Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Tetra
This topic contains 92 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2007 at 14:56 #200904
Samningurinn á milli f4x4 og neyðarlínunar.
Félagar í Ferðaklúbbnum 4×4 fá aðgang að Tetraþjónustu Neyðarlínunnar samkvæmt þessu samkomulagi. Skilgreindir verða sérstakir talhópar fyrir klúbbinn samkvæmt nánara samkomulagi á milli aðila. Félagið greiðir fyrir talhópa samvkæmt gjaldskrá. Mánaðargjald sem félagar klúbbsins greiða fyrir hverja Tetrastöð er samkvæmt gjaldskrá Tetra, nú 1.450 kr. á mánuði. Greiðsla mánaðargjalda hefst 1. janúar 2008. Greiðsla fyrir símaþjónustu um Tetra verður samkvæmt gjaldskrá og greiðist mánaðarlega í samræmi við notkun. Félagar klúbbsins eru hvattir til að halda símanotkun í lágmarki.Neyðarlínan mun gera samkomulag við klúbbinn varðandi ferilvöktun og aðgang félaga að vefsíðu. Neyðarlínunni eru heimil uppköll á almennri uppkallsrás félagsins ef aðstoð vantar á afskekktum stöðum og félagar í klúbbnum eru nærri slysstað en almennir viðbragðsaðilar.
kv
Agnes karen Sig
Formaður f4x4p.s Hátækni er með tilboð til félagsmanna á tetrastöðvum og aukahlutum
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.10.2007 at 22:32 #598556
Verð að taka undir með Izan að ekki skiptir öllu hvernig þessi fjarskiptakerfi virka heldur að þau virki.
En það er akkúrat það sem ég hef verið að athuga að undanförnu útbreiðslukort Tetra er að ég held byggt á óskhyggju. Það er að segja það er útreiknað útbreiðslusvæði, en reyndin er önnur.
Ég er að rekast á smá kafla 1-2 km á þjóðveginum sem eru sambandslausir, oft eru það kafla þar sem NMT samband var og er slæmt en næst þó.
Tel að engin frekari hætta skapist af því að bíða til næsta sumars með að fjárfesta í nýjum fjarskiptatækjum því Nmt-ið verður rekið áfram næsta ár og hefur ennþá forskot á Tertra í útbreiðslu.
06.10.2007 at 22:47 #598558Ég er alveg ósammála því að neyðarfjarskipti ferðafólks standi og falli með ferilvöktun. Ég er þó á því að gert hafi verið vel með samningi um TETRA burt sé frá því hver framtíðin verður.
Án þess að beina umræðunni frá TETRA þá held ég að ef menn vildu tryggja að geta alltaf kallað eftir hjálp þá mundi ég mæla með PLB sendi sem sendir bæði á 406 mhz og 121.5 eða einhverju álíka. Ég var búin að heyra það að tilraunir í USA sýndu að 121.5 sendingin nái upp úr sprungum meðal annars og það eru til miðunartæki hér til að miða út þessar sendingar. Móttaka byggist á COSPAS SARSAT kerfinu. Tveir vankantar eru á þessu:
A) almenningur má ekki kaupa sér þessi tæki
B) Það á eftir að prófa viðbragðstímann hér.
Slysavarnafélagið Landsbjörg mun fljótlega bjóða upp á þá þjónustu að fá þessa senda leigða.
06.10.2007 at 22:56 #598560Það er kannski SMÁ vankantur að almenningur má ekki kaupa þetta og að hver sem er heyrir ekki…
en eins og fyrr segir… .(og ef ekki… þá hef ég akkurat ekkert vit á þessu)
Kv. stef…
06.10.2007 at 23:01 #598562Þegar skoðuð er uppbygging símkerfis, tæknihlið, þá gefur það vísbendingu um virkni kefisins eftir að það hefur verið sett upp.
Tetra er komið upp og virkar líklega nokkurn vegin eins og búist var við, hefur verið endurhannað.
Hjálparsveitarmenn sem ég hitti í sumar sögðu að handsíminn virkaði frekar gloppót, en bítækið væri fínt og er þá bæði sendistyrkur meiri og loftnetið betra og hærra.
