Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tetra
This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.11.2007 at 10:10 #201281
Hvaða Tetra stöð á maður að fá sér ? Er einhver ein sem er betri en önnur – eða er kannski ekki komin nein reynsla á þetta hjá mönnum.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.12.2007 at 14:06 #604972
Það er hægt að fá handstöð sem er 3w það er eina sem
þar að gera fá einkvern að flytja hanna inn. þessi stöð er
ekki sýðri en aðrat stöfðar sem við höfum verið að tala um,
hér eru upplisingar um hanna ( HTT-500, TETRA )[img:19vq3ies]http://www.teltronic.es/filesUpload/htt500.jpg[/img:19vq3ies]
POTENTE !!
. 3W Potencia de salida RF
? La potencia de salida puede ajustarse desde 15 mW hasta 3 W en función de los diferentes requerimientos del usuario.
? Cuando está configurado con 3W de potencia máxima, ofrece una significativa mayor cobertura que los típicos terminales de 1W.
? Cuando se usa en configuración de 1W, las llamadas de emergencia progresan con una potencia de 3W.
. 1W Potencia de salida de audio
? Ofrece un alto volumen con muy buena calidad de audio.
. Baterías estándar de alta capacidad
? 1800 mAh es la capacidad del pack de baterías (Tecnología Polímero de Litio, que ofrece mayor capacidad en menos espacio[img:19vq3ies]http://www.teltronic.es/filesUpload/htt500_cargador.jpg[/img:19vq3ies]
http://www.teltronic.es/soluciones.aspx … NodI_Id=35
kv,,, MHN
07.12.2007 at 14:40 #604974þetta eru nú bestu upplýsingar sem að ég hef fengið…
þær segja allt sem segja þarf…muchas gracias….stef. ;-> eða what ever
07.12.2007 at 14:52 #60497607.12.2007 at 20:41 #604978Þetta kom upp þegar ég fór að leita að stöð. Gefur aðra mynd af Tetra, ég hef ekki þekkingu til þess að dæma um áreiðanleika heimasíðunnar eða það sem þar kemur fram.
Hvað segir Snorri?
http://www.tetrawatch.net/tetra/index.php
10.12.2007 at 22:19 #604980Björgunarsveitinn á Egilstöðum var að tala um að þeir vona að menn fari ekki að treista of mikið á tetra þar sem það er nánast ónothæft á hálendinu fyrir austan.
10.12.2007 at 22:45 #604982Þessi frétt kemur mér lítið á óvart. Það sem kemur hins vegar á óvart er að lítið eða ekkert heyrist í þeim sem sjá um uppbygginguna á tetrakerfinu um hvenær hálendið verður raunverulega dekkað eða með hvaða hætti á að tryggja samband.
Hvað var fréttamaðurinn að spá í vinnslu þessarar fréttar, gat hann ekki fengið sjónarhorn þeirra sem byggja kerfið upp. Er enginn til að svara fyrir það?Nokkrar misgáfulegar vangaveltur í kjölfarið:
1. Mun Tetra vera með jafn góða dreifingu og VHF
2. Hver mun reka Tetrakerfið
3. Hvað mun áskriftin kosta
4. Munu björgunaraðilar hætta að nota VHF
5. Mun Tetra leysa VHF kerfið af hólmi.
6. Hvenær verður uppbyggingu lokið á tetra?
7. Af hverju tekur svo langan tíma að koma þessu tetra í loftið. fyrst var talað um tetra í kringum aldamót.
8. Hver/hverjir eru það sem taka ákvörðun um að nota tetra.
9. Er Tetra viðbót við annað fjarskiptadót í bílnum?
10. Hver er raunveruleg ástæða þess að björgunaraðilar vilja fara í Tetra???Kveðja
Elvar
11.12.2007 at 08:37 #604984Mér fannst þessi frétt vera eins og upplaup björgunarsveitarmanna þarna fyrir austan og RÚV reyndi ekki að fá sjónarmið Tetra manna.
Ég hef athugasemdir við vokkur atriði í þessari umfjöllun, svona tæknilega.
