Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tetra
This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
29.11.2007 at 10:10 #201281
Hvaða Tetra stöð á maður að fá sér ? Er einhver ein sem er betri en önnur – eða er kannski ekki komin nein reynsla á þetta hjá mönnum.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.11.2007 at 12:01 #604932
Það hvíslaði að mér lítill ford að það væri lang mesta bilannatíðni í Motorolla. Talaðu við þá í Radioraf þeir setja þetta mikið í fyrir lögguna og Landsbjörg og þekkja þetta mjög vel.
29.11.2007 at 12:14 #604934Heita bílstöðvarnar ekki Cleartone sem Landsbjörg er að nota? Eru víst ágætar græjur en Motorola er víst að sögn lítils fugls (man ekki hversu stór hann var…).
Mæli a.m.k. ekki með að hafa bara handstöðvarloftnetið, það er engan veginn nóg, en setupið að vera með handstöð og dock með loftneti + straum kítlar mig ennþá pínulítið.
Flottast væri auðvitað að vera með stöð sem getur verið repeater en ég held að svoleiðis kosti haug af seðlum…
29.11.2007 at 12:34 #604936Sú stöð sem ég mun fá mér er Sepura SRG 3500 hún er 10 w en flestar eru ekki nema 3 w og handstöfðar eru 1w . þessi stöð er soldið dýr frá 140 til 180 þúsund, wöttinn skifta máli alla vega
fyrir mig . þessar stöfðar hafa komið vel út í flest öllum könnum
þetta er ekki mikil peningur miðað við mart annað sem við kaupum ( Ég vill að hluturinn virki þegar þarf á að halda )
kv,,, MHN
29.11.2007 at 12:43 #604938Enn sem komið er, er of lítil reynsla komin á kerfið á hálendinu til að ég geti mælt með því að fólk fari að koma sér upp TETRA stöðvum. En, ég mæli frekar með stöðvum sem geta virkað sem endurvarpi. Motorola t.d. styðja það ekki enn.
Svo er víst að koma ný lína af stöðvum hjá flestum fyrirtækjum eftir áramót, sem eiga að vera eitthvað ódýrari skilst mér, og ef mig misminnir ekki, með endurvarpa fídusnum.Radíókveðjur, Úlfr.
29.11.2007 at 12:48 #604940Skipta wöttin miklu máli þegar útbreiðslan er svona mikið háð sjónlínu og innbyggðum takmörkum í lengd frá sendi? Maður spyr sig…
29.11.2007 at 13:21 #604942það er aldrei of mikið af ljósum og menn vantar alltaf fleiri
hestöfl og stæri dekk, stöð sem er með fleiri wött nær
betir við slæm skilirði en hinarkv,,, MHN
29.11.2007 at 13:25 #604944… ertu viss?
29.11.2007 at 13:35 #604946Ég myndi spyrja hann Einar Kjartans – eik – hann er með þetta á hreinu.
06.12.2007 at 02:40 #604948Svo ég vekji nú upp gamlan þráð. Þá myndi ég ætla að í TETRA skipti engu máli hversu mörg wött það eru umfram nema hugsanlega í direct mode.
Því wött hafa bara uppá sendingarstyrk að gera. Altsvo, það er enginn tilgangur að hafa mikið hærri útsend wött en endurvarpinn sendir frá sér.Jafnvel þá skiptir það ekki svo miklu máli, því sendirinn leyfir bara talstöðvum í x radíus kringum sig að senda í gegnum sig.
Og MHN, ef þú vilt að hlutirnir virki við verztu skilyrði, þá held ég að þú ættir að leita frekar í MF/HF tæknina frekar en TETRA… (Ekki þar fyrir að TETRA kerfið á sennilega eftir að batna helling með árunum, þá eru bara of margar gloppur í kerfinu til að það virki sem öryggisnet)
kkv, Úlfr
06.12.2007 at 08:33 #604950Ég er að nota Motorola MTM-800 bílastöð og hún virkar vel með tveggja spólu loftneti á toppnum. Það er mikill munur á henni og handstöðinni frá Motorola varðandi drægni en það gæti hjálpað handstöðinni að vera í "dock" og með gott loftnet á toppnum.
Cleartone hefur gáttunar og endurvörpunar möguleika, en athugið að þegar þessir möguleikar eru notaðir þá gerir stöðin ekkert annað, ekki hægt að nota stöðina til að kalla eða fylgjast með. Svo kostar hún meira en Motorola.
06.12.2007 at 10:02 #604952Það er líklega ekki nein björgunarsveit að kaupa Cleartone í dag Motorola á það fyrirtæki og er að koma með Cleartone fídusunum í nýrri stöð sem kemur á nýju ári. Það eru allir að bíða eftir þessari nýju stöð sem á að vera með sama viðmót og MTP 850.
