endurvarpar eru þannig útfærðir að í tvær til fjórar sekúndur heyrist suð í viðtæki stöðvarinnar eftir að sendingu líkur. þetta er gert til að auðvelda okkur að kanna hvort samband sé við endurvarpann. Það nægir að senda örstutt út án þess að tala. Ef viðtækið suðar aðeins á eftir erum við í sambandi. Endurvarpar eru yfirleitt staðsettir uppi á fjöllum eða háhýsum. Fjarlægð í endurvarpa hefur ekki svo mikið að segja. Við tölum auðveldlega í gegnum endurvarpa sem er í 50 til 100 km. sjónlínu frá okkur. Þrátt fyrir að endurvarpi sé notaður er um skiptital að ræða. Aðeins einn getur talað í einu. Hver endurvarpi hefur aðeins eina rás. Svæðið sem sending frá endurvarpanum dregur ræðst aðalega af staðsetningu frekar en sendistyrk. Sendistyrkur þeirra er frá 5 og upp í 25 wött.
Til hvers er endurvarpinn ? Já tökum smá dæmi: Bíll í Reykjavík nær eingöngu á beinni rás milli bíla innanbæjar og um næsta nágrenni. Í gegnum endurvarpann í Bláfjöllum nær hann auðveldlega í bíla allt austur á Hvolsvöll og inn að Sigöldu; ennig sunnanvert Snæfellsnes og hluta Borgarfjarðar. Ágætt samband er á Þingvöllum og inn á Lyngdalsheiði. Endurkast. Fjöll endurkasta bylgjum og oft er gott samband milli stöðva vegna þessa. Það gerist þó eingöngu á beinum rásum. Ef endurkast er frá klettum eða fjalli breytist það lítið ár frá ári. Snjór getur endurkastað og hverfur það að sjálfsögðu með honum. Eins og fyrr sagði tekur endurvarpi á móti einni tíðni og sendir á annarri. Ákveðið tíðnibil þarf að vera á milli þeirra til að sendir endurvarpans trufli ekki sitt eigið viðtæki. Talstöðin þarf því að senda t.d. á tíðninni 163 Mhz en hlusta á tíðnina 154 MHz. Það er 9.0 MHZ milli móttöku og sendingar. Endurvarpinn hlustar þá á 163 en sendir á 154 MHZ. Þar af leiðandi er ekki hægt að tala saman beint milli stöðva nema önnur þeirra sé með svokallaða öfuga rás.Hver er ástæðan fyrir því að við tölum um öfugar rásir ? Segjum t.d. að ferðahópur sémeð stöðvar sínar stilltar á Rás 44. Gott samband er við endurvarpa og allt í fínu lagi.Síðan fjarlægist hópurinn virknisvæði endurvarpans og rásin verður óvirk. Sá sem þarfað ná í næsta bíl stillir á Rás 88. Þá er hann farinn að senda á sömu tíðni og endurvarpinn.Ef ekki væru notaðar tvær tíðnir mundi viðtæki endurvarpans yfirkeyrast svipað og þegarhljóðnemi er of nálægt hátalara. Ekkert nema væl og ískur. Talstöðin er hinsvegar aðeins virk á annan veginn í einu eins og komið hefur fram áður. Þegar stöðvar eru stilltar á leitun eða Scann. Ef við erum innan sviðs endurvarpa (44) getur leitarinn stoppað á Rás 44 eða 88 eftir því hvar hann er staddur í rásaröðinni hverju sinni. Flestar VHF talstöðvar eru uppsettar þannig að leitari fer ekki af stað aftur fyrr en þremur til fimm sekúndum eftir að hann stoppaði. Þetta gefur viðkomandi möguleika á að ná hljóðnemanum og svara á sömu rás án þess að stoppa leitarann. Góð regla er að segja númer rásarinnar í fyrsta uppkalli. Þetta auðveldar þeim sem kallað er á að vita númer rásarinnar ef hann hefur ekki átt þess kost að ná hljóðnemanum eða að sjá á skjá stöðvarinnar. Dæmi: 9999, Jói Brands. 