Til dæmis fullyrti bjsvmaður að VHF væri ekki sjónlínuháð eins og Tetra, það er algjör vitleysa og minnkar mjög trúverðugleika alls málflutnings þeirra.
Hið rétta er að VHF er minna sjónlínuháð en Tetra en er samt mjög háð sjónlinu.
Ef menn vilja kerfi sem er eins og bjsvmaðurinn lýsti, bylgjur sem skríða með jörð yfir fjöll og ofan í dali, þá á að taka upp HF fjarskiptin (gamla Gufunesradíóið) , eins og við höfum nokkrir bent ítrekað á. Þar Þarf þó að hafa í huga að notkun á HF er gerólík notkun á Tetra og mun óþjálli.
Fullyrðingar um að útbreiðlsa væri ekki sú sama og á útbreiðslukortum 112 voru líka án rökstuðnings eða mælinga. Skoðun á því hvort útbreiðsla Tetra sé í raun sú sem vænst var þarf að fara fram á mun nákvæmari hátt en gert var þarna.
Það er líka algjör vitleysa að stilla upp Tetra og VHF sem jafngildum kostum á þann hátt sem gert var. Þetta eru gjörólík kerfi í eðli sínu og allri notkun.
Nóg í bili
Snorri
R16 og TF3IK
11.12.2007 at 08:45 #604986Sést [url=http://www.112.is/tetra-island/utbreidsla/:2f0ycd4i][b:2f0ycd4i]hér[/b:2f0ycd4i][/url:2f0ycd4i] …og auðvitað skellir maður sér á motorola
11.12.2007 at 10:06 #604988Ef útbreiðslan væri í raun eins og sýnt er á kortinu sem Íris linkaði á, þá væru björgunarsveitarmennirnir varla að kvarta. Þetta kort, sé það ekki hreint hugarfóstur, er væntanlega miðað við bestu hugsanlegu aðstæður, 10 W bílstöð með 5/8 loftneti á miðjum toppi, hvergi ísingu eða rafmagnsleyisi á fjallstoppum o.s.frv.
Þeir sem vilja vera öruggir um að geta alltaf náð sambandi, skella sér á [b:74hrje7k][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/10897:74hrje7k]námskeið[/url:74hrje7k][/b:74hrje7k].
Í þessu sambandi er vert að minna á að samskipti við flugvélar, þar sem ekki sést til lands, byggja alfarið á stutt- og miðbylgju fjarskiptum, með mjög svipaðri tækni og radíó amaötrar nota. Þar er ekki heimilt að treysta á gervitungla eða sjónlínu fjarskipti.-Einar R292 / TF3EK
11.12.2007 at 10:15 #604990Komið hefur fram að tetra-bylgjurnar skríða ekki með jörðu og því eru margir dalir sambandslausir.
Kortið sem Íris bendir á sýnir væntanlega dreifingu tetra fyrir ofan flest fjöll. Ég held að mun áhugaverðara sé að sjá kort sem sýnir samband niðri á jörðu.
Eins og Snorri bendir á þá þarf mælingu á því. Þetta eru gögn sem vantar og þyrftu að vera aðgengileg til að notkunaraðilar kerfisins geti vitað hvaða samband þeir muni fá á því svæði sem farið er um.Það sem björgunarsveitarmaðurinn benti á í fréttunum í gær var að ekki væri samræmi milli raunverulegs sambands (með þeim tækjum sem björgunarsveitin er útbúin) og þess sem sýnt væri á kortinu. Ég get ekki skilið þetta öðru vísi en beiðni um kort yfir um raunverulegt samband sé gert opinbert eða búið til hið snarasta.
Kveðja
Elvar
11.12.2007 at 10:18 #604992Hvernig er það eik og Snorri er til einhver HF búnaður sem gæti talist "notendavænn" og krefst ekki radíóamatöraréttinda sem menn gætu komið sér upp?
Með þessu er ég ekki að draga úr mönnum með að fara á ofangreint námskeið… það er gríðarlega gott og skemmtilegt og mæli ég alveg eindregið með því fyrir alla sem hafa áhuga á þráðlausum fjarskiptum, óháð bylgjulengd.
