Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › tengja kastara
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Óli Ágústsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.06.2008 at 01:08 #202517
Hver er klár í að tengja kastara og vill græða smá pening
þetta eru krómkastarar m/bláu gleri, einum geisla og 4 parkperum í hvorum kastara) fyrir land cruiser 90er með þetta framaná bílnum á grind, vantar bara að tengja, og kann það auðvitað ekkert
ef einhver vill græða smá pening á þessu þá má sá hinn sami hafa samband sem fyrst
Kv.
Óli Ágústs.
S: 825-3106 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.06.2008 at 01:17 #624060
Þetta er mjög auðvelt og ef þú sért enþá með tvær hendur geturu græjað þetta..
Farðu t.d niðrí N1 og þar eru þeir að gefa spjöld sem sýnir tenginu á relayinu við kastarana og allan pakkann
Hvert hvaða vír á að fara og svona voða fínt
mbk Guðni
05.06.2008 at 01:34 #624062Æji Guðni getur þú ekki hennt inn mynd af þessu, ég þarf að setja kastara hjá mér líka og hef alltaf verið soddan klaufi með þessi reley í höndum sjálfur (jájá ljósálfurinn sjálfur klaufi með reley)
Veit ekki til þess að þetta sé til hér á Ak.
05.06.2008 at 03:19 #624064Stýringin er gegnum 15 og 30 en stóri straumurinn gegnum 86 og 87. Ég set vanalega stýristrauminn inn á 15, og jörð á 30. Síðan set ég + frá geymi gegnum öryggi inn á 86 og svo frá 87 til notanda.
Freyr
05.06.2008 at 08:24 #624066tíma ef einhver þarf að láta tengja hjá sér aukarafkerfi
05.06.2008 at 09:38 #624068Takk fyrir Freyr, þetta ætti að reddast með þessar uppl. ekki flókið.
05.06.2008 at 18:38 #624070ég mundi segja að þetta sé vitlaust, ég tengi + frá geymi á 30, tengi svo notandann (kastarann í þessu tilfelli) á 87. Svo er bara 85 og 86 og það skiptir ekki máli hvor er hvað, það er bara stýristraumurinn á annan pólinn og jörð á hinn. Parkið í kastaranum tekur svo lítinn straum að maður fer bara með það inná parkið í bílnum.
Kv Dúddi
05.06.2008 at 19:54 #624072Sem Rúnar segir hér að ofan. Náði í relay út í bíl og það sem ég sagði hér ofar er vitlaust, afsakið.
Freyr
05.06.2008 at 23:14 #624074gæti einhver set inn prentvænar teikningar af þessu á í veseni með kastara hjá mér……býst ekki við að geta fengið þetta hér á n1 frekar en annað.
05.06.2008 at 23:43 #624076
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er ekki þetta sem að um ræðir .. [img:3jv4fsqp]http://i26.tinypic.com/30sklt5.jpg[/img:3jv4fsqp]"
05.06.2008 at 23:48 #624078Daginn
Það er gríðarlega gott að vita hvað relý er og hvernig það virkar því að þá þarf maður ekki að reyna að muna þessar tölur.
Myndin af kassanum með skástriki í gegnum er spólan, þegar hún fær spennu yfir sig segulmagnar hún smá kjarna sem dregur til sín járnstykki sem er fast við rofa. Við þetta breytit rofinn um stöðu, sá sem áður var opinn verður lokaður og öfugt. í bílarelýum er oft víxlsnerta sem skiptir þannig á milli póla.
Vitandi það þá tengir maður rafmagn sem upphaflega kemur úr parkljosum í gengum rofa með gaumljósi (skylda) og þaðan á annað plöggið með myndinni af kassanum með skástrikinu. Hitt plöggið tengir maður við mínus (jörð). Þvínæst tekur maður rafmagn með sverum vír frá geymi í gegnum öryggi og á plöggið á relýinu sem er með mynd af rofa, og frá hinu rofaplögginu leggur maður vír út í ljós.
Þú verður að vera pottþéttur á að taka rafmagnið frá parkljósum eða háa/lága geisla því að það er harðbannað að tengja aukaljós þannig að þau geta verið kveikt án þess að parkljósin loga. Sömuleiðis er skylt að rofinn sé með gaumljósi.
