Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Tetra
This topic contains 92 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2007 at 14:56 #200904
Samningurinn á milli f4x4 og neyðarlínunar.
Félagar í Ferðaklúbbnum 4×4 fá aðgang að Tetraþjónustu Neyðarlínunnar samkvæmt þessu samkomulagi. Skilgreindir verða sérstakir talhópar fyrir klúbbinn samkvæmt nánara samkomulagi á milli aðila. Félagið greiðir fyrir talhópa samvkæmt gjaldskrá. Mánaðargjald sem félagar klúbbsins greiða fyrir hverja Tetrastöð er samkvæmt gjaldskrá Tetra, nú 1.450 kr. á mánuði. Greiðsla mánaðargjalda hefst 1. janúar 2008. Greiðsla fyrir símaþjónustu um Tetra verður samkvæmt gjaldskrá og greiðist mánaðarlega í samræmi við notkun. Félagar klúbbsins eru hvattir til að halda símanotkun í lágmarki.Neyðarlínan mun gera samkomulag við klúbbinn varðandi ferilvöktun og aðgang félaga að vefsíðu. Neyðarlínunni eru heimil uppköll á almennri uppkallsrás félagsins ef aðstoð vantar á afskekktum stöðum og félagar í klúbbnum eru nærri slysstað en almennir viðbragðsaðilar.
kv
Agnes karen Sig
Formaður f4x4p.s Hátækni er með tilboð til félagsmanna á tetrastöðvum og aukahlutum
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.10.2007 at 10:28 #598476
Af hverju ekki tetra.
1. Tetra talstöð er ekkert annað en yfir verðlagður gamaldags gsm sími. þeir sem reyna halda öðru fram eru annaðhvort ljúga eða hafa ekki skilning á svona tæknibúnað.
2. Það hefur ekkert beryst í tækni eða framkvæmdinni á tetra ísland síðan ég og fleiri tæknimenni í klúbbnum dæmdum þetta ekki gott fyrir jeppakalla fyrir 2eða 3 árum síðan.
3. þeir fjármunur sem f4x4 eða félagar í f4x4 setja í tetra eru á kostnað vhf kerfisins sem klúbburinn á, það kerfi er og verður alltaf betur dekkandi en tetra.
4. Eftir 2, 3, 4, eða 10 ár verður GSM meira dekkandi en tetra alveg eins og það er nú.
5. GPS live tracking sem stendur til að bjóða í tetra er fánlegt í gsm símum, kostar miklu minna og er auk þess klárt og uppsett nú þegar.
[url=http://www.sat-gps-locate.com/english/index.html:kc4iakys][b:kc4iakys]sjá hér : )[/b:kc4iakys][/url:kc4iakys] íslensku símafyrirtækin eru bara eitthvað sein að kynna þessi mál en ég er nokkuð viss um að það er ódýrara að kaupa bara gemsa í bretlandi og nota hann hér en að skipta við tetra ísland.
6. Tetrakerfið er hannaði til að stjórna flota eða herliði eða slíku og er sjáfsagt ágæt til þess, en ég ætla ekki að leggja mat á það.Eina ástæðan sem ég get séð fyrir 4×4 félaga að fjárfesta í tetra stöð er græjudella.
Guðmundur
03.10.2007 at 12:15 #598478Hvað er með CDMA2000 sem búið er að úthluta á 450MHz tíðninni? Það er sími og hraðvirkur gagnaflutningur.
Verður það ekki vænlegri kostur þegar NMT dettur út, jafnvel áður?
Ég er nú ekki manna fróðastur um þetta, en mér skilst að það eigi að taka við af NMT eftir rúmt ár í síðasta lagi. Ætti þá ekki að vera nóg að skipta um símtæki og nota sömu kapla og loftnet ? Ekki mikill aukakostnaður þarMér skilst að það sé sama fyrirtækið og rekur þessa þjónustu í Svíðþjóð, Noregi og Danmörku.