En segjum svo að CDMA kerfið er komið upp og vað erum í fínu sambandi 40km frá endurvarpa og teljum okkur því í öruggu sambandi.
Þá fer einhver náungi nærri sendinum að hlaða niður einhverri tónlist og er þá endurvarpinn upptekin við þetta að gefa þessum eina mikinn gagnahraða á kostnað langdrægni kerfisins.
Þá er eins líklegt að við sem töldum okkur í öruggu sambandi orðnir sambandslausir og getum ekkert gert við því.
Þarna er komið ný hlið á fjarskiptakerfum sem ekki hefur verið áður.
Eg veit ekki til þess að Síminn hafi gefið út að hægt verði að nota CDMA 450 sem neyðarfjarskiptbúnað sem á að vera hægt að treysta á.Kveðja Dagur
06.10.2007 at 23:13 #598564Ég er í mörg ár búinn að vera með Benefon handsíma í NMT kerfinu . Til fjalla hef ég mest verið á Landmannaafrétti og nálægum svæðum. Ég er með símann fengdan við útiloftnet á bílnum . Fyrstu árin fannst mér vera svipuð virkni hvort maður var í sambandi við Búrfell eða Vatnsfell en svo í ein 3 ár í kringum aldamótin var oftast mjög slæmt samband um Búrfell. Þó að síminn sýndi 4 í styrk náðist ekki samband þó að vel gengi að tala á tveimur á Veiðivatnasvæðinu. Ég margkvartaði við Símann og loksins lagaðist þetta en svo haustið 2006 var aftur erfitt að ná gegnum Búrfell og sama var í haust fannst mér og inn við Landmannahelli náði ég bara betur með GSM símanum. Sendarnir eru eflaust orðnir lélegir og viðhaldið látið dánkast og beðið eftir nýja kerfinu . Að óreyndu líst mér nokkuð vel á nýja kerfið sem á að koma í staðinn fyrir NMT eftir rúmt ár. Hafa menn heyrt um verð á þeim símum? Kv. Olgeir
06.10.2007 at 23:48 #598566Tetra er það sem býðst í dag og vitum við of lítið hvað framtíðin ber í skauti sér almenn í fjarskiptamálum. Þess vegna er það nú eðlilegt að ræða þessi mál fá öllum hliðum.
Af því sem fram hefur komið er greinilegt að CDMA er enginn töfralausn frekar en önnur fjarskiptakerfi. Staðan er þannig að NMT er að detta út og trúi ég orðum Olgeirs þegar hann telur að nmt hafi daprast að undanförnu, enda erfitt að trúa því að Síminn sé að dubba mikið upp á gamalt kerfi sem þess utan er að detta út. Einnig mætti hafa það í huga að Síminn er ekki einusinni að gera neitt í gsm endurvarpamálum. ( fjarskiptasjóður ).
Ef hlutirnir fara hinsvegar þannig að við verðum sátt við Tetra sem talstöðvarkerfi og CDMA sem símakerfi og það verði framtíðartólin. Þá er það stóra spurningin hvað gerum við, við vhf kerfið. Er hugsanlega að það breytist í það að verða eingöngu notað á milli jeppa og endurvarparnir verði teknir niður. Það væri fróðlegt að heyra frá Landsbjargarmönnum hvað þeir hyggist gera í sínum vhf málum. Og hvort vhf kerfi þeirra sé í einhverskonar biðstöðu.PS Olgeir vhf virkaði allavega vel í göngunum síðast, ég heyrði vel í þér inn fyrir Versali þegar þí varst einhverstaðar á Landmannaafrétti með einhverja slyddara í vandræðum. Kv Ofsi
07.10.2007 at 01:10 #598568eins og þær líta út í dag.
Tetra mjög dýr lausn og ekki hugsað sem símkerfi eins og það er uppsett á Íslandi í dag, og í raum mælt gegn því að það sé notað sem slíkt. Tetra er líka lausn sem EKKI er hægt að treysta á. Það er jú rosalega flott að vera með einhvern panic takka en þú þarft að komast í samband einhverstaðar til þess að hann virki! Og sama á við um CDMA, hann þarf að ná sambandi til að virka og í báðum tilfellum þarf maður kannski að aka upp á hól?