Kv Izan
06.06.2008 at 13:14 #624080teikning sem ef til vill hjálpar en þú þarft ekki rofana A og B og aukalögnina að þeim. Þeir eru bara tl að hægt sé að kveikj á kösturunum ef aðalljósin í bílnum bila
[url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dotgr/kastmynd.jpg:inhqqvz4][b:inhqqvz4]Myndinn í fullri upplausn[/b:inhqqvz4][/url:inhqqvz4]
[img:inhqqvz4]http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dotgr/kastmynd.jpg[/img:inhqqvz4]
06.06.2008 at 13:53 #624082Fín umræða og þörf. En er það ekki rétt munað hjá mér að breyttir bílar meiga vera með kastarana "beintengda", það er að releyið sem fæðir rafmagnið að kösturum þarf ekki að fá stýristraum frá t.d. háa geislanum á aðalljósum.
Kveðja:
Erlingur Harðar
06.06.2008 at 15:18 #624084þú mátt bara kveikja á kösturunum með háu ljósunum. Þ.e.a.s. þú mátt ekki geta kveikt á kösturunum með lága geislann á aðalljósunum.
Einnig má ekki hafa of mörg parkljós á bílnum, minnir að 4 sé maxið
06.06.2008 at 17:23 #624086Það má jú skilgreina eitt kastarpar sem torfæruljós, og þurfa þau þá að vera hulin þegar þau eru ekki í notkun.
(sumsé hlíf yfir þeim)
Þau má að mig minnir tengja gegnum parkið.
.
Hitt eru auka háljós og þurfa að vera tegnd gegnum háljósin og þurfa ekki að vera með hlífar yfir sér.
.
kkv, Úlfr.
06.06.2008 at 23:45 #624088Nokkuð öruggur að það hafi verið öfugt. Þú getur haft 1 par sem auka háljós sem virka með háa geislanum eða 2 pör og þá þarf að slökva orginal háaljósið og nota bara þessi 2 pör. Man ekki eftir að hafa séð eitthvað takmark á utanvegarljósum svo lengi sem það eru lok á þeim þegar þau eru ekki í notkun.
07.06.2008 at 00:37 #624090Sælir
Reglugerðarfarganið er tómur fíflaskapur í kringum aukaljós á bílum. Ég á bíl sem var fluttur inn notaður 1995 og árið 2006 fékk bíllinn endurskoðun út á kastarana vegna þess að þeir voru vitlaust tengdir. Reglugerðin hafði þá ekkert breyst.
Ég bað um að fá reglugerðinaafhenda og fékk. Að gamni sendi ég fyrirspurn til Umferðarstofu og fékk þá upp í hendurnar annað plagg dagsett seinna en fyrra blaðið og reglurnar þar voru örlítið rymri. Seinna ræddi ég við lögregluþjón, kunningja minn, sem sagði að ég hefði milli handa 2 blöð sem innihalda tóma vitleysu en reglugerðin væri öðruvísi.
Aukaljós má ekki vera hægt að kveikja án þess að amk. parkljós logi.
Aðeins má vera eitt par af ljósum skilgreindum sem þokuljós.
Á breyttum jeppum má setja aukaljós og tengja þau að vild svo fremi að parkljós logi með þeim. (rökrétt þar sem menn geti annars verið grunlausir um að afturljósin séu slökkt, parkljóin trufla menn ekki). Aukaljós verða að vera lokuð í almennum akstri.
Ég hef haft þetta til hliðsjónar þegar ég tengi aukaljós á bíl og fæ aldrei athugasemd á þetta.
Takiði þá eftir að aukaljós sem eru ekki skilgreind sem þokuljós þe ljós með stuttum dreifigeisla mega ekki vera á fólksbílum og þess vegna fæstum lögreglubílum og jeppum sem ekki eru breytingaskoðaðir.
Kv Jónsi
08.06.2008 at 23:26 #624092rosalega góðar upplýsingar og fínar myndir
en samt sem áður þætti mér vænt um að einhver gæti gert þetta fyrir mig og bara leyft mér að aðstoða eða fylgjast með, ég læri betur þannig
ef enhver hefur áhuga þá hafa samband á
eða í síma
825-3106
Kv.
Óli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.