Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tenging aukaljósa
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.11.2006 at 09:06 #199017
Hefur einhver lausn á því hvernig best er að tengja kastara ólöglega, þ.e. inn á parkljósin?
Þeir eru þannig tengdir núna að þeir koma inn með háa geislanum (sem er mjög þægilegt á vegakeyrslu), en ég myndi vilja hafa rofa sem yfirtekur það þannig að þeir geti líka logað með parkinu eða lágu ljósunum.
Teikning eða góð ráð væru vel þegin.Ingi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.11.2006 at 09:24 #569044
Sæll
Það sem best er að gera þá er hreinlega að hætta að tengja kastarana við ljósin og setja þá bara alveg sér á takka. það er mjög einfalt að gera, þú bara tekur stýrilínuna fyrir relayið af háageislavírnum og "loopar" því inní bíl gegnum takka beint af geymi. Mæli samt með því að tengja það í gegnum aukaraf eða öryggi.
Dagbjartur á vin sem getur hjálpað þér við þetta.
Misþroskakveðjur
Lalli
22.11.2006 at 09:26 #569046Flensukveðjur,
Ingi
22.11.2006 at 09:32 #569048teikningu er svoldið erfitt að gera þegar maður veit ekki alveg hvernig þetta er tengt fyrir. þetta á samt ekki að vera neitt mál setur bara reley með tveim snertum, annari normal open og hin normal close inná stýristrauminn frá háa geyslanum, tengir svo stýristraum inná releyið með straum frá parkinu inná aðra snertuna og straum frá háa geyslanum inná hina snertuna. þannig stjórnar þú með rofa hvort kastararnir virki með háa geyslanum eða parkinu og rásirnar eru aðskildar þannig að þetta truflar ekki aðalljósin á nokkurn hátt.
efni eitt tveggjasnertu reley, einn on/of rofi og nokkrir vírar.
vonandi geri ég mig skiljanlegan.
kveðja siggias
22.11.2006 at 09:44 #569050að fá þægilegar teikningar í Bílanaust sem sýna tengingu við ljós. Hægt er að hagræða tengingunum auðveldlega í takka. Er einmitt að skoða þetta vegna þess að ég þarf að tengja kastara að aftan.
Í Pattanum mínum eru kastararnir að framan tengdir við háuljósin en kveiknar ekki á þeim nema ég ýti á takka. Var að spá í að breita þessu aðeins eftir skoðun en hafa möguleikann að tengja við háu ljósin aftur fyrir skoðanir komandi ára
22.11.2006 at 10:26 #569052[img:32v4fqn0]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4942/36191.jpg[/img:32v4fqn0]
22.11.2006 at 11:53 #569054ég heyrði ekki fyrir svo löngu að búið væri að breyta lögunum
þannig að þetta þyrfti ekki að vera samtengt við ljós bílsins eins og þetta var.
Sel það samt ekki dýrara en ég keypti það.
Ég er hef aldrei nennt að tengja kastarana mína við bíllljósin
og aldrei fengið á það athugasemd
22.11.2006 at 12:01 #569056Samkv. reglugerðinni góðu þá má tengja kastara inn á parkljós á bílum með breytingaskoðun.
22.11.2006 at 12:12 #569058ég man rétt, nenni ekki að leita… Þá mátti bara tengja dreifi kastara á háu ljósin, en hina á parkljósin
22.11.2006 at 12:28 #569060Þetta virðist vera lausnin sem ég var að leita að. Stýristraumurinn frá tvöfalda relyinu fer þá inn á gamla relyið. Algjör snilld.
Ingi
22.11.2006 at 14:08 #569062Sælir allir
Ég staldraði við það sem Þorvarður Ingi skrifaði, þ.e. að "tengja ólöglega". Eitt aðal markmið klúbbsins okkar er að fá skynsamleg lög fyrir okkur að starfa eftir og að fá félagsmenn sem og aðra til að fara eftir þeim. það hlýtur að vera okkur öllum í hag að svo sé. Ég veit ekki betur en það séu mjög skynsamlegar reglur í gangi varðandi tengingar á aukaljósum. Grunnurinn er sá að stöðuljós verða alltaf að loga til að hægt sé að kveikja á aukaljósum. Það er auðvitað mjög eðlilegt, svo ekki sé hægt að vera með fullt af ljósum að framan, en engin kveikt að aftan.