Ég er sammála þeim mönnum hér, að Tetra sé fínt fyrir neyðarþjónustuaðila en ekki endilega fyrir hinn almenna jeppaferðamann sem skreppur annað slagið á fjöll eða í ferðalag.
Flestir eru með VHF og/eða CB í bílunum til samskipta sín á milli og við aðra nálæga og ég reikna ekki með að menn vilji enn eina talstöðina, sem er btw of dýr, bæði í rekstri og kostnaði.
Við erum bara með tvær hendur og önnur þarf yfirleitt að vera á stýrinu (í akstri). Einnig eru flestir með GPS tæki í bílunum til að rata og trakka sínar ferðir.
Ég ætla mér að hanga á NMT þar til yfir lýkur, enda kostar það ekki nema 220 kr p.mán. auk notkunnar sem er sáralítil ef einhver (vonandi ekki).Bara mín .02$
03.10.2007 at 18:10 #598480Fyrir þá sem komust ekki á fundinn (og okkur sem ekki tókum eintak) fengum við rafrænt tilboðin sem Kjartan hjá Hátækni var með á staðnum:
[url=http://www.trigger.is/files/4×4-tetra-tilbod1.pdf:2dx50svr]Tetra Stöðvar[/url:2dx50svr]
[url=http://www.trigger.is/files/4×4-tetra-tilbod2.pdf:2dx50svr]Aukahlutir[/url:2dx50svr]
03.10.2007 at 20:52 #598482Hversu lengi mun þetta tilboð vara,er miðað við vikur – mánuði – ár ?
Kv,Dolli.
03.10.2007 at 20:59 #598484Gildir það ekki bara þangað til verðið lækkar næst?
Annars er best að vera bara í beinu sambandi við hann Kjartan hjá Hátækni, hann er með netfangið kjartan(hjá)hataekni.is og örugglega hægt að ná í hann í síma eða tetra eða vhf eða eitthvað álíka yfir daginn… 😉
03.10.2007 at 21:04 #598486Já, það er ekki orðinn einu sinni friður í sófanum lengur.
Siggi Grímss. datt inn af póstnúmeri 270 hátt og skýrt og bullandi félagsfundur hjá Suðurnesjadeild svo gott sem í beinni, heyrði hátt og skýrt í Heiðari út í Rnb fyrr í kvöld. Skal það aldrei verða sagt um jeppamenn að þeir séu ekki með græjudellu á háu stigi 😉
03.10.2007 at 22:01 #598488Það er nú amk eitt ár eftir af NMT dótinu, er ekki óþarfi að rjúka til og fjárfesta í einhverju sem engin veit hvernig virkar?
Mig vanntar bara síma til að koma í staðinn fyrir NMT græjuna
http://www.pta.is/upload/files/450MHz%2 … 5.2007.pdf
Kveðja.
03.10.2007 at 23:45 #598490Á þessum tíma punkti er Tetra fyrir hinn almenna jeppamann algert bull.!
Hef að vísu ekki mikla reynslu af Tetra frekar en aðrir íslendingar en er þó búinn að hafa þannig handstöð undir höndum í rúman mánuð og fara á eitt hálsdags námskeið um Tetra kerfið og stöðvarnar frá Hátækni.Tetra er prýðis talstöð sem virkar BARA ef þú ert í sambandi við endurvarpa, á mínu svæði er útbreiðslan litlu meir en GSM.
Vegna lítillar flutningsgetu endurvarpanna er ekki ráðlegt að nota Tetra sem síma til að tala inn á almenna kerfið það kostar líka aðveg helling. Þú getur hringt stöð í stöð án kostnaðar og talað 2 manna tal, leindó, eða valið talhóp og þá heyra allir allstaðar á landinu. Ef þú hinsvegar ert EKKI í sambandi við endurvarpa virkar Tetra nákvæmlega ekki neitt.Ágætt fyrir viðbragðsaðila svo sem Björgunarsveitir sem láta eina Tetra stöð í hvern leitarhóp en treystir alveg á VHF innan hóps.
