Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tetra – hvernig hefur þetta reynst.
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 15 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2009 at 20:10 #207911
Jæja nú er verið að spá í Tetra stöð í bílinn, hvernig hefur þetta verið að reynast.? Nær maður sambandi við Tetra kerfið á flestum stöðum á fjöllum.?
Það væri gaman að heyra frá mönnum hver reynslan er.
kv
Steini -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.11.2009 at 22:31 #664650
Sæll, ég er með handstöð og er mjög ánægður með hana, hefði þó viljað setja hana í vöggu og á stærra loftnet. Útbeiðslan er orðin ótrúleg á þessu kerfi án þess að geta staðfest hvort það náist á flestum stöðum á fjöllum get ég allavega sagt að það hefur náðst samband á flestum stöðum þar sem ég hef prófað á mínum ferðum í sumar. Fyrir tveimur árum þá tók maður sérstaklega eftir því þegar stöðin datt inn en í dag þá er maður undrandi ef maður sér hana ekki í sambandi það er afar sjaldgæft. Ég veit að þetta kort er reiknað en gefur einhverja hugmynd.
http://www.112.is/media/tetra/Tetra_dekkun_juni09.jpg
01.11.2009 at 22:50 #664652
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Veistu hvað handstöðin þín er mörg wött..?
Hvaða tegund af stöð ertu með.?
Takk innilega
kv
Steini
01.11.2009 at 22:52 #664654Það er lélegt samband á Bláfellshálsi.
01.11.2009 at 23:06 #664656[quote="steinn kari":7ujyyxv9]Veistu hvað handstöðin þín er mörg wött..?
Hvaða tegund af stöð ertu með.?
Takk innilega
kv
Steini[/quote:7ujyyxv9]Ég er með Motorola MTP 850,veit ekki hvað hún er er í sendistyrk.
02.11.2009 at 08:56 #664658MTP850 er að mig minnir 3W
kkv, Úlfr
02.11.2009 at 09:06 #664660Varðandi samband á hálendinu þá ættu menn að geta haft samband við Landsbjörg. Flest allar björgunarsveitir sem voru í hálendisvaktinni í sumar voru með Tetra og eru þær ferilvaktaðar hjá Landsbjörg og ættu þeir að sjá hvar þær detta út og svo framvegis.
02.11.2009 at 10:51 #664662Ég var með þetta í bílnum hjá mér í rúmt ár og er búinn að henda þessu úr bílnum.
Sambandið var svo sem orðið ágætt – en Tetra er bara ekkert betra heldur en gsm, ég er með gsm frá símanum og keypti mér svo frelsi frá vodafone. Tetra stöðin var með útiloftneti en gsm símarnir ekki, þrátt fyrir það voru þeir oftar inni heldur en tetra. Meira að segja hálflasið NMT kerfið er að gera svipaða hluti og tetra.
Svo kostar tetra orðið 20.400 kr á ári í föst gjöld og mér finnst þetta enganveginn vera þess virði fyrir jeppamenn – ef að ég hefði fengið að hafa stöðina án fastra árgjalda þá hefði ég haldið henni, miklu frekar verið til í að borga há gjöld fyrir símnotkun. Þegar að verið var að selja manni þessa hugmynd að setja Tetra í bílinn þá var einmitt talað um að það væri svo sniðugt að þetta væri í jeppunum upp á öryggið – þá gæti neyðarlínan haft samband við okkur ef við værum nálægt einhverjum óhöppum….. Snilldarhugmynd en þá hefðu þeir átt að sleppa því að drepa þetta endanlega niður með allt of háum föstum gjöldum.
Það voru fjölmargir jeppamenn komnir með þetta – en ég held að það séu flestir búnir að henda þessu út.
VHF kerfið okkar er í raun miklu flottara kerfi og þegar fjarskiptanefndin verður búinn að klára að linka saman endurvarpana og koma á vöktun um netið þá gerir það allt það sama og talstöðvarfídusinn í tetra.