Ég hvet ykkur til að kynna ykkur reglurnar sem eru í gildi, en þær má t.d. finna á [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/0/5690ea9f117f81b000256d1d004903cf?OpenDocument:1270k8g1][b:1270k8g1]þessari slóð[/b:1270k8g1][/url:1270k8g1] . Kaflinn um ljósker er nr. 07.01Kveðja,
Emil Borg
22.11.2006 at 15:44 #569064ég fékk mér einfaldlega bara 3 stöðu rofa, inná hann kemur þá svissaður straumur og straumur frá háuljósunum. og frá honum fer þá straumur í relayið sem kveikir á ljósunum. Þannig get ég valið hvort þau loga stöðugt eða elta háuljósin. helsti gallinn við þetta er það að það er erfitt að finna 3 stöðu rofa með ljósi. En ég leysti það bara með því að setja ljós við hliðina á rofanum.
kv
Baldur
22.11.2006 at 17:42 #569066þriggjastöðu rofi og þriggjastöðu reley gerir nákvæmlega sama hlutinn, nema hvað með reley geturðu kannski sparað þér eitthvað í víralögnum inní mælaborði.
hvað er löglegt og hvað er ólöglegt? þarfir jeppamanna eru misjafnar og það er engan vegin hægt að líkja saman því sem er ólöglegt á þjóðvegum og því sem er nauðsynlegt uppi á hálendi. það er til dæmis ólöglegt að aka með rangan loftþrysting í dekkjum, mér þætti gaman að sjá hvað yrði um jeppamennsku á íslandi ef við þyrftum að fylgja þeirri reglu uppi á jöklum. það er líka ólöglegt að hafa kastara tengda nema með parkljósi ef um þokuljós er að ræða, en háa geysla ef að um dreifikastara er að ræða. hinns vegar er mjög gott að þurfa ekki að vera háður aðaljósum bílsinns með aukaljós, þegar ekið er við erfiðustu skilyrði uppi á hálendi. svona búnaður er þá mikið betri en að tengja bara ljósin framhjá nema þegar farið er í skoðun, því með svona búnaði er hægt að gera bílinn löglegan um leið og ekið er inná veg, bara með einum takka.
mér leiðast fordómarnir og sleggjudómarnir hanns emils gagnvart þorvarði sem er bara að reyna að bjarga sér á sem heiðarlegastan hátt.
kveðja siggias
22.11.2006 at 18:11 #569068Svona svona, ég er ekkert viðkvæmur fyrir ábendingu Emils, hún er bæði réttmæt og fræðandi. Ég er semsé með ljósabúnaðinn löglega tengdan sýnist mér skv. reglugerðinni og verð með hann löglegan áfram, -nema þegar ég þarf að tryggja öryggi mitt og farþega minna með því að láta kastarana (sem ég er reyndar með stillta mjög neðarlega) lýsa mér leið einungis með parkinu eða lága ljósinu. Geisli aðalljósanna er full dreifður þegar á reynir þykir mér, þó það hjálpi verulega að geta stillt hæð aðalljósanna niður innan frá.
Þannig finn ég svo veginn, og hviss bang, -með relyinu hans sigga er ég bara í góðum málum.
Hins vegar þá sýnist mér að skv. reglugerðinni þá eru aðalljós æði margra bíla ólögleg nú til dags, því hvorki eru þau hvít eða gul…eða hvað?Ingi
22.11.2006 at 20:11 #569070Ef þú ert með rofa þá tengirðu bara plús inn á rofann (má alveg eins vera frá geimi) og síðan frá rofanum og inn á relayið sem kveikir þá kastarana. En til að háu ljósin kveikni þá ekki með þá verður að setja þá díóðu (sem virkar eins og einstefnuloki á jafnstraum) á leiðsluna sem var firir inn á relayið (semsagt plús megin).
22.11.2006 at 20:21 #569072Ég tengdi þetta þannig að stýrisraumurinn er tekinn frá ljósinu í öskubakkanum, þannig að kastararnir loga ekki nema að kveikt sé á parkljósum eða aðalljósum. Kosturinn við þetta hjá mér er að þar sem bíllinn er með dagljósabúnaði er mjög þægilegt að geta í einu handtaki slökkt á kösturunum og kveikja lága geislann um leið, með því að "slökkva ljósin" og láta dagljósabúnaðinn taka við, þegar að maður er að mæta bílum. Reyndar slökknar á mælaborðsljósunum á meðan, en það hefur ekkert angrað mig ennþá.
22.11.2006 at 21:48 #569074Er með svona þriggja-stöðu rofa, en bara venjulegt relay. Það er ekkert mál með því að tengja afturábak í gegnum rofann.
Kýrskýrt, ekki satt?