11.12.2007 at 10:31 #604994Já það er heldur betur til HF búnaður sem dugir fyrir venjulegt fólk, og hann liggur í bílskúrum út um allt.
Þetta eru gömlu Gufunestalstöðvarnar sem voru mest notaðar á 2,790 Mhz. Ég sá ekki betur en að loftnet fyrir slíkar stöðvar væru á sumum björgunarsveitarbílunum fyrir austan í fréttinni í gær.
Fyrir þá sem vilja fyrirferðarlitlar og vandaðar stöðvar ættu að tala við Aukaraf, Icom framleiðir slíka stöð sem virðist mikið notuð í Ástralíu.
Þarnar eru margir möguleikar en höfum í huga, þetta er ekki eins auðvelt í notkun og meðförum og Tetra eða VHF. Stór loftnet, suð og truflanir, EN þetta eru langdræg fjarskipti og það er það sem okkur vantar (eins og Ástralíubúana).
Snorri
R16 / TF3IK
11.12.2007 at 10:36 #604996Snorri, ertu nokkuð með týpunúmer á þessa áströlsku Icom græju? Afvegaleiðist alltaf inn í amatörbúnað þegar ég reyni að finna mér eitthvað tengt HF 😉
11.12.2007 at 10:38 #604998Þetta kort hjá 112 er hreinasti hugarburður. Ég heyrði af því að á síðasta ári farið hefði fram mæling á Tetra á landsbyggðinni. Í ljós kom að það þarf ekkert að fara lengst upp á hálendi eða ofan í dýpsta dal til að tapa sambandinu, nóg er að fara upp í Borgarfjörð.
11.12.2007 at 10:49 #605000Það hefur ábyggilega margt gerst síðan í fyrra, ég veit a.m.k. að síðan í byrjun sumars hefur samband aukist verulega hér og þar. Hins vegar eru stór svæði enn úti ef maður miðar við handstöð án aukaloftnets. T.d. var Tetra úti [url=http://www.trigger.is/gallery2/trips/20071208-fjallabak/20071208-fjallabak.jpg.html:e4ffexo4]megnið af þesarri leið[/url:e4ffexo4], þ.e. þeim hluta sem var ekki á almennum þjóðvegi.
Ég var á þvælingi annarsstaðar um daginn og þá um leið og ég fór niður í smálægð þá datt Tetra út en svo upp á næsta hól… samband aftur. Útbreiðslukortið er miðað við (ef ég man rétt) bílaloftnet en ekki handstöð sem gæti skýrt hluta af götunum en ekki öll.
11.12.2007 at 10:51 #605002Mæling á síðasta ári um drægni er varla sérstaklega marktæk í dag, þar sem uppbygging kerfisins átti sér fyrst stað með einhverju viti í ár.
Ástæða þess hvað langan tíma það hefur tekið að koma þessu dóti af stað er að mínu mati (sem leikmaður) að uppbygging kerfsins sé skólabókardæmi um það hvernig ekki á að standa að uppbyggingu á neyðarfjarskiptakerfi fyrir opinbera neyðaraðila.
Tveir einkaaðilar byrjuðu með sitt hvort kerfið sem ekki töluðu saman og allir ætluðu að mala gull. Held að menn hafi ekki alveg unnið heimavinnuna sína þar. Fór náttúrulega allt til fjandans.
Þetta er nú náttúrulega bara mín skoðun, manns sem svo sem hefur takmarkað vit á þessu.
11.12.2007 at 12:40 #605004Þar sem menn eru að tala um mælingar sem voru gerðar í fyrra er náttúrlega bara rugl, það er búið að slökkva á kerfinu sem var í notkun í fyrra (þó að talstöðvarnar virki með nýja kerfinu líka). Það var byrjað að setja upp þetta kerfi í byrjun sumars og nú þegar eru komnir í kringum 130 sendar upp, og á eftir að setja upp alla vega 20 í viðbót, líklega fleirri.
