Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Tetra
This topic contains 92 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2007 at 14:56 #200904
Samningurinn á milli f4x4 og neyðarlínunar.
Félagar í Ferðaklúbbnum 4×4 fá aðgang að Tetraþjónustu Neyðarlínunnar samkvæmt þessu samkomulagi. Skilgreindir verða sérstakir talhópar fyrir klúbbinn samkvæmt nánara samkomulagi á milli aðila. Félagið greiðir fyrir talhópa samvkæmt gjaldskrá. Mánaðargjald sem félagar klúbbsins greiða fyrir hverja Tetrastöð er samkvæmt gjaldskrá Tetra, nú 1.450 kr. á mánuði. Greiðsla mánaðargjalda hefst 1. janúar 2008. Greiðsla fyrir símaþjónustu um Tetra verður samkvæmt gjaldskrá og greiðist mánaðarlega í samræmi við notkun. Félagar klúbbsins eru hvattir til að halda símanotkun í lágmarki.Neyðarlínan mun gera samkomulag við klúbbinn varðandi ferilvöktun og aðgang félaga að vefsíðu. Neyðarlínunni eru heimil uppköll á almennri uppkallsrás félagsins ef aðstoð vantar á afskekktum stöðum og félagar í klúbbnum eru nærri slysstað en almennir viðbragðsaðilar.
kv
Agnes karen Sig
Formaður f4x4p.s Hátækni er með tilboð til félagsmanna á tetrastöðvum og aukahlutum
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.10.2007 at 15:56 #598436
Hvernig mun tetra nýtast okkur ?
Er þetta notað sem önnur talstöð og er einhver auka kostnaður annar en mánaðargjaldið ef sími er ekki notaður?
kv Jóhann
02.10.2007 at 16:11 #598438Er ferilvöktunin og aðgangur að henni á vefsíðu innifalin í þessu mánaðargjaldi eða kostar hún aukalega ?
02.10.2007 at 16:15 #598440Sá þetta á síðunni þeirra.
Dálítið dýrar stöðvar…..
TetraMotorola Tetra MTM800
Verð: 73.999 kr.
TILBOÐMotorola MTM800 er öflug bílstöð sem stenst þá kröfuhörðustu.
Þessi stöð er með 14 tákna skjá, 3W sendistyrk og 4 stýritökkum. Auk þess er hægt að forrita takkana sem eru framan á stöðinni.
02.10.2007 at 16:40 #598442Tilboð 1.
Staðgreiðsla MTP850 handstöð 54800.- kr m.vsk
Tilboð 2.
Léttgreiðslur MTP850 handstöð 59900 kr m.vask skiptist niður í 9.983.- per mán
kv
Agnes Karen Sig
Formaður f4x4
02.10.2007 at 17:02 #598444Er ekki dýr miðað við martt annað sem jeppamenn er að kaupa 74.oookr ef þú átt að kaupa hana á fullu verði kostar hún á bilinu 130 til 140,ooo kr svo menn eru að gera góð kaup. svo er það hvað er í forgang, það á eflaust eftir að koma fleiri tilboð síðar frá fleirum .
kv,,, MHN
02.10.2007 at 17:20 #598446Er vitað um einhvern endursölu- og þjónustuaðila á Akureyri?
Kveðja:
Erlingur Harðar
02.10.2007 at 17:25 #598448Tetra með 1w sendistyrk… Hvað er netið þétt? Maður bara spyr. Ekki veit ég hvað maður hefur að gera við þessa 65þúsund liti. Þeir þvælast bara um allann bíl.
Kveðja:
Erlingur Harðar
02.10.2007 at 20:35 #598450Ég er með þetta tæki og það er væntanlega nauðsyn að hafa það í bíladokk og með bílaloftnet. Loftnetið gerir gæfumuninn og þá næst gott samband. Ég vel handtækið framyfir bílstöðina vegna þess að það er hægt að taka úr bílnum og labba með upp á hól ef bíllinn er stopp niðri í lægð þar sem hann nær ekki sambandi. Ekki spillir það fyrir heldur að geta tekið tækið með ef maður ætlar að ganga eitthvað útfrá bílnum.
Kv.