CDMA á að koma í stað NMT og hugsað sem símkerfi fyrir almenning og mun ódýrari og raunhæfari lausn fyrir okkur. Það lítur vel út á pappírum í dag, ef kerfið verður uppsett eins og gefið hefur verið til kynna, þá er ekki nokkur spurning um að það gæti verið betri kostur fyrir fjöldann en Tetra. Svo er spurning með Vodafone, nú eru þeir eitthvað að testa langdræga senda en vilja ekkert gefa upp hvað þeir hafa í hyggju og mér finnst langsótt að það verði einhver töfralausn handa okkur. Ég myndi telja best að bíða og sjá hvernig CDMA kemur til með að virka. ÞIÐ sem fenguð afhentar Tetra stöðvar til að leika ykkur með, í öllum bænum sýnið smá þroska og látið þetta ekki hafa áhrif á þær staðreyndir sem eru til staðar, Tetra er ekki hugsað sem símtæki! Ágætt að það komi líka fram að ég hef ekkert á móti Tetra, Tetra er snilldar kerfi FYRIR þá sem fá fullan og óheftan aðgang að því og við erum EKKI í þeim hópi, gerið ykkur grein fyrir því. Komi einhver og segi við mig; já, þetta er líka símtæki og þú mátt nota það eins og þú vilt þá fyrst eru komnar forsendur til að skoða þetta vandlega. Látið þetta ekki ergja ykkur, þetta er bara mín skoðun og byggist á því hvað hentar fjöldanum.
07.10.2007 at 01:30 #598570Sennilega er nú akkúrat PLB (ELT) á 406 og 121.5 það tæki sem mest öryggi veitir, þau eru með stöðuga vöktun, og senda sjálfvirkt frá sér staðsetningu og persónulegar upplýsingar eiganda, séu þau sett af stað, hefur td reynst afar vel í Kanada. Enn þetta er svosem ´´önnur ella´´ en hér er til umræðu.
Þarfir fólks eru auðvita misjafnar, ég lít svo á að á mínum flækingi um Ísland þurfi ég ekki að vera í stöðugu sambandi við neyðarlínuna. “ferilvaktaður“
Hvursvegna er TETRA mannskapnum svona umhugað að koma sínum varningi í bíla félagsfólks? Er það af einskærri umhyggju eða er markmiðið að SELJA/GRÆÐA?
Eftir lestur alls þess sem hér hefur verið ritað, margt afar fróðlegt, hef ég styrkst í þeirri ætlan minni að bíða þar til vorið 2009. Vega þá og meta það sem í boði verður og leysa símamálin skv því.
En vhf eða tetra sem talstöð? því tetra er ekkter nema þróða talstöðvakerfi, það á tíminn eftir að leiða í ljós.
Eins og staðan er í dag, er það deginum ljósara að það er bara Iridium og HF, af þeim græjum sem ég þekki, sem dekka landið, og jörðina alla ef útí það er farið. (PLB er Globalt á 406mhz)
Kveðja
07.10.2007 at 02:48 #598572Benedikt þú vísar í að CDMA líti vel út á pappírunum?
Getur þú frætt mig um hvaða pappíra þú átt við.
Mig langar að sjá þessa pappíra.Kveðja Dagur
07.10.2007 at 03:11 #598574Þú getur nálgast það hjá P og F. Skal finna og meila á þig.
07.10.2007 at 03:19 #598576"Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað Nordisk Mobil Ísland ehf tíðniheimild fyrir langdrægt, stafrænt farsímakerfi á 450 MHz tíðnisviðinu sem þjóna skal öllu landinu og miðunum. Tilboð NMÍ var eina tilboðið sem barst og hefur PFS yfirfarið það og sannreynt að það uppfyllir öll skilyrði í útboðslýsingu.
Um er að ræða arftaka NMT farsímakerfisins og er gert ráð fyrir að fullri útbreiðslu verði náð 7. janúar 2009"
[url=http://www.pta.is/upload/files/450MHz%20T%C3%AD%C3%B0niheimild%2025.5.2007.pdf:17wcwdsw][b:17wcwdsw]Hér[/b:17wcwdsw][/url:17wcwdsw] er sá "samningur" sem búið er að gera.