2245 kallar á Rás 44. Notið endurvarpsrásirnar til að kalla í þann næsta og senda stutt skilaboð. Færið ykkur síðan á beinu rásirnar ef þess er nokkur kostur fyrir lengri samtöl. Það kostar ekkert að tala milli VHF talstöðva eða í gegnum endurvarpa klúbbsins. Aðeins þarf að borga stofngjald við skráningu stöðvarinnar og smá upphæð einu sinni á ári til Póst og Fjarskiptastofnunar, óháð notkun. Enginn endurvarpi 4×4 er tengdur fastlínukerfi. Þeir eru allir sjálfstæðir og vinna því ekki saman. Þar af leiðandi er ekki hægt að senda frá einum endurvarpa til annars. Rásum er skipt þannig að þeir nái sem minnst inn á svæði hvers annars. Á einstaka stað gerist það þó. Annar aðilinn getur lent í að senda um tvo endurvarpa, en hinn aðeins einn. Það hefur engin áhrif á þeirra samtal. Mjög sjaldgæft er að báðir lendi á tveimur endurvörpum á sömu rás samtímis. Flestir endurvarpar Ferðaklúbbsins 4×4 og björgunarsveitanna nota eingöngu rafmagn frá rafgeymum hlöðnum af sólinni. Eykur það öryggi kerfisins að vera óháðir veiturafmagni og raflínum. Á síðastliðnu ári hófst samvinna með Ferðaklúbbnum 4×4, Ferðafélagi Íslands, Landssambandi Vélsleðamanna (LÍF) og björgunarsveitunum. Niðurstaðan var að nota endurvarpsrásir 4×4 og bæta við einni nýrri; Rás 42. Settir voru upp endurvarpar á Háskerðingi (Rás 46) og á Reykjafjall við Hrafntinnusker (Rás 42). Innan skamms mun einn endurvarpi bætast í keðjuna. Hann verður settur upp á Náttmálafjall sem er milli Borgafjarðar Eystri og Húsavíkur. Sá verður á Rás 46. Enginn endurvarpa Ferðaklúbbsins 4×4 er vaktaður af opinberum aðilum eða vaktþjónustu enn sem komið er. Reyndar er á örfáum stöðum á landinu opin hlustun að einhverju leyti á VHF rásum björgunarsveitanna ásamt rásum 4×4. Það er því orðið talsvert meira öryggi að vera með VHF talstöð fremur en CB stöð. Engin vöktuð Neyðarrás er fyrir ferðamenn á VHF, eins og Rás 16 er fyrir sjómenn. Eftir því sem stöðvum og endurvörpum fjölgar verða fleiri sem hlusta og öryggið eykst að því leyti. Ýmsir möguleikar með samtengingu við önnur kerfi hafa verið þróaðir nú í seinni tíð svo sem tenging við Tetra kerfið. Við það opnast ódýr leið til að koma hlustvörslu á einn stað fyrir fleiri en einn endurvarpa. Fram að þessu hefði það eingöngu verið hægt með tengingu við símalínur. Leiga á löngum línum er mjög dýr og því er sá kostur ekki fyrir hendi fyrir áhugamannafélög. Vonandi verður eitthvað gert í þessum málum sem fyrst. Björgunarsveitir hafa frá upphafi verið með eina af sínum beinu rásum, Rás 5, ætlaða sem sameiginlega rás fyrir samstarfsaðila, svo sem lögreglu, slökkvilið, Landhelgisgæsluna og fl. Þyrlur Gæslunnar eru nokkurskonar fljúgandi sjúkrabílar. Rás 5 er notuð sem vinnurás ef björgunarmenn eru við slysstað og þyrla send til þeirra. Einnig hefur lögreglu verið bent á að nota þá rás ef þeir bíða eftir þyrlu við slíkar aðstæður. Nauðsynlegt er að það sé á hreinu hvaða rás sé ætluð í tilvikum sem þessum. Rás 45 er almenn rás fyrir alla. Hvorki almenningur né félagar í F4x4 hafa leyfi