Benni
02.11.2009 at 11:50 #664664Reynsla mín af Tetra er ekkert slæm. Útbreiðslan er nokkuð góð, en auðvitað ekki fullkomin. Gjöldin eru hins vegar dauðadómur á þetta kerfi fyrir venjulegan sófariddara. Handstöðin mín – næstum ónotuð – er sölu fyrir slikk.
Siggi Gríms.
Gsm 892 3886.
02.11.2009 at 12:24 #664666mér finnst tetra ekki virka nógu vel er buinn að nota þetta kerfi frá byrjun 2008 en sambandið er alltaf að skana .
er tildæmis ekki gott inn a fjallabaki.
02.11.2009 at 12:40 #664668Fjallabak er auðvitað mjög erfitt svæði í öllum fjarskiptum, meira að segja okkar ágæta VHF kerfi getur verið gloppótt í þessu landslagi sem þar er, þó það sé kannski það sem virkar best þarna (fyrir utan HF og gervihnattasíma). En það er himinn og haf milli þess að vera með lausa Tetrastöð í bílnum eða vera með hana tengda við alvöru loftnet. Í Strút t.d. hefur verið mjög erfitt að tryggja örugg samskipti við skálavörð, en með Tetra tengt við stefnuvirkt loftnet er komið þar gott samband. Ég er nokkuð viss um að þarna kæmi enginn gsm í staðin.
Get þó tekið undir það að mánaðargjöldin eru of há og ávinningurinn ekki nægjanlegur til að réttlæta þau fyrir einstakling.
Kv – Skúli
02.11.2009 at 19:01 #664670Tetra virkar fínt ef þú ert með bílstöð og þá meina ég bílstöð ekki handstöð í vöggu. Erum með eina svona bílstöð í björgunarsveitarbíl hérna hjá okkur og virkar bara vel og má segja að með slíkri stöð standist útbreiðslukortið fullkomlega, en svona venjulegur jeppakall á ekki eftir að fá sér slíka græju því þetta kostar einfaldlega of mikið. Motorola MTM800 kostar um 140 þús í dag. Held að við ættum bara að halda okkur við VHF og betrumbæta það ef þurfa þykir.
Kv. Björn Ingi
02.11.2009 at 21:12 #664672Eg er með BILSTÖÐ og hef notað hana mikið frá upphafi kerfis, finnst þetta kerfi bara ekki vera að virka eins og mér var lofað.
var upp í strút um daginn og þar var mjög lelegt samband eða aðallega ekkert samband.
Er tildæmis ekki inni á s-fjallabaki og mörgum fleiri stöðum.
tetra virkar ágætlega ef þu ert nógu hátt uppi en í dölum og á skuggasvæðum er aðallega ekkert samband.
kv
f.h
02.11.2009 at 21:47 #664674Þegar Tetra umræðan byrjaði voru blikur á lofti í fjarskiptamálum. Til stóð að leggja NMT niður og ekki var neitt sérstaklega bjart yfir fjarskiptamálum á hálendinu. Tetra fer af stað með látum og kemur upp sendum út um allt, og dekkun á Tetra er bara góð í dag, og enn er verið að bæta við sendum. Þá tóku símafyrirtækin skyndilega við sér, og fóru að setja upp senda hjá Tetra sendum, enda var þá komið rafmagn og örbylgusamband á ótrúlegustu staði. Núna er ótrúlega stór partur af hálendinu dekkaður af GSM og við það dó mesti Tetra áhugi fjallamanna. Síðan höfum við auðvitað okkar frábæra VHF kerfi, en það liggur við að varla sé staður á hálendinu þar sem VHF bílstöð nær ekki í endurvarpa. Ég myndi segja að GSM sími með útiloftneti og VHF stöð sé það sem þarf í dag, annað er aðallega til að hækka dótastöðulinn.
Góðar stundir
19.12.2009 at 00:24 #664676Sælir félagar, ég var mjög spenntur fyrir Tetra, setti öflugt loftnet tengt við hand Tetra stöð í bílinn hjá mér, það var reyndar fyrir rúmu ári síðan. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Er að setja upp GSM með external loftneti.