07.10.2007 at 03:33 #598578Lesið þetta nú yfir þeir sem hafa ekki gert það nú þegar og spegulerið í þessu, það sem mér finnst vanta þarna eru fleiri sendar upp á miðhálendinu og það er alveg deginum ljósara að kæmi yfirlýsing frá jafn stórum kúnnahóp og f4x4 þess eðlis að við hefðum verulegan áhuga á þessu kerfi fyrir okkar félagsmenn að það gæti haft áhrif á það hversu margir sendar yrðu settir upp á hálendinu umfram það sem planað er. Svo við nú sláum á létta strengi að þá er vert að minnast á það fyrir þá tæknisjúku að þú getur sett web cam í jeppan og varpað því live á netið þegar þú festir þig……þ.e ef þú nærð sambandi hehe…..
07.10.2007 at 03:56 #598580Benedikt ég var fyrir löngu búinn að sjá þetta.
Eru engir aðrir pappírar um þetta kerfi símanns.
Ekki er minnst einu orði á breytilega útbreiðslu eftir álagi, eða hvað kerfið geti þjónustað marga samtímis, sem eru lykilstærðir í CDMA kerfum.
Þetta vekur aðeins fleiri spurningar en það getur svarað.
Er ekkert annað??Kveðja Dagur
07.10.2007 at 04:19 #598582minn, ég held að það sé alveg sama hvernig við snúum okkur í þessu að CDMA verður alltaf margfalt öflugra sem símkerfi en Tetra það er nú bara þannig að það er hannað sem slíkt og að auki til gagnaflutnings eins og þú veist. Staðreindin er sú svo við höldum okkur við þær að ef CDMA getur fúnkerað vel á markaði eins og Rúslandi og fl. þá tel ég líklegt að það verði ekki til vandræða hér á okkar littla Íslandi. Svo ég spirji nú hvað ræður Tetra við marga f4x4 notendur samtímis á hálendinu í símtal…….þar ég virkilega að rökræða þetta eitthvað frekar….. Jæja nóg í bili formúlan fer LOKSINS að byrja…..
07.10.2007 at 05:03 #598584Það er rétt hjá Degi, að það er mikil óvissa varðandi langdrægni CDMA2000 á 450 MHz og áhrif álags á hana. Ég held samt að það séu yfirgnæfandi líkur á að CMDA2000 kerfið dragi mun lengra en Tetra. Þó markaðshludeild CDMA2000 á heimsvísu sé miklu minni en GSM, þá er sá markaður samt mörg þúsund sinnum stærri en markaðurinn fyrir TETRA. Þetta kemur m.a. fram í verði og rafhlöðu endingu, þar sem TETRA er sambærilegt við farsíma eins og þeir voru fyrir 15 til 20 árum.
Ég held að jeppamenn muni aldrei nota Tetra sem talstöðvar til þess að tala milli bíla í neinum mæli. Ef einn bíll dettur út úr snjónlínu við stðð, þá dettur virkni talstöðvanna niður í að vera sambærileg við PMR 446 stöðvar, sem kosta 20 sinnum minna en Tetra græjurjurnar. Síðan vitum við ekki hvaða áhrif afköst kerfisins og forgangur annara hefur. Það er ekki álitlegt að mega búast við því að missa samband við félagana þegar eitthvað er um að vera "viðbragðs aðilunum", t.d. vegna náttúruhamfara eða heræfinga á vegum Björns Bjarnasonar eða arftaka hans. Ekki má heldur gleyma því að bilanir á rafmagni eða ljósleiðurum geta orðið til þess að kerfin í Skógarhlíðinni detti út að meira eða leiti. Okkur vantar ekki miðstýrðar talstöðvar.Ég segi fyrir mig, að ég verð með VHF, HF og GSM fyrst eftir slökkt verður á NMT. Með HF talstöðinni get ég haft samband við umheiminn hvar sem er, óháð öllum sjónlinum, gervitunglum og ljósleiðurum. Ef enginn er að hlusta innanlands, þá eru allaf þúsundir radíó amatöra að hlusta erlendis. Í neyðar tilfellum er líka hægt að fara inn á rásir sem notaðr eru í skipum og flugvélum, t.d. 121.5 MHz.