Mælingar á þessu kerfi eru gerðar með MTP 850 handstöð með 0db loftneti á toppnum á bílnum. Og með þessum útbúnaði dettur sambandið valla út á þjóðvegi 1, og einnig er gríðargóð dekking á þessu orðin á hálendinu, en það á þó eftir að bæta það og skylst mér að það eigi að gera það næsta sumar. Síðastliðið sumar var unnið að því að dekka allt láglendi. Og einhvað af hálendinu.
Nú þegar er Tetra komið með mestu útbreiðslu af þeim fjarskipta kerfum sem gangi eru í dag.
En hvað sem öðru líður þá verður aldrei kerfi sem dregur um ALLT land, nema þá helst gervihnatta símar en þeir eru enþá í allt öðrum verðflokki.
11.12.2007 at 14:16 #605006Éf ég skil rétt það sem Heiðar segir hér að ofan, þá endurspeglar þetta kort
[img:2l5av4qh]http://www.112.is/media/tetra/large/120_Tetra_sendar_12sept2007_70_2.JPG[/img:2l5av4qh]
ekki raunveruleikann eins og hann er í dag. Það væri ekki í fyrsta sem sölumenn þessa fyrirbæris hafa farið framúr því sem hægt er að standa við.
Hvernig ætli standi á því að talsmenn Tetra neita að viðurkenna tilvist stutt- og miðbylgju fjarskipta, sem virka [b:2l5av4qh]ALLSSTAÐAR?[/b:2l5av4qh]
Ætli þeir hafi aldrei flogið vestur um haf?-Einar
11.12.2007 at 15:16 #605008Ég er svona aðeins að spá í það sem Heiðar Sigurjónsson segir um verð á gervihnattasímum og að þeir séu í allt öðrum verðflokki.
Nú tók ég upp á því að bera saman þetta tvennt og tók þá full verð á báðum kerfum. En 4×4 gæti án efa samið um ágætan afslátt af tækjum hjá RS líkt og Hátækni býður á Tetra og svo hefur ekkert verið reynt á verðtilboð hjá Símanum.
Öll verð eru með vsk.
Iridium:
Símtæki með loftneti uti/inni : 174.000
Símkort: 1.600
Stofnkostnaður alls: 175.600
Mánaðargjald: 2.800
Símtal: 82 kr/mínTetra:
Bílstöð: 74.000 (~95.000 ef handstöð með vöggu)
Loftnet: 29.000
Ísetning á radíoverkstæði: 15.000
Stofnverð þjónustu: 3.860
Stofnkostnaður alls: 121.860
Mánaðargjald: 1.450
Símtal: Hvergi hægt að fá upplýsingar um verð.Af þessu sést að Iridium er um 54.000 kr dýrari en Tetra en með Iridium ertu með nánast öruggt samband – hvar sem er. Ég hef verið með Iridium í rúm tvö ár og hann hefur alltaf virkað þegar ég hef þurft að nota hann. Talgæði eru að vísu ekkert æðisleg en alveg nóg fyrir neyðarsamskipti.
Þannig held ég að úr því að menn eru svona svartsýnir á útbreiðslu Tetra þá væri nær að snúa sér að Iridium – klúbburinn ætti kannski að setja sig í samband við Landsímann og R.Sigmundsson og fá gott pakkatilboð fyrir jólinn.
Benni
11.12.2007 at 15:51 #605010Ég keypti Irridium síma með data-módúl, hleðslutæki fyrir bíl og hús og aukabatteríi. Þetta var sýningareintak og kostaði í Færeyjum um 100.000 (án vsk) (fékk 10% afslátt).
Ég borga um 35.000 fyrir 500 mínútur á ári og ekkert stofngjald. Það sem er eftir af þessum 500 mínútum þegar 12 mánuðir eru liðnir nýtist ef keypt er áskrift aftur. Ekkert áskiftargjald, sms og tölvupóstur (e-mail adressa og notkun) er með í þessu verði.
Ef mánaðgjald er 2.500 þá kostar það 30.000 á ári. Ég fæ því 500 mínútur á 5.000 kr.
Þessir aðilar eru örugglega til í að skoða magnafslátt á tækjum og notkun.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.