This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Þar sem augljós efnisskortur er í gangi hérna með þeim afleiðingum að menn dunda sér helst við að rifja upp gamlar kýtingar langar mig að varpa hér upp öðru.
Ég rambaði inn í B&L um daginn og varð þá á að setjast inn í 38″ Terracan. Þessi bíll er með öllu skildist mér, læsingum, lækkuðum hlutföllum, aukatank og innbyggðri leikjatölvu og DVD ásamt skjá (var með pjakkinn minn með mér sem féll gjörsamlega fyrir þessu) og svona búinn er hann á 6,2 millj. sem er umtalsvert minna en prísinn á sumum öðrum bílum. Mér fannst þetta bara þokkalega útlítandi verkfæri og virtist t.d. hærra undir hann en Pajeróinn. Sölumaðurinn sagði mér að tveir aðrir 38″ bílar væru á götunum. Veit einhver hvernig þeir eru að koma út? Ég man eftir umræðu um þetta sem brautryðjandinn í þessu hóf, en hann var afspyrnu ánægður með nýja bílinn sinn, en umræðan drukknaði í margvíslegum kommentum brandarakarlanna. Það hlýtur einhver að hafa séð til þessara tveggja bíla eða kynnst þeim í aksjón.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.