This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Bróðir minn á ´96 módel af Nissan Terrano 2,4ltr bensín, sem tók uppá því að drepa á sér of vilja svo ekki ganga.
Startar og tekur við sér en drepur svo á sér eftir smá stund. Tekur ekki alveg við sér strax kannski en
eftir nokkur stört tekur hann við sér. Og ef maður snertir bensíngjöfina þá drepur hann strax á sér.
Tók samt uppá því um daginn að ganga bara vel, hægt að keyra hann smá hring og allt, en endaði á því að drepa á sér og haga sér illa.
Mér datt í hug eitthvað sem tengist bensíndælunni. Hún fær straum þegar hann vill ekki fara í gang. Og mjög ólíklegt að dælan sé farin því þá myndi hann ekki haga sér svona. Annaðhvort er hún í lagi eða ekki.
Annað sem mér dettur í hug er skítur í síunni. Veit samt ekki hvort hann myndi láta svona ef að svo væri.
En annað sem mér datt í hug, það er loftflæðiskynjarinn. Hvort það geti verið að vélin sé að fá of mikið bensín og drepur á sér þess vegna. Frændi minn var að fikta í honum um daginn og fannst hann finna svo mikla bensínlykt þegar hann var búinn að drepa á sér.Endilega komið með hugmyndir. Það getur alveg verið að það endi á því að við verðum að senda hann á verkstæði.
Ég vil bara helst komast hjá því. Það er svo djöfulli dýrt.Kveðja
Þengill
You must be logged in to reply to this topic.