Einnig eru björgunarsveitarbílar útbúnir Tetra endurvarpa til að endurvarpa inn á VHF eða útá Tetra kerfið.
En fyrir okkur 4×4 fólk á þessum tímapunkti er Tetra stór þungur og leiðinlegur sími sem brennir rafhlöðunni á minna en sólahring í hlustun, það gerir ferilvöktunin. Bíðum róleg sjáum hvað verður með uppbyggingu allra fjarskiptakerfa veljum svo, eftir 8-12 mán. Það að klúbburinn hefur gert samning um Tetra gerir það líklegra að þeir verði með í keppninni um landsdekkandi fjarskiptakerfi.
Óli Hall
04.10.2007 at 00:04 #598492Tetra er einfaldlega það fjarskiptakerfi sem kemst næst því að vera landsdekkandi í dag (fyrir utan Iridium sem kostar um 3.000 kr á mánuði og um 100 kr. mínútan).
Uppbygging kerfisins stendur enn yfir og því ekki rétt að dæma það eftir núverandi sambandi á einstökum stöðum nema kynna sér fyrst hvort sendir sé væntanlegur á næstunni á viðkomandi svæði.
Fyrir okkur ferðamenn er mikilvægast að geta náð sambandi við byggð hvar sem við erum staddir, annað hvort til að láta vita af okkur og um ferðaáætlun okkar eða í neyð. Þar hefur Tetra einfaldlega vinninginn í dag og ekki fyrirséð að símafyrirtækin muni komast nálægt þeirri útbreiðslu sem Tetra hefur nú þegar í náinni framtíð.
Svo má deila um notagildi einstakra eiginleika í Tetra kerfinu, svosem ferilvöktunar og fleira. Einnig má deila um mikilvægi þess að geta blaðrað í símann á ferðalögum. Stóra málið fyrir okkur er hins vegar útbreiðsla kerfisins og möguleikar okkar á að ná sambandi við umheiminn sem víðast á landinu.
Ég fagna því að félagar í f4x4 fái aðgang að þessu fjarskiptakerfi og hvet sem flesta til að nýta sér það til að auka öryggi okkar allra á fjöllum.
Minn fjarskiptabúnaður er nú þessi:
GSM – nota það þegar samband næst
NMT – nota það utan GSM og þegar NMT samband næst
Tetra – fyrir neyðarfjarskipti þegar hvorki GSM eða NMT dugar
VHF – fyrir samskipti á milli bíla og reyni að ná með því til umheimsins þegar hvorki GSM,NMT eða Tetra dugar
HF – reyni að nota það þegar allt annað bregst en því miður er ekki örugg hlustun.Ætli ég geti ekki farið að losa mig við Iridium símann núna og spara 3.000 kr. á mánuði ……
Snorri
R16 og TF3IK
04.10.2007 at 00:33 #598494Það er ekki rétt hjá Snorra að Tetra sé nær því að vera "landsdekkandi" heldur en NMT. Tetra kerfið er mun skammdrægara, bæði vegna innbyggðrar 56 km fjarlægðar takmörkunar og vegna þess að 1 Watt í sendiafli er verulega takmarkandi. Ég var að að spjalla við félaga minn sem hefur verið að vinna á svæðinu fyrir norðan Vatnajökul undanfarið. Þar munar miklu hvað tetra handstöð dregur skemmra en NMT handsími. Það kom ekki fram á fundinum síðastliðinn mánudag, að það stæði til að bæta við Tetra stöðvum á því svæði.