fyrir Rás 5 nema þeir séu skráðir meðlimir í björgunarsveit. Áður en Ferðaklúbburinn 4×4 fékk úthlutaðri sinni fyrstu rás var búið að úthluta einni rás fyrir almenning á VHF og fékk hún númerið 45. Tíðni hennar er 153.100 MHz. Heimilt er því hverjum sem er að hafa þessa rás án þess að vera bundinn félagsskap. Þegar 4x4fór af stað með VHF stöðvar fékk fyrsta rásin að sjálfsögðu númerið 44. Síðan hefur rásum fjölgað upp í Nr. 54. Mér dettur í hug að Rás 45 verði notuð á sama hátt og Rás 5 ef ólíkir aðilar þurfa að sameinast undir einhverjum kringumstæðum. Björgunarsveitir hafa verið að setja endurvarpsrásir 4×4 í sínar talstöðvar ásamt Rás 45. Þetta gæti því orðið sú rás sem við notum við slíkar aðstæður. Rás 5 er þá frekar notuð við sérverkefni björgunarsveitanna. Allt svona þarf aðdraganda og mikla kynningu. Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að tala um Neyðarrás; aðeins sameiginlega vinnurás á afmörkuðu svæði. Við yrðum að senda neyðarköll í gegnum endurvarpa til að tryggja langdrægnina. Ef við erum í neyð og enginn endurvarpi er til staðar þá köllum við að sjálfsögðu á öðrum rásum, frekar en gefast upp. Ný tækifæri í fjarskiptum hafa ekki dregið úr notkun VHF talstöðva. Þeim fjölgar fremur en hitt um allan heim, og verðið lækkar þrátt fyrir vandaðri og fullkomnari tæki. Með samtengingu við önnur kerfi verður auðveldara að þjóna fleiri og ólíkari notendahópum. Þjónustusvæðið stækkar og þarfir fleiri leysast á ódýran hátt. VHF talstöðin á því langa framtíð fyrir höndum. Ekki er hægt að vera með endurvarpa á CB tíðnisviðinu; tíðnibilið er of lítið. Stutt er þar milli Rása; aðeins eru 0.25 MHz milli Rásar 1 og 40. Mér er ekki kunnugt um að CB talstöð sé framleidd með þeim möguleika að víxla sendi og móttökutíðni á sömu rásinni. Truflanir á CB tíðnisviðinu hafa aukist ár frá ári og kemur þar ýmislegt til. Notkun þeirra fer því minnkandi, nema til þess að brúa stuttar vegalengdir. CB stöðvar eru ódýrar og algjörlega gjaldfríar. Ekki er lengur farið fram á að þær séu skráðar. Í fjarskiptalögum eru þær skilgreindar sem leikföng. Framleiðendum fækkar og úrvalið minnkar. Að mínu mati er þetta fjarskiptatæki sem brátt mun hverfa, líkt og gömlu Gufunestalstöðvarnar. Í næsta hefti verður fjallað um farsímann og Tetra.
15.01.2007 at 19:45 #564744Ég er svolítið spenntur fyrir þessari hugmynd með að veita hlustun á talstöðvar á Netið. Hvernig væri að tjúnna inn hlustun á endurvarpa VHF til dæmis? Spurning hvort það varðar við persónuverndarlög að taka allt upp og geyma í ca 2 sólarhringa, en það sem ég er að reyna að segja er að ef ekki er skipulögð hlustun á talstöðvarrásir, þá má taka þær upp og skanna svo yfir það þegar einhver er týndur til að athuga hvort viðkomandi hefur látið heyra í sér….
…svo gæti þetta dót kannski virkað í hina áttina líka…SKYPE-VHF/SSB bridge hehe síma-hvað?
15.01.2007 at 20:08 #564746það sem er tekið upp hefur sínt sig því er sjaldan eytt því
miður hvað sem menn seija og vilja halda fram forvitninn
er svo mikil á landanum, að teingast netinu líst mér ílla á
þau gögn sem menn segjast hafa eytt fyrir 35 árum eru
að koma fram núna og eru finnast á ýmsum stöðum .
Við þurfum ekki vera með stóra bróðir með puttana í öllu .
kv,,,MHN
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.