Barbara Ósk
02.10.2007 at 21:42 #598452Ég skil ekki þetta með ferilvöktunina, hverjir eru hagsmunirnir í því að ferilvakta bíla félagsmanna ? Finnst mönnum það bara allt í lagi að það sé hægt að sjá, geyma og gramsa í gögnum úr bílunum. Hvað segir persónuvernd við því ? Er þetta val hvers og eins? Ef ég fæ mér stöð sem félagsmaður í dag, hætti svo á næsta ári verður þá slökkt á stöðinni (sem er hægt að gera frá 112)
Ég held að áhugi manna á ferilvöktun sé sprottin af því að vilja koma til hjálpar ef á þarf að halda, gott og vel göfugt markmið en þessu fylgir mikil ábyrgð og þetta er vandmeðfarið, ef menn gefa sig út fyrir þess háttar þjónustu þurfa menn að vera búnir undir það að koma til aðstoðar, ákveðin þekking þarf að vera til staðar hvar seta menn mörkin ? Ef félaga f4x4 er snúið á slysstað eða jafnvel bara til að draga upp bíl hann skemmir bílinn sinn í aðgerðunum, borgar þá Neyðarlínan ? Er verið að vinna í umboði hennar ? Ef við erum að keyra með fjölskyldu ykkar á þjóðveginum það verður alvarlegt slys, þú ert er nærri þó þú kemur ekki að slysinu verður kallað í félaga til að koma til aðstoðar? Þetta eru siðferðilegar spurningar sem maður á erfitt með að svara.
Nú ber að taka það fram að ég er björgunarsveitarmaður en ég lít ekki á þetta sem ógnun við starf björgunarsveita, nema síður sé, hinsvegar þá finnst mér þessi ferilvöktunar áformin kjánaleg ég skil ekki hver í einkaferð vill láta fylgjast með ferðum sínum upp á vegg í Skógarhlíðinni. Ef neyð eða slys er á hálendinu þá er það 112 sjálfsagt mál að kalla upp á uppkallsrás f4x4 hvort einhverjir séu nærri slysstað.
02.10.2007 at 21:49 #598454Á jákvæðari nótum þá virðist þessi dokka fyrir handstöðina vera góð lausn og þeir sem eru með handstöðvar eiga að skoða þær vel, þarna gerir þú stöðina þína handfrjálsa, það fylgir hnappur til að lykla inn og míkrafónn sem hægt er að koma á góðan stað, þetta gerir stöðina handfrjálsa. Dokkurnar eru reyndar ekki komnar í sölu og þeir hjá Hátækni vissu ekki hvenær það yrði eða hvað hún mundi kosta.
02.10.2007 at 22:04 #598456Ferilvöktun er eitthvað sem er val tækishafa. Það er hægt að slökkva á gps sendingum úr tækinu og þá sér Neyðarlínan ekki tækið. Aðeins er um að ræða að ef við erum nálægt slysstað í óbyggðum þá er hægt að keikja á gps sendum sem eru þar í kring til að biðja þá um hjálp. Það er hins vegar fulljóst að ef viðkomandi treystir sér ekki þá er enginn að gera kröfu um að við förum á slysstað. Þetta er hins vegar eins og talað var um í gærkvöld, töluverður möguleiki á að auka okkar eigið öryggi í fjallaferðum.
Kv.
Barbara Ósk
02.10.2007 at 22:19 #598458en er ekki komið nog af tækja dóti í þessa bila okkar enn ein stöðin sem gerir ekki meira gagn en vhf og gsm sett saman :Þ
02.10.2007 at 22:35 #598460Tökum smá dæmi um hvað gæti gerst ef slys ber að höndum. Ef slys verður á miðhálendinu, þá er mun meiri líkur á því að félagsmenn í 4×4 séu nærri en aðrir, einfaldlega vegna fjölda þeirra. Ef neyðarlínan kemst í samband við ferðahóp 4×4 fólks sem vill fara á slysstað. Þá eru mikil möguleikar á því að þeir þekki góða leið á slysstað. Þegar hópurinn er kominn á slysstað er hugsanlegt að hópurinn geti greint frá aðstæðum. Og fyrir hvað er þörf á staðnum. Einnig er hugsanlegt að björgunarsveitir gætu nýtt sér hjólför 4×4 hópsins. Í þessu dæmi er ég ekki að hugsa um minniháttar vandræði þar sem einhver einmanna jeppi er fastur og þarf spotta. Einnig ættu björgunarsveitamenn að hafa hugfast hverjir eru í ferðaklúbbnum 4×4. Þar eru læknar, hjúkrunarfólk, björgunarsveitarmenn, lögreglumenn, og fjöldinn allur af atvinnu fjallamönnum svo það eru miklar líkur á því að einhverf fagfólk sé í hverjum jeppahóp.