Samkvæmt tíðiúthlutun fyrir CDMA450 kerfið, þá mun það kerfi dekka rúmlega 92% af flatamáli landsins, sem er svipað og NMT kerfið gerir í dag. Það er kerfi sem hannað fyrir almenning, er ekki með harða takmörkun á fjarlægð í stöð og margfalt öflugra til gagnaflutninga. Þar sem það er ennþá rúmt ár þar til slökkt verður á NMT, þá er ástæðulaust að falla núna fyrir Tetra markaðssetningunni.
Það stendur enn að eina aðferðin (fyrir utan Irridium) sem dekkar allt landið, er stuttbylgjan (HF). Í sumar prófuðum við Dagur, TF3DB, á allmörgum stöðum, allsstaðar þar sem prófuðum náðist samband á 80 metrum. Þannig að hlustun á 3633 kHz er vel viðunandi, þó vissulega megi bæta hana.-Einar – R292 / TF3EK
04.10.2007 at 00:43 #598496Samkvæmt útbreiðslukortum frá Neyðarlínunni er útbreiðslan meiri en NMT (sem verður auk þess slökkt á í lok næstar árs).
Ég bendi á að Tetra handstöðin þarf að vera tengd bílloftneti til að fá þessa útbreiðslu. Einnig er hægt að fá 10 watta bílastöðvar fyrir Tetra. Ekki er sanngjarnt að bera saman NMT bílstöð og Tetra handstöð í þessu tilliti.
Við munum þó vafalítið fá fréttir af því á næstu vikum hvort útbreiðsla Tretra sé í samræmi við þau útbreiðslukort sem sýnd hafa verið.
Snorri.
R16 og TF3IK
04.10.2007 at 00:50 #598498Samanburðurinn sem ég var að vísa í var NMT handssími og Tetra handstöð. Þau Tetra tilboð sé hef séð hafa verið í eins Watts handstðvar. Því er þetta sanngjarn samanburður. 56 km takmörkunin á líka við um Tetra bílstöðvarnar.
-Einar
04.10.2007 at 00:59 #598500Þetta er ekki rétt hjá þér Einar, til stendur að bæta við Tetra endurvarpa á Vaðöldu og ætti þá sambandi að batna norðan við Vatnajökul og ætti Fjórðungsaldan og Vaðalda að fara langt með dekkun.
04.10.2007 at 09:20 #598502Fékk eftirfarandi frá Kjartani í morgun:
"Tilboðið er í óákveðin tíma, miðað við birgðir allavega fram að áramótum."
04.10.2007 at 09:47 #598504Ef það kemur stöð fyrir Tetra á Vaðöldu, þá mun það hjálpa. Það er þó óvíst að það dugi við hús Norrænu Eldfjallastöðvarinnar, í Öskjuopi, þar sem nýbúið er að setja upp jarðskjálftamæli, því þar ber fjöll á milli.
Á þessu stigi er ógerlegt að spá fyrir um hvort kerfið mun dekka landið betur, Tetra eða CDMA450. CDMA450 kerfið er líklega langdrægara en það verða eitthvað fleiri stöðvar í Tetra kerfinu.
Samkvæmt tíðni úthlutun Nordisk Mobil (Símanns), þá verða allar stöðvarnar komnar upp eftir rétt ár, þá verður hægt að meta hvort kerfið verður skárra sem arftaki NMT.Svona lítur [url=http://eik.klaki.net/4×4/cdma450.png:2x3lywvb]útbreyðslukort CDMA450[/url:2x3lywvb] út, samkvæmt tíðniheimildinni.
[img:2x3lywvb]http://eik.klaki.net/4×4/cdma450.png[/img:2x3lywvb]
04.10.2007 at 09:53 #598506Gott að vita um gildistímann,takk fyrir.
Kv Dolli
04.10.2007 at 14:24 #598508Eik, verður þetta ekki CDMA2000?? er það ekki að taka við af CDMA450 með nýrri tækni og hraðari gagnaflutningi??
