Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tenging höfuðrofa
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.01.2007 at 23:14 #199559
Sælir allir.
Hafa menn einhverja skoðun á því hvar best sé að koma fyrir höfuðrofa á rafkerfið í bílnum. Þ.e. inni í bíl eða frammi í húddi. Er með LC60.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.01.2007 at 23:26 #578356
Sæll.
Mér þótti lang eðlilegast að tengja rofann inni í bíl, smíðaði lítið brakett undir hann og lagði að honum þannig að hann rjúfi jarðsamband geymis.
Kv, Hjölli.
01.02.2007 at 21:23 #578358Sæl öll sömul. Hafa menn ekkert að segja um þetta?
01.02.2007 at 21:44 #578360Auðvitað er langþægilegast að vera með þetta inn í bíl.
Þurfa ekki að opna húddið, þegar þarf að setja aukadótið í gang. Ég var með svona í húddinu einu sinni. Nenni því ekki aftur.
01.02.2007 at 21:45 #578362gerðu eins og 66bronco segir eina vitið að setja rofann inn í bilinn hefur ekkert framm í húdd að gera þú ert væntanlega að gera þetta ef þarf að slá út í neyð. Getur tekið of langann tima að hlaupa í húddið.
Góðar stundir
01.02.2007 at 21:46 #578364Ég mundi hafa þetta inní bíl og það er venjan að tengja jarðsambandið í hann, ég mæli ekki með þessum rofum sem eru seldir í bílanaust með rauða lyklinum voru allavega ekki að endast hjá mér, keipti CAT rofa í Heklu þeir endast bílinn.
01.02.2007 at 22:00 #578366Fyrst maður hefur verið manaður til að segja álit á því að setja "höfuðrofa" í bíl er best að reyna að hósta upp einhverri meiningu.
Fyrir það fyrsta er mér ekki ljóst hver ávinningurinn á að vera eða í hvaða tilfellum slíkur rofi myndi vera notaður.
Ef nauðsynlegt er að rjúfa allt rafmagn frá rafgeymi, þá hefur flestum dugað að losa aðra hvora rafgeymisleiðsluna og það tekur ekki langa stund. Ef þessi rofi á að aftengja geyminn algjörlega þá þarf rofinn að þola allan þann straum sem startarinn tekur og það getur skipt hundruðum ampera. Þar að auki verður óhjákvæmilega eitthvað auka spennufall, ég tala ekki um ef leitt er að rofanum inn í mælaborð og svo til baka aftur. Það er ekki einungis af sparnaðarástæðum sem bílaframleiðendur leitast við að hafa sveru kaplana milli rafgeymis, startara og vélarblokkar sem allra stysta.
Rafhlutur sem þessi verður undir miklu álagi hvert sinn sem startað er og talsverðar líkur á að hann bili fyrr eða síðar. Ennfremur þarf að hafa í huga að á öllum nýrri bílum er eindregið ráðlegt að rjúfa aldrei samband við rafgeymi meðan bíllinn er í gangi. Það geta komið spennupúlsar á rafkerfið og steikt tölvudraslið í hvelli. Slík staða kemur upp ef einhver fer að fikta í höfuðrofanum meðan bíllinn gengur.
Þetta hljómar vafalaust eins og versta svartsýnisraus, en mér virðist gallarnir við að setja svona rofa í bíl vera verulegir en ávinningurinn í besta falli óljós. Ég myndi reyna að finna eitthvað annað verkefni til að dútla í bílskúrnum.Ágúst
01.02.2007 at 22:19 #578368Það er nú nokku ábyggilegt að höfuðrofinn þoli það rafmagn sem er í bílnum. Sér í lagi eithvað catipillardót. En ef þú aftengir ekki allt rafmagn af bílnum með höfuðrofanum getur þú allt eins sleppt honum. Mér finst þetta bara vera öryggisagtriði t.d. ef bíllinn veltur þá getur bensín og olía farið um allt, og þá skiptir miklu máli að vera snöggur að aftengja rafmagnið svo ekki komi neisti sem gæti kveikt í apparatinu. Skeði því ver og miður nú síðast á álftanesveginum í vetur. Þá var banaslys þegar bíll valt og endaði á toppinum sem svo kveiknaði í. Er samt ekki að segja það að í því tilfelli hafi höfuðrofi skipt sköpum.
01.02.2007 at 23:06 #578370Rofann setti ég í mínu tilviki í bíl sem er 41 ára gamall og enn með um það bil helming upprunalegs rafkerfis innanborðs. Öryggisatriði númer 1 2 og 3, það er vaninn hjá mér að svissa af bílnum og slá svo öllu út, auk þess sem þetta er mikill öryggisventill ef eldur er laus. Ekki hef ég orðið var við að rofinn eigi í vandræðum með flutning, rofinn er vandaður og koparinn öflugur.
Hjölli.