06.12.2007 at 10:38 #604954Niðurstaðan er s.s. að bíða fram yfir áramót og þá verði komin flottari tæki.
Annars er ég alltaf að hallast meira og meira í átt að því að láta Iridium símann duga sem öryggistæki og vera bara með VHF/NMT og fá mér svo SSB í viðbót…. langar að geta talað við Snorra hvar sem er á landinu
Benni
06.12.2007 at 15:43 #604956Ég er á því að bíða og skipta siðan NMT út fyrir CDMA. Það á víst að vera komið í gagnið á þessu ári og alveg á næstu 2 árum, minnir mig.
Sjá gamlan [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/10516#82247:2d9lupvd][b:2d9lupvd]þráð[/b:2d9lupvd][/url:2d9lupvd]
06.12.2007 at 16:10 #604958ekki tetta terra vesen a monnum tegar cdma sem er betri lausn er handan vid hornid????????
06.12.2007 at 16:35 #604960Við í Hjálparsveitinni minni erum að bíða eftir þessari nýju bílastöð sem Friðfinnur talar um. Hún heitir að mér skilst MTM 850. Hefur sömu fídusa og Cleartone stöðin en hefur þann kost að vera með sama viðmót og handstöðvarnar sem við notum, en þær heita MTP 850. Það sjáum við sem mikinn kost, því þá er nóg að kunna á handstöðin, því þá kann maður líka á bílstöðina.
Við erum með eina svona cleartone stöð, og ég verð að segja að mér finnst viðmótið í motorolla handstöðvunum mikið betra.
En það skiptir jeppakall kannski ekki eins miklu máli að hafa þetta eins og í einhverri handstöð, sérstaklega ef hann ætlar bara að eiga eina stöð.
Þetta er bráðsniðugt kerfi, amk fyrir björgunarsveitir. Ég ælta nú samt að bíða þar til NMT dettur endanlega út til að ákveða hvað maður fær sér í staðinn, sjá hvað verður til þá.
06.12.2007 at 18:34 #604962er eftir því sem ég best veit enn í beta útgáfu og virkar hálf undarlega.
Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.Motorola eru mjög þægilegar stöðvar til að vinna með, og eru laaang ódýrastar hér á Íslandi (amk í bili…)
eina sem mér finnst galli við motorola er hvað displayið á þeim er alveg fáránlegt í laginu. Maður þyrfti að eiga mælaborð úr yaris til að koma þessu drasli fyrir þannig að þetta líti ekki út eins og eplabaka…
Ég kýs að hafa hlutina bara ferkantaða…
kkv, Úlfr
E-1851P.S. Cleartone notaðist bara við eiginleika sem til voru í TETRA staðlinum. Motorola nýttu sér ekki þennan "þátt" í staðlinum
06.12.2007 at 22:24 #604964held að þetta sé rétt hjá einhverjum hérna að ofan að sendistyrkur stöðvanna skiptir engu máli upp að 3W allt upp fyrir það er víst sóun þar sem að kerfið leyfir ekki hærri sendingu en 3W, að sögn félaga míns sem vinnur hjá tetra eru handstöðvarnar frekar slakar á hálendinu en bílstöð nær út um allt, og þó að það breyti einhverju að vera með handstöð í dock að þá held ég að hún komi aldrei til með að vera jafn öflug og bílstöð með tveggja spólu neti á toppnum.
07.12.2007 at 11:04 #604966Ef rétt er að sendiafl umfram 3W sé óþarft, þá er handstöðin málið.
Það er nefnilega hægt að fá vöggu fyrir hana og tengja útiloftnet við. Þá er móttakan (og sending nema að aflið er minna) sú sama og með stærri stöð og loftneti.
Þá er bara að setja útiloftnet á skálana og þá er hægt að taka handstöðina með inn í skála og vera í góðu sambandi.
Snorri
R16 og TF3IK
07.12.2007 at 11:10 #604968Moto MTP850 er því miður bara með 1W í sendistyrk… en hugmyndin er samt góð og er jafnvel bara ekkert verri fyrir það. Ég er mjög spenntur að vita hversu mikið skilyrðin lagast við það að setja handstöð við alvöru loftnet. Það er á topp-todo listanum mínum ásamt því að færa VHF loftnetið af frambrettinu 😉
07.12.2007 at 12:29 #604970Vaggan fyrir motorola handstöð kostar 40-45000 kr
og stöðin einhvern 54000 kall. en 3w bílstöð kostar hinsvegar bara 80.000. Vert að hafa þetta í huga áður en keypt er handstöð.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.