Svo skil ég bara ekki hvað það skiptir máli þó svo að jeppinn sé ferilvaktaður niður á neyðarlínu. Ég held að það sé bara öryggisatrið, hinsvegar myndir ég ekki kæra mig um slíkt á fjölskyldubílnum en í jeppamennsku þá finnst mér bara önnur gildi í gangi. Það eru klárlega fleiri jákvæðir þætti í þessu en neikvæðir.
Ps svo þetta klárlega hækkun á dótastuðlinum og gefur ástæðu fyrir nýtt loftnet og enn eitt gatið í þakið he he.
02.10.2007 at 22:53 #598462Og einn kostur eða galli í viðbót að nú getur Sýsli setið í Skógarhlíðinni og náð öllum fyrir utanvegaakstur.
Kv. Magnús
02.10.2007 at 22:53 #598464Fundurinn í gær var mjög fróðlegur. Núna er komin metnaður í að byggja upp kerfið, annað en allir fyrrverandi rekstraraðilar Tetra, sem lofuðu öllu fögru, svo stóðst nákvæmlega ekki neitt sem þeir sögðu.
Það sem mér þykir hinsvegar stór galli við þetta kerfi, er að það er of dýrt. Eftir samtal við Kjartan frá Hátækni, taldi hann ekki ólíkleg að handstöð, komin í dokku fyrir bíl, með öllum útbúnaði, myndi kosta yfir 100.000 krónur. Þá á eftir að greiða mánaðargjald sem er 1450 krónur, eða tæpar 18.000.- krónur á ári. Það er sérstaklega tekið fram að menn noti tækið helst ekki sem síma, enda sögðu þeir Tetra menn, að þetta væri fyrst og fremst talstöðvarkerfi. Eins þykir mér drægni frá sendum frekar lítil, þótt hún geti verið 56 km í loftlínu, sögðu þeir Tetra menn, að miðað við íslenskt landslagt, væri drægni oft ekki nema 7 til 27 km frá sendum.
Núna er ég ekki að gera lítið úr Tetra, en það er byggt upp fyrst og fremst fyrir viðbragsaðila í landinu, og er víst að gera sig ágætlega sem slíkt, en við jeppafólk eru afgangsstærð í þessu máli.
Það má ekki gleyma því að 4×4 á mjög öflugt endurvarpakerfi, og má næstum sega að flestir staðir á hálendinu séu dekkaðir af endurvörpum 4×4, allavega eru önnur kerfi varla að ná sömu dekkun á hálendinu, nema þá helst endurvarpar Landsbjargar (sem er lokað kerfi) og svo gerfihnattasímar. Það sem helst vantar núna er að fá hlustun á þessa fjallaendurvarpa 4×4, en þau mál eru í stöðugri skoðun.
Það er allavega nóg að gerast í fjarskiptamálum og best að vera vel vakandi yfir þeim, en mér fer að lítast betur og betur á Irridium síma, en þeir kosta svipað og Tetra með dokku, en mánaðgjaldið er ca 3000 á mánuði og svo kostar örugglega 200 kall á mínútu að hringja úr þeim, en þeir ná alltaf sambandi.
Hættur þessum pælingum í bili
Hlynur
02.10.2007 at 23:06 #598466Mér finnst menn lýta frekar þröngt á það hverjir eru félagsmenn í 4×4. Það er gríðarlega mikil þekking í þessum félagsskap og hér eru vönustu jeppaferðamenn landsins saman komnir en einnig óvönustu jeppamennirnir og allt þar á milli. Hvernig á neyðarvörður að sjá hverjir eru vanir og hverjir eru það ekki ? Hvernig á hanna að sjá að þessi hópur getur farið inn á hættusvæði sprungins jökuls en aðrir ekki? Flestir mundu fara, vanir af því að þeir vita hvernig á að bregðast við, óvanir af því að þeir hafa ekki þekkinguna til að sjá að verkefnið er þeim ofviða. Ég viðurkenni þó fúslega að tótastuðullinn er hár, stöðvarnar temmilega flóknar til að það sé gaman að gramsa í þeim.
