Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tetra fyrir 4×4
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi Valtýr Traustason 17 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.09.2007 at 19:25 #200779
AnonymousVildi með þessum pistli vekja athygli á fréttinni á forsíðunni.
Nú er það klárt að félagsmenn ferðaklúbbsins 4×4 munu fá aðgang að Tetrakerfinu á næstu dögum. Kv Ofsi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.09.2007 at 00:16 #596440
Hvaða Tetra stöðvar eru virkar ? Ég er með eina gamla handstöð frá Nokia ætli að hún virki eða þarf ég að fá mér nýja ? Þessi er frá því að Tetra Ísland var í gangi.
11.09.2007 at 00:40 #596442Eigum við ekki bara að flytja þær inn sjálfir fá einhvern annan en mig til að halda þó utan um það (er með nóg í bili) ég gæti þó komið að því að því leitinu að finna stöðvar á góðu verði og verð vissulega með í pakkanum.
11.09.2007 at 10:06 #596444Snilldar hugmynd hjá kaupfélagsstjóranum okkar 😉 þó svo að einhver annar sjái um það þá gæti verið sniðugt að taka okkur saman um þetta eins og svo margt annað sem við erum búnir að vera að versla undanfarin misseri.
Ég er með í þessu .
Kristó
11.09.2007 at 10:24 #596446Það væri fróðlegt að vita hversu víðtækt þetta samstarf á sviði fjarskipta muni ná. Er þarna einungis vera að tala um tal og SMS möguleika Tetra kerfisins eða er neyðarlínan að gefa grænt á aðgengi félagsmanna að flotastjórnunarkerfinu sínu þar sem GPS hnit eru send via SMS yfir í stjórnstöð neyðarlínunar og því virk vöktun á viðkomandi farartæki? [url=http://www.trackwell.com/products/tracscape.html:iiz7wd1g][b:iiz7wd1g]sjá[/b:iiz7wd1g][/url:iiz7wd1g]
11.09.2007 at 12:47 #596448Er ekki dekkun TETRA orðin mun meiri en NMT á hálendinu?
11.09.2007 at 13:36 #596450Samkvæmt þessu korti er hún orðin þræl góð..
[img:k8o9w5pl]http://www.112.is/media/tetra/large/sendar_30agust2007_750px.jpg[/img:k8o9w5pl]
11.09.2007 at 14:00 #596452Hvernig er það þar sem netið er orðið frekar gott erum við í eins góðuðm málum með tetra handstöð eins og bílastöð.
kv
Þórður Ingi
11.09.2007 at 14:22 #596454Borgar sig ekki að fá sönnur fyrir því að kerfið virki eins og við ætlum að nota það – síðan fara í magninnkaup?
En einhver verður að vera fyrstur til að prófa…
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8287:1b9j8cg7][b:1b9j8cg7]Fróðlegur þráður[/b:1b9j8cg7][/url:1b9j8cg7]
11.09.2007 at 18:43 #596456Þá er það komið á hreint að Tetra verður alls ráðandi áhálendinu sem er bara gott mál og verður vagtað allan sólahringinn svo að þá er komið að því fá sér stöð í mínum huga eru ekki um marga aðila um að ræða það eru Sepura, Motorola , Nokia
og Eads svo eru til fleiri. Ég mæli ekki með að menn fái sér handstöð það sem þær eru ekki nema 1w en bílstöfðar eru frá 3w til 10 watta og handstöðinn er bara of dýr
það er verið að bjóða Motorola Tetra MT M800 á 74,000 kr núna þessi stöð er 3 w
Annas kostar stöfðar á bilinu 140, til 180,ooo kr þegar maður fær sér stöð þarf maður að huga að þjónustu við stöðina sem skifti máli. Menn eru að setja út á að það sé hægt að sjá staðsetningu á manni sem er gott mál það eru svo til öll ný fjarskiftatæki með þennan búnað í sér, alli nýir símar eru með þetta í sér 3 kinslóð og auðvelt að mæla þá út og staðsetja þá. Tetra Sepura stöðinn er 10 w sem hefur staði sig vel hjá þeim hafa notað hanna og er hún áhgaverð stöð það sem hún er 10w wöttin geta skift máli við
slæmar aðstæður það hefur sýnt sig hjá nmt hvort símin er 7,5 w e>a 15w hvor þeirra náði sambandi og líka góð loftnet.Hér eru þessar 2 stöfðar sem ég hef talað um mynd[img:xhg4xd7n]http://www.aukaraf.is/images/srm2000.jpg[/img:xhg4xd7n]
[img:xhg4xd7n]http://www.hataekni.is/media/nokiaaukahlutir/Efnismynd/mtm700_mynd.jpg[/img:xhg4xd7n]
kv,,, MHN
11.09.2007 at 18:47 #596458runar hvar fékstu þetta kort,ég hef verið að nota tetra og það nær ekki einusinn öllu Reykjanesi
11.09.2007 at 19:04 #596460Hér er það nýasta og rásarröðun
[img:kawsj0c6]http://www.mila.is/servlet/file/tetra%20mynd.jpg?ITEM_ENT_ID=1309&COLLSPEC_ENT_ID=2[/img:kawsj0c6]
31.07.2007 10:55Útbreiðsla Tetra kerfisins
Útbreiðsla Tetra kerfisins í dag er orðin mikil og búið er að setja upp 105 senda víðs vegar um landið. Myndin hérna fyrir neðan sýnir hversu mikil útbreiðsla fjarskiptanets Tetra kerfisins er orðin.