Ég býst við því að ég muni fá mér CDMA2000 síma, en það verður ekki fyrr en komin er reynsla á það kerfi.-Einar – R292 / TF3EK
07.10.2007 at 10:04 #598586Það er býsna fróðlegt fyrir þá sem lítið vit hafa á tækni að lesa þennan þráð. Málið er nú kannski það, að við erum orðin svo vön því öll að nota NMT með kostum þess og göllum, að okkur verður meira að segja eftirsjón að göllunum! En hvað um það, mér finnst nú að það sem Einar Kjartans segir hér síðast hljóma skynsamlega. Ég er að vísu ekki jeppaeigandi sem stendur, verð kannski ekki oftar enda er ég orðinn gamall, en ég á ennþá HF – stöðina mína með öllu tilheyrandi og myndi án efa setja hana í jeppa ef og þegar ég myndi eignast einn slíkan aftur. VHF-stöðvarnar hafa líka sína kosti og hvorttveggja þetta tvennt hefur þann kost að það er hægt að tala saman milli stöðva/bíla þótt eitthvert miðlægt stjórnkerfi í Skógarhlíð eða annarsstaðar verði straumlaust eða bili, nú ellegar þá að einhver snillingur á skurðgröfu taki í sundur ljósleiðara þegar verst gegnir. Þarfir mínar sem trillukarls eru nokkuð aðrar, enda það svolítið önnur deild eða þannig. Það er verið að ota því að manni á þeim vettvangi, að Tetra – kerfið muni með einni stöð koma í staðinn fyrir símann, sem flestir eru með (NMT) í bátunum, VHF-skyldustöðina og STK-sjálfvirku tilkynningaskylduna. Að vísu sá þverhausinn ég þann vankant við þetta að maður yrði algjörlega háður einu tæki, í stað þess að þrjú tæki gætu komið að einhverju leyti hvert í stað hinna. STK-tækið gerir að vísu ekkert annað en sýna á einhverjum skjá í Skógarhlíð hvar maður er staddur. En nóg um það. Búksorgir trillukarla eiga takmarkað erindi hér. Það virðist þó auðsætt, að enn eru of margir endar lausir til að maður geti áttað sig á því hvað hentar best á hálendinu af þessum kostum, sem eru í boði. Versta niðurstaðan yrði þó sú, að svo margir verði að kljást um bitann að enginn verði með nægilega góða þjónustu vegna þess að hún ber sig ekki. Eins og einhver benti þó á hér nokkru ofar hvílir ákveðin skylda á Símanum gagnvart P & F og Fjarskiptasjóður á að einhverju leyti að styðja við þjónustuna þar sem arðbærni kerfisins er ekki nægileg. En ég verð að segja eins og er að það er ansi freistandi fyrir þá sem hafa ekki rúm fjárráð ef sú fullyrðing Vodafone stenst að hægt verði að nota venjulegan GSM – síma við þeirra kerfi. Kannski er nú bara málið það, að þeir sem ekki hafa ráð á dýrum búnaði eigi ekkert erindi í vetrarferðir á hálendi og jökla?
07.10.2007 at 10:39 #598588Langdrægir sendar eins og Síminn er með á amk 2 stöðum gætu verið áhugaverðir fyrri ferðalanga á hálendinu. Þar er nú oftast ekki þéttleiki notenda til vandræða (ok.. stundum þegar ónefndur ferðaklúbbur fer í hópferðir). Eins og einhver sagði hér talsvert ofar þá hvort sem gsm kæmi eftir 2,4,6 eða 10 ár væri það auðvitað skynsamlegasti kosturinn. Það myndi ekki bara gagnast harðkjarnajeppamönnum með fullt af stöngum ofan á bílunum sínum heldur líka erlendum túristum sem villast inn á hálendið á Yaris.
Það væri jafnvel skemmtilegt project fyrir einhverja vaska F4x4 félagsmenn að halda utan um Fjölmiðlavakt F4x4 á næsta ári (FF4x4) og sjá t.d. hversu oft það eru fréttir af ferðamönnum sem þurfa aðstoð með "ekkert fjarskiptatæki" nema GSM og hversu oft það eru aðilar sem eru með NMT og alla stangaflóruna ofan á bílnum sem komast í fréttirnar.