19.12.2009 at 09:41 #664678Tetrakerfið er fyrst og síðast hugsað fyrir viðbragðsaðila og mun held ég aldrei koma til með að koma í staðinn fyrir VHF kerfi björgunarsveitanna og F4x4 sem er mjög öflugt kerfi með góða útbreiðslu. Það sem Tetra hefur upp á að bjóða fyrir viðbragðsaðila er að þetta er lokað kerfi sem ekki er hægt að hlera og bíður þar af leiðandi uppá meira öryggi í fjarskiptum og stór hluti þessara fjarskipta er kannski ekki endilega á hálendinu heldur í byggð, lögregla,slökkvilið og sjúkraflutningar eru gott dæmi um það. Þess vegna munu björgunarsveitirnar halda sínu VHF kerfi í fullum gangi og verður Tetra bara hrein viðbót við það góða kerfi. Tetra hefur margt að bjóða sem nýtist kannski ekki hinum almenna notanda eins og t.d. gáttunn, það er að segja samtengingu VHF og Tetra og þar liggur einmitt stór kostur að hægt er að tengja þessi tvö kerfi saman á stöðum þar sem annaðhvort kerfið er ekki að virka eitt og sér og búa þar með til öflugt fjarskiptanet. Tetrakerfið verður aldrei til almennra nota enda í raun ekki hugsað sem slíkt en ég held að á tímabili hafi margir haldið að þarna væri kominn arftaki NMT og jafnvel söluaðilar og aðrir reynt að markaðssetja það sem slíkt en eins og örugglega oft hefur komið fram þá er Tetra talstöðvakerfi með síma fídus og ekki ætlað sem símkerfi enda dregur það mikið úr getu kerfisins ef það er notað sem slíkt. Það er ekki hægt að bera saman útbreiðsluna nú í dag við það sem hún var t.d. fyrir ári síðan og veit ég að hún á enn eftir að batna en í eðli hlutarins liggur að okkar fjöllótta landslag er erfitt fyrir flest fjarskipti en með því að halda úti tveimur ólíkum en öflugum kerfum sem hægt er að tengja saman í eitt landsdekkandi fjarskiptakerfi þá erum við í góðum málum. Ég tel að við hjá Ferðaklúbbnum 4×4 eigum að halda okkar stryki með okkar góða VHF kerfi og láta þá um að nota Tetra sem það er hugsað fyrir.
Sá sem þetta ritar er bæði félagi í F4x4 og björgunarsveit og situr þar sem svæðisstjórnarmaður.
19.12.2009 at 15:20 #664680Hvernig er það, eru allir búnir að gefast upp á gömlu HF-stöðvunum (á 2.790 mHz "Gufunesstöðvar")? Mér er fyllilega ljóst að þær höfðu marga galla, t.d. voru skilyrðin misjöfn frá einum degi til annars og þær voru ónothæfar í éljagangi o.s.frv. Þessar stöðvar voru nú lengi vel það eina sem dugði á fjöllum. Ég var búinn að vera með svona stöðvar frá því á sjöunda áratugnum og alveg þar til um og eftir að Gufunesþjónustan var lögð niður. Reyndar varð tilkoma NMT kerfisins til að hraða því að menn hættu með þessar stöðvar. Nú er NMT fyrir bí og eitthvað eru menn enn tvístígandi í þessum samskiptamálum. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta "Ocean" kerfi Vodafone með ansi góða dekkun og mun betri en Síminn býður upp á – enn a.m.k. Vodafone – kerfið er líka að nýta 2nd generation síma, sem eru mun ódýrari bæði í innkaupum og rekstri en 3G símarnir, sem Síminn virðist vera að stíla upp á. Mér sýnist að á strandveiðiflotanum til dæmis, séu menn að horfa til Vodafone Ocean í stað NMT – símanna, sem þjónuðu þeim hluta fiskiskipaflotans ágætlega meðan þeirra naut við. Mér hefur sýnst að það kerfi sé með ágæta dekkun á fjöllum.
