Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tetra
This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
29.11.2007 at 10:10 #201281
Hvaða Tetra stöð á maður að fá sér ? Er einhver ein sem er betri en önnur – eða er kannski ekki komin nein reynsla á þetta hjá mönnum.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.12.2007 at 15:55 #605012
Rakst á [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1308457:22dyp4m4]TETRA er góð viðbót við VHF[/url:22dyp4m4] frétt á mbl.is … hélt að ég hefði farið óvart inn á f4x4.is 😉
11.12.2007 at 16:50 #605014Ég hef aðeins verið að þvælast um suðurland og sunnanvert hálendið í vetur á björgunarsveitarbíl með Cleartone Tetra stöð. Hún dettur inn og út, en mér sýnist að ástandið sé nú ekki verra en það var á NMT þegar það kerfi var upp á sitt besta.
Mér skilst að meginástæðan fyrir því að við völdum Cleartone sé möguleikinn á að "gátta" með henni á milli kerfa (láta stöðina og VHF stöð virka sem einskonar endurvarpa á milli kerfa).
Í stuttu máli sagt finnst mér svoleiðis búnaður ekki eiga heima í bíl, heldur í stökum kassa með rafhlöðu, þar sem bíllinn er fjarskiptalaus á meðan stöðvarnar eru í þessu (maður heyrir ekki samskiptin).
11.12.2007 at 17:31 #605016Elsku kútarnir mínir.
Enn og aftur eru þið komnir á villigötur með þessar hugmyndir ykkar (þó þær séu ekki svo slæmar í sjálfum sér!) Sko, Irendium er góð lausn EN hverjir hafa efni á að kaupa svona búnað sem kostar 200þ kall…held að menn ættu að hugsa enn frekar um CDMA og einbeita sér í því að pressa á þá dúdda sem verða með það að fá það í gang sem fyrst og klúbburinn á klárlega að vinna í því að fá hagstæðan samning fyrir okkur félagsmenn þar því einfaldlega það ar raunhæf lausn fyrir hinn almenna félagsmann að fjárfesta og NOTA þann búnað bæði út frá verði á búnaðinum og mínotugjaldi og gef ég mér þær forsemdur fyrir því að það verið á svipuðu róli og NMT er að kosta. Það er ljótt að segja það en mér er skapi næst að segja að sumir innan klúbsins og jafnvel stjórnar séu hálf lituð fyrir sem dæmi Tetra og hafi óbeint verið "mútað"(hér eru getgátur á ferð!) til þess að nota Tetra einungis í þeim tilgangi að hinn almenni félagsmaður líti á þetta sem einhverja framtíðarlausn sem þetta er EKKI fyrir 4×4 meðlimi! Enn og aftur það sem við eigum að gera er að halda áfram að byggja upp okkar ágæta VHF kerfi og svo vantar okkur síma í staðin fyrir NMT sem er að hverfa og CDMA kemur til með að koma í staðinn fyrir NMT, þetta er það sem við eigum að horfa á VHF-CDMA. Þetta er mín privat skoðun á þessu öllu samann! og hún "meikar sens" og er það rétta í stöðunni þangað til einhver getur fært einhver rök fyrir öðru út frá öllu séð.
11.12.2007 at 17:34 #605018ES.
Ef einhver vill rífast við mig um þetta þá er ég sko alveg tilbúinn í það (stjórn-vefnemd) Þið náið í mér í síma 896 6001.
11.12.2007 at 18:39 #605020Ég held að CDMA karlarnir hafi mútað Benna 😉 Annars er það og hefur verið á dagskrá að þegar að þeir aðilar sem eru með CDMA eru tilbúnir til að segja eitthvað meira en bara sölufroðu að fá þá til að mæta á grillið með haldbærar upplýsingar og auðvitað bjóða tilboð eins og gert var fyrir TETRA. Sama var gert fyrir c.a. ári með Iridium.
Annars smá sjá mína skoðun á TETRA hér víða á vefnum, spennandi tækni en ekki alveg að gera sig. Og ef mér hefur verið mútað þá hefur greiðslan greinilega ekki verið nógu há 😉
… hvað varð aftur um HF stöðina sem þú varst búin að kaupa Benni ;)?