Á þeim svæðum sem þakin eru blágrænum lit eru 90% líkur að á því að það takist að ljúka samtali í gegnum Tetra kerfið. Því má segja að kerfið sé orðið þéttriðnasta fjarskiptanet landsins í dag.
Það er Míla ehf sem sér um uppsetningu á Tetrabúnaðinum í samstarfi við Neyðarlínuna. Næstu skref í uppsetningarferlinu er að finna út þá staði þar sem þarf að bæta sambandið enn meira og verða sennilega settir upp milli 130 – 135 sendar í heildina.http://www.mila.is/forsida/um-okkur/fre … /item1310/
http://www.landsbjorg.is/bjorgunarmal/f … /tetra.htm
kv,,,MHN
11.09.2007 at 20:00 #596462Hvernig er það, eru menn virkilega að fara að borga 140-180.000 kall fyrir tetra stöð!? Hvernig í veröldinni stendur á þessu verðlagi ef rétt reynist að þetta dekki ekki einu sinni reykjanesið?
11.09.2007 at 20:17 #596464Verð á Tetra stöðvum fer jú allt eftir því hversu menn ætla að vera flottir. Mototola MTP 850 handstöð sem virkar fínt kostar um 60.000 kall.
11.09.2007 at 20:43 #596466
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl öll.Ég var nú ekki mikill tetrasinni en eftir að hafa verið á hálendinu í 1 viku í júlí og umgengist tetra þá var ég meira undrandi hvað þetta er orðið gott samband með tetra og fer bara batnandi svo allavega ég mæli með þessu og ætla að fá mér eina í bílinn.En þetta kemur ekki í staðin fyrir vhf þetta er bara viðbót eins og allir vita geta kerfi sem eru háð rafmagni þá á ég við 220w en ekki sólarsellur einsog vhf endurvarparnir bilað svo ekki má treysta eingöngu á eitt kerfi einsog margir vilja halda 😉
KV:Matti
11.09.2007 at 22:32 #596468Ég vil nú meina að þetta kort yfir útbreiðslu sé nú eitthvað fært í stílinn. Ég var aðeins viðriðin Tetra í sumar og sambandið datt út undir Hafnarfjalli. Eins fannst mér þetta ekki vera eitthvað til að treysta á. Það getur vel verið að þetta hafi batnað síðan en ég efast um það.
11.09.2007 at 23:11 #596470Ég held að kortið sé ekki fært í stílinn sem slíkt en þetta er reiknuð útbeiðsla ekki raunveruleg.
Annars er ég er búin að vera með handstöð í sumar og mjög ánægður með útbreiðslu kerfisins. Allt tal er kristaltært ef þú ert á annað borð inni í kerfinu. Mikill munur er þó á handstöð og bílstöð Bílstöðin er inni tildæmis allan Sprengisand og mest alla Gæsavatnaleið en Handstöðin datt út og inn. Fjallabak er ekki vel dekkað eins og er en vonandi verða bætur á því. Vel á annað hundrað stöðva eru komnar í eigu björgunarsveita og veit ég ekki betur en allri séu ánægði með kerfið. Stöðvarnar eru frekar flóknar í notkun, allavega miðað við VHF stöðvar.
