This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir, hafa menn einhverja reynslu af Terrano 2000-2003 árgerðunum með 2.7l vélinni og 38″ upphækkun? Eru einhver sérstök vandamál sem fylgja þessum bílum… vélavesen, eitthvað að gefa sig eða annað sem maður ætti að vara sig á.
Er að spá í að hætta kóarastandinu og verða sjálfstæður en hef aðallega verið að skoða Patrol 38″ þangað til ég rakst á einn Terrano sem gæti komið til greina. Terranoinn er miklu bjartari bíll auk þess að vera hálfu tonni léttari svo hann ætti að vera léttfættari í snjó. Mér er nokk sama um rafstýrðu sætin og japanska leðrið þannig að lúxusinn mun ekki ráða um valið. Það virðast hins vegar vera fáir Terranoar á 38″ en spurning af hverju svo er.
Bið menn að sitja á sér með blammeringar en endilega látið allt flakka sem gæti reynst gagnlegt.
You must be logged in to reply to this topic.