04.10.2007 at 15:11 #598510[u:1ibxfzpi][b:1ibxfzpi][url=http://www.fjarskiptahandbokin.is/index.php?option=com_content&task=view&id=282&Itemid=69:1ibxfzpi]CDMA-450[/url:1ibxfzpi][/b:1ibxfzpi][/u:1ibxfzpi] er það víst.
04.10.2007 at 15:16 #598512skrítið að kalla cdma450 3g þegar cdma2000 er eiginlega flokkað 2,5g… Æ.
Annars er ég ekki viss um hvaða rök liggja að baki því að útbreiðsla Tetra verði minni en CDMA450, þó það verði fleiri sendar hjá Tetra? Hvað veldur?
04.10.2007 at 22:56 #598514Ég hef prófað CDMA 450, þar eru fín gæði, símarnir eru eins og GSM, erf notkunin verður á svipuðu verði þá verður óþarfi að vera með tvennskonar síma nóg að vera með CDMA 450, gagnaflutningsgetan er kostur en ekki nauðsynleg reyndar skrítið að geta verið á hálendinu í allþokkalegu netsambandi. Ég hef alltaf sagt að TETRA sé frábært talstöðvarkerfi en lélegt símkerfi, öfugt við CDMA sem er frábært símkerfi en lélegt talstöðvarkerfi. Sem fjarskiptakerfi fyrir viðbragðsaðila, veitustofnanir verður TETRA það sem verður notað í framtíðinni og er orðið ráðandi þegar í dag með frábæru framtaki Neyðarlínumanna og Sérstaklega Þórhalls sem hefur barist fyrir því að koma þessu á laggirnar. Kostirnir eru mjög margir, Bílstöð sem nær í sendi getur verið endurvarpi fyrir handstöðvar sem ekki ná í endurvarpa svo eitthvað sé nefnt. Auðveldara verður fyrir viðbragðsaðila að tala saman og miðlæg stjórnun kerfisins kemur í veg fyrir misnotkun. Ég skil á vissan hátt innkomu almennings í þetta kerfi á forsendum öryggis en satt best að segja þá sér maður að kerfið er ekki byggt fyrir þess háttar notkun stöðvarnar eru þess eðlis að þær eru greinilega ekki ætlaðar fyrir notkun almennings. Ný getur einhver leiðrétt mig en stutt leit mín á netinu gaf mér ekki nein dæmi um notkun almennings á TETRA.
Menn hafa talað mikið um misnotkun á VHF kerfi f4x4 menn eru að gjamma allan daginn á sumum rásum, jafnvel heilu kaflarnir þuldir upp úr Njálu af leiðsögumönnum á Njálu slóð, kostirnir við TETRA er að nú fá ekki bara þeir sem eru á dreifingarsvæði VHF endurvarpans að njóta heldur félagar f4x4 um allt land?, reyndar getur verið að þessum kosti hafi verið kastað fyrir bí ef einhver hefur ákveðið að vera með marga talhópa fyrir f4x4 auk þess er auðvelt að sjá í TETRA hver er að gjamma þar sem númer stöðvarinnar birtist á skjánum hjá þeim sem eru í sama talhóp.
Mín niðurstaða er semsé:
Fyrir almennan jeppamann VHF milli bíla,CDMA í staðin fyrir NMT
Fyrir viðbragðsaðila TETRA,CDMA VHF þangað til CDMA kemur.
Stjórn f4x4 hefur tekið ábyrga afstöðu í öryggismálum jeppamanna með því að gera þennan samning þar sem ég veit ekki til þess að annað verði í boði næstu ár. Rekstraraðilar CDMA ættu að vera duglegri við að kynna sín plön, aðilum eins og f4x4. Ég fer þó ekki ofan af því að TETRA hentar ekki fyrir almenning, og mun ekki ná almennri útbreiðslu meðal almennra jeppamanna, þegar og ef CDMA kemur á markaðinn verður það ódýrara, auðvelara í notkun og mun verða í fleiri bílum félagsmanna f4x4.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.