Þ.e.a.s. tengir jarðarpólinn á rofanum við relayið, en úttökin tvö við annarsvegar parkljósin og háuljósin hinsvegar.
kveðja
Rúnar.
22.11.2006 at 22:02 #569076Það er ekkert sérstaklega sniðugt að klastra díóðum inn í aukarafmagn í bílum, bæði eiga þær til að klikka ef þær fá "spæka" inn á sig, t.d. í tengslum við rafsuðu, og einnig eru þær gjarna það nettar að þær gætu valdið seinni eigendum miklum höfuðverkjum við bilanaleit. En vissulega myndi þetta virka, það er alveg rétt.
Einnig vil ég benda á þann möguleika, sem stundum gleymist, að nota jarðtengingu sem stýrimerki inn á relay. Þá er + tekinn, annað hvort frá geymi eða annars staðar frá, beint í spólu á relayi. Hinn vírinn frá spólunni fer svo inn í bíl í gegn um rofa og þar til jarðar. Þetta hefur þann kost að "heitum" vírum fækkar, ef útleiðsla verður á stýristraumslögninni (nudd, klemmist á milli innréttingar og festingar o.s.frv.), þá fer viðkomandi búnaður, t.d. kastarar, einfaldlega að blikka og kveikja á sér í tíma og ótíma, frekar en að draslið grillist með tilheyrandi eldhættu.
Sem dæmi má nefna að original skynjarar í bílarafmagni virka mjög gjarna á þennan hátt, þ.e. gefa jörð sem signal.kv
Grímur
22.11.2006 at 23:09 #569078[url=http://www.gundur.com/displayimage.php?album=2&pos=0:3q6da1et][b:3q6da1et]Teikning af aukarafkerfi[/b:3q6da1et][/url:3q6da1et]
22.11.2006 at 23:36 #569080Daginn
Patrolinn minn fékk ekki skoðun út á kastarana sem reyndar hafa verið á honum síðan hann var fluttur inn 1995. Vandamálið var að þeir voru vitlaust tengdir.
Ég breytti tengingunum og núna eru þeir tengdir eins og myndin að ofan sýnir með relýi sem velur að taka merki frá parkljósum eða háuljósum. Frá því relýi dró ég vír út í rofa sem verður að vera með gaumljósi til að allt sé löglegt. Frá rofanum tengdi ég inn á relý sem kveikja kastarana.
Til að þessi frágangur sé löglegur þarf ég að nota hlífar á kastarana allstaðar annarsstaðar en utanvega vegna þess að svona falla þeir undir að vera aukaljós vegna breyttrar torfærubifreiðar.
Eins og fram kemur í reglum um búnað bíla þá er leyfilegt að nota eitt par af þokuljósum (dreyfigeisla), tengd með stöðuljósum með sérrofa og gaumljósi og eitt par af aukakösturum (pungtgeisla) tengd með háuljósum með eða án sérrofa og með gaumljósi verða að hafa hlífar meðan ekki í notkun. Breyttir jeppar mega setja aukaljós (man ekki hvað mörg) og þeim má stjórna hvernig sem vill en þau verða að loga með parkljósum (afturljósum) og með gaumljósi.
Hafið þessar reglur í huga næst þegar þið mætið vörubíl með ljósaseríuna framaná sér, yfirleitt eru 8 aukaljós þar sem mega bara vera 2 stk. Stundum eru mun fleiri en athugið líka hvort það truflar ykkur að mæta svoleiðis bíl þegar hann lækkar ljósin í tæka tíð.
Kv Izan
23.11.2006 at 11:44 #569082Sælir félagar. Við getum hlaðið eins mörgum ljósum og við viljum á jeppana okkar. Samkvæmt greininni um heimiluð ljósker þá má vera með vinnuljós á bílum, eitt eða fleiri, og eina skilyrðið að þau séu tengd með stöðuljósum. Ég sé ekkert sem bannar það að við köllum kastara framan á bílunum okkar vinnuljós, enda er ekki óalgengt að við vinnum framan við bílana eða hvað? Þeir þurfa að vísu að lýsa með hvítu ljósi. Engin skilyrði eru um að vinnuljós skuli vera byrgð þegar þau eru ekki í notkun.
Ljóskastarar þurfa ekki endilega að vera punktljós. Það er ekkert tekið fram um ljósdreifingu þeirra. Þokuljós verða þó að vera dreifiljós eins og fram hefur komið.
Ef einhver ykkar sér meinbugi á þessari skilgreiningu minni þá endilega tjáið ykkur.Kveðja,
Klemmi ljósálfur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.