19.12.2009 at 23:08 #664682Gera má langa ritgerð um HF og hvað taki við af NMT.
Þarfagreining okkar er einföld og stutt.
Við þurfum að:
1. Geta kallað eftir aðstoð þegar við þurfum.
2. Geta látið vita af ferðum okkar og ferðaáætlun.
3. Hafa samband á milli bíla.Að auki væri ágætt:
4. Að fylgjast með eða hafa yfirsýn yfir ferðir annara hópa, bæði nær og fjær.Í stuttu máli þá virðist sem GSM og VHF verði okkar aðal fjarskiptakerfi næstu árin.
Þá þarf að hafa GSM síma bæði frá Vodafone og Símanum vegna þess að á sumum stöðum næst bara annað kerfið.
Þetta dugar alveg fyrir 2 og 3 en ekki vel fyrir 1 vegna þess að GSM kerfið (og reyndar VHF líka) er með fjölmarga skuggabletti og þeir eru helst ofan í dölum og lægðum, einmitt þar sem líklegt er að við lendum í vanda. VHF kerfið er ekki vaktað svo að treysta þarf á að einhver annar með VHF stöð heyri til. Endurvarparnir auka þó mjög líkur á að einhver heyri þegar kallað er.Til að leysa 1 að fullu þarf að bæta við 250.000 kr Irdium síma sem kostar um 5.000 kr á mánuði og um 100 kr mínútuna í tali.
Tetra bætir litlu við 1 umfram GSM og VHF og álitamál hvort 1.600 kr mánaðagjald sé þess virði. Tetra myndi þó nýtast vel fyrir 4, ef það væri í almennari notkun.Leið til að leysa 1 næstum að fullu er HF. HF bylgjur eru langdrægar og skríða vel ofan í dali. Gamla Gufunesið 2.790 er mikið til dautt, fáir eru með stöðvar, vöktun er hætt og leiðinda truflanir eru á þessari tíðni í seinni tíð. Önnur og ódyr leið til að uppfylla 1 sem margir hafa farið, er að gerast Radíóamatör og nota aðeins hærri tíðni eða 3.637. Fjölmargir radíóamatörar í byggð hlusta á þessari tíðni hér innanlands og það gerir ákveðið öryggisnet. Radíóamatörar sem eru vel tækjum búnir geta líka nýtt sér mun fleyri möguleika í neyð til að uppfylla 1.
HF uppfyllir líka 4 á skemmtilegan hátt, það þekkja þeir sem kynntust gamla Gufnesstöðvunum.Snorri
19.12.2009 at 23:26 #664684HF stöðvar í dag eru sko langur vegur frá því sem þær voru hér á árum áður og eru orðnar nettari og betra að koma þeim fyrir en var. Hér er t.d. ICOM F7000 HF SSB
[img:2wcqx8tg]http://images.trademe.co.nz/photoserver/tq/71/108105871.jpg[/img:2wcqx8tg]
Verst að þær eru örugglega alveg fokdýrar.
19.12.2009 at 23:58 #664686Fyrir þá sem taka amatörpróf opnast möguleiki á rosalega skemmtilegum dótastuðli:
[img:hjyctghu]http://www.icom.co.jp/iuse/ic-7000/img/ic-7000_1_1024_768.jpg[/img:hjyctghu]
Þetta er sambyggð HF/VHF/UHF stöð og ótrúleg græja.
Á myndinni sést fronturinn, stöðin sjálf getur verið hvar sem er í bílnum.
20.12.2009 at 00:37 #664688Gaman að sjá hvernig þessi umræða er að þróast, HF stöðvar og stór loftnet er eitthvað sem verður að vera á öllum alvöru fjallajeppum. Svo að vera með eitthvað eins og þessa Icom IC-7000 stöð er eitthvað sem setur dótastuðulinn í nýjar hæðir, maður þyrfti jafnvel að taka eitthvað af ljósum af bílnum til að vera ekki með hann í öfgum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.