01.02.2007 at 23:52 #578372Af hverju eru menn að setja rofann á jarðsambandið.
02.02.2007 at 00:08 #578374Einhver fróður sagði mér að venjan væri sú að hafa plúsinn eins stuttan og hægt væri vegna þess að það væri meira straumtap í plús en mínus og þar af leiðandi þyrfti ekki eins sveran kapal í mínus pól. Þess vegna tengi menn höfuðrofa í mínus. Ég vona að ég fari rétt með.
kveðja
Trausti
02.02.2007 at 07:49 #578376Fyrsti jeppinn sem ég notaði, fyrir rúmum 30 árum, var með útsláttar rofa. Þessi rofi var undir bílstjórasætinu, mig minnir að geymirinn hafi líka verið þar. Þess bíll var af gerðinni UAZ, frambyggður rússajeppi.
Þegar ég horfði á myndir af "björgun" hvíta patrólsins við Veiðivötn, í byrjun síðasta mánaðar, þá flaug mér í hug að það gæti verið gott að hafa svona rofa, þegar bíll fer í vatn. Það er minni hætta á skemmtum á rafmagns og tölvubúnaði sem lendir í vatni, ef hænn fær ekki straum.
Það er nákvæmlega sami straumur, og sama tap, bæði á plús og mínus frá rafgeymi. Það ræðst því bara af hentugleikum hvort rofinn er settur á plús eða mínus. Ef rofinn er bara settur á þann hluta plússins sem ekki fer á startarann, þá mætti komast af með minni rofa og grennri lagnir, en samt vernda viðkvæm rafmagnstæki gegn vatni og losna við mest af eldhættunni. Það er ábyggilega varasamt að nota svona rofa á bíl sem er í gangi, ef menn vilja hafa þann möguleika þá myndi ég skoða það hvernig alternatorinn tengist rofanum.
Það ættu ekki að koma hættulegir spennupúlsar, ef straumvír alternatorsins, ásamt plúsi stararans, fara beint á geyminn, framhjá rofanum.-Einar
02.02.2007 at 09:23 #578378Langir kapla sem liggja úr húddinu og inn í bíl auka hættuna á núningi á köplum. Sé kapalinn – skapast ekkert vandamál en hinsvegar er útleiðni á + hlið vandamál. Af þessum praktísku ástæðum er eðlilegra að tengja mínus inn í bíl. Yfir svona rofa getur legið tiltölulega mikið afl meðan þeir eru virkjaðir í straumlausu ástandi. Eigi að rjúfa eða tengja meðan aflnotkun er í gangi (t.d. start) er viðbúið að rofinn brenni yfir. Best er að nota fjaðurspennta rofa eða segulrofa (t.d. sambærilegt við startpung) því þeir rjúfa nógu hratt til að ekki myndist ljósbogi, en það er hann sem brennir snertunar. Annað með útleiðslu á plús hlið er að ryðmyndun eykst við spennumun þannig að útleiðsla er mjög slæmm á þeirri hlið
Baráttu kveðjur
Þröstur
Ps. hef oft verið með svona rofa en aðalega til að lenda ekki í því að koma að bílnum rafmagnslausum þegar honum hefur verið lagt allt of lengi.
02.02.2007 at 10:36 #578380Í fáum orðum er betra að hafa þetta á jörðinni vegna hættu á útleiðslu ef þetta væri á plúsnum.
02.02.2007 at 11:24 #578382aðalmálið er að aftengja allt rafkerfi bílsinns, en ekki bara hluta. sumir vilja skylja eftir útvarp til að halda inni minni og klukku, sumir vilja skylja eftir tölvur í nýrri bílum.
ef það er gert er alltaf sú hætta til staðar að menn gleymi sér og reyni að starta bílnum án þess að setja höfuðrofan inn. við það reynir startarinn að sjúga öll þau hundruð amper sem hann þarf í gegnum þann búnað sem er tengdur milli plús og jarðar með skelfilega illlyktandi og dýrum afleiðingum.
svo munið annað hvort allt eða ekkert.
rafmagnaðar kveðjur siggias
02.02.2007 at 12:03 #578384Ef rofi yrði tengdur eins og ég stakk upp á hér að ofan, þá yrði ekki hægt að starta bílnum, því það yrði ekki straumur á segulrofanum sem stjórnar tengingu sjálfs startarans.
Ég ábyrgist ekki að þetta sé rétt, en mér finnst mjög líklegt að rofa sem aftengdi allt nema sveru strumkaplana fyrir alternator og startar mætti nota þótt bíll sé í gangi, svo framarlega sem þetta er ekki díselbíll sem getur gengið án rafmagns.
Ég er hræddur um að ef jarðsamband geymis er aftengt á bíl sem er í gangi, þá gæti það verið óhollt fyrir tölvur og þessháttar. Og ekki einu sínni víst að það myndi drepast á bílnum.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.