Eins spurning í viðbót svo skal ég ekki skipta mér af þessu meira, Er neyðarhnappurinn virkur ? Ef svo þá er gríðarlega mikilvægt að menn fái góða kynningu á því áður en stöðin er tekin í notkun hvar hann er og hvað hann gerir.
02.10.2007 at 23:12 #598468ég skil bara ekki alveg af hverju fjallamenn eru svona spenntir fyrir þessu Tetra dæmi. Við höfum aldeilis ágætt VHF kerfi sem er í stöðugri þróun og sé ég ekki að Tetra komi í stað þess.
Menn hljóta því að vera horfa á þann möguleika að hringja úr Tetra en það er reyndar greinilega ekki vinsælt vegna álags eða hvað ?
NMT dettur út eftir 15 mánuði og ég sé ekki neina ástæðu til að flýta mér að fá mér Tetra fyrr en það gerist. Svo eru til aðrir valkostir sem eru mun öflugri en Tetra og kosta ekki meira, Hlynur benti á Irridium og svo má líka benda á Globalstar en þeir símar eru ódýrari en Irridum og ódýrara er að hringja úr þeim. Að vísu er ekki alls staðar hægt að ná sambandi í gegnum Globalstar en ég hef þó trú á því að dreifnin sé ekki síðri en í NMT eða Tetra. Legg til að menn slaki aðeins á, leyfi þessu að þróast aðeins meira og bíði fram á næsta vetur. Verðin munu ekkert nema lækka og úrvalið aukast …
kv
Agnar
02.10.2007 at 23:19 #598470Já hann er virkur.
02.10.2007 at 23:58 #598472[img:airlkomv]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/45214.jpg[/img:airlkomv]
02.10.2007 at 23:59 #598474Þar sem að það virðist vera trend að vera í einhverjum pælingum núna þá datt ég í sama hjólfarið við að lesa þessi innlegg. (Konur eru líka menn)
Ég var að pæla… Menn eru að velta fyrir sér hverjir eru hagsmunirnir á því að vera með ferilvöktun í bílum t.d. f4x4 félaga. Af hverju Tetra
Hverjir eru það sem eru að þvælast upp um fjöll og fyrnindi það erum við félagar í F4x4, það eru nágrannar okkar, vinir jafnt sem óvinir já og líka björgunarsveitarfólk sem að eru svo þessir ÞEIR sem að eru að lenda í slysum og óhöppum. Þetta er maðurinn sem að þú talaðir við í Hrauneyjum síðasta vetur eða maðurinn sem að var í heitapottinum á Hveravöllum. Þetta er fólkið okkar, hvort sem þeir eru í F4x4 eða ekki, gangandi eða á sleðum. Fólkið sem að er að lenda í slysum eða óhöppum hafa nöfn og við þekkjum þau.
Þar sem að Friðfinnur er félagi í björgunarsveit þá veit ég að hann veit að þar er líka misjafn sauðurinn með misjafna reynslu og mismörg ár að baki. Það að hafa fólk á svæðinu sem getur kannski ekki gert annað en lýst aðstæðum getur skipt sköpum um framvindu mála.
Í mínum huga er pælingin á bak við Tetra liður í öryggisneti okkar ferðafólks á fjöllum… því fleiri sem að verða notendur því betur virkar það og tækin lækka í kjölfarið. Spáið í það að hafa kannski verið næsti maður við slysstað kunningja eða vinar og það var 18.000 kall sem að skildi menn að. Ég sé þetta ekki endilega sem val á milli vhf eða tetra heldur sem viðbót við vhf kerfið.
Þessi smá pæling (sem að er nú ekki svo lítil þrátt fyrir allt) hjá stórvini mínum honum Ofsa er eins og talað út frá mínu hjarta.Kv. Stef…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.