Opnun kerfisins fyrir almenning.
Nú þegar það er verið að opna kerfið meira fyrir almenningi þá verður fróðlegt að sjá hvað kerfið ræður við, hver sendir er með fjórar rásir sem takmarkar allavega fleiri en tvö símtöl á hverjum sendi á sama tíma. Öryggi ferðamanna er gríðarlega mikilvægur þáttur en ef (sem ég er ekki viss um) kerfið rýrni sem fjarskiptakerfi biðbragðsaðila þá er ég mótfallinn opnun kerfisins fyrir almennin og þá finnst mér að þurfi að finna aðra lausn fyrir ferðafólk.Neyðarhnappurinn
Á þessum stöðvum sem ég hef séð er neyðarhnappur sem er als ekki nógu vel skilgreindur sem slíkur þegar litið er á stöðina, en þegar stutt er á hnappinn þá opnast samband við 112 og stöðin blokkar talhópinn þangað til það er slökkt á henni(ef ég man rétt). Ótrúlega margir ýta á hnappinn þegar þeir eru að reina að kveikja á stöðinni. Sem öryggistæki fyrir notendur eru þessir hnappar samt snild, en uppbygging stöðvanna segir mér samt að þær séu ekki hugsaðar fyrir almenning.Ferilvöktun
Varðandi ferilvöktunina þá finnst mér fásinna að gera hana virka í stöðvum fyrir almenning, til hvers mundu almennir notendur vilja láta 112 eða lögreglu eða einhverja aðra fylgjast með ferðum sínum eða almennt láta ferla ökutækis vera geymda í miðlægum grunni. En hvað sem þessum hugleiðingum líður þá verður að gefa þeim hjá Neyðarlínunni, Neyðarfjarskiptum eða TETRA fjarskiptum eða hvað þetta nú heitir gríðarlegt hrós fyrir þessa frábæru uppbyggingu sem hefur átt sér stað og fyrir okkur í björgunarsveitunum er þýðir þetta stórt stökk fram á við í fjarskiptum og ekki síður í stjórnun leitar og björgunaraðgerða.Nú er þessi pistill svolítið skitsó, ég er nefnilega á báðum áttum um ágæti þess að opna kerfið fyrir almenningi, á aðra höndina er þetta frábært öryggistæki, á hina þá er ég ekki viss um að kerfið sé hannað sem öryggistæki fyrir almenning og muni líða fyrir það.
12.09.2007 at 00:27 #596472hvað margir vildu fa ser tetra stöð það væri gaman að taka sig saman her nokkrir felagar að na ser i stöðvar að utan og reyna keyra verð niður
12.09.2007 at 08:22 #596474Veit einhver hvað þetta mun kosta á mánuði? Fann ekkert á netinu um t.d. mánaðargjald, mínútugjald út út kerfinu í GSM síma, ofl.
Kveðja, Sveinbjörn.
12.09.2007 at 08:29 #596476það er nú víst þannig friðfinnur að kerfið takmarkast jú við 4 rásir á sendi, og eitt símtal tekur 2 ef ég man rétt, svo þú getur lent í að þurfa að bíða, hinsvegar er það þannig að ef viðbragðsaðilar þurfa að nota sendinn þá er nóg fyrir þá að hringja þangað sem ætlað var og þá er lokað á símtalið hjá þeim sem var að teppa sendinn, eins geta þeir hjá tetra ísland bara slökkt á stöðinni þinni í gegnum sendi…mjög hentugt fyrir björgunarsveitir ef einhver er með bakbokasendingar og að trufla.
Ferilvöktunin er algjör snilld, voru nokkrir frá okkur um daginn fyrir norðan og það var hægt að opna bara google earth og fylgjast með þeim þar.
12.09.2007 at 09:24 #596478
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nokia stöðin (síminn) virkar ekki í þessu kerfi sem núna er í gangi þó hún sé ekki meira en svona 5 til 7 ára gömul. Ég á eina slíka og móðurstöðin þagnaði einn góðan veðurdag í sumar og svörin hjá neyðarlínunni voru bara þau að "þetta væri orðið svo gamalt ",að það bara virkaði ekki í þessu kerfi, takk fyrir, og engar bætur fást fyrir það þó þessum rándýru tækjum væri bara lokað. Þætti trúlega lélegt ef menn yrðu að leggja 5 til 7 ára bílum sínum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.