Mig grunar að þó maður taki ekki nema einn af valkostunum (hver svo sem hann er, cdma,nmt,tetra,hf,….) sem á annað borð getur borið merki frá manni til byggða sé maður í margfalt betri málum en bara með vhf og gsm. [i:1sfqcsbh]Svo er spurning hvort VHF eigi ekki að geta borið mann til byggða?[/i:1sfqcsbh] Er maður þá ekki kominn í sama ástand og ólsarinn nefnir með að treysta á eitt tæki í allt. Ég er nú svo tortrygginn að ég vil alltaf hafa backup. Sumir sem e.t.v. eru ekki tilbúnir til að koma sér upp nmt núna undir blóðrauðu sólarlagi þess kerfis sjá að tetra er skárri kostur til að dekka tímann fram að því að línur skýrast, plús að líftíminn er lengri. Aðrir sem eru í góðum málum með þokkalega nmt síma í dag bíða og sjá hvernig arftakinn kemur inn, mig grunar að það sé lunginn af fjöldanum sem muni verða í þeim hópi. Svo eru auðvitað alltaf græjudellusjúklingar sem þurfa að vera með 7-10 stangir á bílnum sínum og hafa bara gaman af því líka.
Það er á dagskrá að fá fulltrúa frá Símanum/NMÍ til að tala um CDMA á félagsfundi í byrjun næsta árs (jan eða feb). Ég veit auðvitað ekki hver staðan hjá þeim er akkúrat núna hvað reynslu á kerfinu snertir því vildi maður ekki hafa þá fyrr en máski er þetta tímabært fyrr. F4x4 vill auðvitað hafa sem flesta möguleika opna fyrir sína félagsmenn og kynna þá alla eftir því sem hlutirnir skýrast. Svo ef ég man rétt er HF (SSB/Gufunes/hvaðsemmennviljakallaþað) fundur á opnu húsi 11. okt í Mörkinni (20:30) fyrir þá sem hafa áhuga á þeim hluta tíðnisviðsins.
07.10.2007 at 11:05 #598590Fyrir þá sem endilega vilja fá ferilvöktun á sig er athyglisvert að hægt er að setja slíkt upp í CDMA kerfum: http://www.anydata.net/products/agt100d.html
07.10.2007 at 18:00 #598592Það er í raun (fræðilega) hægt að nota hvaða stafræna fjarskiptakerfi sem er til ferilvöktunar.
Til ferilvöktunar á íslandi nota fiskiskipin aðalega VHF (fjarskiptakerfi sem kallast Racal), neyðaraðilar nota Tetra og hinn almenni notandi notar GSM (eða GPRS réttara sagt).
kv
Rúnar.
07.10.2007 at 18:21 #598594Til að svara spurningu Ofsa. Fjarskiptaráð björgunarsveitanna hefur með fjarskiptamál bjsv að gera, ég veit ekki til þess að það sé búið að taka ákvörðun um annað en VHF verði áfram fjarskiptakerfi björgunarsveitanna. Sumarið var mikið notað í prófanir á TETRA það reyndist vel það var reyndar veriða að setja upp senda í allt sumar og er en verið. Svo eru það þessir 50 sendar sem eftir eru og á að nota til að stoppa upp í göt. Ég held að TETRA hafi komið öllum á óvart í sumar með það hvað landið er nú þegar orðið vel dekkað. Varðandi símafídusinn þá veit ég að björgunarsveitum hefur verið uppálagt að nota hann ekki vegna þess að það tekur mikið pláss á sendunum. Mikið hefur verið sett af IRIDIUM símum í björgunarsveitarbíla undanfarin misseri og þó nokkuð er um að menn séu að sleppa VHF stöðinni aðrir eru að taka VHF módulinn í Cleartón stöðvarnar og keta því bæði svissað yfir í VHF eða TETRA og gáttað. Ég sé að það geti verið vandamál að vera ekki notandi með forgang í kerfinu, ef tveir aðilar eru að hringja út úr kerfinu þá ná TETRA stöðvar sem ekki eru með forgang ekki neinu sambandi ef ég skil rétt, og geta ekki slitið þessum símtölum, viðbragðsaðilar aftur á móti geta mundu slíta þessum símtölum með því að lykla inn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.