11.12.2007 at 18:48 #605022Hún er hér í kassanum Mr.T en fer ekki í bílinn fyrenn ég er búinn að fá leifi til þess að nota hana einnig á eftir að finna loftnet sem hæfi. Tryggvi eigum við ekki bara að reina að gera samning við CDMA menn og við fáum frían síma til afnota….bara svona okkar á milli skilurðu….
11.12.2007 at 19:12 #605024sælir
Þar sem ég er nú með amatör réttindi, þá hef ég svolítið verið að spá í því að fá mér HF stöð. Mér þætti gaman að heyra hvering stöðvar og loftnet þið eruð með á jeppunum ykkar.Eruð þið með einhverjar multiband stöðvar eða eru þessar stöðvar bara fyrir HF?
Þarf autotjúnner með þessu?Og svo er það spurning um verð, væri gaman ef einhver gæti bent mér á síðu þar sem gott er að panta svona græjur. Þó held ég nú að ég verði að láta þetta bíða þar til náminu líkur, maður er svo djöfull auralítill þegar maður þykist geta rekið jeppa með háskólanáminu 😛
Baldur
TF3BL
11.12.2007 at 19:40 #605026Heyrðu jú fáum sveran afslátt og frítt CDMA handa okkur tveimur til æviloka 😉 Toppum það með því að enginn komist að þessu. Ég fer í þetta strax á morgun, vill svo skemmtilega til að "Nordic Mobil" græjan þarna sem fékk CDMA réttindin er með sama heimilisfang og vinnustaðurinn minn… hmmm tilviljun? I don’t think so!
Hér eftir finnst mér að allt leynimakk í klúbbnum eigi að fara fram á opinni vefsíðu 😉
Og Baldur… flottur! Ég er einmitt búinn að vera í sömu pælingum undanfarið, ertu ekki áskrifandi að póstlista ÍRA ? Þar var umræða um þetta mjög nýlega. Þetta er s.s. alveg efni í annan þráð.
11.12.2007 at 20:05 #605028Þau tæki sem ég þekki hjá Amatörum í F4x4 eru helst YEASU og ICOM stöðvar.
ICOM 7000
ICOM 706MK2G
YEASU ft 857D
Þessar stöðvar eru fyrir HF, VHF og UHF all modes 100/50 W
Einnig eru eldri stöðvar eins og Kenwood TS-50 sem er HF stöð.Helstu framleiðendur á Amateur bílstöðvum eru ICOM, YEASU og KENWOOD
Kveðja Dagur TF3DB
11.12.2007 at 21:29 #605030Þar sem mér þykja verðin á Iridium hafa hækkað all svakalega hér á landi, þá gogglaði ég þetta aðeins og þetta var fyrsta niðurstaða. http://www.satellitephonestore.com/sate … rvices.php
Þarna má fá nýjan Motorola 9505 á 1295 USD sem gerir 79.000.- kr. Þessi sími myndi eflaust losa rétt um 100.000.- kominn til landsins löglega innfluttur. Þá er maður að spara sér ca 70.000.- miðað við að versla hann heima. Þarna er líka hægt að kaupa fyrirframgreidda áskrift í eitt ár og 500 mín í tali fyrir 670 USD, eða ca 40.000.- krónur. Eflaust má finna síma sem eru á betra verði og eins eru örugglega til hagstæðari áskriftarmöguleikar, ég nenni bara ekki að leita að þeim.
Þeir sem segja að Iridium sé á allt öðru verðleveli en Tetra, vita greinilega ekki hvað þeir eru að tala um og þessi tæki eru ekki svipuð að getu. Svona eins og að bera saman 35" Toyotu og 49" Ford.
Hlynur
12.12.2007 at 00:04 #605032Ég er með TETRA og er stoltur af því….
hi hi hi, nenni eiginlega ekki að segja meira um þessa umræðu en verð að segja að ég hef hreinlega hlegið að sumum kommentunum hérna svo vitlaus eru þau. fáfræðin er algjör í sumum og staðreyndarvillurnar líka.
12.12.2007 at 01:21 #605034Beint til stoltra tetra eigenda ;o
Vel má vera að staðreyndavillur og vanþekking einkenni póstana hér að ofan enda ekki allir búnir að fara á námskeið.
Fyrst þú veist betur, hvers vegna þá ekki að deila þekkingu þinni.
Hingað til eru slök svör frá þeim sem standa að uppbyggingu tetra. Mér og öðrum gæti þótt gagnlegt fá sýnishorn frá stoltum tetra eiganda.Kveðja
Elvar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.